Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
RÉTTLÆTI og ranglæti er titill
bókar eftir Þorstein Gylfason heim-
spekiprófessor. Höfundurinn segir í
formála að í bókinni haldi hann
„...til haga flestu af því sem ég hef
látið frá mér fara um stjórnmála-
heimspeki (öðru nafni stjórnspeki)
og skyld efni í rúman aldarljórð-
ung. Bókin Qallar mest um réttlæti
og ranglæti eins og heiti hennar
bendir til. En þar eru líka ritgerðir
um siðfræði og í þriðja hlutanum
ritgerðir þar sem ég hef brugðizt
við beilum hugmyndaheimum, allt
frá marxisma til nýfrjálshyggju, og
alit frá kenningunni um hlutleysi
vísindanna til árása Krisljáns Krist-
jánssonar á svonefndan póst-
módernisma."
„Aðalritgerðin í fyrsta hlutanum
og sú langlengsta í bókinni er af-
mælisgjöf til Halldórs Laxness þeg-
ar hann varð áttræður," segir Þor-
steinn. „Hún heitir Hvað er rétt-
Iæti? og er tilraun til heimspekilegr-
ar greiningar á réttlætishugmynd-
inni sjálfri. Svo eru þarna t.d. grein
um sjálfstæði dómstóla og önnur
um kvótakerfið." Þorsteinn segir
það þó ekki einfalt mál hvernig
heimspekin geti látið til sín taka í
hinum ýmsu málum er brenna á
samfélaginu á hverjum tíma. „Hrein
heimspeki er nokkuð Ijarri vett-
vangi dagsins og ekki auðvelt að sjá
hvemig megi draga af henni bein-
harðar ályktanir um heilbrigðis-
þjónustu eða velferð í þjóðfélaginu.
Svo vill þó til að í áþreifanlegum
ágreiningsefnum á vettvangi dags-
ins koma stundum upp álitamál sem
era þrælheimspekileg. Dæmi um
það er þegar reynt er að efla sjálf-
stæði dómstóla eins og gert var hér
að undirlagi maimréttindadómstóls
Evrópu og öllu dómskerfmu var
breytt fyrir fáum árum. Eða í deil-
unum um sljóra fiskveiða.“
Réttlæti
og rang-
læti
Þorsteinn segir að f fyrsta lagi
noti fólk orð eins og réttlæti og
ranglæti og sýnist sitt hverjum eins
og gengur. „I öðru lagi fer fólk að
velta vöngum yfír einstökum hug-
tökum einsog eignarrétti, hvað í
honum felist; ef maður á eitthvað
ber honum þá arðurinn af því, ef
það er arður af því. Þetta eru heim-
spekilegar spurningar sem snerta
greiningu á mjög sértækum hug-
tökum eins og réttlæti, réttur, eign-
arréttur o.s.frv. Þá er eðlilegt að
atvinnuheimspekingurinn hafi eitt-
hvað um það að segja. Framkvæðið
kemur þó frá þeim sem heyja bar-
áttuna frá degi til dags. Þeir kalla
eftir aðstoð við að fóta sig á þessu
hugtakasvelli. Hið sama má að
sjálfsögðu segja um fjölmargar aðr-
ar fræðigreinar, sem standa utan
við vettvang dagsins, að þegar um
álitamál í þjóðfélaginu er að ræða
er kallað eftir sérfræðitökum á ein-
hverjum hluta málsins."
Heimspekin svarar líka spurn-
ingum um siðfræði og nútímaþjóð-
félagið kallar æ oftar á svör í sið-
fræðilegum efnum. „Þaraa verður
hver einasti sérfræðingur að fara
mjög varlega. Utaf fyrir sig er
erfitt að sanna einhveija niður-
stöðu en ef menn marka sér hæfi-
lega þröngan bás er hægt að kom-
ast að tiltölulega traustum og vand-
lega rökstuddum niðurstöðum sem
ekki verður með góðu móti vikið
frá þótt þær kunni að koma sér illa
fyrir einhvera."
Þorsteinn segir áhuga fyrir
heimspekinámi f Háskóla Islands
vera mikinn og hafa farið vaxandi
undanfarin ár. „Ahugi almennings
fyrir heimspekiritum er einnig um-
talsverður og á vegum Hins ís-
lenska bókmemitafélags hefur út-
gáfa þýddra sígildra heimspekirita
gengið vel frá því hún liófst fyrir
tæpum þrjátíu áram. Sfðustu dagar
Sókratesar eftir Platón liefur verið
prentuð íjórum sinnum og heildar-
upplagið er farið að nálgast tíu þús-
und. Margar fleiri bækur í þessum
flokki seljast grinimt. I upphafi batt
enginn bókaútgefandi minnstu von
við að heimspekirit myndu seljast
og í þetta var ráðist sem eins konar
nienningarskyldu eða gustukaút-
gáfu. Annað hefur komið á dag-
inn,“ segir Þorsteinn Gylfason pró-
fessor í heimspeki.
Fyrir þá sem vilja hugsa um rétt-
læti og ranglæti getur komið sér
vel að hyggja að þeim í mjög smá-
um samfélögum. Til að mynda á
róluvelli. Þar á sér stað mismunun,
til dæmis stundum þegar barn er
útilokað frá leik: „Þú mátt ekki
vera með!“ Þar er hætt við áníðslu.
„Bannað að níðast á minni máttar!“
er eitt viðkvæðið í leikjum barna
eða var þegar ég var barn. Þar má
heyra róg um barnið sjálft eða fjöl-
skydlu þess eða vini. Eins og nefnt
var hér að framan eru mismunun,
áníðsla og rógur sjálfkrafa rang-
læti. Til fróðleiks má geta þess að
einn kunnasti réttarheimspekingur
samtímans, Joel Feinberg sem er
Bandaríkjamaður, hefur haldið því
fram að það sé ekkert ranglæti til
annað en mismunun, áníðsla og
rógur. Þess þrískipting sé tæmandi
flokkun á ranglæti.
Nýjar bækur
í leit að glöt-
uðum tíma
• LEIÐINtil
Swann 2. bindi
eftir Marcel
Proust í þýð-
ingu Péturs
Gunnarssonar.
Þetta mikla
meistaraverk er
eitt af höfuð-
verkum bók-
mennta 20. ald-
arinnar og án
efa eitt merkasta og frægasta
skáldverk sem skrifað hefur verið.
Pétur Gunnarsson var tilnefndur
til þýðingarverðlauna Evrópusam-
bandsins fyrir þýðingu sína á
fyrsta bindi verksins.
I kynningu segir: „... sá höfund-
ur sem leggist Proust undir höfuð
eða [tekur] ekki tillit til hans.. [er]
sambandslaus
við þá öld sem
hann lifir og
þarafleiðandi
allar aðrar aldir.
Já, satt er það,
mikil og einstæð
reikníngsskil við
tímann er sú
bók. Verk
Prousts er ....
einmalig; það er
bók sem samin er í eitt skipti fyrir
öll ... og mun hverfa ... án þess að
eignast sinn líka, sagði Halldór
Laxness í Skáldatíma."
Utgefandi er Bjartur. Bókin er
240 bls., prentuð íprentsmiðjunni
Gutenberg. Bókfell annaðist bók-
band. Kápugerð er eftir Snæbjörn
Arngrímsson.Verð 3.680 kr.
Marcel
Proust
Pétur
Gunnarsson
• FYLGJUR er ljóðabók eftir
Harald Jónsson.
I kynningu segir: „A síðum bók-
arinnar kveðja sér hljóðs ólíkir
einstaklingar og vísa lesandanum
veginn um eigin hugarheima. Hver
og einn segir frá óvenjulegu atviki
eða sérkennilegri reynslu sem hef-
ur haft mótandi áhrif á lífsviðhorf
einstaklinganna."
Haraldur Jónsson hlaut Snorr-
ann, menningarnætui’verðlaun
Reykjavíkurborgar, fyrir þessa
bók í sumar.
Útgefandi er
Bjartur. Bókin
er 80 bls.,
prentuð í prent-
smiðjunni Gu-
tenberg, Bókfell
annaðist bók-
band. Kápugerð
önnuðust Krist-
ín Omarsdóttir
og Snæbjörn
Arngrímsson. Verð 1.680 kr.
Haraldur
Jónsson
Hin dýpstu rök
Mozart við
kertaljós í
Hveragerði
KAMMERHÓPURINN Camer-
arctica heldur sína árlegu kerta-
ljósatónleika nú fyrir jólin og
verða fyrstu tónleikamir í Hvera-
gerðiskirkju sunnudaginn 13. des-
ember kl. 17.
Verkin sem hópurinn hefur val-
ið til flutnings eru Kvartett fyrir
flautu og strengi eftir Mozart og
Grande Sestetto Concertante en
einnig verður leikinn nýfundinn
Kvintett fyrir flautu og strengi
eftir Lulgi Boccherini. Að lokum
verður jólasálmurinn I dag er
glatt í döprum hjörtum eftir Moz-
art.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn, eldri borgarar og
nemendur fá helmingsafslátt og
ókeypis er fyrir böm.
Nýjar bækur
• ÍSMAEL er eftir norska rít-
höfundinn Roy Jacobsen í þýð-
ingu Sigurðar G. Tómassonar.
í kynningu
segir: „I þess-
ari sögu segir
af stríðsmönn-
um kalda
stríðsins, fólk-
inu sem enginn
veit hvað hét,
en barðist engu
að síður á
óþekktum víg-
völlum sem
aldrei verður getið um í sögubók-
um. Þetta er saga um njósnir,
njósnara og þá sem njósnað var
um.“
Höfundurinn, Roy Jacobsen, er
einn helsti núlifandi rithöfundur
Norðmanna. Þekktastur er hann í
heimalandi sínu fyrir skáldsög-
urnar Det nye vannet (1987) og
Seierherrene (1991). ísmael er
fyrsta skáldsaga hans sem kemur
út á íslensku.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 182 bls., prentuð íSví-
þjóð. Verð: 999 kr.
BÆKUR
I) ii I s p»; k i
GÖNGIN TIL EILÍFÐAR
Höfundur: Leon Rodes. Þýðandi: Jó-
hanna E. Sveinsdóttir. Formáli:
Gunnar Dal. Prentvinnsla: Prentmet.
Útgefandi: Islenska bókaútgáfan ehf.
1998. 157 síður.
ÞÝÐANDI tileinkar verk sitt
íoður sínum, hugsuðinum Sveini
Ólafssyni (1917-1996). Vissulega
við hæfi, því fám hefi eg kynnzt,
sem af slíkri brennandi þrá, og í
auðmjúkri lotning leita hjartslaga
skaparans. Svo hrifnæmur var
hann, að kynntist hann spekingum,
eða verkum þeirra, sem urðu hon-
um vængur að fótskör skaparans,
þá lét hann ekki laust né fast, fyrr
en hann hafði deilt gleði sinni með
öðrum. Því þýddi hann fræði
Emanuels Swedenborgs
(1688-1772), fræðin um það, hvern-
ig hnattahylurinn birtist honum.
Við lestur þeirrar speki hefir
margur fundið þá svalalind er sál
þeirra þráði. Svo var um Svein,
heitinn, en það er sannarlega ekki
allra að höndla kjama spekinnar
þó leiti. Það læddist að mér, við
lestur bókar, hve hollt það hefði
verið höfundi hennar, að kynnast
fræðara sem Sveini Ólafssyni. Slíkt
hefði gefið honum kjark til að
BÆKUR
Ljúð
ENNÞÁ, EITT ANDARTAK
eftir Ólaf Stefánsson. Prentsm. Ólafs
Karlssonar. 1998.
BÓK þessi er að ýmsu leyti
margræð og ekki auðvelt að átta
sig á henni í fljótu bragði. Skáldið
kýs sýnilega að fara eigin leiðir.
Þannig er skáletrað inngangsljóð
látið fara fyrir sjálfri titilsíðunni.
Þegar ég hugsa um þig heitir það
og hefst á þessum línum:
Þegar ég hugsa um rós
þáhugsaégum þig
því þegar blöð hennar opnast
litfógur og rjóð
sé ég nafn þitt í krónunni
sú króna er hjarta mitt.
I línum þessum, sem og í ljóð-
leggja á dýpri vöð en í þessari bók
er gert.
Kannski er eg að gera höfundi
rangt til. Hann hafi aldrei ætlað
sér annað en kveikja lesanda þrá,
til að klífa hæn-a í leit að víðari
sjónhring. Sannarlega gerir bókin
það, og ef til vill er það rétt, að það
laði fleiri til umhugsunar um hin
dýpstu rök að krefjast ekki mikill-
ar þekkingar í upphafi farar.
Hin brennandi spurn höfundar
er: Hví í ósköpunum ræðum við
ekki meir um „dauðann", þetta
eina sem hvert barn, er fæðist til
jarðar, á víst? Annað allt er atvik-
um háð. Ekki „dauðinn" hann bíð-
ur allra! Með spurn sinni vill höf-
undur leggja lóð á vogarskál
þroskans. Því leitar hann fanga í
frásögnum þeirra er staðið hafa við
himins hlið, lyft hendi til að knýja
á, en hætt við, - snúið til jarðar á
ný. Er hann raðar svörum þeirra,
er dauðanánd hafa reynt saman, þá
fær hann niðurstöðu, sem hjalar
við sál hans: Dauðinn er ekkert
sem þú þarft að óttast!
Sem klerkur, skammast eg mín
fyrir, að spurnin á fyllilega rétt á
sér, því kirkjan hefir, því miður,
oft sáð ótta í stað vissu í hug
þeirra er hjá henni hafa leitað
svara. Þetta er mín fullyrðing,
ekki höfundar bókar. Sú líka, að
við sem eigum ekki trú aðeins,
heldur vissu um líf handan grafar,
við höfum verið alltof hljóð. Því er
margur hræddur, og hér er eg
kominn að sviða höfundar sjálfs.
Hann er logandi hræddur við
„dauðann". Undarleg fullyrðing
hafir þú í huga orð mín, hér að
framan, um tilgang hans með bók
sinni. Ekki kastar það rýrð á bók,
heldur eykur gildi hennar, hún er
ekki orð aðeins, heldur spurn sál-
ar, er í angist hrópar. Þessa full-
yrðing byggi eg á, að höfundur
reynir að sætta í sál sér kreddur
bókstafsofstækis og flugspeki
Swedenborgs. Það er ekki hægt.
Það er heldur ekki hægt að fínna
vankunnáttu taktstig við orð
Swedenborgs. Það hefir sem sé
margt verið hugsað og gert utan
Bryn Athyn, og því margar full-
yrðingar höfundar óskiljanlegar.
Dæmi: Ekki er rétt að lyfta hul-
unni sem býður okkar eftir dauð-
ann. Hvað eftir annað hamrar höf-
undur á því. Gott og vel, hvert
sótti Swedenborg sína vizku? Full-
yrt er, að algjör þáttaskil, raun-
verulegt upphaf í rannsóknum á,
hvað okkar bíður við dauðann, hafi
orðið með útkomu verksins „Life
After Life“, eftir Raymond Moody
(t.d. bls. 79). Hvað um starf vís-
indamannanna á vegum Eliot D.
Pratt stofnunarinnar? Nú eða
rannsóknir innan The Arthur
Findlay College í Standsted Hall?
Gleymum heldur ekki Páli postula,
til dæmis tólfta kafla í öðru bréfi
hans til Korintumanna. Raymond
Moody mundi þetta allt, og margt
fleira, það les eg úr orðum á bls.
23. Þrátt fyrir að eg reki tær í
þessa hnökra gamals manns, þá tel
eg þetta merka bók, og einmitt
þess vegna, minnist eg á þá, ann-
ars hefðu þeir ekki skipt máli.
Þýðing Jóhönnu er unnin í lotn-
ing, því mjög vönduð, málið fallegt,
kliðmjúkt. Hún hefir auðsjáanlega
kropið niður við kærleikslind skap-
arans. Var það ekki bæn föðurins,
þá hann heyrði engil nýrrar fæð-
ingar nálgast, og benti á þessa bók:
Ber þú dóttir, hinum hræddu við
„dauðann", - LJÓS?
Fonnáli Gunnars Dal er sannar-
lega einnar messu virði, þó ekki
væri nema fyrir orðin á síðu 9 og
10, þá myndi eg lesa, þar til í minni
væri fest.
Kápumynd slík snilli, að ekki
fanga eg í orð.
Sig.Haukur
í vorsins nótt,
með líkama og hjörtu sem slógu
svo ótt.
En brátt tók daginn að birta, þá stjörnurnar
hurfu tvær,
inn í okkur fæddust aðrar, við tvö
nú geymum þær.
Fjögur rímorð mega sín ekki
mikils í þessu ljóði. Það ber flest-
öll einkenni óbundins skáldskap-
ar.
Margt er gott um ljóð Ólafs Stef-
ánssonar að segja. Það er þá helst
málfarið sem finna má að. Mál-
kenndin sýnist sem sé geta brugð-
istskáldinu.
I stuttum eftirmála kemur fram
að Ólafur hefur hlotið glæsilegar
viðurkenningar í Bandaríkjunum.
Ef til vill er tunga þarlendra hon-
um tamari en íslenskan.
Erlendur Jónsson
Vitund og verund
inu öllu, eru þrír grunn-
púntar: ég, þú og hugsa.
Eg hugsa, því er ég,
sagði heimspekingurinn.
Miðpúntur heimsins er
hin hugsandi vera, það
er að segja þessi ég. Út
frá sjálfinu reiknast síð-
an allar fjarlægðir og
allur tími. Ólafur, sem
skáld vitundar og ver-
undar, hefur næma til-
fínning fyrir því að hann
sé staddur í óravídd
rúms og tíma. Tilfinn-
ingin sú verður honum
þó engan veginn hvati til
að breiða sig út yfir allíf-
ið og eilífðina, nema
hvað hann sækir þangað grunn-
Ólafur
Stefánsson
hugmyndina að
eigin verund og svo
- eftir á að hyggja
- undirstöðuna í
líkingamálið. Sem
dæmi má nefna
ljóðin Ennþá, eitt
andartak, Aðsig,
Ferð, Gullið sem
himinninn geymir
og Blik. Hið síðast
talda er ef til vill
dæmigerðast:
Við stóðum undir blánandi
himni
og horfðum á tvær hikandi
stjörnur
eins og augu sem mættust
Roy
Jacobsen