Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 41 + Eyjólfur Þor- varðarson var fæddur á Bakka, Kjalarnesi, 25. mars 1910. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þor- varður Guðbrands- son, f. 2. sept. 1877, bóndi á Bakka, d. 3. nóv. 1957, og Málhildur Tómasdóttir, f. 25. feb. 1880 á Arnarholti á Kjal- arnesi, húsfreyja á Bakka, d. 1. sept. 1954. Eyjólfur var þriðji í röðinni af 11 systkin- um. Eftir lifa: Gunnar, f. 6. mars 1916, Gróa, f. 15. ágúst 1917, Bjarni, f. 30. nóvember 1923, búsett á Kjalarnesi, og Sigurður, f. 13. október 1921, býr í Reykjavík. Látin eru: Guð- björg, f. 3. júlí 1906, d. 24. feb. 1986. Eiginmaður hennar er Gunnar S. Hólm, f. 5. ágúst 1907 á Eysteinseyri við Tálknafjörð. Börn þeirra eru: Þórhild- ur, f. 1932, Garðar, f. 1934, Viktoría, f. 1935, Aðalbjörn, f. 1937, Þorkell, f. 1938, og Margrét, f. 1939, Guðrún, f. 16. janúar 1908, d. 4. apríl 1995, Þorgeir, f. 27. des. 1914, d. 21. des. 1992. Dóttir lians er Þór- dís, f. 1941, Tómas, f. 17. okt. 1918, d. 4. jan. 1998, Guðmund- ur, f. 9. júní 1920, d. 4. sept. 1991, Hallfríður, f. 24. okt. 1925, d. 12. apríl 1988. Maki (skildu): Gunnar Friðrik Pét- ursson, f. 1920 á Bjarnarstöð- um, Reykjafjarðarhreppi. Eyjólfur fór á sjó um tvítugt og var á vetrarvertíðum, en á sumrin vann hann við bú for- eldra sinna. Fyrst fór hann á bv. Hafstein á Isafirði. Var siðan á Helgafelli eldra og yngra til 1950. Þá tók hann við búi á Bakka ásamt bræðrum sínum, en fór síðan á sjóinn aftur 1955 og var á togurun- um Þorsteini Ingólfssyni, Þor- móði goða og endaði sinn tog- araferil á Víkingi um 1970. Hann var félagi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur frá 1930 og var gerður að heið- ursfélaga 1980. Eftir að hann kom í land stundaði hann ýmis störf tengd sjávarútvegi og vann síðast í saltfiskverkun Bæjanitgerðar Reykjavíkur á Melunum. Eyjólfur var ógiftur og barn- laus. Síðustu æviárin dvaldist hann á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Eyjólfs verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 23. nóvember, og hefst atliöfnin klukkan 15. EYJOLFUR ÞOR VARÐARSON Nú er Eyvi frændi minn allur, sennilega hvfldinni feginn eftir nokkuð langa veru í hörðum hönd- um ellinnar. Eyvi verður mér ævin- lega minnisstæðm’ persónuleiki. Hann hafði einstakt lag að sjá spauglegai- hliðar á hinum hvers- dagslegustu atburðum. Hann gat verið óborganlegur í tilsvörum og oft með afbrigðum orðheppinn. En það veit sá sem allt veit að á bak við þessar spaugsömu skoðanir og tils- vör lá oftar en ekki djúp speki og gráglettin gagnrýni á hin ýmsu mál samfélagsins. Má vera að þetta skýri eftirlæti hans á bókum Guðbergs Bergssonar. Þrátt fyrir að vera í eðli sínu glaðvær og glett- inn einstaklingur sem létti sam- ferðafólki sínu lund með brosi sínu og tilsvörum, leyndist þar að baki stórt skap sem sennilega hefur ver- ið í nauðsynlegur grunnur í harðri lífsbaráttu. Mér er hann fyrst og fremst minnisstæður sem afar ljúf- ur og traustur einstaklingur. Sem ungur drengur heimsótti ég oft Eyva á Melhagann og síðar á Meistaravellina og yfirleitt var þar boðið upp á malt og Frónkex. Nú ef það var ekki til, þá skrapp ég út í búð og þá var tómt mál að tala um að láta hann fá afganginn. Hann hafði ótrúlegt lag á að spjalla við börn og kannski var það hans óhamingja að hafa aldrei eignast nein. Síðar meir var boðið upp á Neskaffi og kleinur eftir vikulegar bæjarferðir til innkaupa á lífsins gögnum og nauðsynjum. Var þá oft gaman að spjalla. Hafði hann frá ýmsu að segja og sá oft lífið í öðni Ijósi en hinn hefðbundna nútíma- kynslóð. Eyvi var næstelstur 11 systkina er bjuggu við hörð lífsskilyrði á Kjalarnesi. Ungur að árum hélt hann til sjós og eyddi þar stórum hluta starfsævinnar. Hann dró fisk úr sjó og sigldi víða með ísaðan og saltaðan fisk á markaði erlendis. Hann var vel sigldur í lífsins ólgu sjó og það var mér því sem ungum dreng mikil og ómetanlega reynsla að kynnast honum. Hinn síðari ár fór Eyvi ekki var- hluta af niðurskriði lífsþrótts og andlegs ástands er ellin herti tök- in. Þrátt fyrir það hélt hann hinu einstaklega ljúfa glettna brosi og hinu góða skapi allt fram að síð- ustu andartökum lífs síns. Síðustu æviárin dvaldi Ejrvi á Hrafnistu í Reykjavík, deild G2. Þar naut hann einstakrar elsku- semi og hlýju frá starfsfólki. Við aðstandendur hans erum þess full- viss að hvergi hefði honum getað liðið betur. Nú er komið að leiðar- lokum frændi sæll, en minningin um þig mun vara meðan ég lifi. Móður mína langar að senda kveðjuna sem þú notaðir svo oft eftir símtal seint á kvöldin: „Allar góðar vættir gæti þín.“ Þórður Geir Þorsteinsson. Kær frændi er nú látinn eftir langvarandi veikindi. Hann var fæddur á Bakka á Kjalarnesi og ólst þar upp. Snemma kom í ljós að sjórinn heillaði hann og urðu sjó- mennska og störf tengd sjónum ævistarf hans. Það er gaman að gera sér í hugarlund hvemig var að alast upp á fyrri hluta aldarinn- ar í hópi sjö bræðra og fjögurra systra. Það hefur þurft töluvert til að hafa ofan í hópinn og á. Ekki voru þessi nútíma þægindi til og Bakki var afskekktur bær þá, eng- inn vegur heim og alveg úr alfara- leið. Núna tilheyrir hann Reykja- vík. Minningar mínar um Eyva tengjast kátínu og hlýju. Einkenni hans vora mikil kímnigáfa og skemmtileg tiisvör. Þegar ég var barn í sveit á Bakka fylgdist ég með rútunni þegar von var á Eyva heim og hljóp á móti honum. Það var gott að stinga hendinni í stóran lófa og segja honum svo frá hvern- ig búskapurinn hefði gengið síðan hann var heima síðast. Og ekki spillti fyrir þegar brjóstsykurspoki var dreginn upp úr vasa. Síðar var ég svo lánsöm að hefja búskap í kjallaranum hjá Tomma og Gunnu, systkinum hans. Þar var hann í fæði og við hittumst daglega. Dætrum mínum var hann jafngóður og mér áður og nú var það blár ópal sem rataði upp í munna. Hann kom með óbarinn harðfisk svo þær gætu japlað á, fyrst nánast tannlausar, og svo þegar það kom síðar í ljós, hvað þær voru með sterkar tenn- ur, var það allt harðfiskinum að þakka. Þær voru líka afskaplega montnar þegar hann sagði þeim að þær hefðu fundið afmælisdag- inn sinn, sem hafði verið týndur í 67 ár. Löng ævi er nú liðin og viljum við Birgir og stelpurnar okkar þakka fyrir allar góðar stundir, sem við áttum með Eyva. Systkinum hans og öðram ætt- ingjum vottum við samúð. Ásthildur. Genginn er góður maður, komið að kveðjustund. Minningar um liðnar samverastundir hrannast upp hver af annarri. Mannkostir Eyva voru margir, hann var glett- inn og spaugsamur, hafði þann eig- inleika að fólki leið alltaf vel í návist hans. Maður kom betri mað- ur af hans fundi. Avallt var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd ef hann hafði hugboð um að þess væri einhvers staðar þörf. Fórum við ekki varhluta af hjálpsemi hans er við ung að árum stofnuðum heimili. Eyvi kvæntist aldrei. Starfsævi sinni varði hann á sjónum og naut sín þar vel. Hann þoldi aldrei lengi við í landi. Síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík. Undi hann þar glaður við sitt og naut góðrar umönnunar starfsfólks. Guð blessi þig og beri að friðarlaugum, þín bjarta stjama prýði himinhvel. Brosið sem að lifnar innst í augum, ævinlega flytur kærleiksþel. (Brynja Bjamadóttir) Kæri vinur og frændi, hafðu bestu þakkir fyrir allt. Guðlaug og Þorkell. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTIARARSIOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA AIXAN SÓLARHRINGINN AÐAI.STRÆTI 411 »101 R1 YKJAVÍK LÍKKI S'IU VINNUSTOIA EYVINDAR ÁRNASONAR xV.v ; 1899 BRAGI GUNNARSSON + Bragi Gunnarsson fæddist á fsafirði 15. júní 1976. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 9. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 18. nóvember. „Veit ég ófullt og opið standa sonar skarð“ Þannig yrkir Egill Skalla- Grímsson eftir lát sonar síns og í mínum huga verður skarðið hans Braga sem sonar heldur aldrei fyllt. Fyrir hartnær tveimur ára- tugum lágu leiðir okkar Agústu, móður hans, fyrst saman þegar við stóðum frammi fyrir því vandasama verkefni að koma blindum börnum okkar til manns. Bjartsýnin var vopn okkar, sam- heldni og samkennd einkenndi þá foreldra sem stóðu í sömu spor- um. Þeir vildu það besta fyrir börnin sín og þau skyldu fá sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra. Saman fóra þrjú þeirra, Bragi og dætur mínar, á dagheimilið Hamraborg og var það til þess að samband okkar mæðranna jókst. Við fórum líka saman á sundæf- ingar í Hátúninu og mér finnst einhvem veginn að þær hafi alltaf verið í skammdeginu. Margt var rætt í sturtuklefanum og oft þótt- um við heldur harðbrjósta þegar við rákum á eftir litlu kroppunum sem sjaldnast lá nokkuð á. Afmæl- in, skemmtanir og kökubasarar Foreldrafélags blindra- og sjónskertra leita á hugann. Sam- eiginlegar skíðaferðir, sumarbúðir og leikjanámskeið, síðan Laugar- nesskólinn og loks Alftamýrar- skólinn en þar skildu leiðir. Félag- ið okkar starfaði af krafti og það var gott að vera í þeim hópi og oft var glatt á hjalla. Við vorum ólík, foreldrar og böm, en stóðum þétt saman. Með árunum reyndust þarfirn- ar ólíkar, hver hélt sína leið og síðast sá ég Braga á heimili hans í Grafarvogi. Hann var allt í einu orðinn fullorðinn maður, fluttur að heiman. Bjartur og stillilegur svipur hans var samur við sig, snyrtilegur og prúður sat hann og hlýddi á kvennahjal. Ég vissi að hann hafði verið baldinn ungling- ur sem reyndi á þroska og þolin- mæði fjölskyldu sinnar. En ótrú- leg þrautseigja og óbilandi kjark- ur hefur einhvern veginn knúið hana áfram eins og marga aðra sem lenda í svipaðri stöðu. Líklega hafði Bragi meiri áhrif á samtíðarmenn sína en margir gera sér grein fyrir. Hvað skyldi hann hafa vakið marga til um- hugsunar um til hvers við eram fædd og hvað okkur sé ætlað að vinna. En nú er hann allur. Eftir stöndum við og verðum að halda áfram í þeirri trú að enn sé verk að vinna. Við Sólveig og Sigrún þökkum samfylgdina og sendum foreldram hans, bróður og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Una Þóra og fjölskylda. Þökkum innilega þeim, sem auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SÚSÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Hjallaseli 55, áður Hátúni 6, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Arnold Róbert Sievers, Guðríður Steinsdóttir, Halldór Óskar Arnoldsson, Arnold Halldórsson, Jökull Halldórsson. + Þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför AÐALSTEINS INDRIÐASONAR. Leifur Á. Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir, Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir, Jóhanna G. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, EINARS SÍMONARSONAR fyrrv. skipstjóra og útgerðarmanns, Ránargötu 2, Grindavík. Guð þlessi ykkur öll. Sólrún Guðmundsdóttir, Hjálmey Einarsdóttir, Halldór Leví Björnsson, Sigurpáli Einarsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Helgi Einarsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Guðmundur Einarsson, Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir, Erling Einarsson, Guðbjörg Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.