Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 64
-i64 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_____AÐSENPAR GREINAR_
ímynd hjúkrunar-
fræðinga út á við
ÍMYND hjúkrunar-
fræðinga út á við hefur
tekið á sig ákveðin
form gegnum tíðina.
Eina útgáfu hennar sá
ég í símaauglýsingu um
daginn. Þar dilluðu sér
tvær snoppufríðar
. ijóskur, hvítklæddar í
stuttum pilsum og á há-
um hælum, kringum
rúmfastan, stórslasað-
an mann sem virtist
vera í sjöunda himni.
Þessi imynd kom
einnig fram hjá einum
sambýlingi mínum á
stúdentagörðum, sem, í
upphafi misseris, furð-
aði sig á því hvaða fræðibókaflóð ég
væri að bera inn í húsið. Ég út-
skýrði lauslega fyrir honum námið
bakvið hjúkrunarstarfið og hann,
furðu lostinn, sagði mér að hann
hefði alltaf ímyndað sér „hjúkkur
sem sætar stelpur sem færðu hon-
um eitthvað að drekka og svona,“
væri hann svo óheppinn að lenda á
spítala. Önnur mynd sem virðist
fóst í hugum margra er sú af Flor-
ence Nightingale, „konunni með
lampann". Ungfrú Nightingale
telst vera upphafspersóna hug-
myndafræði nútíma hjúkrunar.
Hún var ein af þeim konum sem gaf
upp á bátinn fjárhagslegt uppihald
fjölskyldu sinnar og hugsanlega
eigin framtíðar fjölskyldu og helg-
aði líf sitt hjúkrun, í sjálfboðavinnu.
Stutt pils, dillibossar og háir hælar
er ekki eitthvað sem
hjúkrunarfræðingar
almennt kannast við
úr vinnunni. Sjálfboða-
vinna er annað mál, þó
að hún komi ekki til af
fórnfýsi, heldur er
sjálfboðavinna það
sem hjúkrunarfræð-
ingar hugsa þegar
launaseðillinn berst
heim. Gott eitt er um
starf ungfrú Night-
ingale og staUsystra
hennar að segja og
hjúkrunarfólk ber enn
umhyggju fyrir skjól-
stæðingum sínum og
ber virðingu fyrir
þeim, en tímarnir hafa breyst að
flestu öðru leyti.
Stutt pils, dillibossar og
háir hælar, segir
Sigurður Harðarson,
er ekki eitthvað sem
hjúkrunarfræðingar
almennt kannast
við úr vinnunni.
Kannski hafa þessar ímyndir af
léttlyndum gálum og siðprúðum
nunnum viðhaldið sér af því að
hjúkrunarfræðingar eru ekki nógu
sýnilegir sem stétt. Fer ekki starfið
mest fram innan stofnana? Ég man
alltaf eftir dagblaðsmynd sem
fylgdi frétt af verkfalli og mót-
mælaaðgerðum franskra hjúkrun-
arkvenna. Myndin sýndi öskureiðar
konur steyta knýtta hnefa og
lumbra á skelkuðum lögregluþjón-
um. Þessa mynd man ég frá því ég
var krakki af því að mér fannst
þessi hegðun alls ekki eiga við þá
litlu hugmynd sem ég hafði gert
mér um hjúkrunarstéttina. I dag vil
ég meina að þetta sé einmitt það
sem íslenskir hjúkrunarfræðingar
þurfi að gera. Þá á ég við að láta til
sín taka út á við, þó lítill tilgangur
sé í að lúskra á öðrum launaþrælum
eins og lögreglufólki. Almenningur
hefur lítið af hjúkrunarfræðingum
að segja nema helst það fólk sem
hefur við þá bein samskipti, þ.e.
sjúklingar og aðstandendur þeirra.
Það fólk sem er í ábyrgðarstöð-
um gagnvart hjúkrunai'fræðingum
og heilbrigðiskerfinu almennt virð-
ist vera í sömu stöðu og almenning-
ur. Nema að um sé að ræða að vilj-
inn ráði þar fáfræðinni. Að hugsun-
in bakvið aðgerðarleysið sé að best
sé að vita sem minnst af þessu fólki,
það geti alveg verið óánægt aðeins
jengur, a.m.k. út kjörtímabilið. Ur-
bótaleysi stjórnvalda vekur aðra
spurningu; hvort í raun sé einhver
vilji fyrir hendi til að bæta aðstæð-
ur starfsfólks og sjúklinga? Sé sá
vilji fyrir hendi - hverra hendur
eni þá bundnar og af hverjum?
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi
við Háskóla ískimls.
ÞVÍ MIÐUR hefur
allt of lítið verið rætt
um félagsleg og efna-
hagsleg áhrif stóriðju í
tengslum við virkjana-
og stóriðjuáform á
Austurlandi en telja
má víst að þessi áhrif
móti viðhorf margra til
verkefnisins í heild.
Það sást glögglega í
skoðanakönnun sem
gerð var fyrir verkefn-
isstjórn STAR í haust
því rúmlega 86% töldu
að stóriðja leiddi til
aukins fólksfjölda á
Austurlandi og rúm-
lega 2 af 3 töldu hana
leiða til hærri launa á Austurlandi.
Það vill svo til að virkjanir og stór-
iðja á Austurlandi eru samhangandi
þættir.
Ein viðamesta rannsókn á félags-
gerð Mið-Austurlands sem fram-
kvæmd hefur verið var unnin fyrir
verkefnisstjóm STAR veturinn
1997/1998. Þar var um að ræða mat á
félagslegum og efnahagslegum
áhrifum álvers í Reyðarfirði og
byggist þessi grein á þeirri vinnu að
miklu leyti. Verkið var unnið þannig
að ráðgjafar frá Nýsi hf. og
kanadískur ráðunautur höfðu um-
sjón með verkinu, en einnig voru
aðrir sérfræðingar tilnefndir. Sá sem
þetta skrifar var tengiliður rann-
sóknarinnar á Austurlandi. Þótt
skýrslan sé ekld tilbúin til dreifingar
liggur bráðabirgðaniðurstaða fyrir
og hún þykir jákvæð bæði fyrir sam-
félagið á Austurlandi og fyrir álver.
Viðhorf margra til virkjana og
stóriðju kann að mótast af íbúaþróun
síðustu ára. Fólksfækkun á síðustu
árum hefur aðallega átt rætur sínar í
því að ungt menntað fólk leitar burt í
leit að atvinnu við hæfi. Nú er svo
komið að ef engar róttækar breyt-
ingar verða á atvinnulífi Austurlands
þá fækkar fólki á Austurlandi um
25% á næstu 10 árum. Þetta stað-
festir nýleg skýrsla Stefáns Ólafs-
sonai- fyrir Byggðastofnun. Þetta er
því miður enginn hræðsluáróður.
Þetta er staðreynd og allt tal um
annað er óábyrgt í þessu sambandi. I
fréttum nýlega var sagt frá því að
fólki fækkaði alls staðar á landinu
annars staðar en á höfuðborgar-
svæðinu fyrstu 9 mánuði ársins og
fólki fækkaði mest á Austurlandi.
Hins vegar er hægt að ráðast í rót-
tækar aðgerðir og með tilkomu stór-
iðju er hægt að snúa þessari þróun
við. Austurland getur hæglega tekið
við fólksíjölgun samfara álveri, ekki
síst í ljósi fækkunar síðustu ára.
Störf í álveri
Starfsumhverfi í álveri hefur tek-
ið miklum breytingum á undanforn-
um árum með tæknibyltingu í iðn-
aði. I hátækniiðnaði eins og áliðnaði
eru 44% starfsfólks iðnmenntuð en
48% eru háskólamenntuð, tækni-
menntuð og framhaldsmenntuð,
alls 92%, en 8% vinnuaflsins ófag-
lærð. Af þessu leiðir að flestir
verkamenn eru fagmenntaðir og
sérhæfing í störfum er nokkuð mik-
il. Eins og vinnumarkaðurinn á
Austurlandi er í dag þá eru um 60%
starfsfólksins ófaglærð. Samkvæmt
vinnumarkaðskönnun sem gerð var
sem hluti af mati á félagslegum og
efnahagslegum áhrifum þá er
faglært fólk á Austurlandi um 30%
af vinnuaflinu og er það þá skil-
greint mjög vítt, þ.m.t. iðnaðar-
menn, skipstjórar, vélstjórar, mat-
sveinar, bændur, menntað fisk-
vinnslufólk, verslunarmenntað fólk,
sjúkraliðar, leikskólakennarar og
grunnskólakennarar.
Fyrir sum þessara
starfa er krafist há-
skólamenntunar í dag
en háskólamenntað
fólk á Austurlandi er
talið vera um 5-10%
vinnuaflsins.
Iðnferli í nútíma ál-
veri eru að mestu
tölvustýrð og líkamlegt
erfiði heyrir sögunni til
og ekkert því til fyrir-
stöðu að álverið verði
vinnustaður fyrir kon-
ur jafnt sem karla.
Störf í álverum eru auk
þess vel launuð og
reynslan sýnir að þau
eru afar eftirsótt. Sem dæmi má
nefna að þegar álverið á Grundar-
tanga auglýsti eftir fólki þá voru 10
um hvert auglýst starf.
Efnahagsleg áhrif
Helsti viðræðuaðili okkar Islend-
inga, Norsk Hydro, hefur sagst
ætla að halda fjölda fastra starfs-
manna í lágmarki. Þeir vilja sér-
hæfa sig sem mest þannig að öll
starfsemi sem ekki tengist beint
framleiðslu áls verður keypt af
heimamönnum. Annars staðar hef-
ur fyrirtækið lent í því að reka alls
konar þjónustu sem kemur fram-
leiðslunni ekkert við s.s. matvöru-
Bráðabirgðaniðurstaða
um mat á félagslegum
og efnahagslegum
áhrifum álvers í Reyð-
arfirði liggur fyrir,
segir Magnús Asgeirs-
son, og þykir hún já-
kvæð bæði fyrir samfé-
lagið á Austurlandi
og fyrir álver.
búðir og vill forðast slík umsvif. Ál-
ver þarf töluverða aðkeypta þjón-
ustu, t.d. þjónustu rannsóknarstofa,
tækniþjónustu og ráðgjöf, mat-
sölu/mötuneyti, þrif, garðyrkju, ol-
íuviðskipti, tölvu- og upplýsinga-
tækni, slökkvilið og sjúkraþjónustu,
endurhæfingu, umhverfisþjónustu
og endurskoðun. Þjónustuframboð
á Austurlandi ætti að vera svipað
og annars staðar á landinu og flest
stærri fyrirtæki á svæðinu bjóða út
þjónustu að einhverju leyti. Álverið
mun hafa jákvæð áhrif á önnur fyr-
irtæki sem þurfa e.t.v. að kaupa
samskonar þjónustu, og það mun
efla verulega þau fyrirtæki sem
gætu þjónustað báða aðilana. Þetta
mun í sjálfu sér leiða til mikils hag-
vaxtar og því er þróunin ekki fyrir-
séð, mörg fyrirtæki geta sprottið
upp með tiikomu álvers og því kann
þjónusta að aukast verulega miðaða
við hvernig hún er í dag.
I dag ganga hugmyndir um
áfangaskiptingu álvers í Reyðar-
firði út á eftirfarandi:
I. áfangi - 2003-2005 (120.000 t.)
Heildarfjárfesting 33
milljarðar
II. áfangi - 2006-2010 (240.000 t.)
Heildarfjárfesting 59
milljarðar
III. áfangi - 2011-2013 (120.000 t.)
Heildarfjárfesting 28
milljarðar
Fjárfesting alls 120 milljarðar
SKOÐUN
Sigurður
Harðarson
FELAGSLEG OG
EFNAHAGSLEG
ÁHRIF ÁLVERS
Magnús
Asgeirsson