Morgunblaðið - 11.12.1998, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ir
BRIDS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Stórmót LA Café
LAUGARDAGINN 12. desember
verður haldið eins dags tvímennings-
^mót á vegum LA Café með peninga-
verðlaunum fyrir efstu sæti. Spiluð
verða 42 spil í tveimur 21 spils lotum,
Mitchell-fyrirkomulag. Spilamennska
hefst klukkan 11 um morguninn og
verður lokið vel fyrir kvöldmat. Verð-
laun verða samtals 120.000 krónur, 50
þúsund íyrir fyrsta sætið, 40 þúsund
íyrir annað sætið og 30 þúsund krón-
ur fyrir þriðja sætið.
Skráning í mótið er í síma 562 6120
á milli 13 og 24. Þátttakendum er
bent á að skrá sig í tíma, því húsnæði
LA Café (á Laugavegi 45a) leyfir tak-
markaðan fjölda para. Skráningar-
gjald í mótið er 5.000 krónur og spilað
er um silfurstig.
Bridsfélag Borgarfjarðar
ANNAÐ kvöldið í hraðsveitakeppn-
inni var spilað 7. des. og voru úrslitin
allt önnur en fyrsta kvöldið. Lang-
hæstu skorina hlaut sveit Eyva á
Kópa, eða 522 stig þegar meðalskor
var 450. Með Eyjólfi spila Jói á Stein-
um, Magnús yngri í Birkihlíð og Jón
Pétursson í Björk. Annars urðu úrslit
þessi:
Eyvi á Kópa 522
Jón Þórisson 452
Guðmundur Kristinsson 448
Heildarstaðan er nú þessi:
Eyvi á Kópa 957
Jón Þórisson 934
Ingólfur Helgason 901
* Seinni hluti fyrra Venusarmóts
vetrarins verður spilaður 1 Mótel
Venusi þriðjudaginn 15. desember kl.
20 og eru spilarar minnir á að mæta
tímanlega.
Vesturlandsmót í sveitakeppni
Vesturlandsmótið í sveitakeppni
verður spilað helgina 23. og 24. janú-
ar nk. í félagsheimilinu Logalandi í
Reykholtsdal. Allar upplýsingar
vegna mótsins fást hjá Sveinbimi
Eyjólfssyni í síma 437-0020 og 437-
0029. Minnt er á að skráningu lýkur
15. janúar.
~i~
HESTAR
Fyrsti farmurinn með flugi fer eftir áramót
Utflutningur á hrossum frá
Norðurlandi hefur gengið vel
UTFLUTNINGUR á hrossum frá
Norðurlandi hefur gengið vel að
sögn Baldvins Ara Guðlaugssonar
tamningamanns á Akureyri. Frá
því í haust hafa hross þrisvar sinn-
um verið flutt með skipi, átta hross
í senn og voru þau seld til Dan-
merkur, Svíþjóðar og Þýskalands.
Fyrirhugað var að hefja útflutn-
ing á hrossum með flugi frá Norð-
urlandi fyrir áramót, en ekkí hefur
enn tekist að fylla eina vél. Fyrsta
flugið verður því ekki fyrr en í jan-
úar en þá er gert ráð fyrir að 45
hross fari til Billund í Danmörku.
Baldvin Ari sagði að flugið væri
örlitlu dýrara en skipaflutningarn-
ir, en óneitanlega færi mun betur
um hrossin. Þau gætu þó orðið fyr-
ir andlegu álagi, en það varaði þá í
stuttan tíma og yfirleitt væru þau
fljótari að jafna sig eftir flug.
Eitthvað hefur selst af hrossum
á Bandaríkjamarkað í haust en
þau hafa verið flutt með flugi frá
Keflavíkui’flugvelli.
Gnýr og Geisli á leið
til Danmerkur
Baldvin Ari rekur tamningastöð
á Akureyri ásamt fóður sínum
Guðlaugi Arasyni og bróður sínum
Heimi og eru þeir með 40 hross á
húsi. Þeir halda starfseminni
gangandi allt árið um kring og
hafa haustin oft verið góður sölu-
tími. Þetta haust sé með því betra
hjá þeim. Þeir hafa meðal annars
flutt út stóðhestana Sörla frá
VONIR standa til að útflutningur
auki hlutdeild Norðlendinga á
Búlandi til Bandaríkjanna og
einnig Glæsi frá Húsey, jarpskjótt-
an, fallegan 2. verðlauna hest sem
þeir notuðu svolítið sjálfir. Á næst-
unni fara svo 1. verðlauna stóð-
hestarnir Gnýr frá Hrepphólum og
Geisli frá Ási til Danmerkur. Eng-
inn þessara hesta er með það hátt
kynbótamat að bjóða þyrfti þá til
forkaups hér á landi.
Baldvin Ari sagði að markaður
fyrir fjölskylduhross hafí verið
mjög lélegur í haust. Þeir feðgar
hafi hins vegar alltaf einbeitt sér
að kynbótahrossum og keppnis-
Morgunblaðið/Kristj án
á hrossum beint frá Norðurlandi
markaði fyrir ijölskylduhross.
hestum og svo virðist sem eftir-
spurnin eftir þeim hafi ekki
minnkað, enda stöðugur markað-
ur. Það sé aftur á móti mjög slæmt
ef markaðurinn fyrir fjölskyldu-
hrossin hrynur því sá markaður sé
einmitt ástæðan fyrir því að barist
var fyrir því að fá hross flutt út frá
Norðurlandi. Norðanmenn hafi átt
litla hlutdeild í þessum markaði,
en vonast er til að hún aukist með
tilkomu þessara flutninga.
Sárafáir með hross í
þjálfun í haust
Aðspurður um innanlandsmark-
að sagði hann að honum virtist
mikil deyfð yfír honum og hesta-
mennskunni yfirleitt. Sárafáir hafi
verið með hross í þjálfun og lítið
verið unnið í sölumálunum. „I stað
þess að berjast áfram í sölumálun-
um hafa margir eytt tímanum í að
barma sér og umræðan um sölu-
málin hefur verið neikvæð," sagði
hann. „Þetta er búið að vera átaka-
ár og svo virðist sem allt loft sé úr
mönnum. Líklega eru þeir bara að
hlaða batteríin núna.“
Tíu milljónir til
hrossaræktar á
fjáraukalögum
Hvað er á
sfcrá?
iMac
yttur jólaieikur
' í Dagskrá
Morgunblaðsins
Taktu þátt í léttum jólaleik í Dagskrá
Morgunblaðsins í hverju blaði til jóla og
þú gætir unnið glæsileg verðlaun.
Það er einfalt að vera með: Á blaðsíðu 44 í Dagskránni 9. desember eru nokkrar léttar
spurningar um efni blaðsins. Ef þú sendir inn rétt svar fyrir 14. desember átt þú kost á að
vinna TAL 12 Slimlite GSM-síma og TALkort eða matarkðrfu frá verslunum 11-11.
Fyrir rétt svör í barnaþrautinni er hægt að vinna Sony Playstation-leikjatölvu frá Skífunni.
Nöfn allra þátttakenda fara í jólapott þar sem dregið er um glæsilega
iMac-tölvu frá Aco-Applebúðinni.
Einnig er hægt að taka þátt í leiknum á mbl.is á hnappnum jólaleikur.
Taktu þátt í léttum leik og hver veit nema þú vinnir!
AcoRApplebúðin
SKÍFAN
I FRUMVARPI til fjáraukalaga
sem nú liggur fyrir Alþingi eru
10 milljónir króna ætlaðar til
hrossaræktarinnar. I samtali við
Guðmund Bjarnason landbúnað-
arráðherra kom fram að ekki
hefur verið ákveðið hvernig þess-
ir peningar munu skiptast en það
verður strax gert ef fjáraukalög-
in verða samþykkt.
Landbúnaðarráðherra sagði að
þegar hitasótt í hrossum geisaði
og útflutningur á hrossum stöðv-
aðist féllu niður tekjur sem
renna í útflutnings- og markaðs-
sjóð. Formaður Félags hrossa-
bænda og fleiri lýstu yfir áhyggj-
um vegna þessa og óskað var eft-
ir 30 milljóna króna framlagi til
hrossaræktarinnar.
Að sögn Guðmundar flutti
hann tillögu um þetta í ríkis-
stjórn og var ákveðið að veita 10
milljónir króna til að styrkja út-
flutnings- og markaðsmál. Þrátt
fyrir að ekki hafi enn verið
ákveðið hvernig þessi upphæð
muni skiptast er ljóst að hluti
hennar mun renna til Utflutn-
ings- og markaðsnefndar og Fé-
lags hrossabænda.
A nettölti
Staðnaðir hestavef-
ir og aðrir líflegri
VINSÆLDIR Netsins eru alltaf að
aukast og er stór hluti íslenskra
heimila búinn að „tengja". Á þetta
væntanlega jafnt við um hestamenn
sem aðra. Heimasíðum sem fjalla
um íslenska hestinn fjölgar einnig
og er þeim fagnað af þeim sem hafa
hesta og tölvur að áhugamáli.
Helsti galli við íslenska hestavefi
er að þeir eru ekki uppfærðir nógu
oft þrátt fyrir góð fyrirheit. I þessu
sambandi mætti nefna Faxavefinn
(www.stak.is/faxi), en eftir að engin
hreyfing átti sér stað á honum í
langan tíma var því heitið að hann
yrði uppfærður vikulega. Því miður
hefur þetta ekki gerst. Svo virðist
sem enginn notfæri sér Heita pott-
inn, sem á að vera vettvangur um-
ræðu á milli hestamanna. Nokkuð
er um auglýsingar og inni á vefnum
eru ágætar fræðslugreinar sem
flestar eru búnar að vera þar lengi.
Þess ber að geta að aðstandendur
Faxa fengu 750.000 króna styrk við
síðustu úthlutun Utflutnings- og
markaðsnefndar.
Á hestavef Jónasar Kristjánsson-
ar (www.hestur.is) er alltaf einhver
hreyfing, en hægt er að komast inn
á fréttir án þess að vera áskrifandi.
Ef enginn utanaðkomandi hefur
neitt fram að færa skrifar Jónas
Kristjánsson ýmsan fróðleik sjálfur,
sem stundum á jafnvel rætur sínar
að rekja í Hestaþátt Morgunblaðs-
ins!
Áður hefur verið getið Hesta-
banka Skagfirðinga (www.horse.is).
Sú heimasíða er uppfærð reglulega,
síðast 18. nóvember síðastliðinn.
Fréttir eru að vísu gamlar, en á síð-
unni er mikill fróðieikur og mjög
gott tenglasafn. Þaðan er líklega
hægt að komast inn á allflesta vefi
sem yfirleitt fjalla um íslenska hesta
auk annarra sem geyma almennan
fróðleik um hesta og það sem þeim
fylgir. Fyrst og fremst er samt
Hestabankinn hugsaður sem vett-
vangur til að skrá söluhross með ná-
kvæmum upplýsingum.
Auðvelt er að fikra sig áfram út
frá Hestabankanum og er vel þess
virði að líta á síðu Hestaleigunnar á
Ásólfsstöðum (www.artemis.centr-
um.is/hestur/) og hrossaræktarbús-
ins og reiðskólans í Vestra-Gelding-
arholti svo eitthvað sé nefnt. En
þegar maður kemst í gott tengla-
safn eins og reyndar er einnig á Ás-
ólfsstaðasíðunni er auðvelt að kom-
ast í nánast allan þann fróðleik sem
býðst um hesta á Netinu.