Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 Netfang: http://habil.is/fmark/ í LAUGARÁSNUM TIL LEIGU Glæsilegt 330 fm, mikið endurnýjað, einbýlishús sem er tvær hæðir og kjallari. 2 íbúðir eru í húsinu. Á efri hæðum eru 2 góðar stofur, húsbóndaherb. og 2-3 svefnherbergi. Niðri er 2ja herb. séríbúð. Húsið leigist með húsgögnum til 3ja ára. FASTEIGNAMARKAÐURINN ----- EK3NAMIÐIUMN _________________________ Starfsmenn: Sverrir Kristinsson Iðgg. Þorleifur St.Guðmundsson.B.Sc., sðium., Guðmundur ***—“------ Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum , Magnea S. Sví____ Stefán Árni Auöólfsson, sölumaöur, Jöhanna Valdimarsdóttir, ai sfmavarsla og rftarl, ólöf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, f i, skjalagerð. . sölumaður, irl, Inga Hannesdóttir, /S, r.skrtfstolustörf. 9 Sími .'>}>}> 9090 • l'a\ .“>!>}> *>0*>.> • Sídiinuila ll I Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is Opið í dag sunnudag kl. 12-15. Sölvhólsgata - heil húseign. Vorum að fá í einkasölu alla húseignina nr. 11 við Sölvhólsgötu í Reykja- vík. Um er að ræða stórt og vandað u.þ.b. 3.100 fm steinsteypt skrif- stofu- og þjónustuhúsnæði á fimm hæðum. Lyfta er I húsinu. Grunnflöt- ur 1.-4. hæöar er u.þ.b. 700 fm og rishæðar u.þ.b. 306 fm. Húsið stend- ur á mjög góðum stað í miðborginni alveg við sjávarsíðuna og er útsýni mjög gott. Á Jarðhæð hefur verið verkstæði, iðnaður og þjónustustarf- semi og eru innkeyrsludyr á hæðinni til norðurs. Aðrar hæðir hússins hafa verið nýttar undir skrifstofur, verkstæði, opin vinnurými o.fl. f risi er gott mötuneyti og eldhús. Stór malbikuð og afgirt lóð fylgir eigninni. Á lóðinni eru einnig u.p.b. 386 fm lagerhúsnæði sem stendur sér og er með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum. Um 80-100 bílastæði tiiheyra eigninni. Mjög gott tækifæri fyrir fjárfesta, atvinnurekendur og aðra sem vantar stórt og vandað atvinnuhúsnæði á besta stað t borginni. Aðkoma er mjög góð og auglýsingagildi er mikið. Gott verð. 5482 FYRIR ELDRI BORGARA.Qj 3JA HERB. JgJI Dalbraut 20 - þjónustuíbúð Asbraut - standsett. Vorum að fá í einkasölu 52 fm 2ja herb. þjónustuíbúð á 3. hæð í vinsælu lyftuhúsi, stein- snar frá Laugardalnum. Ýmiss konar þjónusta f húsinu. V.6,9 m. 8295 EINBÝLI r5iBW Arnarnes - nýtt á skrá. Vorum að fá í einkasölu mjög gott einb. á tveim- ur hæðum samtals um 350 fm meö tvöföldum innb. bíiskúr. Ástand og útlit mjög gott. Mjögu- leiki á séríbúð í kjallara. Stór og gróin suðurlóð. V. 21,0 m. 8314 HÆÐIR Brekkulækur. Góö um 112 fm neðri sérhæö í 4-býli ásamt um 21 fm bílskúr. Endurnýjaö eldhús og baöherb. 3 svefnh. Suðursvalir. V. 10,9 m. 8192 Sörlaskjól - bílskúr. Sérlega falleg 4ra herb. hæð (3-býli. Húsið hef- ur nýl. veriö standsett. Parket. íbúðinni fylgir ný- legur 32 fm bílskúr. V. 10,3 m. 8243 4RA-6 HERB. Kársnesbraut. Vorum að fá í sölu einkar skemmtilega 89,9 fm 4ra herb. íbúð í fjórbýli ásamt 26 fm bílskúr. Frábært útsýni og góö staðsetning í snyrtilegu fjölbýli. 8305 Álftahólar - 4ra herb. Vorum aö fá í einkasölu 4ra herb. 110 fm íbúð á 3. hæð ( lyftublokk. íbúöin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, baðherb. og 3 herb. Gott útsýni. V. 7,6 m. 8181 Rauðilækur - þakhæð. Vorum að fá (einkasölu 4 herb. þakhaað í þessu friðsæla hverfi. Björt herbergi og stórar svalir út af tveimur samliggjandi stofum. Rafmagn er ný tekiö í gegn. Útsýni er einstakt. V. 8,1 m. 8301 3ja herb. björt og góð um 70 fm íbúð 1. hæð í nýlega viögerðri blokk. íbúðin hefur mikið verið standsett m.a. eru nýjar flísar á forstofu, gangi og stofu, baðherb. hefur veriö standsett o.fl. V. 6,2 m. 8311 2JAHERB JMM Fellsmúli - laus. 2ja herb. rúmgóö 64 fm íb. á 1. hæð (traustu steinhúsi. Aðeins ein íbúö á hæð. Laus strax. V. 5,1 m. 8309 Meistaravellir - byggsj. Vorum að fá (sölu fallega 57 fm íbúð á 3. hæð í fiölbýli. Parket. Endumýjaö eldhús. Suðursvalir. Áhv. hagstæö lán frá byggsj. V. 6,0 m. 8310 ATVINNUHUSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði óskast. Okkur vantar 300-400 fm iðnaðarhúsnaaði með innkeyrsludyrum á svæöi 108 fyrir traustan aðila. jafnt til kaups eða leigu. Æskileg lofthæð 3-4 m. Nánarl uppl. veitlr Óskar. Hólshraun - vandað. Vorum að fá f elnkasölu mjög vandað atvinnu- húsnæði á götuhæð á áberandi staö rétt við Fjaröarkaup. Um er aö ræöa tvær samliggjandi 80 fm einingar sem eru báöar með innkeyrslu- dyrum, afstúkuöum skrifstofum, kaffistofu, snyrtingu og fl. Hentar sérlega vel undir heild- verslun og lager og ýmsa aðra þjónustustarf- semi. V. 10,9 m. 5474 f DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mínir verð- iausu aurar VE LVAKAND A barst eft- irfarandi bréf: „Þegar ég var innan við tíu ára aldur sníkti ég stundum einseyring af fóstru minni til að kaupa sælgæti. Þá fékkst þó nokkuð fyrir einseyring- inn. Svo leið ævin í tím- anna rás og á minni löngu ævi eignaðist ég íbúð, tók reyndar lán fyrir henni því ég átti ekki fyrir mjólkur- lítra þegar kaupin voru gerð. Eg greiddi lánið mánaðarlega og alltaf lækkaði skuldin við hver mánaðamót. Svo eftir lang- an tíma rann upp sá gleði- dagur að við hjónin áttum íbúðina skuldlausa en þá vorum við komin á gamals aldur og stigarnir upp í íbúðina okkur erfiðir. Fyrir tíu árum bauðst okkur að kaupa þjónustuí- búð í blokk á neðstu hæð. Verð íbúðarinnar var sex miiljónir. Við sáum frammá að þarna gætum við eytt ævikvöldinu á þægilegan máta. Við seld- um gömlu íbúðina okkar langt fyrir neðan sannvirði og borguðum 3 milljónir í þjónustuíbúðinni og feng- um 3 milljónir að láni hjá Byggingarsjóði ríkisins til 40 ára. Við vorum mjög ham- ingjusöm með nýju íbúð- ina, þarna fengum við ýmis konar þjónustu og skemmtilegan félagsskap. Við borguðum 20 þúsund kr. á mánuði af 40 ára lán- inu sem ég hélt að væri sanngjarnt og létt að standa í skilum með. En eftir ánægjuleg tíu ár tók ég upp á þeim skratta að fara að hugsa og ég sagði við sjálfan mig: „Sjáðu til, gamli minn. Þú borgar 20 þúsund kr. á mánuði, eitt ár eða 12 mánuðir gera 240 þúsund kr. Þú ert búinn að vera í íbúðinni í 10 ár og tíu ár gera 2 milijónir og 400 þúsund krónur. Nú, jæja, ég á þá ekki eftir að greiða nema 600 þúsund til að hafa greitt þessar 3 milljónir að fullu.“ Og ég leitaði upp síðustu greiðslukvittun. En nei, þvílík skelfingar vonbrigði. Það stóð á kvittuninni að ég skuldaði enn eftir tíu ára skilvíslega greiðslu 3 milijónir og 751 þúsund. Þessir aurar mínir sem ég hef verið að greiða með virðast vera verðlausir og meira en það, þeir eru mínus aurar, því ég skulda 751 þúsund kr. meira en þegar ég byi-jaði að borga. En bíðum við, dæmið er ekki alveg búið, lánið er til 40 ára og ef það tekur svo langan tíma að greiða það upp (ég tóri ekki svo lengi) þá verður greiðsluupphæð- in þessi eftir því sem ég lærði í barnaskóla í reikn- ingi, reyndar er ég ekki sterkur í stærðfræði. 2 milljónir kr. og 400 þús. kr. í tíu ár og 4 sinnum það gerir 9 millj. og 600 þús. kr. Sem sagt, þá er búið að greiða íbúðina 3 sinnum. Nei, nei, þetta er víst ekki rétt hjá mér, eftir þessi tíu ár mín hefur lánið hækkað, eftir því að dæma greiðist lánið aldrei upp. Nú er mér fávísum spurn. Hvert fara þessir verðlausu aurar mínir? Getur forstjóri Byggingar- sjóðs ríkisins svarað því? Sofus Berthelsen eldri, Hjallabraut 33, Hf. Hvað hefði gerst? VIÐ erum þrír drengir í Vesturbænum sem höfum verið að hugsa um hvernig atburðir leiða til annarra atburða. Til dæmis: Segj- um sem svo að herra Bill Clinton hefði ekki fæðst. Þá hefði atburðarás hjá bandarísku þjóðinni verið allt önnur en raun ber vitni. Þá hefði þetta stór- fellda mál um Monicu Lewinski aldrei komið til tals, sem hefur kostað bandaríska dómskerfíð morðfjár. Tökum annað dæmi úr venjulegu lífí okk- ar 11 ára drengja. Við vor- um á leið heim um kvöld þegar við ákváðum að taka einn hring með strætis- vagninum sem var við hlið okkar, við myndum þá enda hinum megin við göt- una. Þegar inn í vagninn kom rak einn af okkur höf- uðið í járn í höfuðhæð og hefði hann þá ekki verið með höfuðverk hefðum við ekki tekið vagninn. Við hefðum líka verið komnir inn í hlýjuna hefðum við ekki tekið hann og það hefði kannski gjörbreytt lífi okkar en við værum þá að gera eitthvað annað að minnsta kosti. Við viljum að þið hugsið um hvernig líf ykkar og nánustu ætt- ingja hefði orðið hefðuð þið ekki fæðst. Pétur Hrafn, Davíð og Steinn Einar. Hver stelur hjólastólum? Sl. MÁNUDAG fór ég í Hagkaup þeirra erinda að kaupa inn jólagjafir. Þar sem ég er fótluð ætlaði ég að notfæra mér hjólastóla sem Hagkaup hefur boðið upp á en þá fundust ekki hjólastólai-nir. Þegar ég hringdi á skrifstofuna til að spyrjast fyrir um þetta sagði innkaupastjórinn þar mér að hjólstólunum hefði verið stolið. Fötluð kona. SKÁK llnisjún Margeir l’úturssnn STAÐAN kom upp á svæðamóti í Andorra sem lauk í síðustu viku. Spán- verjinn Miguel Ulescas-Cor- doba (2.605) var með hvítt, en Igor Efimov (2.530), ítal- íu, hafði svart og átti leik. 32. - Bxg2+! 33. Bxg2 - Rg4 34. h3 - Hxe4! 35. Hfl - He3 36. Dd2 - Hxh3+ 37. Kgl - Re5 og hvítur gafst upp, því hann er óverjandi mát. Átta skákmenn urðu efstir og jafnir á mótinu með sex vinninga af níu mögulegum. Það voru þeir Miles og Speelman, Englandi, Bauer og Dorfman, Frakkiandi, Magem Badals, Spáni, Van Wely, Reindermann og Nijboer, Hollandi. Þeir tefldu aukakeppni um sex sæti á heimsmeistaramót- inu sem halda á í Las Veg- as á næsta ári. Þá féllu þeir SVARTUR leikur og vinnur. Dorfman og Van Wely nokk- uð óvænt út. ÉG þoli ekki þessa náttúrustefnu. Víkverji skrifar... AHUGI okkar ó næstu grönn- um, Grænlendingum og Fær- eyingum, fer ört vaxandi. Færey- ingar hafa reyndar allar götur átt sess í hjarta okkar. Grænlendingar hafa sáð þar frækomum í seinni tíð. Tvær tillögur til þingsályktunar bera þessa merki. Hin fyrri gerir ráð fyrir því að settur verði á stofn sérstakur vestnorrænn menning- arsjóður í samvinnu við lands- stjómir Færeyja og Grænlands. Sú síðari fjallar um samvinnu skóla Vestur-Norðurlanda [Græn- lands, Færeyja og íslands] á Net- inu. Víkverji telur mikilvægt að efla samvinnu þessara þjóða á öllum samskiptasviðum. xxx I^SLENDINGAR vom aðeins 85 þúsund talsins árið 1910. Nú em þeir um 270 þúsund. Það er góð ávöxtun á tæpum níutíu áram! Við erum ekki aðeins þrisvar sinnum fleiri, Mörlandamir, en á morgni þeirrar aldar sem enn hjar- ir. Við lifum líka helmingi lengur. Meðalævilíkur nýfædds bams um aldamótin síðustu voru nálægt 40 árum. Nú nálgast meðalævi íslend- ingsins 80 árin. Ástæða: Betri að- búð hvers konar! Byggð í landinu hefur og gjör- breytzt frá aldamótum. Þá bjuggu níu af hverjum tíu í sveitum. Hlut- fall íbúa á Reykjavíkur- og Reykja- nessvæðinu í íbúatölu landsins var þá aðeins 15%. Nú búa 7 af hverj- um 10 í Reykjavík og á Reykjanesi. Fólksfækkun í strjálbýli er víða hrikaleg. Heilu sveitimar hafa tæmst af fólki. Norðanverðir Vest- fírðir era nánast í eyði. Mál er að linni. Og það er trú Víkverja að tækni 21. aldarinnar geri búsetu á landsbyggðinni fysilegan kost áður en langir tímar líða. xxx SIGLUFJÖRÐUR, sem gengur inn í Tröllaskaga miðjan, dreg- ur nafn af siglutré, sem þar fannst í árdaga byggðar. Hann hefur ver- ið lífhöfn sjófarenda frá landnáms- öld. Sú var og tíð - á áram síldar- ævintýrisins - að siglutré mynduðu þéttan „skóg“ í þessari náttúm- höfn, sem varin er af fjöllum á þrjá vegu og nesi í norður, gegn öldum úthafsins. Siglufjörður hefur og „siglt“ kjördæma á milli, ef svo má að orði komast. Framan af 20. öldinni heyrði hann til Eyjafjarðarsýslu, sem þá var sérstakt kjördæmi. Snemma á fimmta áratugnum varð hann sérstakt kjördæmi og hélt þeim sessi þann afburða skemmti- lega tíma meðan einmenningskjör- dæmi voru við lýði (megi þau koma sem fyrst aftur!). Við kjördæma- breytinguna árið 1959 varð hann hluti af Norðurlandskjördæmi vestra, ásamt Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Svo er enn. x x x NÚ STENDUR hins vegar til að skera gamla síldarbæinn af Norðvesturlandi og bæta við Norð- austurland, sem mynda á nýtt kjördæmi með Austurlandi. Þessu fylgja bæði kostir og gallar - að mati Víkverja. Siglufjörður var að langstærst- um hluta byggður upp frá Skaga- firði, einkum Austur-Skagafirði, og sér í lagi úr Fljótum, þótt þangað flykktist fólk af gjörvöllu landinu á fyrstu áratugum aldarinnar, svo úr varð mikil gæðablanda. Siglufjörð- ur og Fljótin em nánast tvær hlið- ar á sama fyrirbærinu í hugum margs eldra fólks. Það er ekki sársaukalaust ef kjördæmahnífur- inn sker sundur bönd sem eru nán- ast jafngömul byggð í landinu. Plúsinn er sá að Siglufjörður á margt sameiginlegt með sjávar- plássum Eyjafjarðar, einkum Ólafs- firði og Dalvík, og gæti orðið hluti af sameiginlegri Eyjafjarðarbyggð. Forsenda þess að dæmið gangi upp er á hinn bóginn jarðgöng um Héð- insfjörð milli Eyjafjarðar og Siglu- fjarðar. Löggjafi sem færir Siglu- fjörð inn í Eyjafjarðar- og Austur- landskjördæmi axlar um leið ábyrgð á því, að mati Víkverja dagsins, að Héðinsfjarðargöng verði að veru- leika - og það helzt í snarheitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.