Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 35
Únglíngiirinn í skóginnm
TONLIST
Geislaplötur
JÓRUNN VIÐAR
Jórunn Viðar: 20 sönglög: Vökuró,
Þjóðvísa, Júnímorgunn, Vísur Fiðlu-
Bjarnar, Vorljóð á Ýli, Im Kalin,
Gestaboð um nótt, Þjóðlag úr Álf-
hamri, Glugginn, Mamma ætlar að
sofna, Sætrölls kvæði, Hvítur hestur,
Við Kínafljót, Varpaljóð á Hörpu, Til
minningar um misheppnaðan tón-
snilling, Sönglað á göngu, Únglíngur-
inn í skóginuin, Týnd er hver varða,
Það á að gefa börnum brauð, Kall sat
undir kletti. Píanóleikari: Gerrit
Schuil. Einsöngur: Jón Þorsteinsson,
Loftur Erlingsson, Þóra Einarsdóttir,
Elín Ósk Óskarsdóttir. Útgáfa:
Smekkleysa SMK 8. Lengd: 55’10.
Verð: kr. 1.999.
ÞAÐ má teljast furðulegt hve fá
af þessum framúrskarandi ein-
söngslögum Jórunnar Viðar heyrast
að jafnaði. Ég þori að fullyrða að ís-
lenska einsöngslagið á 20. öld rísi
vart hærra en í þessum perlum
hennar.
Tónsmíðastíll Jórunnar er eins
konar þjóðleg nýklassík: íslenskur
efniviður, hljómfall og andblær í
bland við miðevrópska, nýklassíska
strauma. Tónmálið er í senn alþjóð-
legt og rammíslenskt! Einhverjum
fmnst vafalaust erfitt að ímynda sér
þannig blöndu - en hlustið bara!
Frumleiki Jórunnar kemur
manni sífellt á óvart, lögin taka
gjarnan á sig óvænta
stefnu - allt er ein-
hvern veginn svo
ferskt. Alþekkt dæmi
eru lögin Únglíngurinn
í skóginum og Það á að
gefa börnum brauð og
Kall sat undir kletti.
Þetta eru snilldarlega
samsett lög, ómót-
stæðilega grípandi og
ættu að vera þekkt um
allan heim. Sama má
segja um hið magnaða
og dramatíska Sætrölls
kvæði - gott er ef ég er
ekki þegar búinn að fá
það á heilann! Reyndar
er sama hvar gripið er
niður, öll lögin vekja aðdáun og
gleði yfir frjóm sköpunargáfu tón-
skáldsins. Þetta er geislaplata sem
spannar allt tilfínningalitrófið. Þar
er að finna sorg, gleði, kímni, ang-
urværð, drunga og dramatík.
Annars er fjölbreytnin líka ein-
kennandi fyrir þennan áhugaverða
disk. Hér hefur augljóslega verið
legið yfir samsetningu efnisins -
sem er meira en sagt verður um
margt það efni sem gefið er út á
geisladiskum hér á landi. Uppröðun-
in á þessum 20 litríku og marg-
breytilegu sönglögum gengur svo
fullkomlega upp, að það hvarflar
ekki að manni eitt augnablik að nú
sé nóg komið af svo góðu. Sú lausn
að láta fjóra söngvara, allt úrvals-
fólk, syngja lögin til skiptis virkar
líka mjög vel. Að öðrum
ólöstuðum þykir mér
framlag barítonsöngv-
arans Lofts Erlings-
sonar vera hvað eftir-
minnilegast. Loftur
hefur ákaflega hljóm-
þýða rödd og túlkunin
ber vott um næman
skilning á efninu.
Píanóleikur Gerrit
Schuil, meðleikara
söngvaranna, er alveg í
sérflokki. Mér finnst
það hreint makalaust
hversu blæbrigðaríkur
leikur hans er. Reynd-
ar hjálpar snilldarlegur
ritháttur píanóraddar-
innar honum, hlutverk píanóleikar-
ans er að sjálfsögðu mjög þakklátt í
sönglögum Jórunnar Viðar. Það
liggur við að Schuil „steli senunni" á
stundum - ekki misskilja mig, hann
er ekki að trana sér fram á nokkurn
hátt. Píanórödd Jórunnar er bara
svo margbreytileg og skemmtileg
og flutningur Gerrit Sehuil svo
sannfærandi. Hann virðist skemmta
sér konunglega - hvernig er líka
annað hægt?
Hljóðritunin er framúrskarandi,
gott jafnvægi er milli flytjenda,
hljómurinn hlýlegur og engar vond-
ar klippingar til að ergja mann.
Enda kunna þeir Bjarni Rúnar
Bjarnason og Hreinn Valdimarsson
sitt fag og ættu að vera öðrum til
fyrirmyndar.
Ég get ekki stillt mig um að
minnast á hulstrið. Það virðist eiga
að vera alger leyndardómur hvers
konar tónlist diskurinn inniheldur.
Einsöngslög? Kórlög? Píanóverk?
Ekkert er heldur getið um flytjend-
ur utan á umslaginu. Til þess verður
maður að rjúfa innsiglið - mér
finnst þetta svolítið skrýtið og gott
ef ekki smekklaust. Fróm ósk Jór-
unnar Viðar um að fá útgefinn sinn
eigin disk með mynd af sér á fram-
hliðinni (e.t.v. frekar sagt í gamni
en alvöru í sjónvarpsviðtali á dög-
unum) er í senn hógvær og rétt-
mæt. Þegar diskurinn, hennar disk-
ur, svo loksins lítur dagsins ljós
prýðir hann þokukennd mynd af
einhverjum karli sem heldur á skó-
kassa eða einhverju þvílíku! Er
þetta kannski „únglíngur í skógi“?
En hvar er skógurinn? Hvernig
tengist þessi roskni unglingur efni
disksins?
Bæklingurinn með diskinum er
engin smásmíði (40 bls.!) Hann er
líka vel úr garði gerður, bæði læsi-
legur, innihaldsríkur og fróðlegur.
Þegar diskinum er lyft úr hulstrinu
blasir svo við þessi líka fallega
mynd af tónskáldinu á yngri árum.
Svolítið kaldhæðnislegt, ekki satt?
Þessi geislaplata er löngu tíma-
bær. Hún hefur allt til að bera tii
þess að verða „klassíker" í íslenskri
tónlistarútgáfu. Og ég ítreka: Á
þessi -tónlist ekki erindi út fyrir
landsteinana?
Valdemar Pálsson
Jórunn
Viðar
Nekt í
Gallerí
Geysi
í GALLERÍ Geysi, Hinu hús-
inu við Ingólfstorg, opnar
Tinna Ævarsdóttir fyrstu
einkasýningu sína á morgun,
laugardag, kl. 16.
Tinna sýnir svart/hvítar
„polaroid“-myndir af nekt.
Þemað í myndunum er ber-
skjaldaðir einstaklingar, höfn-
un annarra og biturð. Það
sem allir hafa áhuga á en eng-
inn viðurkennir, segir í frétta-
tilkyningu.
Sýningin er opin virka daga
kl. 8-23, föstudaga kl. 8-19,
laugardag- og sunnudag kl.
13-18. Sýningin stendur til 27.
desember.
Portrett-
myndir á
Café Frank
RAGNAR Leósson, Karlotta
Dúfa Markan og Sigrún Gréta
opna sýningu á Café Frank,
Lækjargötu, á morgun, laug-
ardag, kl. 17. Á sýningunni
verða portrettmyndir af
furðulegu fólki í ftirðulegum
aðstæðum, segir í fréttatil-
kynningu.
Sýningin stendur fram yfir
jól.
Sýningum
lýkur
Gallerí Klettur
SÍÐASTI dagur aðventusýn-
ingar verður á morgun, laug-
ardag.
Á sýningunni eru vatnslita-
myndir, olíumálverk og gler-
munir. Opið kl. 10-18.
Eftir sýningu verða vinnu-
stofur og gallerí opið eins og
áður á laugardögum kl. 10-14
eða eftir samkomulagi.
París, Washington. Reuters.
BÓTAKRÖFUR og hótanir um
málaferli vegna Iistaverka sem
þýskir nasistar rændu af gyðing-
um í heimsstyrjöldinni síðari
verða æ algengari. Er nú tekist á
um að minnsta kosti fjögur verk
en einnig er deilt um hversu
langt skuli ganga við að bæta af-
komendum þeirra, sem verkin
áttu, missi verkanna.
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, opnaði á mánudag nýtt
safn í París sem helgað er list og
sögu gyðinga. Á meðal sýningar-
gripa þar eru 27 verk sem nasist-
ar rændu af frönskum gyðingum
í heimsstyrjöldinni og ekki hafa
komist í hendur eigenda sinna
eða afkomenda þeirra. Sagði
Chirac að reynt yrði að bæta af-
komendunum skaðann með ein-
hverju móti, en verkin væru hluti
franskrar arfleifðar og ættu að
vera í Frakklandi. Talsmenn gyð-
inga eru ekki sammála orðum
forsetans, segja Frakka ekki eiga
að auðgast á afbrotum nasista,
heldur megi t.d. gefa verkin til
safns sem helgað yrði „Iist sem
komst af“ úr hildarleik heims-
styrjaldarinnar.
Bætur fyrir Monet
og Braque
Fleiri dæmi tengjast Frakk-
landi. Nefna má deilur sem nú
standa vegna verks eftir im-
Jólakort á
Mokka
BJARNI Jónsson opnar í dag,
föstudag, sýningu á Mokka á
myndum sem unnar voru tO birt-
ingar á jólakortum á sjötta og sjö-
unda áratugnum.
. Bjarni er fæddur 15. september
og var á unga aldri tíður gest-
ur; á vinnustofum margra okkar
þékktustu málara. Hann stundaði
nám í skóla frístundamálara og
Handíðaskólanum hjá Kurt Zier,
Valtý Péturssyni og Hjörleifi Sig-
urðssyni.
I kynningu segir: „Bjarni Jóns-
son er þekktur fyi'ir teikningar sín-
ar í Speglinum og myndskreyting-
ar á bókum m.a. skýringarmyndir í
Islenskum sjávarháttum eftir Lúð-
vík Kristjánsson og teikningar af
Tekist á um
stríðsgóss
nasista
pressjónistann Monet, sem er á
sýningu í Boston í Bandaríkjun-
um. Þaðan var það fengið að láni
frá safni í Caen, en afkomendur
auðugs gyðings segja nasista
hafa rænt verkinu úr safni hans.
Hafa yfirvöld safnins í Boston nú
fallist á kröfur erfingjanna en
Frakkar hafa hvorki viljað segja
af eða á.
Þá hefur forstöðumaður
Pompidou-listamiðstöðvarinnar í
París lýst því yfir að safnið sé
réttmætur eigandi listaverks eft-
ir Georges Braque, sem afkom-
endur listaverkasafnara af gyð-
ingaættum segja nasista hafa
rænt. Forstöðumaðurinn segir
safnið hafa keypt verkið, sem er
frá 1914, af svissneskum lista-
verkasala sem hafi sýnt fram á
að hann hafi komist yfir verkið á
löglegan hátt.
Afkomendur Alphonse Kann
segja nasista hins vegar hafa
rænt verkinu ásamt fleirum árið
1940 en ekki haft áhuga á því-
líkri „nútímalist" og sett það á al-
mennan markað. Þar hafi því
íslenskum plöntum. Hann hefur
málað sérstæð olíumálverk af ís-
lenskum lágplöntum og vinnur nú
að gerð málverka um íslensku ára-
skipin. Bjarni vann á þessu ári
minnismerki um erlenda sjómenn
verið skipt fyrir hollenskt mál-
verk sem gefa átti Hermanni
Göring. Hafi verkið gengið kaup-
um og sölum þar til Pompidou-
safnið keypti það árið 1941.
Erfitt að bera kennsl
á myndirnar
Að síðustu má nefna mynd sem
eignuð er hollenska málaranum
Rembrandt. Henni var rænt af
frönskum gyðingi, Adolph
Schloss, árið 1943, en komst síð-
ar í hendur tékkneska listasafns-
ins í Prag að því er talið var.
Franska ríkið gerði fyrir hálfum
öðrum mánuði kröfu um mynd-
ina á þeirri forsendu að hún væri
hluti fransks þjóðararfs og skap-
aði málið nokkra spennu í sam-
skiptum ríkjanna.
Myndin reyndist ekki vera í
Prag en fannst eftir nokkra leit,
á Carnegie-safninu í Pittsburgh í
Bandaríkjunum. Safnsljórnin þar
vill ekki láta uppi hvernig hún
komst yfír myndina.
Nokkur eintök eru til af mynd-
inni sem kallast „Gamall gyðing-
ur með loðhúfu“ og eru flest ef
ekki öll eignuð lærisveinum
Rembrandts. Hafa Tékkar gefið
til kynna að myndunum hafi ver-
ið ruglað saman og að málið allt
sé til marks um hve erfitt sé oft á
tíðum að bera kennsl á myndlist
hálfri öld síðar.
sem látist hafa við Vestfirði og af-
rek björgunarmanna sem lagt hafa
líf sitt í hættu þeim til bjargar.
Minnismerkið var reist að Hnjóti
við Patreksfjörð."
Sýningunni lýkur 10. janúar.
JÓLAKORT eftir Bjarna Jónsson.
KAFFE Fassett við eitt pijóna-
verka sinna.
Kaffe
Fassett í
Hafnar-
borg
HAFNARBORG, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, mun
hefja nýtt starfsár með sýningu á
verkum Kaffe Fassett sem opnuð
verður 8. janúar.
Hafnarborg hefur áður staðið
fyrir sýningu á verkum Kaffe Fas-
sett, en á þeirri sýningu var lögð
áhersla á prjóna- og útsaumsverk
hans. Að þessu sinni er nýr miðill í
brennideplinum, þ.e. bútasaumur
eða quilt. Kaffe Fassett hefur á
undanfömum áram unnið að þeim
verkum sem sýnd verða í Hafnar-
borg og bók um þessi verk var gef-
in út af Ebury Press í Bretlandi á
sl. ári.
I tengslum við sýninguna í Hafn-
arborg mun Kaffe Fassett halda
iyrirlestur um verk sín og sýna lit-
skyggnur í Háskólabíói 9. janúar.
Námskeið og
prjónasmiðja
Textílhönnun Kaffe Fassett hef-
ur um árabil verið kynnt og seld í
Storkinum, gamverslun í Reykja-
vík. Storkurinn stendur að tveimur
námskeiðum meðan listamaðurinn
dvelur hér. Annars vegar mun
Kaffe Fassett leiðbeina um list-
ræna útfærslu í bútasaumi og hins
vegar mun Brandon Mably, hönn-
uður og aðstoðarmaður Kaffe Fas-
sett verða með prjónasmiðju.
MÍNÚTUGRILL
Nýju mínútugrillin frá
Dé Longhi eru tilvalin \
þegar þig langar í l
gómsœtan grillmat; \
kjöt, fisk, grœnmeti eöa 1
nánast hvaö sem er.
4 gerbir á jólatilbobsverbi
frá kr. 6,400,- til 7,900,-
___ _ FYRSTA A FLOKKS
/FQniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420