Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 49
MINNINGAR
+ Gunnar Pétur
Óskarsson
fæddist í Reykjavík
3. október 1916.
Hann lést á Sjdkra-
húsi Reykjavíkur 3.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Björgvin Ósk-
ar Benediktsson,
sjómaður úr
Reykjavík, f. 28.7.
1894, d. 3.7. 1979,
og kona hans Hall-
dóra Benediktsdótt-
ir, f. 19.7. 1895, d.
30.6. 1942. Gunnar
átti tvö systkini, Bjarna Bene-
dikt, f. 3.3. 1920, d. 4.6. 1990, og
Guðrúnu Ragnheiði, f. 8.6.1922,
d. 23.5._ 1941. Foreldrar Björg-
vins Óskars voru Benedikt
Jónsson, verslunarmaður, f.
2.12. 1863 í Finnbogabæ í
Reykjavík, d. 30.7. 1901, og
Öll vitum við að lífíð er ekld enda-
laust, samt vonum við alltaf að vinir
og vandamenn verði alltaf til staðar
okkur til styrktar í blíðu sem stríðu.
Einn úr þessum hópi er nú
kvaddur og tregi og söknuður læs-
ist í vitundina. Þegar ég sveitastelp-
an tengdist fjölskyldunni á Sólvalla-
götu 4, fyrir um 30 árum, var margt
mér framandi í fari þessa fólks, en
með ánmum hef ég lært að meta
þau gildi sem það hefur gefíð mér.
Gunnar var dulur en traustur
persónuleiki, sem bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg, en undir niðri
var hið blíða viðmót, sem ætíð birt-
ist þegar tal var tekið.
Ahugamál Gunnars var fýsn í
fróðleik, sem hann fann í fjölmiðl-
um og af lestri góðra bóka. Hann
var skemmtilegur sögumaður og
stálminnugur á löngu liðna atbm’ði.
Oft var hlegið innilega að fyndnum
Þórunn Magnúsdótt-
ir, f. 7.4. 1871 í Efri-
Götu, Akranesi, d.
8.12. 1952. Foreldrar
Halldóru Benedikts-
dóttur voru Pétur
Benedikt Daníelsson,
sjómaður, f. 1.3. 1862
í Fornahvammi í
Borgarfirði, d. 12.6.
1942, og Guðrún
Ragnheiður Snorra-
dóttir, f. 25.8. 1863,
d. 7.1. 1933.
Árið 1940 kvæntist
Gunnar Fríðu Sonju
Schmidt. Börn þeirra
eru Gylfi Heinrich Schmidt, Geir
Halldór, Hólmfríður og Sigríður
Soffía. Gylfi kvæntist Júlíönu
Magnúsdóttur (þau skildu).
Þeirra börn eru Fríða Björk, gift
Unnari Má Péturssyni, og Hall-
dóra Sif, gift Ingimundi Stefáns-
syni. Þau eiga einn son, Stefán
sögum, sem hann hafði jafnan á
takteinum í góðra vina hópi.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
samfylgdina og hinar mörgu nota-
legu stundir, þa sem Gunnar, með
svuntuna á sínum stað, skenkti
kaffíð af list sem honum einum var
lagið. Okkar næsti sopi saman
verður „andlegur, sterkur kaffi-
sopi“ á öðrum og æðri stöðum.
Sonja mín, missir þinn er mikill,
en megi styrkur Guðs vera með
þér, lýsa þér í gegnum myrkur
skammdegisins.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgarþraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem.)
Ragnheiður Sveinsdóttir.
Bergmann. Geir kvæntist
Ragnheiði Sveinsdóttur (þau
skildu). Þeirra barn er Edda
Heiðrún, gift Aðalsteini Ingva-
syni. Hólmfríður giftist Georg
Ahrens Haukssyni (þau skildu).
Þeirra börn eru Sonja Georgs-
dóttir og Ingi Haukur. Ingi
Haukur á tvo syni, Emil Snæ og
Dag Alex. Barnsmóðir Sólveig
Hai*pa Reynisdóttir. Sambýlis-
maður Hólmfríðar er Guð-
mundur B. Sigurgeirsson. Sig-
ríður Soffía er gift Má Magnús-
syni og eiga þau tvo syni,
Gunnar Karel og Mími. Áður en
Gunnar Pétur kvæntist eignað-
ist hann dóttur, Huldu Óskars-
dóttur Perry.
Gunnar stundaði lengst af
verslunar- og skrifstofustörf.
Hann starfaði við sölumennsku
hjá Olíuverslun íslands og síðar
hjá Olíufélaginu. Síðar starfaði
hann hjá Rafmagnsveitum rík-
isins og starfsævinni lauk hann
sem fulltiúi hjá Innkaupastofn-
un rikisins.
Utför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Alltaf fínnst manni jafn ótíma-
bært þegar fólk fellur frá þó svo að
viðkomandi hafi lifað viðburðaríka
og hamingjusama ævi. Afi Gunnar
fæddist árið 1916 og hafði því lifað
í næstum heila öld og orðið vitni að
miklum breytingum. Varð honum
fimm barna auðið og varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að upplifa næst-
um 60 ára gæfuríkt hjónaband
sem ég sjálf vil gjarnan taka mér
til fyrirmyndar. Afi var í eðli sínu
mikill sögumaður sem nýttist hon-
um vel því hann var hafsjór af
fróðleik. Sérstaklega var hann vel
að sér í sögu Reykjavíkur og á
ferðum sínum um landið gat hann
þulið upp örnefni og margar sögur
er tengdust einstökum bæjum.
Einnig var hann óþreytandi að
viða að sér hvers kyns fróðleik,
enda mikill áhugamaður um góðar
bækur.
GUNNAR P.
ÓSKARSSON
+ Gunnar Sigur-
jónsson fæddist
á Granda í Dýra-
firði 28. apríl 1920.
Hann lést á Land-
spítalanum 3. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigur-
jón Sveinsson,
bóndi og bakari, f.
8.7. 1893, d. 5.5.
1985. Kona hans
var Guðrún Sigríð-
ur Guðmundsdóttir,
f. 7.8.1891, d. 22.11.
1977. Þau bjuggu
lengst af á Granda í Dýrafirði.
Börn þeirra auk Gunnars voru:
1) Jóhanna, húsmóðir, f. 30.12.
1913, d. 14.8. 1982. 2) Haraldur,
trésmiður, f. 24.12. 1916, d.
25.1. 1993, kona hans er Eygló
Nú er skarð fyrir skildi í Sjálfs-
bjargarhúsinu við Hátún. Hann
Gossi er fallinn frá.
Ég kynntist Gunnari Sigurjóns-
syni, eða Gossa eins og við vinir
hans kölluðum hann gjarnan, fyrir
rúmum tuttugu áram þegar ég fór
að venja komur mínar í Sjálfs-
bjargarhúsið. Gossi var einn fram-
herjanna þar, einn fyrstu íbúanna
og tók hann virkan þátt í uppbygg-
ingu hússins og mannlífs innan
þess. Fór ekki á milli mála að þar
fór glaðvær maður sem lét sér ekki
allt fyrir brjósti brenna.
Gossi var Vestfirðingur fæddur
og uppalinn, mótaður af lífsbarátt-
unni á fyrri hluta aldarinnar og
hreyfíhömlun þeirri sem hann bjó
við frá barnæsku. Þá var ekki völ á
hvers konar hjálpartækjum eins
og nú er, aðgengi fatlaðra var ekki
jafn viðurkennt og í dag. Það hafa
Gísladóttir sem lifir
mann sinn. 3) Gunn-
laugur, bifreiða-
stjóri, f. 8.12. 1922,
kona hans er Ingi-
björg Finnboga-
dóttir, húsmóðir. 4)
Elísabet, bóndi, f.
14.8. 1924, hennar
maður var Bernód-
us Finnbogason, f.
21.2. 1922, d. 17.4.
1995. 5) Jónína,
sjúkraliði, f.
16.3.1930, hennar
maður er Guðmund-
ur Gíslason.
Gunnar Sigurjónsson hefur
búið í Hátúni 12, liúsi Sjálfs-
bjargar síðan það tók til starfa.
Gunnar verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
eflaust verið ýmsir þröskuldar sem
þurft hefur að yfirstíga í þá daga.
En Gunnar var eins og vestfirsk
náttúra, skapmikill og blíður, og
þrautseigja var honum í blóð bor-
in.
Hann hafði yndi af að keyra bíl
og var hann snemma farinn að
sendast og aðstoða hvort sem var
fyi-ir vestan eða síðar hér í bæn-
um.
Eftir að Gossi fluttist í Sjálfs-
bjargarhúsið fyi'ir aldarfjórðungi
varð það jafnt starfsvettvangur
hans sem heimili. Hann var lunk-
inn við handavinnu og hafði lengi
aðstöðu í húsinu til að sinna þessu
hugðarefni sínu.
Meðal annars bjó hann til ullar-
fót á börn enda var Gossi mikil
barnagæla. Börnin heilluðust
hreinlega af þessum hressa kalli
sem þeysti með þau í rafmagns-
stólnum sínum og lék sér við þau.
Hann hafði einstakt lag á börnum
og mörg kölluðu þau hann afa.
Gossi hafði gaman af glensi og að
gantast við fólk og stutt var í góð-
látlegan stríðnisglampann.
Þegar ég hugsa til Gossa kemur
hugtakið dugnaður upp í hugann.
Gott dæmi um dugnað hans er þeg-
ar hann keyrði við fjórða mann á
rafmagnshjólastól frá Akureyri til
Reykjavíkur árið 1989 en þá var
Gossi tæplega sjötugur.
En hann vílaði þetta ekki fyrir
sér enda var verið að safna til
uppbyggingar Sjálfsbjargarhúss-
ins sem stóð honum svo nærri.
Hann lét ekki mikið af þessu af-
reki sínu, kvartaði helst yfir for-
vitnum kúm sem gerðust helst til
nærgöngular á brú einni í Húna-
vatnssýslu. Þegar óökufært var
orðið vegna kúa greip Gossi til
þess ráðs sem hann vissi að dygði
á kýr. Hann lagðist á flautuna á
stólnum og linnti ekki látunum
fyrr en kýrnar voru horfnar út í
buskann.
Það var Gossa mikið kappsmál
að geta búið sjálfstætt, keyrt eigin
bíl og sinnt hugðarefnum sínum.
Hann vildi standa á eigin fótum
eitthvað í anda Bjarts í Sumarhús-
um. Samt var hann mikil félags-
vera og hafði yndi af samvistum við
vini og kunningja. Oft voru sagðar
sögur frá liðnum tíma og hinum
ýmsu uppátækjum.
Það var gaman að ferðast með
Gossa sumarið 1997 um Vestfirðina
er farin var þangað viku hópferð.
Þá gat hann bent á og sagt frá
stöðum og atburðum sem á daga
hans höfðu drifið. Þama upplifði
hann það undur að keyra undir
Breiðadalsheiðina sem hann hafði
svo oft keyrt yfir í misjöfnum veðr-
um hér áður fyrr.
Það er óhætt að segja að Gossi
hafi verið sannur vinur vina sinna.
Hann var ávallt boðinn og búinn að
aðstoða og leggja lið og orð stóðu.
Hjálpsemin var honum ásköpuð
GUNNAR
SIGURJÓNSSON
Afi og amma á Sólvallagötunni
hafa í gegnum tíðina verið fastur
punktur í tilveru minni og í þeirri
mynd er afi iðulega í eldhúsinu að
hella upp á kaffi eða að vaska upp
og þess á milli að segja sögur eða
brandara. Var hann ófeiminn við að
munda svuntuna og þar var hann
fyrr á öldinni langt á undan sinni
samtíð hvað eldhússtörf karla
varðar.
Afi var kærleiksríkur maður og
fann ég sterkt fyrir umhyggju hans
hvort sem ég dvaldi hér heima eða
í Kanada þar sem ég ólst upp. Var
það alltaf mikið tilhlökkunarefni að
heimsækja afa og ömmu eða fá þau
í heimsókn.
Fráfall afa heggur stórt skarð í
fjölskylduna, ekki síst fyrir ömmu,
sem misst hefur góðan eiginmann
og vin. En þó að skarðið sé stórt
eigum við sem eftir lifum margar
og góðar minningar sem aldrei
munu gleymast.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
gæðin taka magninu yfirleitt fram
þegar upp er staðið. Ég held að
það eigi líka vel við um kynni okkar
Gunnars. Þótt þau væra ekki ýkja
löng vora gæði í fyrirrúmi og það
sem vakti mesta athygli mína í fari -
Gunnars var hvað hann var laginn
við að koma auga á spaugilegar
hliðar mála og laumaði þá jafnan út
úr sér gullkornum sem hittu í
mark.
Undir það síðasta hafði Gunnar
tekið upp á því að safna skeggi.
Var það haft á orði innan fjöl-
skyldunnar að Gunnar væri orð-
inn eins útlits og Ernest Hem-
ingway. Tel ég víst að ekki hafi
Gunnari þótt þar leiðum að líkjast
því hann var mikill áhugamaður
um góðar bókmenntir. Er því -
ekki fráleitt að segja að Gunnar
hafi verið að undirbúa það að
leggja einn á hafið líkt og maður-
inn í sögu Hemingways um gamla
manninn og hafið. Nú hefur
Gunnar líka lagt einn á hafið
stóra og kannar leiðina fyrir okk-
ur hin.
I dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Edda Heiðrún Geirsdóttir.
Gunnari Pétri Óskarssyni kynnt-
ist ég fyrst fyrir nokkram árum
þegar unnusta mín kynnti mig fyr-
ir afa sínum. Þó að okkar kynni
hafi ekki verið löng í áram talið,
a.m.k. fyrir mann sem fyllt hafði
áttunda tuginn í aldri, voru þau þó
einkar ánægjuleg og gefandi.
Gunnar var ekki maður fyrh'ferð-
armikill, hvorki til orðs eða æðis,
en hjá honum sannaðist það að
Og sál mín hlustaði, s£ mína bar
yfir sumar og haust inn i landið þar
sem dagamir sofna og draumamir vaka.
Að augum mér bar eina æskusýn -
úr blámanum hófust æskulönd mín,
fjarlægar strendur fjarlægra daga -
Og söngurinn ljúfi, sem sveif yfir láð,
var sá, er ég mest hafði tregað og þráð.
Eg nam hann ungur af vörum vorsins -
Og nú kom haustið! á kné ég kraup.
Að köldum veggnum ég höfði draup
og kyssti blómin, sem bliknuð lágu -
(Tómas Guðm.)
Sonju, tengda-ömmu minni og '
öðram fjölskyldumeðlimum sendi
ég samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, vinur.
Aðalsteinn Ingvason.
líkt og þrautseigjan og eljusemin.
Hann gat verið þrjóskur en hvar
værum við Islendingar ef þrjósk-
unnar hefði ekki notið við og ann-
arra þeirra eðlisþátta er Gossi
hafði til að bera? Það var reisn yfir
Gunnari Sigurjónssyni.
Nú er Gunnar genginn og eftir
stöndum við sem þekktum þennan
góða dreng og söknum. Hann er
kvaddur með virðingu og þökk.
Blessuð sé minning Gunnars
Sigurjónssonar.
Sigurður Björnsson.
Ég kynntist honum Gossa þegar
ég kom til starfa hjá Sjálfsbjörgu á
árinu 1989. Tókst fljótt með okkur
vinátta sem varað hefur síðan. Mér
er margt minnisstætt úr okkar
samskiptum. Stendur upp úr sjálf-
stæði hans í orðum og athöfnum
og hve barngóður hann var. Átti
hann sérlega auðvelt með að laða
að sér böm og minnast dætur mín-
ar hans með þakklæti og hlýju. f
honum bjó líka mikill grallari og
gátum við skemmt okkur yfir ýms-
um glettum hans sem ef til vill
sami-ýmdust ekki alltaf þeim
virðulega aldri sem hann var á.
Gossi var Sjálfsbjargarfélagi og lét
sér annt um samtökin. Hann flutt-
ist í Sjálfsbjargarhúsið strax á
upphafsári 1973 og átti hér heimili
æ síðan. Á fyi'stu árum Sjálfs-
bjargar var hann ódeigur í söfnun
fyrir samtökin. Hann var og gat
verið stoltur af starfi sínu í þágu
Sjálfsbjargar.
Samúðarkveðjur sendi ég ætt-
ingjum, ástvinum og öðram þeim <
er létu sig varða um hann. Sakna
ég vinar í stað.
Tryggvi Friðjónsson.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýjir í hópar í skörðin.
(Tómas Guðm.)
Elsku Gossi.
Takk fyrir allar sögumar og
skemmtilegu stundirnar. Það hafa
sennilega fáir skemmt sér jafn vel
og við, við að tína grænjaxla.
Þín frænka,
Erla Rán. „
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda greinarnar í simbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII ski'áa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar gi'einai' um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfllega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanii- í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.