Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Frelsi sumra
og stundum
/
Osamkvœmni einkennir málflutning
stjórnarþingmanna í umrœðum um kvóta-
mál, gagnagrunn og kennitölusöfnun
FURÐULEG ósam-
kvæmni einkennir
um þessar mundir
málflutning stuðn-
ingsmanna ríkis-
stjórnar Davíðs Oddssonar.
Þingmenn stjórnarflokkanna
virðast fylgja foringjum sínum
í blindni við vörslu hagsmuna
án þess að huga að röklegu
samhengi afstöðu sinnar.
Frumstæð foringjahollusta er
að sönnu ekki nýjung í íslensk-
um stjórnmálum en afleiðingar
hennar geta reynst skaðlegar
þegar um stórmál er að ræða.
Að undanförnu hefur al-
menningur getað fylgst með
undarlegum skoðanaskiptum
ráðamanna á Alþingi og raunar
víðar í þjóðfélaginu. Til um-
fjöllunar hafa verið réttnefnd
stórmál; frumvarp um miðlæg-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
an gagna-
grunn á heil-
brigðissviði,
kennitölusöfn-
un banka og
verðbréfafyrirtækja og dreifð
eignaraðild á bönkum og það
kerfi, sem stuðst hefur verið
við er aflaheimildum hefur ver-
ið úthlutað.
Umræðan um kennitölusöfn-
unina varpar forvitnilegu ljósi
á afstöðu stuðningsmanna rík-
isstjórnarinnar og er til marks
um að samkvæmni í málflutn-
ingi er ekki efst í huga þeirra.
Því er stundum haldið fram að
samkvæmniskrafan sé í raun
sú eina sem unnt sé að gera á
vettvangi siðfræði því önnur
viðmið verði ávallt afstæð. Svo
virðist sem fjölmörgum stjórn-
málamönnum sé af einhverjum
ástæðum öldungis ókunnugt
um þetta.
I umræðum á Alþingi á
þriðjudag gagnrýndi stjórnar-
andstaðan harðlega kennitölu-
söfnun banka og verðbréfafyr-
irtækja. Þessi þróun virðist
enda vera í mótsögn við þá
dreifðu eignaraðild á bönkum,
sem forseti ríkisstjórnarinnar
hefur boðað og í andstöðu við
yfirlýsingar, sem núverandi
ráðsmaður viðskipta lét falla er
hann var í stjórnarandstöðu.
Trúlega er kennitölusöfnun
þessi bæði eðlileg og sjálfsögð í
þjóðfélagi þar sem viðskipta-
frelsi ríkir. Þessu héldu enda
stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar fram á þingi. Geir H. Ha-
arde, ráðsmaður ríkisfjármála,
fór hörðum orðum um fram-
göngu stjórnarandstöðunnar
og sagði m.a. um afstöðu þessa
hluta þingheims: „Þessi mál-
flutningur er til marks um al-
gjört skilningsleysi á frjálsum
viðskiptum og fyrirlitningu á
frjálsum viðskiptum."
Vísast hefur ráðsmaðurinn
hér lög að mæla og ekki væri
ástæða til að vekja sérstaka at-
hygli á yfirlýsingu þessari ef
þessi sami ágæti stjórnmáia-
maður og flokksbræður hans á
þingi væru ekki önnum kafnir
við að þvinga fram samþykki
við frumvarp, sem felur í sér að
tilteknum aðila verður veitt
einkaleyfí varðandi rekstur svo-
nefnds miðlægs gagnagrunns á
heilbrigðissviði. Sú spuming
hlýtur að vakna hvort einka-
leyfískrafan feli í sér djúpan
„skilning á frjálsum viðskipt-
um“ og virðingu fyrir eðli
þeirra. Einhverjir gætu freist-
ast til að álykta sem svo að
einkaleyfísákvæðið sé í mót-
sögn við helstu kennisetningar
Sjálfstæðisflokksins, sem
kveðst, ef rétt er munað, berj-
ast fyrir einstaklingsfrelsi og
frjálsum viðskiptum. Og ef til
vill læðist sá grunur að ein-
hverjum að einkaleyfí á sviði
reksturs og viðskipta séu í eðli
sínu tímaskekkja, bergmál hins
liðna.
Málflutningur stjómarþing-
manna er að sönnu undarlegur.
Ekki verður annað séð en að
hann einkennist af ósamkvæmni
og tortryggni hlýtur því að
vekja að svo rík áhersla sé lögð
á að fá fmmvarp þetta sam-
þykkt þvert á stefnu Sjálfstæð-
isflokksins og vilja umtalsverðs
hluta vísindasamfélagsins.
Yfírlýsingar Geirs H. Haar-
de og skoðanabræðra hans era
einnig athyglisverðar í ljósi
þeirrar varðstöðu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur tekið
sér um kvótakerfið og úthlutun
aflaheimilda. Þrátt fyrir
stjórnarskrárákvæði þess efnis
að fiskimiðin skuli teljast sam-
eign þjóðarinnar hefur afla-
heimildum verið úthlutað til
tiltekinna manna. Þeir hafa
síðan getað selt þessar heim-
ildir, leigt þær og þær hafa
m.a.s. talist eign er falli undir
erfðarétt.
Og ekki verður annað séð en
þetta kerfí verði varið af hörku
þrátt fyrir Hæstaréttardóminn
sögulega enda miklir hagsmun-
ir í húfi og í sumum tilfellum
nærtækir mjög.
Því er eðlilegt að spui-t sé
hvort þessi afstaða ráðamanna
Sjálfstæðisflokksins sé til
marks um djúpan skilning
þeirra á eðli frjálsra viðskipta
og virðingu fyrir eðli þeirra.
Alltjent virðist það umdeilan-
legur skilningur á viðskiptum
að þau feli í sér að menn geti
selt, leigt og erft það sem aðrir
eiga, samkvæmt skilgreiningu.
Glöggur maður skilgreindi
eitt sinn verslun á eftirfarandi
veg: A stelur vöram frá B sem
C á en til að bæta sér upp tapið
stelur C peningum úr vösum D
sem E á. Við hvaða skilgrein-
ingu styðjast hinir foringjahollu
þingmenn stjómai-flokkanna á
Aiþingi er þeir lofa viðskipta-
frelsið og kveðast búa yfír skiln-
ingi á inntaki og eðli þess?
Nú þegar ráðsmaður fjár-
mála hefur upplýst að hann
bæði skilji og virði eðli frjálsra
viðskipta hlýtur að fara um
bindindishreyfínguna því varla
er yfírlýsing þessi vísbending
um annað en hann hyggist beita
sér fyrir því að þetta sama við-
skiptafrelsi verði innleitt á sviði
áfengissölu á Islandi.
Stjórnmálamenn kvarta á
stundum undan því að þeim og
störfum þeirra sé ekki sýnd til-
hlýðileg virðing. Ein ástæða
þessa er sú að þeir hinir sömu
falla oftlega í þá gryfju að sýna
ekki dómgreind almennings
nægilega virðingu. Frelsið er
eitt og ódeilanlegt. Það lýsir
ekki heilindum og samkvæmni
að boða að frelsi skuli ríkja
þegar það er einungis ætlað
sumum og stundum.
KJARTAN
MAGNÚSSON
+ Kjartan Magn-
ússon fæddist í
Ólafsvík 15.
1917. Hann lést í
Landakotsspítala 3.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Magnús Sig-
urðsson, f. 12. janú-
ar 1885, d. 28. febr-
úar 1928, sjómaður
á Hellissandi og síð-
ar í Reykjavík, og
k.h., Guðrún Jó-
hannesdóttir, f. 16.
febrúar 1890, d. 6.
desember 1968,
húsmóðir. Systkini Kjartans eru
Jóhannes, f. 19.7. 1910, fyrrv.
kaupmaður í Reykjavík; Leó, dó
í frumbernsku; Hrefna Lea, f.
4.7. 1915, d. 31.5. 1988, húsmóð-
ir í Reykjavík; Rósbjörg H.
Beck, f. 22.7. 1919, d. 6.12.
1981; Magnús Gunnar, f. 3.10.
1923, d. 2.12. 1991, húsasmiður
í Reykjavík; Bjarni, f. 5.7. 1926,
fyrrv. yfirvélstjóri hjá Land-
helgisgæslunni, búsettur í
Reykjavík.
Hinn 16. október 1943 kvænt-
ist Kjartan eftirlifandi eigin-
konu sinni, Guðrúnu H. Vil-
hjálmsdóttur, f. 3.11.
1922, húsmóður og
kennara. Hún er dótt-
ir Vilhjálms Arnason-
ar, f. 16.10. 1873, d.
7.1 1956, húsasmíða-
meistara í Reykjavík,
og s.k.h., Þóreyjar
Jónsdóttur, f. 26.6.
d. 10.2. 1961,
húsmóður. Börn
Kjartans og Guðrún-
ar eru öll búsett í
Reykjavík. Þau eru
Vilhjálmur Þór, f.
28.12. 1943, verk-
fræðingur og há-
skólakennari, kvæntur Guðrúnu
Hannesdóttur, forstöðumanni St-
arfsþjálfunar fatlaðra; Magnús
Rúnar, f. 7.6. 1946, leigubílstjóri í
Reykjavík en kona hans er Jó-
hanna Björk Jónsdóttir, þroska-
þjálfi; Anna, f. 4.11. 1949, starfs-
maður við Landsbankann, gift
Sigurði O. Péturssyni, banka-
starfsmanni; Kjartan Gunnar
Kjartansson, f. 27.6. 1952, blaða-
maður við DV, kvæntur Mörtu
Guðjónsdóttur kennara; Ingi-
björg Ósk, f. 17.2. 1957, Ieik-
skólakennari, gift Garðari Mýr-
dal, eðlisfræðingi við Landspítal-
Fyi’ir þrjátíu árum kom ég inn í
fjölskyldu Kjartans og Guðrúnar, er
ég giftist elsta syni þeirra. Það er
minnisstætt hversu alúðlega mér
var tekið, góðvild og gestrisni ríkti á
stóra heimili þeirra hjóna. Mér varð
strax ljóst hversu mikill fjölskyldu-
maður Kjartan var. Þótt vinnan við
verslunarrekstur stæði oft langt
fram á kvöld var fjölskyldan alltaf í
fyrirrúmi. Ekki þurfti barnastól við
matarborðið þar sem Kjartan sat,
því á handlegg hans sátu yngstu
bömin hvert af öðru sem í hásæti.
Sumarbústaður hefur alltaf verið
snar þáttur í fjölskyldulífinu og
sameiningartákn. Fyrst var hann í
Kringlumýri, svo lengst af í Selásn-
um við Rauðavatn, en síðustu fjögur
árin í Grímsnesi. Er loks von til að
þensla Reykjavíkur láti okkur í friði
um sinn. Börn, tengdabörn og
barnabörn hafa átt óteljandi stundir
með Kjartani og Guðrúnu í þessum
bústöðum, bæði við leik og störf, en
Kjartan var mjög liðtækur smiður
og áhugasamur ræktandi.
Ungur missti Kjartan föður sinn,
hann fórst með togaranum Jóni for-
seta við Stafnes. Ommubróðir minn
var einn þeirra sem komust af. Oft
heyrði ég hann lýsa hetjunni í reið-
anum sem lengst þraukaði, rammur
að afli hélt Magnús sér til hinstu
stundar er skipið brotnaði og siglan
hvarf í hafíð. En þær voru ekki síðri
hetjurnar í landi, unga ekkjan og
bömin sex. Kjartan var næstelstur
bræðranna, aðeins tíu ára að aldri.
Hann varð því snemma að axla
ábyrgð á sér og sínum nánustu.
Stolt og æðruleysi einkenndu
tengdaföður minn alla tíð. Hann var
myndarlegur maður, beinn í baki,
svipfallegur, léttur í lund og lipur á
fæti, söngmaður og dansherra góð-
ur. Höfðinglegur og sannkallaður
herramaður fram í fíngurgóma, er
naut þess að gera vel við gesti og
viðskiptavini.
Þá hartnær fjóra áratugi sem
Kjartan var kaupmaðurinn á horn-
inu, nánar tiltekið horni Efstasunds
og Hólsvegar, átti hann stóran og
tryggan hóp viðskiptavina. Margir
héldu áfram að versla hjá honum
þótt þeir flyttu í önnur hverfi. Þarf-
ir „kúnnans" gengu fyrir, hann
lagði metnað sinn í að þekkja við-
skiptavini sína og óskir þeirra, sum-
ir gátu pantað „til helgarinnar" án
nánari skýringa ef mikið lá á. Salt-
kjöt fékkst hvergi betra, enda nálg-
aðist það helgiathöfn þegar Kjartan
blandaði pækilinn og saltaði í tunnu.
Þegar ég vann hjá honum um tíma
sýndi hann mér stoltur hvernig
veiða ætti úr tunnunni og ég þurfti
að læra hvers lags bita hver og einn
af hans góðu viðskiptavinum vildi
fá.
Kjartansbúð þróaðist í takt við
tískuna, en innkaupakarfa kjörbúð-
arinnar kom ekki í veg fyrir per-
sónutengslin. Ollum veittist létt að
ræða við Kjartan og ófáir þáðu ráð
og liðsinni. Hann þekkti nánast
hvert mannsbarn í hverfínu og bar
hag þeirra fyrir brjósti. Reyndar
kom öll kaupmannsfjölskyldan við
sögu, því öll unnu þau honum við
hlið um lengri eða skemmri tíma
eins og við á í slíkri verslun.
Eins og hæfír góðum verslunar-
manni hitti Kjartan stóru ástina
sína um verslunarmannahelgi. í fal-
legu umhverfi Þjórsárdalsins felldu
þau Guðrún hugi saman íyrir 56 ár-
um. Sú ást blómstraði alla tíð og bar
góðan ávöxt, því börnin urðu sjö.
Guðrún er kennari að mennt og
helgaði fjölskyldunni krafta sína.
Hún bjó þeim gott og fallegt heimili
við Lindargötuna, þar sem þau
bjuggu allan sinn búskap í hennar
fyrrum föðurhúsum. Það var yndis-
legt að sjá og fínna hvað Kjartan
bar alla tíð mikla ást til konu sinnar.
Við gleymum stundum að ástin er
ekki bara hinna ungu. Eg er þakk-
lát fyrir að hafa átt samleið með svo
góðu fólki.
Elsku tengdamamma, megi góðar
minningar um yndislegan eigin-
mann og föður vera þér og þínum
huggun gegn harmi.
Guðrún Hannesdóttir.
í dag er jarðsettur tengdafaðir
minn, Kjartan Magnússon kaup-
maður. Hann var maður sem mér
fmnst gott að eiga að fyrirmynd.
Kjartan var rólyndur og yfirvegað-
ur og átti gott með samskipti við
fólk, jafnt eldri sem yngri. Eg
kynntist honum fremur öðru sem
góðum fjölskyldufóður, manni sem
ætíð bar fyrir brjósti velferð fólks-
ins síns. Hlýlegt heimili þeiraa
Kjartans og Guðrúnar bar samhent-
um hjónum fagurt vitni. Glaðværð
og góður andi hefur ríkt þar þegar
stór hópur barna, tengdabarna og
barnabama hefur komið saman á
liðnum árum. í þeim hópi naut
Kjartan sín vel.
Minnisstæðar eru mér fjölskyldu-
samkomur um jól sem endranær.
Kom þá oft í Ijós hve gott lag Kjart-
an hafði á börnum. Hann átti gott
með að ná athygli ungra ærsla-
belgja og virkja athafnagleði þeirra
til þroskandi starfa.
Kjartani var einkar lagið að hlúa
að og rækta. Það átti við um barna-
hópinn þeirra Guðrúnar en einnig
um gróðursældina umhverfís þau.
Við Rauðavatn byggðu þau sér bú-
stað í landi sem hafði á sínum tíma
verið utanbæjar. En borgin óx og
þéttbýlið var komið rétt handan
ann; Birgir, f. 16.3. 1962, vél-
virki; Sveinn Sigurður, f. 6.7.
1967, framkvæmdasljóri en
kona hans er Stella Sæmunds-
dóttir kaupmaður.
Kjai’tan missti föður sinn ung-
ur og hóf störf við verslun um
fermingaraldur hjá Dagbirti
Sigurðssyni og var orðinn versl-
unarstjóri 18 ára. Um skeið
fékkst hann einnig við útgerð
bifreiða og vann við heildversl-
un. Kjartan stofnaði, ásamt Ja-
soni Sigurðssyni, kjöt- og ný-
lenduvöruverslunina Jason & Co
í Efstastundi 27 í Reykjavík árið
1947. Þeir starfræktu verslun-
ina saman til 1959 er Jason dró
sig í hlé. Eftir það rak Kjartan
verslunina Kjartansbúð í Efsta-
sundi 27 til ársins 1984. Hann
starfaði síðan við húsvörslu hjá
Verslunarbankanum í Banka-
stræti og síðar Islandsbanka frá
því í ársbyrjun 1986-91 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Kjartan æfði og keppti með
KR í knattspyrnu, handbolta og
hlaupum á unglingsáimm, var
hverfísstjóri í heimavarnarlið-
inu á stríðsárunum, var einn af
stofnendum IMA, Innkaupasam-
bands matvörukaupmanna, var
í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks-
ins um árabil og félagi í Odd-
fellowreglunni.
Utför Kjartans fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
götunnar. Gróðurinn umhverfís bú-
staðinn og öll umhirða í þessum un-
aðsreit var þannig að maður varð
þar lítt var við umferð eða eril um-
hverfisins. Þær eru margar og dýr-
mætar minningarnar sem fjölskyld-
an á frá dvöl í bústaðnum við
Rauðavatn. Þar fengu barnabömin
góða tilsögn hjá Kjartani afa um
garðrækt og umhirðu gi-óðurs. Þar
undu sér vel synir okkar Ingibjarg-
ar, Jón Steinar og Kjartan Kári.
Þeir fengu reit í kartöflugarði hjá
afa og ömmu og gengu þar stoltir
og ánægðir til verka.
Fyrir nokkram áram gerðu vega-
framkvæmdir það að verkum að
fjölskyldan yfirgaf þetta ævintýra-
land með mikilli eftirsjá. í fram-
haldi af því eignuðust þau Kjartan
og Guðrún bústað í Grímsnesi og
hófu enn uppgræðslu og að leggja
grunn að nýjum sælureit. Þótt
þarna væri komið fram á ævikvöld
hjá Kjartani og starfsgetunni hrak-
aði naut hann þess að gróðursetja,
rækta og hlúa að og oft ræddi hann
með tilhlökkun um það hve gróður-
sælt hann sæi fyrir sér landið um-
hverfis nýja bústaðinn.
Kjartan var vinnusamur og féll
sjaldan verk úr hendi. Hann missti
ungur föður sinn og nauðsyn knúði
hann til vinnu eins fljótt og hann
mögulega gat til að styðja móður
sína við að framfleyta heimili.
Snemma hefur því reynt á sjálfsaga
hans, útsjónarsemi, dugnað og
reglusemi. Þessir þættir vora án efa
mikilvægar undirstöður í farsælu
ævistarfi tengdaföður míns. Það
sem hann tók sér fyrir hendur vann
hann af yfirvegun og skilaði sam-
viskusamlega. Sár er kveðjustundin
en hlýjar og fagi’ar era minningarn-
ar sem ástvinir eiga um samvistir
við Kjartan Magnússon.
Garðar Mýrdal.
Látinn er tengdafaðir minn
Kjartan Magnússon fyrrverandi
kaupmaður. Það var fyrir um 27 ár-
um sem Anna eiginkona mín kynnti
mig fyrir föður sínum. Upp frá
þeirri stundu tókst með okkur
Kjartani góður vinskapur sem
aldrei bar skugga á. Það var margt í
fari Kjartans sem mér líkaði vel,
hann var mjög glaðlyndur og átti
auðvelt með að samgleðjast öðrum
og aldrei heyrði ég hann öfundast
út í aðra. Mér eru ofarlega í huga
nú við fráfall Kjartans heimsóknir
hans og Guðrúnar tengdamóður til
okkar Önnu og strákanna okkai-
þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það
ríkti alltaf mikil eftirvænting þegar
við áttum von á þeim út til okkar, og
ekki síst var eftirvænting strákanna
okkar mikil, sem tóku ekki annað í