Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 43 PltrgmmWirlíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRUMVARP RIKIS- STJÓRNARINNAR - ANDI LAGANNA Sjávarútvegurinn þarf á frelsi að halda. Þessi undirstöðuat- vinnugrein landsmanna hefur verið flækt í stöðugt flóknari r'eglur þess hafta- og ofstjórnunarkerfis, sem smátt og smátt hefur verið byggt upp í kringum útgerðina. Þótt merkilegt kunni að virðast þýðir frumvarp ríkisstjórnarinnar um breyt- ingu á lögum um stjórn fískveiða, að fyi-sta skrefið er stigið í átt til aukins frelsis í sjávarútvegi. Þetta er frelsið til þess að kaupa skip og fá fyrir það veiðileyfí, ef það uppfyllir aðrar almennar reglur. Þetta er skref í átt til markaðskerfis í sjávarútvegi. Því skrefi ber að fagna. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að fullt frelsi eigi að n'kja í framsali aflaheimilda. Til þess að mæta þeirri gífurlegu gagn- íýni, sem verið hefur um þjóðfélagið allt í mnörg ár vegna nú- verandi kerfís, hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs, að takmarka mjög framsal aflaheimilda. Þessi höft á frjáls viðskipti með afla- heimildir hafa að sjálfsögðu dregið úr möguleikum útgerðarinn- ar til hagræðingar í rekstri. I frumvarpi'ríkisstjórnarinnar er lítillega dregið úr takmörkunum á rétti til framsals en það er svo lítið að ekki er hægt að segja að í því felist skref í átt til mark- aðskerfis í sjávarútvegi að þessu leyti. En fullu frelsi að þessu leyti fylgir að sjálfsögðu að greiðsla verður að koma fyrir að- gang að auðlindinni til eiganda hennar, þjóðarinnar. Ríkisstjórn og þingflokkar stjórnarflokkanna hafa valið þann kost að túlka dóm Hæstaréttar mjög þröngt. Þess vegna felur frumvarp ríkisstjórnarinnar í sér mjög takmarkaðar breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða. Það er ástæðulaust að gera lítið úr þeim breytingum sem slíkum en þær taka ekki á hinum raun- verulega vanda, sem ríkisstjórn, Alþingi og þjóðin öll standa frammi fyrir. Frumvarp ríkisstjórnarinnar mætir ekki anda dómsins ef svo má að orði komast. Stundum er talað um anda laganna. Það fer ekkert á milli mála, þegar dómur Hæstaréttar er lesinn, hvað rétturinn er að segja. Einn þeirra lögfræðinga, sem hallast hafa að hinni þrengri túlkun, er Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður. í samtali við Morgunblaðið í dag um frumvarp ríkisstjórnarinnar segir lögmaðurinn m.a.: „Það mesta, sem menn geta sagt um dóminn að því er þennan síðari þátt varðar (þ.e. aflaheimildir - innskot Mbl.), er að mínu áliti það, að það kunni að vera í for- sendum dómsins einhver ráðagerð um það, að ef einhver slík álitaefni yrðu borin undir dóminn og um þau dæmt kynni dóm- ur að ganga á hliðstæðan hátt um það eins og um 5. greinar veiðileyfið.“ Og síðar í samtalinu segir Jón Steinar Gunnlaugsson: „...mér finnst fyllsta ástæða til að menn keyri hratt og örugglega í gegn frekari álitamál um þetta og fái um þau dæmt.“ Undir þessi orð lögmannsins má taka, þótt Morgunblaðið vilji ganga lengra og fullyrða, að í forsendum hæstaréttardómsins blasir við hver afstaða réttarins er til aflaheimildanna. Nú hafa sjávarútvegsráðuneytinu borizt hvorki meira né minna en rúm- lega 2.000 umsóknir um veiðileyfí og kvóta. Það er augljóst, að einhverjir úr þeirra hópi munu fara að ráðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar og leita álits Hæstaréttar telji þeir afgreiðslu sjávarútvegsráðuneytisins ekki fullnægjandi í ljósi dóms Hæsta- réttar. Frumvarp ríkisstjórnarinnar leysir ekki þann vanda, sem upp er kominn eftir dóm Hæstaréttar, af þeirri einföldu ástæðu, að það munu falla fleiri dómar og þá beint um aflaheimildirnar og Hæstiréttur hefur gefíð löggjafanum skýra vísbendingu um í hvaða átt þeir dómar muni falla. Þótt frumvarp ríkisstjórnarinn- ar dragi úr óvissu til skemmri tíma er alveg ljóst, að það dregur ekki úr óvissu í málefnum sjávarútvegsins, þegar til lengri tíma er litið, vegna þess, að nýir dómar Hæstaréttar vofa yfir. Þess vegna er ekkert vit í öðru en ganga hreint til verks og breyta því kerfi, sem við búum nú við varðandi úthlutun afla- heimilda. Það eitt getur tryggt sjávarútveginum það öryggi og þá festu, sem þarf að ríkja í málefnum atvinnugreinarinnar. Fyrir útgerðarmenn sjálfa er það bezt. Sú breyting sem þarf að gera er að tryggja íslenzku þjóðinni, ótvíræðum eiganda auðlindarinnar, eðlilega og sanngjarna hlut- deild í afrakstri hennar. Undan þessu verður ekki lengur vikizt og raunar er það eðlilegt næsta skref í framhaldi af því frum- varpi, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Það er mikilvægt, að við þá breytingu verði haft í huga, að sjávarútvegurinn búi við sem mest frelsi, að hinir miklu athafnamenn í sjávarútvegi fái að njóta sín í frjálsri atvinnugrein og verði ekki reyrðir í fjötra margvíslegra hafta og takmarkandi reglna. Við slíkar aðstæður verða þeir áreiðanlega fyrstir manna til þess að fallast á það sjónarmið, að eðlilegt sé að þeir greiði ákveðið verð fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. auðlindaleigu. Hingað til hafa íslenzkir at- hafnamenn ekki krafizt þess að fá eitthvað fyrir ekki neitt. Framkvæmdastjóri Útlendingaeftirlitsins segir fjölgun útlendinga stafa af miklum innflutningi vinnuafls í góðærinu UTLENDINGUM sem fengið hafa dvalarleyfi á íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu tveim- ur til þremur árum. Samkvæmt töl- um Útlendingaeftirlitsins voru veitt 2.733 dvalarleyfi á síðasta ári og frá 1. janúar til 1. desember á þessu ári hafa 2.586 útlendingar fengið dval- arleyfi hér á landi. Til samanburðar voru að jafnaði gefin út rúmlega 1.600 dvalarleyfi á ári á árunum 1992-1995. Farandverkafólk í miklum meirihluta Útlendingaeftirlitið, sem heyrir undir embætti Ríkislögreglustjóra, veitir þau leyfí sem útlendingar óska eftir til landgöngu og dvalar samkvæmt lögum um eftirlit með útlendingum en félagsmálaráðu- neytið og Vinnumálastofnun á veg- um þess veitir hins vegar atvinnu- leyfi til útlendinga. Vegabréfaeftir- litið er svo í höndum lögreglu. Jó- hann Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Útlendingaeftirlitsins, segir aðspurður um skýringar á þessari fjölgun útlendinga, að þróun þess- ara mála virðist fylgja ástandi efna- hagslífsins og þróun atvinnustigsins í landinu. Á samdráttarárunum 1992-1995 hafi t.d. dregið mjög úr komu útlendinga en í góðærinu fjölgi því fólki sem hingað kemur til vinnu. Jóhann segir að hluti þeirra út- lendinga sem tekið hafi sér bólfestu á Islandi á síðustu misserum komi hingað vegna ástands sem skapast hafi í heimaríkjum þess en í mörg- um tilfellum hafi þó verið um að ræða skipulegan flutning vinnuafls til landsins. Farandverkafólk sé í miklum meirihluta þess fólks sem hingað kemur til dvalar. Áhyggjuefni „Við erum í sömu stöðu í dag og Norður-Evrópulöndin voru í þegar þau fluttu inn farandverkafólk á ár- unum fram yfir 1970. Nú erum við að flytja inn mikið vinnuafl til landsins en einnig er um að ræða fjölda fólk sem ekki telst til farand- verkafólks en stefnir á varanlega búsetu hér á landi. Margir hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem getur komið upp þegar efnahagslífið fer niður á við næst og atvinnuleysi færist aftur í aukana. Þá er hætta á að hér komi fram sama neikvæðni gagnvart útlendingum sem við sjá- um í öðrum löndum Norður- Evr- ópu. Við verðum varir við að þetta er áhyggjuefni margra útlendinga sem hér búa. Ég ætla að vona að svo verði ekki en þetta hlýtur að vera mörgum áhyggjuefni. Það er full ástæða fyrir fólk að velta þessu fyrir sér,“ segir Jóhann. Um 1.500 Pólverjar fengu dvalarleyfl 1997 og 1998 Ef litið er nánar á tölur yfir út- gefin leyfi Útlendingaeftirlitsins og þjóðerni þeirra útlendinga sem hingað koma kemur í ljós að Pól- verjar eru langfjölmennastir í þesssum hópi. Alls fengu 712 Pól- verjar dvalarleyfi hér á landi á fyrstu ellefu mánuðum __________ ársins. Pólverjar voru einnig fjölmennasti hóp- urinn í fyrra eða 717 talsins. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 1998 komu 202 frá ríkjum ““““““ fyrrverandi Júgóslavíu og voru þeir næstfjölmennasti hópurinn, 189 komu frá ríkjum sem áður heyrðu undir Sovétríkin. 176 Taílendingar hafa fengið hér dvalarleyfi það sem af er árinu, 164 Filippseyingar og 163 Bandaríkjamenn. Rúmur helmingur þeirra sem fengu dvalarleyfi á fyrstu ellefu mánuðum ársins fengu tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi. 563 fengu dvalarleyfi án þess að um atvinnu- þátttöku væri að ræða. Sérstaka at- hygli vekur hversu lítill sá hópur er sem kemur af Evrópska efnahags- svæðinu í atvinnuleit til íslands en alls voru gefin út 296 dvalarleyfi til atvinnuþátttöku til íbúa frá löndum INNFLYTJENDUR OG DVALARLEYFI Útgefin leyfi 1997-98 1997 þar af ný 1.1 -1.12. 1998 þar af ný Tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi 1.408 751 1.411 754 Dvalarleyfi (án atvinnuþátttöku) 850 608 563 349 EES dvalarl. (sem byggir á atvinnuþátt.) 191 155 296 250 Óbundið atvinnu- og dvalarleyfi 117 12 155 11 EES dvalarleyfi (án atvinnuþátttöku) 101 85 108 92 Atvinnu- og dvalarl. námsmanna 50 27 47 23 Leyfi til vistráðningar 9 9 5 5 Atvinnurekstrarleyfi 7 4 1 - SAMTALS 2.733 1.651 2.586 1.484 Pólverjar Leyfi 1998 Frá fyrrum f. Júgóslavíu Frá ríkjum f. Sovétríkjanna Taílendingar — Filippseyingar Bandaríkjamenn borgarar frá öðrum ríkjum hafa fengið leyfi til dvalar í ár 3.000—;------------------ Utgefin dvalarleyfi 1991-98 2.500 2.000 1.500 1.000 500 I 0 UJ '91 Þau sem leituðu hælis á Islandi 1995-98 1995 j 5 fengu dvalarleyfi 1996 O 1 fékk leyfi, 3 var synjað 19971 | | 5 fengu leyfi, einum synjað 1998" '92 '93 '94 '95 ’96 ’97 ’98 Ætlað n'kisfang þeirra 24 sem hafa leitað hælis á ár 8 Kosovo Albanir, 3 Albanir, 3 úkraínumenn og 1 frá hverju eftirtalinna landa, Júgóslavíu, Makedóníu, Rússlandi, Túnis, Alsír, Líbýu, Kamerún, Víetnam og Hvíta-Rússlandi. -12 fengu leyfi, 6 endursendir, 2 hurfu á brott, 1 bíður afgreiðslu og 3 hafa áfrýað synjun. • Tæp 2.600 dvalar leyfí hafa verið gefin út á árinu s Utlendingum, sem fengið hafa dvalarleyfi -----*-------------------—---—--------------- á Islandi, hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Alls voru veitt 2.733 dvalar- leyfí á síðasta ári og frá áramótum til 1. des- ember í ár hafa 2.586 útlendingar fengið dvalarleyfí hér á landi. Fjöldi útlendinga, sem óska eftir hæli sem pólitískir flótta- menn, hefur margfaldast. A fyrstu 11 mán- uðum ársins hafa 24 sótt um hæli á hér á landi. Omar Friðriksson kynnti sér þessi mál og talaði við Jóhann Jóhannsson, fram- --------------------7-————------------------- kvæmdastjóri, Utlendingaeftirlitsins. í sömu stöðu og lönd N-Evr- ópu voru í um 1970 innan EES-svæðisins frá áramótum og til 1. desember í ár. „Við gerðumst aðilar að samn- ingnum um Evrópskt efnahagssvæði um áramótin 1993/94 en svæðið er sameiginlegur vinnumarkaður aðild- arlandanna. Það hefur þá þýðingu að hægt er að leita að vinnuafli hvar sem er á EES-svæðinu og íslendingar geta feng- ið vinnu í aðildarlöndun- ““““ um. Hins vegar er stað- reyndin sú að hingað kemur ekki margt fólk frá EES-svæðinu. Ein- hverra hluta vegna hefur íslensku atvinnulífi ekki gengið eins vel að leita sér að vinnuafli á Evrópska efnahagssvæðinu og vonir stóðu til. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að við erum að flytja út tölu- vert af vel menntuðum Islendingum á EES-svæðið en fáum fáa til okkar af þessu svæði,“ segir Jóhann. Straumurinn mun viðhaldast Að sögn Jóhanns er áberandi að útlendingar koma í auknum mæli frá ákveðnum svæðum heimsins. Fjölmennustu hóparnir komi frá Póllandi, tveimur Asíulöndum, nokkur hundruð manns hafi flutt til Islands af Balkanskaga og fjöldi manns frá ríkjum fyrrverandi Sov- étríkja. Hann segir að þrátt fyrir að flestir sæki um dvalarleyfi til skamms tíma sé ljóst að ástandið á heimaslóðum þessa fólks sé slíkt að það hafi sennilega lítinn áhuga á að snúa aftur til síns heima. Þetta fólk muni því væntanlega verða hluti af íslensku samfélagi í framtíðinni. „Það þýðir líka að straumurinn hingað frá þessum svæðum mun viðhaldast, vegna þess að það er alltaf viss tilhneiging til þess að ættingjar og vinir viðkomandi komi í kjölfarið. Ég er ekki að tala um þetta í neikvæðri merkingu, heldur er þarna um staðreyndir að ræða sem nauðsynlegt er að menn velti fyrir sér,“ segir hann. Að sögn Jóhanns eru flestir Pól- verjar sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi farandverkafólk, og hafa flestir þeirra fengið vinnu í fisk- vinnslu. „Þessi innflutningur farand- verkafólks frá Póllandi hefur gengið einstaklega vel og vandræðalaust fyrir sig og ætla ég að vona að svo verði áfram,“ segir hann. Átta Kosovo-AIbanar báðu um hæli Samkvæmt tölum Útlendingaeft- irlitsins hefur fjöldi útlendinga sem sækja um hæli á Islandi sem póli- tískir flóttamenn margfaldast á þessu ári miðað við undangengin ár. Alls hafa 24 útlendingar sótt hér um hæli á þessu ári samanborið við sex einstaklinga á síðasta ári og fjóra á árinu 1996. Á undangengnum árum hafa að meðaltali borist 1-2 umsókn- ir um hæli hér á landi á ári. „Hluti af skýringunni á þessari fjölgun er að stjórnvöld í nágranna- löndunum hafa verið að herða bæði sína löggjöf og framkvæmd hennar gagnvart hælisleitendum. Þegar það blasir svo við þessu fólki að það á að senda það heim reynir það fyr- ir sér annars staðar, meðal annars hér á íslandi," segir Jóhann. Ekki liggja fyrir ótvíræðar upp- lýsingar um ríkisfang allra þeirra sem leitað hafa hælis á íslandi á þessu ári. Ætlað er að á fyrstu ellefu mánuðum ársins hafi átta Kososvo- Albanar leitað sér hælis hér á landi, þrír Albanar hafa leitað hér hælis og þrír Úkraínumenn. Útlendingaeftir- litið hefur veitt helmingi þessa hóps eða tólf út- lendingum sem leitað hafa hælis dvalarleyfi hér á landi. Sex voru endur- sendir til Evrópulanda, þremur var synjað um landvist og hafa þeir áfrýjað þeim úrskurði til dómsmálaráðherra en niðurstaða liggur ekki fyrir. Tveir hurfu af landi brott áður en mál þeirra kom til afgreiðslu og einn bíð- ur nú afgreiðslu Útlendingaeftirlits- ins. Yfirleitt er aðeins lítill hluti þeirra útlendinga sem biðja um hæli hér á landi pólitískir flóttamenn í skilningi Genfarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna um flóttamenn. Að sögn Jó- hanns uppfyllir enginn þeirra 24 út- lendinga sem beðið hafa um hæli á þessu ári skilyrði Genfarsáttmálans um hælisvist og fær enginn þeirra því hæli hér sem flóttamaður. ,-,l|'lóttamaður í okkar skilningi er út- 24 hafa leitað hælis sem flóttamenn á armu lendingur sem leitar hér hælis eða er veitt hér hæli og uppfyllir þær kröf- ur sem Genfarsáttmálinn um flótta- menn frá 1951 gerir. Flestir þeirra sem hingað koma og leita hælis upp- fylla ekki skilyrði Genfarsáttmál- ans,“ segir hann. Að sögn Jóhanns eru í hópi þeirra útlendinga sem beðið hafa um hæli á íslandi nokkrir einstaklingar sem ástæða þótti til að veita dvalarleyfi þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði um hælisvist. Þannig hafi tólf manns strax verið veitt dvalar- leyfi. „Persónulegar kringumstæður þessa fólks voru metnar þannig að ástæða væri til að láta mannúðar- sjónarmið ráða og veita þeim heim- ild til dvalar hér á landi," segir hann. Jóhann telur þá fjölgun útlend- inga sem leita sér hælis hér á landi uggvænlega þróun. „Það sem mað- ur hefur mestar áhyggjur af er að flestir koma til íslands að undan- genginni dvöl í öðrum Evrópulönd- um og hafa jafnvel fengið synjun um landvist þar eða eiga von á að fá synjun. Það vekur þá spumingu hvort við séum að fá til okkar það fólk sem ekki hefur verið talið hæft til að fá hæli eða dvalarleyfi í ná- grannalöndunum. Flestir þeirra sem hingað koma með þessum hætti koma á fölsuðum vegabréfum. Komist þeir í gegnum vegabréfa- skoðun hverfa þeir í einhverja daga, koma síðan til okkar að nokkrum dögum liðnum og hafa þá fargað öll- um sínum pappírum og öllu sem tengir þá við ákveðin lönd eða ríkis- fang, svo útilokað sé fyrir okkur að senda þá til baka. Við stöndum því frammi fyrir því að sitja uppi með einstaklinga, sem talið er að upp- fylli ekki skilyrði til að veita hæli eða fá dvalarleyfi," segir hann. Hafa ber samflot með nágrannalöndunum Jóhann leggur áherslu á að ís- lendingar verði að horfa til þess sem gert er í þessum málum í nágranna- löndunum. „Ein af ástæðum þess að við verðum að hafa samflot með þessum löndum er sú að við erum hluti af Norræna vegabréfasvæðinu og Evrópska efnahagssvæðinu og erum nú að ræða um að tengjast Schengen-svæðinu, sem felur í sér nánast fullt frelsi innan svæðisins. Þetta gerir að verkum að við eigum ekki að vera með harðari hælispóli- tík en þessi lönd fylgja í þessum efn- um, en við megum heldur ekki vera með miklu örlátari stefnu, sem leiðir til þess að hingað gætu leitað hópar sem taldir eru óæskilegir annars staðar og hefur verið vísað frá öðr- um löndum. Við eigum hreinlega að laga okkar stefnu að því sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Ef við framfylgjum stefnu sem er ekki í góðu samræmi við það sem þessi ríki era að gera eram við að kalla yfir okkur vandamál," segir hann. Að sögn Jóhanns stendur nú yfir smíði nýrrar löggjafar í dómsmála- ráðuneytinu um málefni útlendinga og kveðst hann binda vonir við að væntanleg lög muni marka stórt framfaraspor í þessum málum. Nú- gildandi lög um eftirlit með útlend- ________ ingum era að stofni til frá árinu 1965. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi til kynningar á yfirstandandi þingi. Jóhann segir að “““” framvarpið sé að stóram hluta sniðið eftir norskri löggjöf. Um sé að ræða mun fyllri löggjöf en gilt hefur sem innihaldi nákvæmari vinnufyrirmæli sem Útlendingaeftir- litið starfi eftir. „í mínum huga er mest um vert að þessi löggjöf verði í takt við það sem er að gerast á þeim samningssvæðum sem við tilheyram og eram að tengjast, það er að segja á Norðurlandasvæðinu, EES-svæð- inu og Schengen. Aðspurður segir Jóhann að frum- varpið feli ekki í sér að settar verði upp meiri hindranir fyrir komu og dvöl útlendinga á Islandi en verið hefur. Hann segir framvarpið fela í sér miklar réttarbætur fyrir útlend- inga búsetta á íslandi. George Mitchell, bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn fyrr- verandi, sem stýrði friðarviðræðum á N-írlandi Ekkert sem réttlætir frekari ofbeldisverk Reuters GEORGE Mitchell hitti David Trimble að máli þegar hann heimsótti Belfast í síðustu viku. George Mitchell, Banda- ríkjamaðurinn sem stýrði friðarviðræðunum á Norður-Irlandi, segir í samtali við Davíð Loga Sigurðsson að John Hume og David Trimble verðskuldi öðrum frem- ur Nóbelsverðlaunin sem þeir fengu afhent í gær. GEORGE Mitchell, fyrrver- andi öldungadeildarþing- maður frá Bandaríkjunum, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann teldi John Hume, leiðtoga flokks hófsamra kaþólikka (SDLP) og David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðherra á Norð- ur-írlandi, afar vel að friðarverðlaun- um Nóbels komna, en þeir Hume og Trimble fengu verðlaun sín afhent við hátíðlega athöfn í Ósló í gær. Talið er að ekki hafi munað miklu að Nóbelsnefndin norska tilnefndi Mitchell sjálfan fyrir hans hlut, en Mitchell stýrði friðarviðræðunum sem lauk með samþykkt Belfast-sam- komulagsins í aprfl síðastliðnum. Hafa mai-gir ausið lofi á hans þátt í því að samkomulag náðist. „Ég tel Nóbelsnefndina hafa valið rétt í þetta skipti. Án Johns Humes hefði aldrei orðið neitt friðarferli á Norður-írlandi og án Davids Trimbles hefði aldrei náðst friðarsam- komulag.“ Hart deilt um næstu skref Það varpar nokkrum skugga á verðlaunaafhendinguna í gær að mikil spenna hefur nú hlaupið í deilur sam- bandssinna og þjóðemissinna um stofnun heimastjórnar á N-írlandi, hversu margar samráðsnefndir ír- lands og N-Irlands eiga að verða og um afvopnun öfgahópa. Þessi atriði áttu, samkvæmt Belfast-samkomulag- inu, að liggja fyrir nú í haust en töf hefur orðið á að menn næðu saman um þessi mál. Virtist sem samkomu- lag um tvö fyrstnefndu atriðin lægi fyrir í síðustu viku, eftir að Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, hafði lagt sín lóð á vogarskálarnar, en ann- að kom á daginn. Sakaði Seamus Mallon, varaleiðtogi SDLP, fulltrúa UUP um að hafa „kastað aftur í andlitið" á þjóðern- issinnum samkomulagi sem hann seg- ir að hafi legið fyrir en bætti við að flokkur sinn væri reiðubúinn til frek- ari viðræðna. Lét Martin McGu- inness, aðalsamningamaður Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldis- hersins (IRA), hafa svipuð ummæli eftir sér en bæði McGuinness og Mallon áttu fund með Tony Blair í London á miðvikudag. Sagði Mallon augljóst að friðarferl- ið væri í hættu, heilum sex mánuðum eftir samþykkt Belfast-samkomulags- ins hefði ekki enn tekist að semja um ofangreind málefni. Var vitað fyrirfram að erfiðleikar myndu koma upp Aðspurður um þessa erfiðleika segir Mitchell að vissulega blasi erfið vandamál við þeim Hume og Trimble er þeii' snúa heim til N-írlands. „Það eru vandkvæði núna, sannarlega, og það munu koma upp frekari vand- ræði er fram líða stundir. Það er ekki hægt að binda enda á átök sem staðið hafa jafnlengi og þessi með einu pennastriki. Við vissum vel þegar við náðum þessu samkomulagi í apríl að við mættum vænta deilna og erfið- leika, en ég held að yfirstíga megi þær hindranir með styrkri og gagn- virkri leiðsögn þeirra sem að þessum málum standa.“ Hefur það verið einn helsti ásteyt- ingarsteinninn að sambandssinnar neita að setja á fót heimastjórn með aðild Sinn Féin fyrr en IRA hefur, í það minnsta, hafið afvopnun. Nokk- uð hefur einnig verið gert úr þeirri kröfu Davids Trimbles til höfuð- paura IRA að þeir lýsi því yfir að „stríði þeirra sé lokið“. Aðspurður hvort hann tryði því að stríðinu væri í raun að ljúka sagðist Mitchell ein- faldlega vona að því sé nú þegar lok- ið. „Og ég vona að spréngjutilræðið í Omagh [í ágúst þar sem 29 manns létu lífið] hafi verið hið síðasta sinn- ar tegundar því það er alveg ljóst að ofbeldi mun ekki leysa vandamálin á Norður-írlandi. Ofbeldi mun ein- ungis gera vandamál N-írlands verri.“ Segist Mitchell ekki geta lagt mat á hversu líklegt sé að IRA bregðist við ákalli Trimbles í ræðunni í Osló í gær um að hefja þegar afvopnun. „Og ég er ekki viss um hversu mikinn greiða ég væri að gera mönnum með því að vekja efasemdir um orð þeirra eða segja fólki hvað það eigi eða eigi ekki að gera. Ég trúi því hins vegar að afvopnun öfgahópa sé algerlega nauðsynleg ætli menn að ná varan- legum friði og að hún verði að eiga sér stað. Hvenær það gerist er kannski grundvallaratriði í þeim við- ræðum sem nú fara fram.“ Jólin erfiður tími Mitchell heimsótti Belfast í síðustu viku í einkaerindum en átti þó við- ræður við helstu stjórnmálaleiðtoga í héraðinu. Hann segir að hann hafi fengið staðfest að erfið vandamál hefðu skotið upp kollinum en einnig að leiðtogar stjómmálaaflanna væru að gera sitt besta til að leysa þau. „Og ég er sannfærður um að þeim takist það.“ David Trimble tók í sama streng í gær þegar hann sagðist sannfærður um að höggvið yrði á hnút- inn. Margir hafa hins veg- ar lýst áhyggjum af fram- haldinu, takist ekki að leysa deiluna fyrir jól. Lét Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, t.d. hafa eftir sér ummæli í þessa veru í gær. Bertie Ahem, forsætisráðherra ír- lands, hefur jafnvel gengið lengra, en hann sagði í síðustu viku að illt væri í efni lægi ekki fyrir samkomulag næstkomandi mánudag. Eru menn augsýnilega meðvitaðir um að jólatíðin hefur undanfarin ár verið friðarferlinu á N-írlandi erfið. Fyrir þremur árum dundu yfir minniháttar ofbeldisverk sem lauk með því að IRA rauf vopnahlé sitt í febrúar 1996. Um síðustu jól myrtu liðsmenn INLA, klofningshóps úr IRA, síðan Billy Wright, alræmdan höfuðpaur öfgasinnaðra sambands- sinna, og fylgdi á þriðja tug morða í kjölfarið. Virtist sem friðarferlið allt væri í rúst. Mitchell ítrekar hins vegar sín fyrri orð um að ekkert réttlæti það að menn tækju aftur upp ofbeldisverk. „Auðvitað þarf að leysa þessi vanda- mál og því fyrr því betra. En ég for- dæmi hikstalaust taki menn aftur upp fyrri iðju. Ég tel nefnilega ekki að slíkt sé nauðsynlegt, gagnlegt eða nokkmm tii góðs.“ Friðarverðlaunin táknræn um þann árangur sem náðst hefur Fyrr í þessari viku vora leiðtogum stjórnmálaaflanna á N-írlandi afhent John F. Kennedy-friðarverðlaunin í Bandaríkjunum, en þau eru gefin í minningu Bandaríkjaforsetans fyrr- verandi. Var Mitchell sjálfur þar meðal verðlaunahafa, en einnig þeir Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, og David Ervine, leiðtogi stjómmála- arms UVF, helsta öfgahóps sam- bandssinna. Kvaðst Mitchell telja verðlaunin í Washington og ekki síður Nóbels- verðlaunaafhendinguna í gær að mörgu leyti táknræn fyrir þær breytingar sem átt hefðu sér stað á N-Irlandi. Líklega hefði verið óhugs- andi fyrir nokkrnm árum að þeir Ad- ams og Ervine tækju við verðlaunum saman, enda standa þeir fyrir þau öfl sem barist hafa blóðugri baráttu hvort við annað undanfarin þrjátíu ár. Á sama hátt væri táknrænt að þeir Hume og Trimble, leiðtogar stærstu flokka kaþólikka og mót- mælenda, deildu Nóbelsverðlaunun- um. „Ég vona það allavega. Ég vona að þessi verðlaun hvetji forystumenn stjórnmálaaflanna á N-írlandi til að taka forystu í því að hrinda ákvæð- um samningsins í framkvæmd og styrki þá í baráttunni við pólitíska andstæðinga sína þegar þeir snúa aftur heim frá Osló.“ Afar viðburðaríkt ár Mitchell tók undir þau orð að þetta hefði verið viðburðaríkt ár á N-ír- landi. Það hófst að vísu ekki vel, með morðöldunni sem fylgdi í kjölfar morðs- ins á Billy Wright, en síðan kom sam- komulagið í apríl. Það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí og síðan var kosið á nýtt þing í júní. Mikil bakslag fylgdi hins vegar í júní þegar þrír kaþólskir bræður voru brenndir inni af öfgahópi sambandssinna í kjöl- far árlegra átaka við Drumcree í Portadown. I ágúst kom síðan Omagh-tilræðið, mannskæðasta ódæðisverk í sögu átakanna. „Þetta hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt ár á Norður-Irlandi,“ segir Mitchell. „En þetta er frábær staður og íbúar Norður-írlands eru dásamlegt fólk sem á betra skilið en þau átök sem á því hafa dunið undan- farin þrjátíu ár.“ Verðlaunin táknræn fyrir breytingar á N-írlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.