Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 1
283. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússnesku fjárlögin lögð fyrir dúmuna Minni skuld- ir eða hrun Moskvu. Reuters. RÚSSNESKA stjórnin samþykkti í gær fjárlög næsta árs, þau aðhalds- sömustu um árabil. Míkhaíl Zadornov, fjái-málaráðherra Rúss- lands, sagði hins vegar að tækist ekki að semja um nýja skilmála eða einhverja eftirgjöf af skuldunum blasti við efnahagslegt hrun. Fjárlögin voru samin með kröf- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í huga og verða lögð fyrir dúmuna, neðri deild þingsins, í dag. Sagði Zadornov að stefnt væri að tekjuafgangi upp á 1,7% af vergri þjóðarframleiðslu, en þá væri endurgreiðsla lána ekki tekin með í reikninginn. Tekjur ríkisins eru áætlaðar um 11,85% af vergri þjóðarframleiðslu en útgjöldin 14,4%. Zadornov lagði áherslu á að Rússar kæmust ekki hjá því að draga úr endurgreiðslu lána, ella blasti algert hrun við efnahagnum. „Verði ekki dregið úr skuldabyrð- inni árið 1999 og 2000 og næstu ár þar á eftir er tilvist Rússlands ekki möguleg. Svo einfalt er það,“ sagði hann. Reiða sig á skilning lánardrottna Kvað hann rússnesk stjórnvöld mundu reiða sig á skilning lánar- drottna sinna á „endurskipulagn- ingu innlendra og erlendra skulda" og vísaði þá m.a. til skulda Sovét- ríkjanna sálugu. Ymsar hugmyndir hafa verið ræddar í því sambandi, m.a. að lækka þær eða seinka end- urgreiðslu, en engar formlegar ákvarðanir liggja fyrir. KEMA Reuters -*v,f . d/ggj ' JL'? % V ' - V rVvf* " \*WT ^ W'll V í Áúc úMJt* *■' • fjf. p..« 1 ffyíSRA l'w m **■! Mli'-, m Xptl&Xþ.--• 1H r’ m 3 «5 fe (U % David Trimble og John Hume afhent friðarverðlaun Nóbels Segjast deila þeim með öðrum N-Irum Reuters JOHN Hume og David Trimble, sem deila friðarverðlaunum Nóbels í ár, slá á létta strengi með Haraldi Noregskonungi og Sonju drottn- ingu. í Stokkhólmi voru á sama tíma afhent verðlaunin í bókmenntum, hagfræði, læknisfræði, eðlis- og efnafræði. Hvöttu landa sína til að vinna að varan- legum sáttum ()s]ii. Reuters. DAVID Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna og verðandi forsætisráðherra á Norður-írlandi, þrýsti á liðsmenn Irska lýðveldis- hersins (IRA) að hefja afvopnun í ræðu sinni í gær við afhendingu friðarverðlauna Nóbels. Sagðist Trimble ekki endalaust geta haldið því fram við fólk að friður væri í höfn á N-írlandi ef öfgamenn héldu enn í öll vopn sín. Hann sagðist hins vegar áfram ætla að neita að taka mark á þrýstingi frá þeim sem vildu að hann setti IRA ákveðin tímamörk hvað þetta varðaði því það væri ekki leiðin til sátta. Trimble og John Hume, leiðtogi flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), fengu í gær afhent friðarverðlaun Nóbels við hátíðlega athöfn í Osló fyrir störf sín í þágu friðar á N-ír- landi. Lagði Hume í ræðu sinni áherslu á að þeir deildu þessum verðlaunum með öllum íbúum N-ír- lands, bæði kaþólikkum og mót- mælendum. Bað hann almenning þar að grípa þetta tækifæri og bæta sambúð sína, þannig að N-Irland mætti njóta friðar um ókomin ár. Vel að verð- launum komnir Líkti Trimble friðarferlinu á N- Irlandi við sunnudagsbíltúr, sólin væri komin upp, með þeim áföng- um sem náðst hefðu á þessu ári, en Trimble sagði best að halda akstr- inum áfram hægt og örugglega, með vökult auga á veginum framundan og einstaka augngotum í baksýnisspegilinn. Oðagot myndi engu skila. Vísaði hann þar til þess að sam- bandssinnar og þjóðernissinnar deildu nú hart um fjölda samráðs- nefnda Irlands og N-írlands, stofn- un heimastjórnar á N-írlandi og af- vopnun öfgahópa. Kvaðst Trimble sannfærður um að hægt yrði að höggva á hnútinn, en margir hafa lýst áhyggjum af framhaldinu, tak- ist ekki að leysa deiluna fyrir jól. Lét Mo Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, t.d. hafa eftir sér ummæli í þessa veru í gær. Sagði George Mitchell, banda- ríski öldungadeildarmaðurinn fyiT- verandi, sem stýrði friðai'viðræðun- um á N-íriandi, í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann teldi Hume og Trimble vel að verðlaununum komna. „Ég tel þá fyllilega verð- skulda verðlaunin og ég vona inni- lega að þau styrki stöðu þeirra á Norður-Irlandi og geri þeim kleift að stýra bæði stjórnmálaöflunum og einnig almenningi þannig að hægt verði að hrinda öllum ákvæð- um Belfast-samkomulagsins í fram- kvæmd.“ ■ Ekkert /43 Mótmæli á mannrétt- MANNRÉTTINDADAGUR Sam- einuðu þjóðanna var í gær og var þess minnst víða um heim. í Jakarta í Indónesíu héldu náms- menn upp á daginn með því að krefjast þess, að herinn hætti af- skiptum sinum af sljórnmálum og Suharto, fyrrverandi forseti, yrði látinn svara til saka fyrir spill- ingfu. I tilkynningu frá Amnesty International í síðustu viku sagði, að ástandið í landinu virtist vera að færast að mörgu leyti í sama horf og var í valdatíð Suhartos. Efnt var til mótmæla í ýmsum öðrum Asíuríkjum, til dæmis í Hong Kong þar sem þess var krafíst, að Kínastjórn hefði í heiðri þá mannréttindasáttmála, sem hún hefði sjálf skrifað undir. Pinochet form- Clinton samþykk- ur vítum Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, getur líklega sætt sig við þá tillögu flokksbræðra sinna, að hann verði víttur fyrir „ranga yfirlýsingu". Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði að Clinton myndi taka til athugunar allar tillögur „réttsýnna manna“, sem gætu bundið enda á Lewinsky-málið með öðrum hætti en málshöfðun en repúblikanar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa lagt til að greidd verði atkvæði um málshöfðun gegn Clinton fyrir embættisafglöp í fjórum liðum. Búist er við að þeir samþykki að minnsta kosti eitt ákæruat- riðið. ■ Upptaka/24 lega ákærður Madrid, London. Reuters. SPÆNSKI dómarinn Baltasar Garzon, sem farið hefur fram á, að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, verði framseld- ur til Spánar, ákærði hann í gær formlega fyrir glæpi gegn mann- kyni og óskaði þess, að eignir hans yrðu frystar hvar sem þær væri að finna. Garzon ákærir Pinochet íyrir að béra ábyrgð á dauða og hvarfi meira en 3.000 manna á árunum 1973 til 1990 og fyrir að hafa skipulagt að- gerðir gegn vinstrisinnuðu fólki í samvinnu við öryggislögregluna í Argentínu og öðrum suður-amerísk- um einræðisríkjum á þessum tíma. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, ákvað í fyrradag, að breskir dómstólar skæru úr um það hvort Pinochet yrði framseldur en talið er, að það geti tekið allt að tvö ár að fá niðurstöðu í því máli. Frammámaður í Amnesty Lögfræðingar Pinochets fóru í gær fram á það við lávarðadeildina, æðsta dómstól í Bretlandi, að hún félli frá þeim úrskurði sínum, að Pinochet væri ekki undanþeginn saksókn. Eru engin dæmi um ósk af þessu tagi en lögfræðingarnir segja, að einn dómaranna, Hoffman lá- varður, hafi verið vanhæfur vegna þess, að hann er yfirmaður hjálpar- stofnunar á vegum Amnesty International.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.