Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 20

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ L Skiptar skoðanir um frumvarp rrkisstjórnarimiar um breytt fískveiðistjórnunarlög Oæskileg stækkun flotans er áhyggjuefni SKIPTAR skoðanir eru um frumvarp ríkisstjórnarinnar til breyttra laga um fiskveiðistjórn. Flestir eru þó sammála um að frumvarpið hafi ekki veruleg áhrif á greinina í heild nái það fram að ganga í óbreyttri mynd. Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að óheftur aðgangur að veiði- leyfum leiði til óæskilegrar stækkunar fiskiskipaflotans og þar af leiðandi aukinnar óhag- kvæmni í greininni. Pétur Páls- son, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík telur þannig að óheft sókn í fiskitegundir sem eru utan kvóta fari með þessu móti úr böndunum en afkoma fjölmargra sjávarútvegsfyrir- tækja byggir að nokkrum hluta á sókn í þessar tegundir. Þá tel- ur Benedikt Sveinsson, stjórnar- formaður SR-mjöls hf., að stjórnvöld hljóti að vera bóta- skyld þeim sein byggt hafa við- skipti sín á reglum um úreldingu fiskiskipa sem nú hafa verið afnumdar. Finnbogi Jónsson Stórt skref aftur á bak „ÉG ER fyrst og fremst ánægður með skjót viðbrögð ríkisstjórnar- innar með að reyna að losa um þá óvissu sem skap- ast hefur síðustu daga í kjölfar Hæstaréttar- dómsins. Ég hins- vegar treysti mér ekki til að fullyrða um hvort þetta séu fullnægjandi breytingar á kerf- inu,“ segir Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað. Hann seg- ir það þannig vera stórt skref aftur á bak að heimila frjálsan innflutn- ing á fiskiskipum. „Þó menn kaupi sér aflahlutdeild þá eru alltaf ein- hverjir stofnar vannýttir, vegna of mikillar sóknar eða kvótaúthlutun- ar. Nærtækasta dæmið er rækju- stofninn. Það kæmi mér ekki á óvart að nú verði margir „Hágang- ar“ á sjó dregnir og þeir færu að stunda rækjuveiðar. Það er þvert á það sem við þurfum nú á að halda. Það þarf að minnka bæði kvóta og sókn í rækju þannig að kvótinn aukist á þá sem eftir eru. Frjáls innflutningur á skipum er því að mínu mati mikil afturför, enda hvergi leyft í heiminum.“ Finnbogi telur frumvarpið ekki breyta miklu fyrir greinina í heild nái það fram að ganga í óbreyttri mynd. „Hættan felst í þvi að flotinn stækki meira en æskilegt er og þá verður dýrara að sækja fiskinn í sjónum. Þá verður heildarafkoma greinarinnar lakari og þar með versna lífskjörin í landinu," segir Finnbogi. Benedikt Sveinsson Stjórnvöld eru skaða- bótaskyld BENEDIKT Sveinsson, stjórnar- formaður SR-mjöls hf., segir frum- varpið einkum taka á úreldingar- reglum fiskiskipa og gefa nánast frjálsan innflutn- ing á skipum. „Stjómvöld virð- ast hafa sett upp hindranir sem síð- an kemur í ljós að ekki standast stj ómarskrárlög. Aður þurftu menn að úrelda rúmmetra á móti þeim sem fluttir voru inn. Margir reikn- uðu með að það væri viðvarandi ástand og ég sé fyrir mér að ein- hveijir sem hafa gert viðskipti á þessum grunni verði mjög ósáttir við þessa breytingu. Þeir vilja væntanlega fá bætt það tjón sem hefur orðið á grundvelli þeirra. I fljótu bragði sýnast mér stjómvöld vera skaðabótaskyld." SR-mjöl hf. og Jökull hf. á Rauf- arhöfn hafa síðustu vikur unnið að sameiningu fyrirtækjanna og segir Benedikt að þar hafi meðal annars verið stefnt að úreldingu fyrir nýju skipi. „Þetta tmflar vitaskuld sam- einingarferlið. Nú verðum við að átta okkur á því hvað frumvarpið þýðir fyrir sameininguna. Það ligg- ur ekki fyrir skýrt svar við því eins og staðan er nú. Þetta skapar óvissu og það er ákaflega erfítt að búa við óvissu í viðskiptum. Það er óþolandi ástand að búa við óljósar réttarreglur í aðalatvinnuvegi þjóð- arinnar,“ segir Benedikt. Sigurður Einarsson Skaðar hagsmuni heildar- innar SIGURÐUR Einarsson, fram- kvæmdastjóri Isfélags Vestmanna- eyja hf., segist ekki sjá að fmm- varpið feli í sér mildar breytingar. Hættan sé hins vegar að fjölgun í fískiskipaflotan- um leiði til óhag- kvæmni í grein- inni og lakari lífs- kjara. „Þó að um margt megi deila í fiskveiðistj órnun- arkerfinu held ég að flestir séu sammála um að físki- skipafloti Islendinga sé nógu stór. Ég hef verið þeirrar skoðunar að halda eigi uppi stífum úreldingar- reglum til að halda stærð flotans í skefjum. Kvótakerfið hefur leitt til þess að við höfum reynt að laga stærð flotans að þeim aflaheimild- um sem við höfum úr að moða. Stækkun flotans kemur aðeins nið- ur á hagsmunum heildarinnar. Breytingarnar sem felast í fmm- varpinu taka á þeirri grein físk- veiðistjórnunarlaganna sem Hæsti- réttur fjallaði um. í sjálfu sér fagna ég því að búið sé að eyða þeirri óvissu. En ég vara við breytingum af þessu tagi því þær leiða aðeins til óhagkvæmni. Sjávarútvegurinn skuldar nú um 125 milljarða og reksturinn hefur ekki verið upp á marga físka undanfarin ár. Breyt- ingarnar munu því aðeins rýra lífs- kjör fiskverkafólks, sjómanna og reyndar þjóðarinnar allrar. En þeir sem fínna þessu kerfí allt til foráttu bera ekki hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti,“ segir Sigurður. Kristján Ragnarsson Rétt við brugðizt „ÉG TEL að rétt sé bmgðizt við hjá stjórnvöldum í þessu máli. Mér finnst að tekið sé á þeim þætti, sem Hæstiréttur dæmdi um, að 5. greinin í lögunum um stjórn fisk- veiða samræmdist ekki stjómar- kránni," segir Kristján Ragnars- sop, formaður LÍU, um fmm- varp rflrisstjóm- arinnar til breyt- inga á lögum um stjórn fiskveiða. „Það er opnað fyrir skráningu skipa, sem ekki hefur verið. Við þekkjum það víða um heim að þar er fiskveiðum stjómað með því að ná niður flotastærðinni. Samkvæmt þessu verður það ekki gert hér, heldur verður aflahlutdeildarkerfið áfram nýtt. Það hefur reynzt okkur mjög vel og er að verða fyrirmynd annarra í þessum efnum. Almenningur blekktur Ég undrast hins vegar hvernig menn hafa komizt upp með að blekkja almenning í kringum þetta mál. Það hefur verið reynt að telja fólki trú um að það séu einhver 300 milljarða verðmæti á ferðinni á ári, sem þýði milljón á hvert manns- barn. Staðreyndin er sú að verð- mæti sjávaraflans upp úr sjó er 45 til 50 milljarðar króna. Þar af em laun sjómanna á milli 35 og 40% og til viðbótar er útgerðarkostnaður- inn og allt sem honum tilheyrir. Þá ætti fólki að vera ljóst hvaða blekk- ingaleikur er hér á ferðinni. Fólk er hvatt til að sækja um veiðiheimildir án þess að hafa yfir skipi að ráða. Nú skýrist þessi mynd þannig að þetta er ekki lok- aður hópur lengur. Smábátunum er nú bjargað fyrir horn, úr innbyrðis samkeppniskerfi, sem nú myndi fjölga í, væri því ekki lokað þeirra vegna. Það finnst mér sanngjarnt, því atvinnuréttindi þeirra em jafn- gild atvinnuréttindum annarra út- vegsmanna. Ég vona þess vegna að málið fái eðlilega framgöngu og það róist á ný. Stöðugleikinn raskist ekki Vissulega hefur þetta valdið miklu umróti og ég ætla ekki eitt augnablik að halda annað en þetta sé í full- komnu samræmi við stjómarskrá og réttláta stjómun veiðanna, sem muni skila íslenzku þjóðfélagi fram á við í efnahagslegu tilliti. Kerfið hefur stuðlað að stórkostlegum framfómm í sjávarútvegi og þar með fyrir alla þjóðina. Það er helzt þess valdandi að við búum hér við þann stöðug- leika, sem hefur verið hér undanfar- in ár og raskast vonandi ekki,“ segir Kristján Ragnarsson. Pétur Pálsson Leiðir til tekjutaps PÉTUR Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis hf. í Grindavík, segir breytingarnar í frumvarpinu ekki hafa mikil bein áhrif á rekstur út- gerðarinnar. Sér sýnist hins vegar að nái frumvarpið fram að ganga í óbreyttri mynd verði óheft sókn í þær tegundir sem enn era utan kvóta. Slík sókn færi fljótlega úr böndunum. „Ef fmmvarpið heimil- ar óhefta fjölgun í fiskiskipaflotan- um, þá stækkar ekki flotinn nema út á utankvótategundir. Við höfum, eins og aðrir, byggt afkomu okkar að hluta til á utankvótafiski. Ef þetta verður raunin myndi það vissulega þýða skaða fyrir okkur og höggva veralega í þær tekjur sem við höfum haft af tegundum sem enn em utan kvóta,“ segir Pétur. Jón Árnason Frumvarpið er aðeins yfírklór JÓN Ámason, formaður Landssam- bands útgerða kvótah'tilla skipa, seg- ir frumvarp rfldsstjómaiánnar að- eins yfirklór og ekki í neinu sam- ræmi við dóm Hæstaréttar. Hann segir að heimila óheftan að- gang að veiðileyf- um gagnist ekki nokkmm. „Sá sem hefur aðeins veiði- leyfí getur ekki farið á sjó því til þess þarf hann að hafa aflaheimildir. Veiðileyfið er því einskis nýtt. Þegar ríkisstjómin seg- ir að menn geti veitt utankvótateg- undir, án þess að hafa aflaheimildir, er það einfaldlega ekkert annað en ósannindi. Sá sem hefur veiðileyfi en ekki kvóta má ekki halda til veiða, hvað þá dýfa veiðarfæri í sjó. í 3. grein laga um umgengni við nytja- stofna sjávar segir að óheimilt sé að hefja veiðiferð skips sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni nema skipið hafi aflaheimildir, sem telja má lík- legt að dugi fyrir afla í ferðinni með hliðsjón af þeim veiðarfæmm sem notuð em. Lágmarksrefsing fyiir fyrsta brot er 400 þúsund króna sekt og það er ömggt að kvótalaus maður hefiir þverbrotið lögin bara með því að halda til veiða.“ Barið á vilja þjóðaiánnar Jón segir frumvarpið því ganga þvert gegn málstað umbjóðenda sinna. „Af hverju þurfum við að búa við að horft sé til aflareynslunnar á árunum 1980 til 1983? Það er ekki tekið á þessum málum í framvarp- inu, heldur er aðeins verið að styrkja kvótaeigendur frekar í sessi. Ríkisstjórnin gefur þannig landvinnslunni og þar með lands- byggðinni langt nef. Mestu verð- mæti umbjóðenda minna em veiði- leyfin eða rúmmetrafjöldinn sem felst í skipum þeirra. Samkvæmt framvarpinu em þessi verðmæti nú einskis virði. Kvótaeigendur hafa til þessa leigt hluta aflaheimilda sinna til strandveiðiflotans, sem hefur lagt gmnninn að saltfiskvinnslunni í landi. Nú gefst þeim kostur á að stækka togaraflotann. Langþráðu takmarki kvótaeigenda er náð með því að snúa út úr dómi Hæstaréttar og berja á augljósum vilja þjóðar- innar. Staðreyndin virðist vera sú að ríkisstjórnin vilji ekki sanngirni, réttlæti eða mannréttindi. Hún vill aðeins standa vörð um eignarrétt sem bannað er að sé til,“ segir Jón. Ottar Yngvason Breytir ekki miklu ÓTTAR Yngvason, framkvæmda- stjóri íslensku útflutningsmiðstöðv- arinnar, var til skamms tíma tengd- ur útgerð tveggja skipa ú svokallaðri B-skráningu, þ.e. skipin höfðu veiði- leyfi en ekki innan íslenskrar lög- sögu. Eigendur skipanna hafa nú selt annað og leigt hitt og sigla þau óttar nú undir erlendum Yngvason fánum. Óttar segir að þótt frumvarpið nái fram að ganga í óbreyttri mynd gefi það ekki tilefni til að flagga skipunum inn í íslenska lögsögu. „Ég tel ekki ástæðu til þess á meðan ekki fást aflaheimildir á skipin. Að mínu mati breytir fmmvarpið að öðru leyti ekki miklu fyrir fiskiskipaflotann, nema endurnýjunarreglur skipa eru nú úr sögunni. Það tel ég hins vegar vera af hinu góða á meðan aflaheim- ildakerfið er enn við lýði. Menn hafa nú frjálsar hendur við að skipu- leggja stærð skipa og reyndar fjölda þeirra líka. Úrelding hefur verið mjög dýr en ég tel að flestir hafi reiknað með því að úreldingar- reglunum yrði breytt í þessa veru innan fárra ára. Ég verð því að fagna þessum áfanga," segir ðttar. Benedikt Sveinsson Sigurður Einarsson Pétur Pálsson | ; I I I r j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.