Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
iw /Æ
: y #
pr as
\ . ; ;
I I í®§! ‘ f
í r'r \ | ; ;
-----
taas
-fvær góóar ástæóur
til aó skella sér i bíó
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
SNORRI Snorrason listamaður meðal nokkurra verka sinna á vinnustofugallerunu.
Vinnustofugallerí opnað á Selfossi
Selfoss. Morgunblaðið.
SNORRI Snorrason listamaður
hefur opnað gallerí í vinnustofu
sinni á Austurvegi 51 á Selfossi.
Snorri hefur unnið að listsköpun
og haldið sýningar frá árinu 1993.
Snorri tekur á móti gestum í
vinnustofuna daglega klukkan
ll-18.Flóran í verkum Snorra er
nokkuð fjölbreytt, hann vinnur í
tré og þá mest rótarhnyðjur en í
þeim verkum leyfir hann oft nátt-
úrunni í trénu að njóta sín og
ráða ferðinni og hafa mörg þess-
ara verka vakið mikla athygli.
Einnig málar Snorri olíu- og
pastelmyndir ásamt því að
höggva myndir úr móbergi. „Það
kennir ýmissa grasa hérna hjá
manni, mér finnst gaman að þessu
og að taka á móti fólki sem vill
gefa þessu gaum,“ sagði Snorri.
Þórður
Hall sýnir
hjá Ófeigi
ÞÓRÐUR Hall opnar sýningu á
málverkum í Listmunahúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5, 2. hæð, á morg-
un, laugardag, kl. 16.
Þetta er áttunda einkasýning
Þórðar en hann hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga hér heima, á
Norðurlöndum, víða í Evrópu og í
Bandaríkjunum. Mörg listasöfn og
stofnanir hérlendis og erlendis eiga
verk eftir hann.
Uppspretta að myndum Þórðar
er íslensk náttúra; margbreyti-
leiki hennar, samspil forma og
Ijóss í misjöfnum veðrum og árs-
tímum, segir í fréttatilkynningu.
Myndirnar eru allar unnar í olíu á
striga.
Þórður stundaði nám við Mynd-
listaskólann í Reykjavík, Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands og
framhaldsnám við Konunglega
Listaháskólann í Stokkhólmi.
Sýningin er opin á verslunartíma
og stendur til 24. desember. Að-
gangur er ókeypis.
AUREA
/
Italskur kristall
MÁLVERK eftir Þórð Hall.
Nýjar hljómplötur
Finnur
Bjarnason
Siilustaðir:
(Daíía
Fakaleni II. s. 568 9120
-£~ —u
Jmr) fynr lvl
Krinjíluimi. s. 568 2221
• ROBERT
Schumann -
Söngljóð í flutn-
ingi Finns
Bjamasonar
baritónsöngvara
og Gerrits
Schuils píanó-
leikara.
Á plötunni er
að finna marga
kunnustu og
fegurstu söngva Roberts
Schumanns við ljóð eftir Justinus
Kerner og Heinrich Heine. í texta-
hefti fylgja íslenskar þýðingar
Þorvaldar Kristinssonar á þýskum
frumtextum og ritar hann jafn-
framt inngangsorð um ævi og verk
Schumanns.
Finnur lauk söngnámi í London
síðastliðið vor. Hann hefur hvar-
vetna hlotið lofsamlega dóma fyrir
Gerrit
Schuill
söng sinn. Sl.
sumar vann
hann til fyrstu
verðlauna fyrir
ljóðasöng í
söngkeppni sem
kennd er við
Richard Tauber.
Söngljóð
Schumanns er
fyrsta geisla-
plata sem kem-
ur út með söng Finns.
Gerrit Schuil hefur búið og
starfað á íslandi undanfarin ár og
hefur átt ríkan þátt í fáguðum list-
flutningi fjölmargra íslenskra
söngvara, segir í fréttatilkynningu.
Utgefandi er Mál og menning.
Upptakan fór fram hjá Ríkisút-
varpinu sl. haust og Hreinn Valdi-
marsson stjórnaði upptöku. Verð
1.980 kr.