Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 47

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 47
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 47 mál en að koma með til Kaup- mannahafnar þótt um miðja nótt væri til að sækja ömmu og afa út á flugvöll. Það er eitt sem ég minnist sérstaklega í þessum heimsóknum Kjartans og Guðrúnar en það var ferðalag sem við fórum um þvera Danmörku út á Jótland. í þessari ferð var Kjartan svo sannai'lega í „essinu“ sínu og nú var það hann sem var gestgjafinn, og var í engu til sparað í mat og drykk eða annarri skemmtan. Síðustu æviár Kjartans voru hon- um og hans nánustu erfið á margan hátt, en hann veiktist af sjúkdómi sem lýsti sér í miklu minnistapi og ágerðist þessi sjúkdómur stöðugt. Þetta var mikið áfall fyrir Kjartan og hans nánustu, ekki síst þar sem hans líkamlega atgervi var að öðru leyti mjög gott, þrátt fyrir nokkuð háan aldur. Það reyndi mikið á Guð- rúnu tengdamóður mína í þessum veikindum Kjartans en hún sýndi af sér ótrúlega ósérhlífni og æðruleysi í veikindum hans, og gerði allt sem í hennar valdi stóð, til að Kjartani liði sem best og gæti dvalið sem lengst heima. Eg átti síðast fund með Kjartani nokkrum dögum fyrir and- lát hans við sjúkrabeð hans. Það var sérstök upplifun að finna það að hann virtist gera sér fulla grein fyr- ir því hver ég var, en það hafði hann ekki gert í nokkurn tíma áður. Eg er sannfærður um að Kjartan yfir- gefur þetta jarðlíf í fullri sátt við Guð og menn. Sigurður 0. Pétursson. Kjartan Magnússon kaupmaður er látinn. Hann átti heima íyi-stu ár- in á Hellissandi en fluttist ungur með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp í vesturbænum. Eft- ir að faðir Kjartans lést lét Guðrún móðir hans reisa fjölskyldunni lítið hús við Lágholtsveginn á Bráðræð- isholtinu. Húsið nefndi hún Sól- bakka. Þar átti Kjartan heima á unglingsárunum og þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Kjartan var einungis tíu ára er faðir hans fórst með togaranum Jóni forseta út af Stafnesinu. Móðir hans stóð þá ein uppi með sex börn og án vandamanna í höfuðstaðnum. Á þeim árum var alls ekki sjálfgefið að barnmargar ekkjur næðu að halda saman svo stórri fjölskyldu og sjá henni farborða. Örlögin lögðu því þungar skyldur á ungar herðar. Þeim skyldum sinntu Kjartan og eldri systkini hans af miklum dugn- aði og umhyggju fyrir fjölskyldunni í heild. Frá því innan við fermingar- aldur var Kjartan því stöðugt með hugann við það að draga björg í bú og létta undir með móður sinni. Kjartan byi'jaði ungur að selja blöð, var sendisveinn hjá kaup- mönnum í bænum og starfaði um skeið hjá Sigurjóni Jónssyni, úr- smið og reiðhjólakaupmanni í Hafn- arstrætinu. Á sínum yngri árum starfaði hann þó lengst af hjá Dag- bjarti Sigurðssyni, kaupmanni við Vesturgötuna. Þar var Kjartan fyrst sendisveinn og síðan innan- búðar við afgreiðslustörf. Er Dag- bjartur hóf verslunarrekstur í glæsilegu verslunarhúsnæði á horni Ránargötu og Ægisgötu varð Kjart- an þar verslunarstjóri, aðeins átján ára að aldri. Það starf rækti hann af mikilli samviskusemi og dugnaði, eins og reyndar allt sem hann tók sér fyrir hendur. Á stríðsárunum átti Kjartan vörubifreið um skeið í félagi við Óla Gissurarson, starfaði hjá Dagbjarti í versluninni Höfn og síðan um hríð í Heildversluninni Eddu. I nokkur ár áttum við saman þrjár leigubifreiðir sem við gerðum út og ókum í ígripum. Kjartan hóf eigin verslunarrekst- m-, ásamt Jasoni Sigurðssyni, bróð- ur Dagbjarts, árið 1947. Þeir starf- ræktu kjöt- og nýlenduvöru-versl- unina Jason & Co í Efstasundi 27 til ársins 1959. Þá dró Jason sig í hlé en Kjartan starfrækti þar verslun- ina Kjartansbúð til 1984. Kjartan hætti þá verslunarrekstri og vann síðustu starfsárin við Verslunar- bankann í Bankastræti. Óhætt er að fullyrða að langur og farsæll verslunarrekstur Kjartans hafi verið honum og stétt hans til mikils sóma. Hann var kaupmaður á horninu af guðs náð, lagði mikla áherslu á vörugæði og lágt vöru- verð, var ætíð uppörvandi og léttur í lund og raunsannur félagi sinna viðskiptavina ef syrti í álinn hjá þeim. Fyrir vikið var Kjartan mjög vinsæll kaupmaður. Hann stóð fyrir umsvifamikilli verslun um árabil og átti fjölda fastra viðskiptavina um allan bæ, jafnvel áratugum eftir að þeir höfðu flutt úr Kleppsholtinu. Kjai-tan gekk í Oddfellowregluna, stúkuna nr. 7, Þorkel mána, 28.2. 1973. Hann starfaði lengi í Sjálf- stæðisflokknum, sat í fulltrúaráði flokksins um árbil og var einn af stofnendum Innkaupasambands matvörukaupmanna. Margt hefur breyst í vesturbæn- um frá því ég var strákur í Odd- geirsbæ við Framnesveg og spark- aði bolta með strákunum á Bráð- ræðisholtinu, Kjartani á Sólbakka, Óla B. og bræðrum hans í Stóra- Skipholti og Pétri Péturssyni sem síðar varð útvarpsþulur og rithöf- undur, svo nokki’ii' þeirra séu nefndir. Frá þeim árum minnist ég róðraferða okkar á skektunni hans föður míns og gönguferðum okkar inn í Sundlaugar eða vestur í Gróttu til afa míns. Við Kjartan vorum fyrst leikfé- lagar ásamt fleiri strákum en fljót- lega eftir fermingu bundumst við traustum vinaböndum sem hafa haldist óslitið alla tíð og án þess að þar bæri nokkurn tíma skugga á. Þriðji vinurinn í okkar hópi er Magnús Guðmundsson, fyirv. kaup- maður, sem ólst upp í Selbúðunum qg verslaði síðar lengi í verslunhmi Öldunni við Öldugötu. Við Kjartan og Magnús höfum nú haldið hópinn í nærri sjötíu ár, fyrst sem ungir menn í blóma lífsins, síðan fjöl- skyldumenn og heimilisfeður og allt fram á þennan dag. Þessi ævilanga vinátta hefur verið okkur öllum dýr- mæt. Við Magnús kveðjum því okk- ar kæra vin með söknuði og þakk- læti. Á unglingsárunum æfðum við Kjartan og kepptum í knattspyrnu og handbolta með KR. Kjartan var efnilegur íþróttamaður en skyldan kallaði. Eftir að hann tók við versl- unarstjórastarfmu hafði hann ekki lengur tíma til æfinga. Hann var þó alla tíð traustur KR-ingur og mikill íþróttaunnandi. Eins nýttum við félagarnir frí- tíma okkar vel til ferðalaga. Ég minnist hjólreiðaferðar og útilegu upp í Kjós, gönguferðar frá Kleifar- vatni og þvert yfir hraunið að Straumi og eitt sinn var gengið til Þingvalla, ásamt KR-ingnum Har- aldi Guðmundssyni og Sigurði Sig- urðssyni sem síðar varð íþróttaf- réttamaður. Svo kom að því að við Kjartan keyptum saman okkar íyi'sta bíl - og þá var nú gaman að lifa. Verslunarmannahelgina 1942 fór- um við á bílnum í útilegu í Þjórsár- dalinn í yndislegu veðri. Sú ferð átti eftir að verða Kjartani gæfurík. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu H. Vilhjálmsdóttur, f. 3.11. 1922, húsmóður og kennara. Hún er dóttir Vilhjálms Ái-nasonar húsasmíðameistara og s.k.h., Þór- eyjar Jónsdóttur, húsmóður. Kjart- an og Guðrún giftu sig árið 1943 og hann flutti þá í hús tengdaforeldra sinna við Lindargötu þar sem þau Guðrún hafa átt heima síðan. Kjartan naut mikillar gæfu í sínu einkalífi. Farsælt hjónaband hans og Guðrúnar hefur augljóslega og alla tíð einkennst af ástríki, sam- heldni og dugnaði þeirra beggja. Þau hafa átt barnaláni að fagna, eignuðust sjö mannvænleg böm sem öll eru á lífi og við góða heilsu og þau eiga nú fjölda afkomenda. Við hjónin sendum Guðrúnu og börnunum innilegar samúðarkveðj- ur. Guð styi'ki þau í sorginni og geymi minningu Kjartans. Þórður Pétursson. í dag verður móðurbróðir minn, Kjartan Magnússon kaupmaður, jarðsunginn. Hann ólst upp í stórum systkinahópi á Sólbakka á Bi'áðræð- isholtinu þar sem ég átti síðar mín uppvaxtarái' hjá móður minni og ömmu. Sýstkinin á Sólbakka misstu fóður sinn í sjóslysi ung að árum. Lífsbaráttan var því hörð hjá ömmu og börnunum hennar. En þau æðr- uðust ekki. Með sparsemi og dugn- aði tókst ömmu að halda börnunum hjá sér og koma þeim til manns. Af systkinunum á Sólbakka eru nú að- eins tveir bræður á lífi. Sá elsti og sá yngsti, Jóhannes, fyrrverandi kaup- maður, og Bjami, fyrrverandi yfir- vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Rósbjörg, móðir mín, lést 1981, Hr- efna, systir þeirra, lést 1988 og Magnús húsasmiður lést 1991. A uppvaxtarárunum bar Kjartan alltaf hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Eftir að hann stofnaði sjálf- ur heimili var hann fyrirmyndar eiginmaður og fjölskyldufaðir. Hann sýndi móður sinni mikla ræktarsemi og eins systrum sínum, i þein-a sorg og mótlæti. Ég minnist þess frá æskuárunum hvað Kjartan var góður frændi, glaðsinna, hlýr og hjálpsamur. Kjartan starfaði mikið með KR á unglingsárunum, var mikill keppn- ismaður og studdi sitt gamla félag alla tíð. Hann átti því erfitt með að leyna stoltinu yfir litla frænda þeg- ar ég og KR vorum upp á okkar besta um 1960. Það hefur mér alltaf þótt vænt um. Kjartan eignaðist yndislega konu, Guðrúnu Vihjálmsdóttur, en þau eiga sjö uppkomin börn. Um árabil var ég búsettur í húsi þeirra Kjart- ans og Guðrúnar á Lindargötu og naut þá sem áður hlýju þeirra og umhyggju. Fyrir það vil ég þakka á þessum tímamótum. Guð blessi minninguna um Kjai't- an og styrki Guðrúnu í sorginni. Þórdlfur Beck. Góður granni úr Skuggahverfinu og faðii' bernskuvinkonu minnar er genginn. Nokkur erfið misseri eru að baki og hvíld er nú fengin. Langri ævi er lokið og afraksturinn - sjö myndarleg börn og fjöldi ann- arra mannvænlegra aíkomenda. Farsæll verslunarrekstur setti svip sinn á lungann úr ævi Kjartans Magnússonar, hann var hinn dæmi- gerði kaupmaður á horninu. I versl- un hans, sem lengst af var í Efsta- sundi, hittust húsmæður hverfísins daglega og vafalaust hefur þar margt verið skrafað um þjóðmálin þótt ekki sé víst að viðskiptavinirnir hafi endilega alltaf verið á sama máli og kaupmaðurinn, sem hafði sterkar stjórnmálaskoðanir og var um tíma talsvert virkur á þeim vett- vangi. Myndin sem ég geymi af Kjai'tani er þó fyrst og fremst af heimilisföðurnum. Á stóru heimili var oft mikið um að vera en aðdáun- ai-vert var hve mikið æðruleysi og ró ríkti þar í raun. Eftirminnilegust er þó samheldni þeirra Guðrúnar, konu hans, bæði í heimilisrekstrin- um og síðar í verslunarrekstrinum. Ástríki þeirra hjóna í millum var einnig svo að af bar. Þetta ástríki setti mark sitt á börnin, sem og skyldurækni sú og samviskusemi sem ætíð einkenndi þau hjón. Vil ég nú þakka þessum góðu hjónum margar indælar stundir sem ég átti á heimili þeirra í æsku. Vafalaust hefur oftar verið ástæða til áminn- inga en raun varð á þegar litlir fing- ur læddust í forboðna ávexti: ilm- andi epli í kössum og vínber í kork- mylsnu í tunnum, þegar taka þurfti kjallarann á Lindargötunni undir búðarlagerinn. Slíkur varningur var fáséð hnossgæti í þá tíð og freisting- in því oft ærin. Én yfirvaldið var, sem betur fer, oftast milt og sá gjarnan í gegnum fingur sér við okkur krakkana ef prakkarastrikin keyrðu ekki úr hófí fram. Slík tillits- semi við náungann, jafnt unga sem aldna samferðamenn, einkenndi allt líf og starf Kjartans. Kæra Guðrún, Ingibjörg og systkin, sem og allt annað vensla- fólk, megi góðar minningar um hinn mæta mann, Kjartan Magnússon, ylja ykkur þegar sorgin gi'úfir nú yfir. Hvfli hann í friði. Áslaug J. Marinósdóttir. Þegar börnin okkar voru lítil var þeim ekkert hugleiknara en sögurn- ar sem pabbi þeirra sagði þeim á kvöldin. Sögurnar gengu undir heit- inu Lindargötusögur og byi'juðu all- ar eins: „Þegar pabbi var lítill á Lindargötunni ...“ Þetta voru sögur af endalausum uppákomum þar sem heiðríkjan ríkti og allt fór vel að lok- um. Sögurnar voru frá æskuárum mannsins míns og sögusviðið bernskuslóðir hans á Lindargöt- unni, í sumarbústaðnum í Kringlu- mýrinni og síðar upp við Rauðavatn eða frá „búðinni hans afa“ í Klepps- hoþtinu. Ég þekki fáa sem hafa slíkt yndi af að segja sögur frá æskuárum sín- um. Og þessir fáu eru systkini mannsins míns. Þegar þau hittast eiga þau það til að sökkva sér niður í nákvæmar lýsingar á umhverfi og atburðum löngu liðins tíma. Fyrst velti ég því fyrir mér hvernig á þessu stæði. Nú er mér löngu ljóst að systkinin sjö á Lindargötu 11 áttu sér sérstaklega hamingjuríka bernsku. Mér er einnig ljóst að þessa hamingju eiga þau foreldrum sínum að þakka. Þetta kemur mér í hug, nú þegar ég kveð Kjartan, tengdaföður minn, hinstu kveðju. Kjartan og Guðrún voru sérstaklega samhent í því að veita fjölskyldu sinni þau gæði sem mestu máli skipta: Ást, umhyggju og öryggi. Þessi lífsaf- staða þeirra var ekki fengin úr bókum. Hún var fölskvalaus og kom frá hjartanu. Að þessu leyti ræktaði Kjartan garðinn sinn í orðsins bestu merk- ingu. En hann ræktaði einnig garð- inn sinn í eiginlegri merkingu. Eftir því sem frístundum hans fjölgaði með árunum fjölgaði stöðugt trjá- plöntunum sem hann gróðursetti við sumarbústaðinn við Rauðavatn og eftir að Kjartan og Guðrún komu sér upp sumarbústað í Grímsnesinu var Kjartan alltaf með hugann við gróðurinn. Kjartan var mjög myndarlegur maður, glæsilegur á velli og höfð- inglegur í framkomu. Hann var alltaf léttur í lund og uppörvandi, góður dansari, hafði unun af tónlist og fallega söngrödd. Kjartan var alltaf elskulegur og nærgætinn tengdafaðir og afi. Fyrir það vil ég þakka fyrir mína hönd og barnanna. Ég bið góðan guð að geyma Kjartan og styrkja Guðrúnu í henn- ar miklu sorg. Marta Guðjónsdóttir. Elskulegur móðurbróðir minn er látinn. Þessi orð heyra menn oft á öldum ljósvakans án þess að skeyta því mikilli hugsun. Það gegnir hins- vegar öðru máli þegar hinn látni stendur manni nær. I fjarska virðist svo ofur eðlilegt að menn deyi, því það er ekkert líf án dauða og enginn dauði án lífs. Þessum staðreyndum fær enginn breytt. En þrátt fyrir þessa vitneskju verðum við sem eft- ir lifum alltaf undrandi þegar dauð- inn knýr dyra hjá nánum vinum og ættingjum. Mitt i undirbúningi há- tíðar ljóss og hlýju slokknar ljós og kólnar, mitt í undirbúningi sem mest efth-vænting fylgir, eftirvænt- ing gleði og helgi. Fregninni um andlátið fylgir sársauki og harmur sem smýgur í gegnum merg og bein. Mitt í treg- anum vakna síðan margar áleitnar spurningar sem enginn fær svarað nema sá einn sem öllu ræður. En flestar eru spurningarnar þó þeiiT- ar náttúru að við stöldrum við og hugsum um lífið og tilveruna út frá - öðru og stærra gildismati en hið daglega amstur gefur tilefni til. Það eru svo óteljandi minningar sem sækja á hugann þegar ég hugsa um Kjartan frænda rninn. Allar eru þær hver annarri betri og heyi'a til samskipta okkar frá því ég man eft- ir mér. Ég veit ekki af hverju skal taka, en ég veit hvað ég hefði viljað segja við hann ef mér gæfist nokkur kostur. Og þótt það kynni að vera eintal sálarinnar þá ætla ég að leyfa mér að segja það hér í örfáum orð- um. Ég gleymi því aldrei þegar ég var 8 ára og faðir minn lést af slysför- um. Vissulega þótti mér vænt um föður minn en betri staðgengil en • Kjartan, frænda minn, hefði ég ekki getað kosið mér. Hafi kvíði blundað í mér sá frændi um að eyða honum. Allir vita að jólin eru hátíð barn- anna og ekki skyggði hann á þá há- tíð, alltaf kom hann og setti upp jólaljósin og þá var komin hátíð í bæ. Alltaf var jafn yndislegt að koma til Guðrúnar og Kjartans um jólin og eftir jólakaffið settist Guð- rún við píanóið og lék jólalögin og við gengum í kringum jólatréð í stofunni og Kjartan stjórnaði söngnum með sinni fallegu rödd. Oft dáðist ég að elju hans og þolin- mæði í samskiptum við börn. Hann var einstaklega barngóður. Hvernig hann gat tímunum saman unað sér við að kenna þeim fyi'stu hand- brögðin við eitt og annað sem hann vildi að ungur næmi. Frómt frá sagt gæti ég haldið lengi áfram en það sem enn er ósagt ætla ég að geyma með mér og verma mig við um jólin og aðra tíma. Elsku Guðrún mín og fjölskylda, fátt annað kemur okkur að haldi en bænin og því bið ég algóðan Guð að styrkja þig og styðja í harmi þínum og söknuði. Ég bið Guð að leiða frænda minn í ljósið og birtuna, þá einu sönnu sem við eigum. Guðrún Beck. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÁSBJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 9. desember á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin auglýst síðar. Steinunn Bjartmarsdóttir, Birgir Axelsson, Einar Gunnar Birgisson, Bjartmar Birgisson, Ásta Björk Sveinsdóttir, Axel Valur Birgisson, Berglind Kristinsdóttir og langömmubörn. t Eiginmaður minn, GÍSLI GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir til starfsfólks á 4. hæð Sólvangs fyrir góða umönnun. Sigurlaug Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.