Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 52

Morgunblaðið - 11.12.1998, Side 52
r"ö2 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN JÓNSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Goðalandi 1, Reykjavík, sem lést mánudaginn 7. desember sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.30. Hólmfríður Einarsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Sif Thorlacius, Gylfi Jón Ásbjörnsson, Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN TÓMAS GUÐJÓNSSON frá Hlíð, Austur-Eyjafjöllum, lengst af búsettur í Bolungarvík, andaðist á dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði, mánudaginn 7. desemer sl. Jarðsett verður frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 12. desember kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Afasystir mín, GUÐBJÖRG KRISTJANA KRIST JÁNSDÓTTIR frá Blómsturvöllum, Eskifirði, Mýrargötu 18, Neskaupstað, sem lést sunnudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Kristrún Helga Arnarsdóttir, Eskifirði. ► + GÍSLI BJARNASON, Grænuvöllum 1, Selfossi, lést sunnudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 12. desember kl. 13.30. Benedikta G. Waage, Hallur Árnason, Gísli Jóhann Hallsson, Elín B. Ásbjörnsdóttir, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Anna Guðrún Hallsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU BJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Sunnuvegi 12, Selfossi. Séstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans og annarra er aðstoð- uðu hana í veikindum hennar. Sigfús Þórðarson, Kristín Sigfúsdóttir, Kári Kristjánsson, Anna Þórný Sigfúsdóttir, Stefán Þorleifsson, Þórarinn Sigfússon, Eyþór Stefánsson, Guðrún Lilja Stefánsdóttir. LÁRA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR + Lára Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Isafirði hinn 26. febrúar 1958. Hún lést á Landspítalanum 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Lára Veturliðadóttir, f. 26.3. 1921, d. 14.2. 1991 og Guðmundur M. Ólafsson, f. 26.7. 1913. Hún var yngst 7 systkina, sem eru: Jóhann, f. 9.6. 1942; Guðrún, f. 24.12. 1943; Sigurlína, f. 19.7. 1945; Salóme, f. 17.9. 1946; Sverrir, f. 16.12. 1947; Ólafur, f. 1.11. 1955. Lára giftist 26. febrúar 1983 Jó- hanni Frímanni Jónssyni, vélstjóra, f. 22.3. 1955. For- eldrar hans eru Jón Frímannsson, f. 16.10. 1932 og Fann- ey Magnúsdóttir, f. 10.10. 1931. Börn Fríinanns og Láru eru: Jón, f. 28.9. 1982, Fanney, f. 31.1. 1984 og Erna, f. 6.5. 1990. Auk þess átti Lára stjúp- son, Eyþór Ólaf Frúnannsson, f. 24.7. 1978. Utför Láru fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Kveðja frá tengdaforeldrum Nú, þegar fólk er sem óðast að undirbúa komu hátíðar ljóssins og friðarins, brá yfír fjölskyldu okkar dimmum skugga. Hún Lára tengda- dóttir okkar er dáin. Fyrir fjórum árum veiktist hún af þeim sjúkdómi, sem nú hefur bundið enda á líf þessarar dugmiklu og vel gerðu konu, sem aldrei mælti æðru- orð af vörum á hverju sem gekk, en talaði ávallt þannig að hún fengi von bráðar fullan bata. Þannig var Lára Kristín. Henni var ekki uppgjöf í huga. Þvert á móti talaði hún oft um hvað hún ætlaði að gera fjölskyldu sinni til ánægju og yndisauka þegar hún fengi fulla heilsu á ný. Það sem einkenndi Láru öðru fremur var rík réttlætiskennd og umhyggja fyrir þeim, sem minna máttu sín og stundum gat hvesst verulega, væri á þá hallað, enda var ætlan hennar að gera hjúkrun að ævistarfi sínu og í nokkur ár vann hún sem sjúkraliði við Sjúkrahús Akraness. Þar vann hún sér traust og velvild samverkafólks síns og rækti öll sín störf þannig að vart varð á betra kosið. Þetta kom vel í ljós, þegar hún var sjálf orðin ein af þeim sem var hjálparþui-fi. Þá létu fyrrverandi samstarfskonur hennar ekki sitt eftir liggja. Eftir að Lára var orðin rúmföst komu þær heim til hennar og fylgdust með henni nokkrum sinnum á dag og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til að lina þjáningar hennar og stytta henni stundir og sumar þeirra eyddu stór- um hluta af frítíma sínum í að sitja hjá henni og aðstoða hana. Fyrir það erum við ákaflega þakklát þessu góða fólki. Það var sama að hverju Lára gekk. Allt var gert af sama kraftin- um og myndarskapnum. Hún var gædd góðum gáfum og átti gott með að segja börnunum sínum til og kenna þeim og þar var ekkert hér um bil á ferðum. Rétt var rétt og rangt var rangt. Eg hrökk svolítið við um daginn, þegar ég leit inn til Láru. Það barst í tal að stutt væri til jóla og hún sagði: „Já, það styttist til jóla og ég ligg eins og aumingi og get ekki neitt.“ Mér vafðist tunga um tönn og þagði. Daginn eftir leit ég aftur inn til hennar og jólin bárust aftur í tal. Og þá kannaðist ég betur við hana tengdadóttur mína, þegar hún sagði: „Þetta verður allt í lagi, ég fer að hressast." Eg þagði sem fyrr. Þarna var sá minni máttar að telja kjark í fullhraustan mann, sem gat ekki sagt eitt einasta orð en þóttist vita betur. Nú leita á hugann ljúfar minningar frá liðnum tíma. Seint munu gleymast öll jólin þegar synir okkar og konur þeirra komu með börnin sín á jóladagskvöld, þá stend- ur alltaf mikið til. Svo mun einnig verða um þau jól, sem brátt ganga í garð, en það vantar einn hlekkinn í keðjuna og það mun breyta þeirri hátíðarstund, sem þetta hefur ávallt verið, þannig að hún getur ekki orð- ið hin sama og áður. Eitt sætið verð- ur autt. Það er heldur engin mamma eða eiginkona á Vesturgötu 158 lengur til að hugsa um fólkið sitt, en hennar síðasta verk áður en krafta hennar þruaut var að hjálpa til að setja upp jólaljósin, eins og til að tryggja að hvernig, sem allt færi, þá væri heimilið hennar eins og það hafði alltaf verið á jólum. Nú þegar hún Lára okkar er horf- in yfir móðuna miklu ríkir ekki að- eins sorg og söknuður á heimili hennar. Heldur einnig á öllum heim- ilum fjölskyldu okkar og vina þeirra Láru og Frímanns. Skammdegis- myrkrið er svartara en venjulega og gleðin, sem á að ríkja innra með okkur á þessum tíma árs er minni en hún ætti að vera, en eftir lifir minn- ingin um góða og heilsteypta mynd- arkonu, sem ávallt var reiðubúin að leggja gott til málanna og láta gott af sér leiða. Við treystum því að hún eigi góða heimkomu í land friðarins og ljóssins og hún gangi þar í birt- unni frá hinu sanna jólaljósi á þeim leiðum, sem hún hefur nú lagt út á. Og að Hann sem gaf henni lífið haldi sinni almáttugu verndarhendi yfir henni. Við kveðjum Láru, tengda- dóttur okkar, með virðingu og þakk- læti og biðjum guð að blessa heimil- ið hennar, börnin hennar og eigin- mann og gefa þeim styrk til að sætta sig við þann mikla missi sem þau hafa nú orðið fyrir. Guð blessi minningu Láru Krist- ínar Guðmundsdóttur. Fanney og Jón Frímannsson. Lára Kristín, móðursystir mín, hefur alla tíð verið eins og elsta systir mín þótt hún hafi verið 16 ár- um eldri en ég. Frá því ég man eftir mér hefur hún verið tíður gestur á heimili foreldra minna og hún var bara hluti af fjölskyldunni. Eg á margar minningar um hana frá því að ég var fimm til sex ára, þá bjó Lára á Suðurgötunni og það var ósjaldan að maður fékk að gista hjá henni og það þótti manni alveg æðis- legt því þá fékk maður að vaka leng- ur, horfa á sjónvarpið með litla kók + Ástkær faðir okkar, FORNIJAKOBSSON frá Fornhaga, Aðaldal, lést á sjúkrahúsi Húsavíkur þriðjudaginn 8. desember. Útförin ferfram frá Neskirkju, Aðaldal, laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Börn hins látna. og hraun og fá svo að sofa í rúminu hennar með stóru dúnsængina sem maður týndist undir. Síðan var spjallað fram á nótt og alltaf átti hún svör við spurningunum mínum. Eg man að mér fannst svo skrýtið að hún byggi ein, ætti svo mikið af flottum og merkilegum hlutum, eins og t.d. lyklakippu sem var eins og skakki turninn í Pisa. I rauninni var Lára íyrirmyndin mín því ég ætlaði að búa ein eins og hún og vera jafn falleg og klár eins og hún. A þessum tíma var Lára að vinna í frystihúsinu og kom alltaf heim eft- ir vinnu til að fara í bað og það var fastur liður hjá mér að fara inn á bað til hennar að þvo henni bakið og það hlutverk tók ég alvarlega og vandaði mig vel. Og ef að Lára var í mat hjá mömmu vissi ég að hún myndi lesa fyrir mig og minnisstæð- ust er bókin um Bláskjá, þá grétum við saman. Seinna, eftir að Lára giftist Frím- anni og eignaðist Jón og Fanneyju, fór ég að passa fyrir hana og síðast- liðið ár hefur Fanney passað fyrir mig. Þegar ég var orðin fullorðin sá ég þvílík dugnaðarmanneskja Lára var því það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það lék allt í höndunum á henni. Síðustu fjögur árin hefur hún átt við veikindi að stríða en þrátt fyrir það lét Lára engan bilbug á sér finna og hélt sínu striki í einu og öllu og ferðaðist bæði innanlands og ut- an með fjölskyldunni. En nú er kom- ið að leiðarlokum og ég kveð kæra frænku mína og bið Guð að styrkja Frímann, Jón, Fanneyju og Ernu. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem gleði þín var. ( Kahlil Gibran). Guð geymi þig, elsku Lára mín. Bylgja Kristófersdóttir. í dagsins önnum dreymdi mig, j)inn djúpa fiið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið barætíðsvipafþér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Aðventan er gengin í garð. Sá tími ársins sem lýsir hvað mest upp skammdegismyrkrið. Tími sem tendrar kærleika og ljós í hjarta okkar allra. Hátíð ljóss og friðar með tilhlökkun og gleði er í nánd og ljósadýrðin verður hvarvetna á vegi okkar. En skyndilega umlykur sorgarský ljósadýrðina og við erum enn og aft- ur minnt svo óþyrmilega á hverful- leika lífsins er dauðinn kveður dyra. Hún Lára okkar er dáin. Að kvöldi 5. desember kvaddi hún eftir erfið veikindi. Harðri og langri baráttu, sem háð var með ótrúlegum vilja- styrk og kjarki, er lokið. Vonir okk- ar og bænir um að hún myndi hafa betur í baráttunni við illvígan sjúk- dóm urðu að lúta í lægra haldi, því við ofurefli var að etja. Við stöndum nú hnípin og syrgjum Láru, sem alltof fljótt var kölluð burt. En við trúum því að nú sé hún komin í ljós- ið, þar sem hún á góða heimkomu í faðmi móður og annarra ástvina, og að í landi ljóssins munum við hittast að nýju. Elsku Lára, að leiðarlokum viljum við þakka þér samfylgdina, gjöful og ljúf kynni. Minningar okkar um þig, bæði í leik og starfi, munum við varðveita í hjarta okkar um ókomin ár. Minnug þess að lífið er dýrmæt gjöf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Frímann, Jón, Fanney og Erna. Við biðjum þess að góður Guð veiti ykkur huggun og styrk, svo og öldruðum fóður, systkinum og öðr- um aðstandendum. Samstarfsfólk á E-deild Sjúkrahúss Akraness.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.