Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 13 Ók með slasaðan farþega eftir að hafa neytt áfengis Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur Valdimar Jóhannesson Móðgun við alla rétt hugs- andi menn VALDIMAR Jóhannesson blaða- maður segir að frumvarp ríkis- stjórnarinnar til breytinga á lög- um um stjórn fískveiða sé móðgun við alla rétt hugsandi menn. Nið- urstaða Hæsta- réttar hafi verið sú, að ekki mætti mismuna mönnum hvað varðar atvinnu- réttindi og á því sé ekki tekið í frumvarpinu. Hann segir að verði frumvarp- ið að lögum verði látið á það reyna fyrir dómstólum. Réttaró- vissan haldi því áfram. „Það er móðgun við alla rétt hugsandi menn að koma fram með þetta frumvarp eftir dóm Hæsta- réttar þvi þetta er alls ekki í sam- ræmi við dóminn. Menn þurfa ekki endilega að hugsa svo mikið um dóminn þegar þetta frumvarp er sett fram. Menn þurfa að hugsa um stjórnarskrána. Samræmist þetta frumvarp stjórnarskrá lýð- veldisins? Samræmist það jafn- ræðisreglu og ákvæðum um at- vinnufrelsi? Ef menn kjósa að skilja ekki dóminn þá skiptir það ekki öllu máli. Þeir verða þá bara að skilja stjórnarskrána. Frumvarpið pöntuð niðurstaða Ráðherrarnir segjast hafa kall- að til bestu sérfræðinga í lögum sem völ sé á. Ég mótmæli því ekki að þetta séu ágætir menn en þeir eru allir meira og minna tengdir þessu máli hagsmuna- böndum. Baldur Guðlaugsson hefur verið stjórnarformaður Is- félags Vestmannaeyja, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Hann er stjórnarmaður í Eimskipi sem hefur verið í miklu kvótabraski undanfarin ár. Hann er því mjög litaður af sín- um persónulegu hagsmunum. Eríkur Tómasson er efalaust ágætismaður en hann var hér á árum áður formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Arni Kolbeinsson er sjálfsagt einnig hæfur maður en hann er ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. Það er því ekkert að marka hvað þessum mönnum finnst. Enda er þetta frumvarp pöntuð niðurstaða. Ég tel að málið sé komið á það stig að ef Alþingi reynir að koma þessu frumvarpi í gegn, í trássi við þennan dóm og vilja þjóðarinnar, þá beri forseta Islands að neita að undirrita lögin. Þar með væri mál- inu vísað til þjóðarinnar. Hinn kosturinn er að ríkisstjórnin segi af sér vegna þess að hún ræður ekki við verkefni sitt. Raunar tel ég að hvernig sem fer verði ríkis- stjórnin að segja af sér, því fyrr því betra fyrir þjóðina. Verði þetta frumvarp að lögum er alveg ljóst að það verður látið reyna á þetta mál fyrir dómstól- um. Það hafa margir lýst þvi yfir að það verði gert. Það er því ljóst að óvissuástandið heldur áfram og það er að sjálfsögðu skaðlegt. Núna er tími til að finna lausn sem heldur í stað þess að stjórnvöld haldi áfram að vinna fyrir örfáa sérhagsmunaaðila," sagði Valdi- mar. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur sýknað mann af ákæru fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis vegslóða skammt frá Þjórs- árdalslaug í Gnúpverjahreppi og síðan að Sámsstöðum 4 við Búr- fellsvirkjun aðfaranótt þriðjudags- ins 14. júlí síðastliðins. Maðurinn var að aka með slasað- an farþega og þótti sannað með játningu hans að hann sýndi af sér þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, en af hálfu manns- ins var því haldið fram að meta bæri háttsemi hans refsilausa á grundvelli neyðarréttar. í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi verið farþegi í bfl sem kona ók og voru þau á leið að Þjórsárdalslaug þegar bíllinn fór tvær veltur út af vegarslóða sem þangað liggur. Eftir veltuna var Dómur vegna gjaldtöku vatns í óbyggðum bflskúr Afrýja til Hæsta- réttar Á FUNDI Veitustofnana Hvera- gerðis á þriðjudag var ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suður- lands þess efnis að hitaveita bæjar- ins endurgreiddi burtfluttri konu frá Hveragerði ímyndaða vatns- notkun í bílskúr sem aldrei var byggður. Nam upphæðin 43 þús- und krónum, en byggingarleyfi fyi’- ir bflskúrnum fékkst árið 1967 og þá hófst gjaldtakan. Borgaði konan vatnsnotkun fyrir bílskúrinn óbyggða í 30 ár þar sem byggingar- leyfi týrir honum vai- í gildi alian tímann. Segir Guðmundur Baldurs- son veitustjóri að Helgi Guðmunds- son, hæstaréttarlögmaður og lög- maður veitustofnananna, leggi til að málinu verði áft-ýjað til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur Hér- aðsdóms sé ekki nægilega rökstudd- ur. Þess er vænst að málið verið tek- ið fyrir seinni hluta næsta árs. „Þetta snýst ekki um 43 þúsund krónur,“ segir Guðmundur. „Það getur verið fjöldi manns sem er fluttur héðan og hefur borgað með þessum hætti einhvemtíma á síðast- liðnum árum, sem getur komið hing- að og krafist endurgreiðslna. Þetta gæti kallað fram töluverða vinnu hjá okkur. Hins vegar eru sárafá hús í dag sem greiða svona gjöld og í þeim tilfellum sem um þau ræðir höfum við fellt þau niður.“ Kannski betur rökstuddur í Hæstarétti Guðmundur segir að ýmsar spurningar vakni við dóm Héraðs- dóms Suðurlands, til dæmis sú hvort rangt sé líka að leggja á gatnagerðargjöld á rúmmál hús- næðis áður en það er byggt, eins og nú tíðkast með líkum hætti og gjaldtaka fyrir vatnsotkun. Hann telur að ekki sé víst að dómi Hér- aðsdóms verði breytt, en telur að kannski verði hann betur rök- studdur í Hæstarétti. „Ef við töp- um málinu fáum við kannski skýr- ari línur um það af hverju okkur var óheimilt að taka gjald með þessum hætti.“ konan í þannig líkamlegu og and- legu ástandi að ómögulegt var að hún héldi áfram akstri eða gæti gengið til byggða, og fram kemur að það hefði tekið ákærða um tvær klukkustundir að ganga til byggða. Enginn hefði vitað um ferðir þeirra og nánast engin von hefði verið um hjálp þar sem ekki hefði mátt bú- ast við mannaferðum á þessum slóðum fyrr en í fyrsta lagi ein- hvern tíma daginn eftir. Ekki áberandi ölvaður í dóminum segir að telja verði að eins og á stóð hafi verið varhuga- vert fyrir ákærða að fara til byggða og skilja konuna eina eftir á vettvangi. Vegna meiðsla kon- unnar og aðstæðna að öðru leyti hafi ákærði ekið bifreiðinni lötur- hægt stystu leið til byggða, og hafa ÖKUMENN tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli eftir aftaná- keyrslu á Kringlumýrarbrautinni við vestari enda Fossvogsdals á níunda tfmanum í fyrradag. Báð- ar bifreiðarnar skemmdust tals- ÍTARLEGA umfjöllun um gagna- gi'unn á heilbrigðissviði er að finna í nýjasta hefti danska tímaritsins Sy- geplejersken (nr. 48/1998). Þar er meðal annars rætt við Henrik Waaben, forstöðumann skráningar- eftirlits Danmerkur, og Povl Riis, sem lengi var formaður Vísindasiða- nefndar Danmerkur. Báðir lýsa efa- semdum um að gagnagrunnur af þessu tagi fengist nokkurn tíma samþykktur í Danmörku. Waaben segir að vissulega hafi Danir þegar gengið langt í skrán- ingu persónuupplýsinga í heil- brigðiskerfinu. En það sem skipti sköpum sé viðskiptatilgangurinn. „Við myndum ekki samþykkja skrá með heilbrigðisupplýsingum í einkaeigu, sem sett væri á fót í því augnamiði að hagnast á því að selja upplýsingarnar til fjölþjóðlegra beri í huga að aksturinn átti sér stað að nóttu til á fáfórnum vegi. Af lýsingu vitna á ástandi ákærða hafi hann ekki verið áberandi ölv- aður og samkvæmt niðurstöðum blóð- og þvagsýna sem tekin voru úr honum um nóttina megi ætla að víman hafi vei'ið að í-enna af honum þegai' hann ók bflnum. Þá segir að miðað hafi verið við það í ákæru að ákærði hafi ekki verið óhæfur til að stjórna öku- tæki, samkvæmt 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, heldur að hann hafi ekki getað talist stjórna ökutæki örugglega, sam- kvæmt 2. mgr. 45. gr. Að öllu þessu virtu þyki akstur ákærða umrætt sinn eiga að vera refsi- laus og því beri að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. vert og þurfti að flytja þær á brott með krana. Umferð um Kr- inglumýrarbrautina til norðurs tafðist í tuttugu mínútur meðan á aðgerðum lögreglunnar stóð. Þung umferð er á Ki-inglumýr- arbrautinni á þessum tíma dags. fyrirtækja til notkunar við vöru- þróun. Og þótt slík skrá væri stofn- sett í vísindatilgangi ætti ég erfitt með að ímynda mér að við myndum fallast á að selja mætti nýtingar- réttinn til einkafyrirtækis. Gilti þá einu hvort fyrirtækið væri danskt eða erlent." Povl Riis er nýhættur sem for- maður dönsku vísindasiðanefndar- innar en tekur ennþá þátt í vís- indasiðfræðistai'fi á vegum Evr- ópuráðsins og Evrópusambands- ins. Hann hefur að sögn fylgst vel með umræðunni á íslandi. Að hans sögn er það ekki helst gagnagrunn- urinn heldur viðskiptatilgangurinn og ófullnægjandi eftirlit sem valdi vandkvæðum við íslensku tillög- una. „Það eru mjög viðkvæmar upplýsingar í mörgum sjúkra- skrám og fólk sem hefur sagt Mest fjölgun í opinberum störfum STÖRFUM í landinu hefur fjölgað frá 1994 til 1998 um 9.760 eða 7,9%. Samdráttur er í fjórum greinum, þ.e. landbún- aði, fiskveiðum, fiskiðnaði og störfum í þjónustu vai-narliðs- ins en mest aukning er í starf- semi hins opinbera, þar sem ársvei'kum fjölgaði um 2.509 á tímabilinu. Þetta kemur fram í svari Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra við fyrirspurn Guð- mundar Árna Stefánssonar al- þingismanns. Störfum í landbúnaði á árun- um 1994-1998 fækkaði um 811, 716 í fiskveiðum og 505 í fisk- iðnaði. Þá fækkaði störfum hjá varnarliðinu um 49. Fjölgun starfa í verslun vai'ð 1.980, 1.384 í byggingarstai'fsemi og 1.216 í samgöngum. ð Stöifum fjölgaði á tveimur fyrstu árum kjörtímabilsins, 1994-1996, um rúmlega 3.900 eða 3,2%. Fjölgun starfa á höf- uðborgarsvæðinu var mest eða 3.247. Störfum fækkaði á Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og Áusturlandi á tímabilinu. I hlýindunum undanfarna daga hefur verið afleitt skyggni og akstursskilyrði því slæm. Brýnt er fyrir ökumönnum að taka mið af aðstæðum og hafa hæfilegt bil á milli bíla og stilla ökuhraða í hóf. lækninum frá drykkjuhneigð eða sjúkdómum í fjölskyldunni gerði það ekki til þess að upplýsingai'nar yrðu verslunarvara. Ég tel að sjúkraskrárupplýsingar séu í eigu hins opinbera en ekki sem vara sem megi endurselja. Upplýsing- arnar voru látnar af hendi til rann- sókna eða til þess að læknii-inn gæti greint sjúkdóminn og ákveðið rétta meðferð. Ég er einnig á móti tólf ára einokun lyfjafyrirtækis. Fi'jálsan aðgang vísindamanna - innan ramma laganna - ætti ekki að takmai’ka vegna viðskiptasamn- inga,“ segir Riis. Riis telur hins vegar að það væi'i of langt gengið að krefjast upplýsts samþykkis allra sem í hlut eiga. Það myndi stöðva allar faraldui'sfræði- legar rannsóknir ef alltaf þyrfti samþykki, segir hann. Valdimar Jóhannesson Morgunblaðið/Golli Tafir vegna áreksturs Danska tímaritið Sygeplejersken með efasemdir Einkarekinn gagna- grunnur gengi ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.