Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 33
Gunnar Guðbjörnsson syngur á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNAR Guðbjörnsson syngur á jólatónleikum Mótettukórs Hallgríniskirkju í kvöld
og á sunnudag. Myndin er tekin á æfingu í vikunni.
MARGAR DYR
AÐ OPNAST
Tenórsöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson er á ferð og flugi milli
óperuhúsa á meginlandi Evrópu og skrifaði fyrr á árinu undir
þriggja ára samning við Þýsku ríkisóperuna í Berlín. Þó að hann
hafi mörg járn í eldinum gaf hann sér tíma til þess á milli
-------------------------7------------------------------
verkefna að fljúga heim til Islands og syngja á jólatónleikum
_____Mótettukórs Hallgrímskirkju í kvöld og á sunnudag._
Margrct Sveinbjörnsdóttir tafði hann um stund frá því að læra
texta fyrir tónleikana og komst að því að pilturinn er farinn að
syngja með bestu hljómsveitum heims og í bestu húsum heims.
AÐ myndi æra óstöðugan
að telja upp öll þau verk-
efni sem Gunnar Guð-
björnsson hefur tekist á við
á árinu sem senn er á enda runnið.
Sjálfur orðar hann það svo að hann
hafi verið að syngja í löndunum á
milli Spánar og Skandinavíu en þó
hafi hann mest verið viðloðandi
Þýskaland. „Reyndar byi’jaði ég
veturinn með því að fara í gestaferð
Þýsku ríkisóperunnar í Berlín á
festival í Santiago de Compostela,
þar sem ég þreytti frumraun mína á
Spáni. Það gekk vel og var mjög
gaman,“ segir Gunnar, en hann
debúteraði einnig í Finnlandi fyrir
skömmu, þar sem hann hljóp í
skarðið fyrir veikan kollega með
tveggja daga fyrirvara.
„Svo hef ég sungið í þremur mis-
munandi uppfærslum Þýsku ríkis-
óperunnar í vetur, Töfraflautunni,
Rakaranum í Sevilla og Eyðieyj-
unni, ætli það séu ekki komnar ein-
ar tíu sýningar. Eg hef líka sungið
hlutverk Taminos í Töfraflautunni í
Frankfurt og var einmitt að klára
þær sýningar áður en ég kom hing-
að. Inn á milli þessa hef ég verið
svolítið að þvælast, var með nokkra
tónleika með Fílharmóníuhljóm-
sveitinni í Ósló, og svo hef ég stokk-
ið inn í verkefni í Frankfurt og
Múnchen. Það var reyndar mitt
fyrsta skipti í Múnchen, sem er
mjög stórt og gott hús, eitt af þess-
um topphúsum í heiminum, og
senniiega eitt af fremstu húsunum í
Þýskalandi. í dag er spurning hvort
maður setur Berlín eða Múnchen
númer eitt. Ef við lítum á fjárhags-
legu hliðina myndi Múnchen vera
númer eitt, þar sem þeir hafa meiri
aura á milli handanna ennþá en svo
má auðvitað deila um hin listrænu
gæði,“ segir Gunnar. „I rauninni
hefur obbinn af því sem ég hef verið
að gera í haust verið í tveimur hús-
um, í Berlín og Frankfurt. Svo hef
ég líka fengið tækifæri í Múnchen,
þannig að ég hef verið í þremur af
topphúsunum í Þýskalandi og tvö
þeirra eru sannarlega á heimsmæli-
kvarða.“
Á föstum samningi
en þó frjáls
Eftir allan þennan þeyting er
Gunnar farinn að hugsa sér gott til
glóðarinnar að fara á fastan samn-
ing í Berlín næsta haust en hann
flytur þangað ásamt eiginkonu sinni
og tveimur ungum börnum á vori
komanda. Flugvélar, hótel og ferða-
töskur eru þreytandi til lengdar.
„Eftir að hafa prófað hvernig það
virkilega getur verið að vera á þess-
um endalausa þeytingi þá er ég
ósköp feginn því að fara að verða
meira á sama stað. Samt er samn-
ingurinn sem ég fæ við Þýsku ríkis-
óperuna í Berlín þesslegur að ég
hafi gott frelsi til þess að fara annað
líka. Þeir ætla ekki að festa mig svo
mikið í húsinu, eins og er svo al-
gengt í föstum samningum. Svona
hús getur leyft sér að hafa mann
eins og mig á fullu kaupi jafnvel þó
að hann sé ekki notaður alltaf,
þannig að ég hef þá visst frelsi til að
fara aðeins út fyrir, fá svolítið ann-
an lit og kynnast öðru,“ segir hann
og eftirvæntingin leynir sér ekki.
„Listrænt séð er þetta draumastað-
ur að vera á, það er allt saman topp-
fólk sem vinnur þarna og Daniel
Barenboim, sem er listrænn stjórn-
andi hússins, er þekktur fyrir að
velja valinkunnt lið í kringum sig.“
Að sögn Gunnars er Barenboim
einnig búinn að bjóða honum mjög
spennandi verkefni utan hússins.
„Það hefur glatt mig mjög mikið,
því ég hef ekki sungið mikið með
honum ennþá, í rauninni bara eina
einustu sýningu. Nú hefur hann
beðið mig að koma með sér til
Chicago og syngja hlutverk í Móses
og Aron eftir Schönberg, og næsta
vetur fer ég aftur til Chicago og
syng með sinfóníuhljómsveitinni
þar í Krýningarmessu Mozarts. Síð-
ast en ekki síst er hann svo búinn að
bjóða mér að syngja með Fílharm-
óníuhljómsveit Berlínar næsta
haust, í Faust sinfóníunni eftir
Liszt,“ segir hann og bætir við að
enn sé margt annað í deiglunni sem
ekki sé fastákveðið ennþá. „Önnur
hús hafa verið að sýna mér áhuga,
ég fór t.d. og söng fyrir Scala ný-
lega og þar voru undirtektirnar
strax mjög góðar. Eins var mikill
áhugi í Múnchen eftir að ég söng
þar, svo það hafa margar dyr verið
að opnast. Þetta er náttúrlega það
sem ég hef verið að berjast fyi'ir öll
þessi ár, að komast í þessa stöðu.
Nú er ég farinn að syngja með
bestu hljómsveitum heims og í
bestu húsum heims. Ég er kominn
með nokkuð fastan póst í Berlín,
Múnchen og Frankfurt og hitt er
allt á leiðinni."
Mikilvægt að velja sér réttan
lífsstíl og rétt hlutverk
Er þá kannski svo komið að hann
geti orðið valið og hafnað pins og
honum sjálfum hentar? „Ég segi
svo sem ekki að ég geti alveg valið
og hafnað að vild en ég get alveg
leyft mér að segja nei takk ef mér
finnst eitthvað ekki nógu spennandi
sem mér er boðið, því ég hef alltaf
nóg að gera. Núna í vetur fer ég
mjög líklega vel yfir 50 sýningar og
konserta - og fyrir „freelance"-
söngvara er það býsna mikið, með
æfingum og öllu inn á milli,“ segir
Gunnar.
Hann segir flakkið sem fylgir
lausamennskunni ekki vera hollt til
lengdar. „Þrátt fyi'ir allt, þó að ég
sé búinn að vera að syngja dálítið
lengi, þá er ég mjög ungur söngvari.
Ég er ekki nema 33 ára og vil helst
geta sungið í a.m.k. 20-25 ár í við-
bót. Til þess að það geti orðið er
mjög mikilvægt að velja sér réttan
lífsstíl og réttu hlutverkin til að
syngja. Og hluti af þessum lífsstfl er
einmitt að vera svolítið rólegur og
ekki beita sér of mikið, en það er
það sem ég sé mjög marga unga
kollega brenna sig út á, þeir fara of
snemma að syngja of erfið hlutverk
og taka allt of mikið af verkefnum.
Maður verður að geta neitað líka,
það er ekki endalaust hægt að
kreista sig,“ segir Gunnar.
Þó að samningurinn í Berlín
gangi ekki í gildi fyrr en næsta
haust er Gunnar, eins og áður hefur
komið fram, þegar farinn að taka
þátt í verkefnum óperunnar þar.
„Samkvæmt samningnum er ég
ráðinn sem lýrískur tenór og ég hef
á tilfinningunni að þeir muni ekki
þröngva upp á mig hlutverkum sem
ég hef ekki áhuga á. Ég er ekki að
segja að ég verði alltaf í aðalhlut-
verki en það eru samt alltaf hlut-
verk sem eru virkilega þannig að
mér finnst spennandi að syngja þau,
engin uppfyllingarhlutverk, sem er
annars algengt að lýrískir tenórar
þurfi að sinna. Til dæmis hefur for-
veri minn þurft að sinna hlutverk-
um sem ég hefði helst ekki viljað
þurft að syngja, en þeir virðast ætla
að vera aðeins mýkri við mig. Það
er kannski út af því að ég hef meiri
reynslu að baki en hann,“ segir
Gunnar og bætir við að það sé mjög
góður andi í húsinu í Berlín og það
skipti miklu máli. „Þarna eru ungir
og ferskir söngvarar, sem eru líka
að syngja í öðrum húsum og eru
margir að gera heilmikinn karríer."
Strax að loknum jólatónleikunum
með Mótettukórnum heldur Gunnar
til Brussel, þar sem æfingar hefjast
á þriðjudag á óperu Shostakovich,
Lafði Macbeth í Mtensk. Hann hef-
ur að undanförnu verið að berjast
við að læra textann, sem er á rúss-
nesku og „svínslega erfiður" að
sögn söngvarans, sem er þó
nokkurn veginn búinn að læra rull-
una en á eftir að slípa rússneskuna
og ná fáguðum framburði. „Það er
alltaf meiri vinna með texta á máli
sem maður talar ekki. Annars er ég
mjög heppinn með það að ég tala nú
orðið frönsku, þýsku og ítölsku, auk
ensku, svo það er orðið mun auð-
veldara en áður að læra hlutverk á
þeim málum." Gunnar kveðst ann-
ars vera farinn að hlakka mjög til
verkefnisins í Brussel. „Það er mjög
þekktur ungur hljómsveitarstjóri
sem stjórnar því, Antonio Pappano,
og skemmtileg tilviljun að hann er
fyrrverandi aðstoðarmaður Baren-
boims. Hann er kornungur og þykir
sérdeilis góður.“
Ánægður ineð hvert
einasta verkefni
Eins og staðan er nú getur Gunn-
ar ekki verið annað en ánægður.
„Öll þessi hús sem hafa verið að
sýna mér áhuga núna eru í hæsta
listræna „standard" og mér finnst
það ósköp góð tilfinning að þurfa
ekki að vera að fylla upp með ein-
hverjum smáhlutverkum. I fyrra
varð ég ennþá að taka að mér fáein
verkefni sem fóru í taugarnar á
mér. En það sem ég er að gera núna
eru allt hlutir sem mér finnst virki-
lega þess virði að syngja. Ekkert af
þessum hlutverkum er eitthvað sem
hver sem er gæti sungið,“ segii'
hann og bætir við: „Það er náttúr-
lega draumur hvers söngvara að
geta lifað sómasamlegu lífi af þessu.
Þegar maður er kominn á það stig á
maður auðvitað að vera feginn, en
maður getur verið virkilega ánægð-
ur með lífið þegar maður er kominn
í þá aðstöðu sem ég er í núna og er
ánægður með hvert einasta verk-
efni.“
Um röddina segir Gunnar að hún
hafi farið að breytast fyrir alvöru
fyrir einum fimm eða sex áram.
„Fram að því var ég hálýrískur og
röddin vai' mjög takmörkuð á vissu
sviði. Hún hafði í rauninni ekki
mikla möguleika til að syngja mjög
mikið út fyi’ir vissa hlutverkaskrá í
óperufaginu. En svo fóru að birtast
nýir fletir í röddinni, bæði vegna
minnar eigin vinnu og fyrir aðstoð
góðra kennara. Ég held að þetta sé
mikið spurning um hvað maður ætl-
ar sér sjálfur að gera með röddina.
Hjá mér hefur þetta tekið dálítið
langan tíma. Þegar ég var að byrja
fyrir tíu ellefu árum held ég að
margir hafi hugsað sem svo að
þarna væru miklir hæfíleikar, en
ekki séð það fyrir sér að röddin
myndi þróast upp í að vera þessi
hetjulega, sem hún er í rauninni að
verða núna. En það er nokkuð sem
þurfti vissan tíma og þroska, bæði
líkamlegan og andlegan, og líka ein-
faldlega það að hafa söngkunnátt-
una og sviðsreynsluna, sem er af-
skaplega mikils virði. Og það á ekk-
ert að gerast hratt í þessum bransa,
þetta eru hlutir sem eiga að gerast
með tímanum og reynslunni.
Fall niður af stalli
Ég held að það sé ailtaf mjög
hættulegt þegar söngvurum skýtur
svona upp á stjörnuhimininn, án
þess að hafa reynsluna á bak við sig.
Mér finnst það vera dálítil tilhneig-
ing hjá Islendingum að hífa fólk of
hratt upp í strætisvagna sem það er
ekki tilbúið að sitja í. Það var gert
við mig í byrjun og í rauninni var
það mjög mikið áfall að koma út og
þurfa virkilega að fara að taka þátt
í raunhæfri samkeppni. Það var
visst fall niður af stalli, sem tók
sinn tíma að vinna úr en ég held
að mér hafi tekist það mjög vel.
Mér tókst að fá stöðu í góðu húsi í
Þýskalandi og þar fór ég í raun-
inni í minn annan óperuskóla, eftir
sjálft söngnámið. Þar fyrst þurfti
maður virkilega að upplifa ósigr-
ana sem allir þurfa að reyna í hin-
um harða heimi óperunnar, því ef
maður gerir það ekki þá veit mað-
ur ekkert um hvað þetta snýst.
Fyrr er ekki hægt að verða góður
listamaður. Þegar ég kom út fyrst
kunni ég að vissu leyti að vinna,
það hafði Sigurður Demetz og
annað gott fólk kennt mér, en einn
af þeim göllum sem voru í mér var
að mér fannst ég vera miklu betri
en ég í raun var. Og það er alltaf
mjög slæmt, að finnast maður
vera eitthvað sem maður er alls
ekki oi'ðinn. Eiginlega á manni
frekar að finnast maður vanmátt-
ugri en maður í raun er, þannig
getur maður að minnst kosti bætt
sig. Það má heldur ekki gleyma
því að bera virðingu fyrir listinni
sem maður er að þjóna, því hún er
jú þegar upp er staðið mikilvægari
en maður sjálfur," segir tenórinn
Gunnar Guðbjörnsson.
Jólatónleikar Mótettukórsins
verða í Hallgrímskirkju í kvöld kl.
20 og á sunnudag kl. 17 og er for-
sala aðgöngumiða í Kirkjuhúsinu
við Laugaveg. Á efnisskránni er
aðventu- og jólatónlist frá ýmsum
löndum, m.a. Svíþjóð og Frakk-
landi. Af íslenskum verkefnum má
nefna frumflutning á jólalagi eftir
stjórnanda kórsins, Hörð Askels-
son, og tónlist eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Gunnar syngur Kirkju-
aríu Stradella og Ó helga nótt eftir
Adams, auk ýmissa jólalaga, m.a.
eftir Agusta Holmes og Max
Reger. Með kórnum koma fram
trompetleikararnir Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn
Pálsson, Daði Kolbeinsson óbóleik-
ari og Douglas A. Brotchie orgel-
leikari. Ágóði af tónleikunum renn-
ur til Hjálparstarfs kirkjunnar.