Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Halldór Asgrímsson — A von á frekari málaferlum HALLDÓR Asgrímsson utanríkis- ráðherra segist telja að frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða uppfylli ákvæði stjórnarskrárinnar. Hann segist hins vegar eiga von á að á þetta verði lát- ið reyna fyrir dómstólum. Aðrar lausnir á þessu máli séu mjög slæmar. „Eg er þeirrar skoðunar að frumvarpið upp- fylli ákvæði stjórnarskrárinn- ar eftir að hafa farið yfu’ greinar- gerðir lögfræð- inga. Hins vegar get ég ekkert full- yrt um það. Það eina sem getur leitt það í ljós er nýr dómur, þvi ég á von á að frekari málaferli muni eiga sér stað. Ef svo er ekki þá eru þær lausnir sem blasa við til þess að uppfylla slík skilyrði mjög slæmar. Eg vil ekki hugsa af- leiðingar af þeim til enda. Ríkisstjómin er að gera sitt besta til að bregðast við þessum úrskurði, en eins og ég hef áður sagt er hann um margt óljós. Þar af leiðandi er nokkuð erfitt að átta sig á því hvað Hæstiréttur hefur nákvæmlega í huga.“ Halldór var spurður hvort hann teldi frumvarpið vera til bráðabirgða eða hvort það fæli í sér endanlega lausn. „Eg tel nú ekkert endanlegt í þessum málum. Fiskveiðistjómkerf- ið hefur verið að þróast. Það hafa átt sér stað breytingar á því nánast á hverju einasta ári. Það er starfandi auðlindanefnd sem skilar áliti ein- hvem tímann á næsta ári. Það er ekki ólíklegt að það álit geti leitt til einhverra breytinga. Þarna er um mjög mikilvæga löggjöf að ræða sem þarf að þróast. Það er mjög óheppi- legt ef það þurfa að eiga sér stað ein- hverjar stórbyltingar í þeim efnum. Hér er um mikla gi-undvallarlöggjöf að ræða sem snertir meira og minna allt samfélagið," sagði Halldór. Halldór sagði að það væri mjög gott ef Alþingi gæti afgreitt fmm- varpið fyrir jól. Hann sagðist vænta þess að það væri samstaða um að reyna að eyða þeirri óvissu sem skapast hefði. Þegar málið kom fyrst upp hefði það verið almenn krafa þingsins að bragðist yrði við strax. Ríkisstjómin væri að bregðast við þessari kröfu Alþingis. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði frumvarpsins skal endurskoða lögin um stjóm fískveiða fyi-ir lok físk- veiðiársins 2000/2001. Halldór sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvemig að því yrði staðið. ------+-++----- Alvarlegar afleiðingar fyrir strand- byggðirnar Á STJÓRNARFUNDI Fjórðungs- sambands Vestfírðinga í gær, 10. desember, var samþykkt eftirfarandi ályktun vegna framvarps um breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða: „Fjórðungssamband Vestfirðinga lýsir yfir þungum áhyggjum vegna framkomins frumvarps sjávarút- vegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, einkum þau ákvæði sem snúa að útgerð smábáta. Fjórðungssambandið skorar á stjóravöld að fara sér hægt í þessu máli og ígranda vel allar leiðir áður en lagabreyting er gerð. Verði það frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir mun það hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir strandbyggðimar og skapa meh'i vanda en því er ætlað að leysa.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðventu- morgunn hjá Aðalskoðun ÞÓRARINN Eldjúrn rithöfundur las á fimmtudag úr nýútkominni bók sinni meðan gestir og starfs- menn Aðalskoðunar gæddu sér á veitingum af morgunverðarhlað- borði Aðalskoðunar hf. í Hafnar- firði. Við sama tækifæri kom fram liljómsveitin Súkkat og Þórðui' Marteinsson lék á harmonikku. Það hefur verið siður hjá fyrirtæk- inu frá stofnun þess að bjóða til morgunverðar á aðventunni og hefur þátttakan farið sívaxandi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þessi háttur hafi mælst mjög vel fyrir og þeir eigi von á því að fyr- irtækið myndi í framtíðinni halda uppteknum hætti og bjóða til morgunverðarhlaðborð á bílalyftu Aðalskoðunar á aðventunni. Frumvarp rrkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjórn fískveiða Misjöfn sjónarmið lög- fræðinga til frumvarpsins Jón Lúðvík Gunnar JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, telur að frumvarp ríkisstjórnarinnar, sé í samræmi við þær kröfur sem dómur Hæstaréttar gerði. Lúðvík E. Kaaber, lögmaður Valdimars Jóhannessonar, telur svo ekki vera enda sé afnám takmörk- unar á almennum veiðileyfum þýð- ingarlaust meðan kaupa þurfí afla- heimildir. Gunnar G. Schram, pró- fessor í stjórnskipunarrétti, telur framvarpið spor í rétta átt en telur að túlka hefði mátt niðurstöðu Hæstaréttar með rýmri hætti en gert er í framvarpinu. „Eg tel að þetta frumvarp svari þeim kröfum sem dómur Hæsta- réttar gerði,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann sagðist ekki telja að í dómi Hæstaréttar hefðu falist nein skilaboð um það að út- hlutun aflahlutdeildar og afla- marks samrýmdist ekki ákvæðum stjórnarskrár; dómurinn hefði að- eins tekið á ákvæðum um veiði- leyfi í 5. grein laga um stjórn fisk- veiða. „Það verður að fara varlega í að túlka fordæmisáhrif dóma. Þegar það er skoðað þarf að líta á dóm- ki'öfur, málflutning og, umfram allt, hvaða kröfur eru afgreiddar í dómi,“ sagði Jón Steinar. „Þetta mál er þannig að það era miklar til- fínningar í því víða í þjóðfélaginu og það snertir álitamáf sem pólitískur ágreiningur er um. Eg held að þjóð- in hafi öll verið að upplifa það und- anfama daga að menn hafa verið að túlka þennan dóm í þágu pólitískra skoðana sinna í stóram stíl. Það held ég að menn eigi að forðast að gera og reyna heldur að átta sig á því hvað óyggjandi felst í dóminum. Mín skoðun er sú að það felist óyggjandi í þessum dómi að takmarkanimar í 5. grein laga um stjóm fískveiða á útgáfu almenns veðileyfis, sem kalla mætti aðgöngumiða að auðlindinni, standist ekki.“ Ráðagerð um hliðstæðan dóm um önnur álitaefni? „Hins vegar felst ekki í dóminum að kvótakerfíð, sem slíkt, standist ekki. Reyndar er að mínu áliti greinilegur munur, lögfræðilega, á því, sem fjallað er um í 5. grein lag- anna og dómurinn fjallar um, og út- hlutun aflahlutdeildar og aflakvót- anna, sem fjallað er um í öðrum ákvæðum þessara Iaga. Það mesta sem menn geta sagt um dóminn, að því er þennan síðari þátt varðar, er að mínu áliti það að það kunni að vera í forsendum dómsins einhver ráðagerð um það að ef einhver slík álitaefni yrðu borin undir dóminn og um þau dæmt, kynni dómur að ganga á hliðstæðan hátt um það eins og um 5. greinar veiði- leyfið. Vissulega era í dómsforsend- unum orð, sem gætu bent til þess, en ég ítreka að við verðum að fara vai'lega í að túlka þetta og reyna að greina í sundur pólitísk viðhorf okkar og fræðilega greiningu á þessum dómi. Að mínu mati er með þessu verið að breyta 5. gi'eininni og tilsvarandi ákvæðum laganna í samræmi við fræðilega greiningu á kröfum dómsins." Um hinn lögfræðilega greinar- mun á veiðileyfi samkvæmt 5. grein og aflaheimildum sagði Jón Steinar að kvótakerfið hafi ekki verið tilefni reglunnar um veiðileyfi heldur hafí hún verið sett í viðleitni til að tak- marka fjölda fiskiskipa. „Ég get út af fyrir sig fallist á, og finnst það vera eðlileg niðurstaða, að ekki sé hægt að binda almenna heimild til veiða á miðunum við það að menn hafi átt skip á tilteknum tíma. Þar er um að ræða spumingu um mögu- leika manna til að hefja atvinnu á þessu sviði og snertir atvinnufrels- ið. Hitt atriðið, varðandi kvótann, er að mínu mati allt annars eðlis. Þeg- ar nauðsynlegt var talið að tak- marka aðganginn að auðlindinni, sem verið hafði öllum opin, þá var tekin um það pólitísk ákvörðun að gera það á þann hátt að koma heim- ildunum til að veiða hinar takmörk- uðu tegundir í hendurnar á þeim sem hafa nýtt auðlindina fram að því. Það var gert með almennri reglu um hvernig ætti að koma þessum heimildum í hendumar á þeim mönnum.“ Löggjafanum heimilt að skilgreina eignarrétt Jón Steinar sagði að menn gætu deilt um hvort það hafi tekist á sín- um tíma og ljóst væri að gæta þurfi jafnræðis milli þeirra sem eins stóð á um. „Ef við göngum út frá að það hafi tekist þá held ég að það sé ekki hægt að telja að löggjafanum hafi verið óheimilt að koma því fyrir- komulagi á,“ sagði hann. „Ég held til dæmis að löggjafanum hefði ver- ið heimilt að kveða á um endanlegan og skýran eignarrétt þessara aðila á auðlindinni og skipa henni upp þannig án þess að stjómarskrárbrot hefði falist í því enda var þá ekki verið að taka af neinum einstak- lingsbundin réttindi." Jón Steinar sagði að segja mætti að með lögum um stjórn fiskveiða hefði verið stigið skref í átt að því að skilgreina eignarrétt í hendur út- gerðarmanna. „Þetta era einstak- lingsbundnar, fénýtanlegar heimild- ir, sem hafa alls konar einkenni venjulegs eignarréttar þótt þau séu ekki fullkomin eignaméttindi vegna yfirlýsingar í 1. grein um sameign þjóðarinnar. Það felur í sér að það mætti í einu lagi afnema allt kerfið og gjörbreyta því. En megi löggjaf- inn skilgreina fullan eignarrétt þá hlýtur hann að mega gera það sem minna er. Þetta er pólitísk deila. Við getum deilt um það á pólitískum vettvangi hvort löggjafinn hafi átt að gera það sem hann gerði. En það er ekki dómstólanna að mínu mati að grípa þar fram fyrir hendur og telja að þetta standist ekki einhverj- ar stjórnarskrárreglur. Slík sjónar- mið held ég að fái ekki staðist." Jón Steinar sagði að nú upplifðu menn það að dómur Hæstaréttar væri túlkaður í samræmi við póli- tísk sjónarmið manna. Þeir sem verið hefðu andvígir hinni pólitísku niðurstöðu við lagasetninguna túlk- uðu dóminn rúmt en þeir sem voru hlynntir hinni pólitísku leið, túlki hann þröngt. Slíka túlkun feli laga- frumvaip ríkisstjórnarinnar í sér. Menn fái frekari álitamál dæmd „Mín skoðun er að sú túlkun sé rétt. Við getum ekki hér, fremur en endranær þegar dómar ganga, túlk- að þá víðar en beinlínis það sem í þeim felst,“ sagði hann. „Hitt eru svo huglægar vangaveltur hvort í þessum forsendum felist ráðagerð að í þessum forsendum felist ráða- gerð um að mál, sem síðar kæmu upp og snerta kvótakerfið, yrðu dæmd á svipaðan hátt. Það verður hver og einn að hafa sína skoðun á því og mér finnst fyllsta ástæða til að menn keyri hratt og örugglega í gegn frekari álitamál um þetta og fái um þau dæmt,“ sagði Jón Steinar. Lúðvík E. Kaaber, héraðsdóms- lögmaður, lögmaður Valdimars Jó- hannessonar, sagðist ekki telja að það stæðist niðurstöðu Hæstaréttar að breyta lögum um stjórn fiskveiða á þann veg að allir fái veiðileyfi „en til þess að geta notað það veiðileyfi til að draga fisk úr sjó verði menn, eins og áður, að kaupa aflaheimildir af öðrum. Sú ráðstöfun að fela prí- vataðilum einkaaðgang að fískimið- unum á að standa. Veiðileyfið er tómt mál að tala um, það er þýð- ingalarlaust ef ekki má nota það.“ Lúðvík sagði að Valdimar hefði bæði sótt um almennt veiðileyfi og kvóta í tilteknum fiskitegundum. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að hann fari til „príviligeraðra“ samborgara sinna og kaupi til þess rétt af þeim. Þeir ætla sér að kom- ast hjá aðalmálinu. Þetta formlega veiðileyfi, sem enginn getur notað án þess að kaupa aflaheimildir, hef- ur ekkert að segja.“ Frekari málaferli á íliugunarstigi Spurður hvort þeir Valdimar hygðu á frekari málaferli vegna þessara mála sagði Lúðvík að þau mál væru öll á íhugunarstigi. Gunnar G. Schram, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla ís- lands, sagðist telja að frumvarpið fæli í sér spor í rétta átt. „Ég tel að þetta sé í samræmi við niðurstöðu dómsins en það hefði svo sem mátt túlka hann á víðari grundvelli en þarna er gert. Ég tel hins vegar að þetta sé nokkur bót í máli.“ Gunnar sagði að undanfarna daga hefði verið deilt um að hve miklu leyti ætti að túlka dóminn. „Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um það og þama er valinn þröng túlkun, sem er í sjálfu sér eðlilegt, vegna þess að það hefur ekki gefist mikill tími til ráðagerða. En ég held að það sé óhjákvæmilegt að menn skoði þetta betur og íhugi hvort það þarf ekki í framhaldinu að gera ráð- stafanir til að opna þetta kerfi, sem við búum við frekar, hvort sem það er gert með almennri leigu á kvót- um, uppboðum eða aðrar leiðir farn- ar, eins og Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Noregi, hefur bent á í nýlegri gi-ein í Morgunblaðinu. Það er þó ljóst að hér verður að fara með gát við slíkar breytingar þar sem lífsafkoma fjölda manna um land allt er undir sjávarútvegi kom- in. Mér sýnist að meginmálið sé að ná þjóðarsátt um nýjar leiðir í fisk- veiðistjórnarmálum bæði innan þings og utan,“ sagði Gunnar G. Schram. I r I I ' :
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.