Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 72

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 72
72 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði. Safnaðarstarf Endurvígsla Fríkirkjunnar í Hafnarfírði NÆSTKOMANDI sunnudag, 13. desember, mun biskup Islands, herra Kai-1 Sigurbjörnsson, endur- vígja Fríkirkjuna í Hafnai’firði eftir gagngerar endurbætur sem staðið hafa yfir frá þvi í vor. Athöfnin hefst kl. 14. Allir kórar kirkjunnar, kirkjukór, barnakór og unglingakór taka þátt í athöfninni og verður nýtt orgel kirkjunnar vígt um leið og kirkjan. Að athöfn lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar sem búast má við miklum fjölda við athöfnina sjálfa verður kirkjan opin og til sýnis eftir vígsl- una til kl. 18. Bamasamkoma verður í kirkjunni kl. 11 að morgni vígsludags. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnai-firði var stofnaður á sumardaginn fyrsta árið 1913. Sama sumar var hafist handa um byggingu kirkjunnar og var hún vígð 14. desember sama ár og á því 85 ára vígsluafmæli nú. Fríkirkjan er fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði á síðari tímum og er það einsdæmi að fríkirkjusöfn- uður skuli vera á undan þjóðkirkju- söfnuði að reisa kirkju í svo stóru byggðarlagi. A síðustu 15 árum hefur orðið mikil breyting á stöðu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði en á þessum tíma hefur safnaðarfólki fjölgað úr 1.800 í 3.150. Söfnuðurinn stendur fyrir öflugu bama- og æskulýðsstarfi 5 daga vik- unnar. I maí á þessu ári var hafist handa um þær miklu endurbætur á kirkj- unni sem nú er að ljúka. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og verkfræði- stofan Línuhönnun hafa séð um allan undirbúning þessa mikla verkeftiis en fyrirtækið Gamlhús séð um verk- framkvæmdir. Fríkirkjan í Hafnarfirði hlýtur að teljast hafa nokkra sérstöðu á höfuð- borgarsvæðinu. Vegna útlits minnir hún frekar á hlýlega sveitakirkju en borgarkirkju. Hún er eina kirkjan sem alfarið er byggð úr timbri á þessu svæði. Prestur Fríkirkjunnar í Hafnar- firði er Einar Eyjólfsson. Formaður safnaðarstjómar er Jóhannes Ein- arsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, en afi hans, Jóhannes Reykdal, var formaður safnaðar- stjómar þegar kirkjan var vígð árið 1913. Bræðrafélag Fríkirkjunnar. Á morgun, laugardaginn 12. des., kl. 12 á hádegi heldur Bræðrafélag Frí- kirkjunnar aðventuhátíð í safnaðar- heimilinu á Laufásvegi 13. Félögum er boðið að koma með eiginkonur og gesti til þessa fagnaðar. Á dagskrá er jólahlaðborð, jólahugvekja, skemmtiatriði og sungin verða jóla- lög. Ágóði af fagnaðinum rennur til kaupa á sálmabókum fyrir kirkjuna. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritningar- lestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús ki. 11-13. Slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stund- ina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugameskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag 12. des. kl. 15. Jólafundur. Ekið um borgina og jólaljós og skreytingar skoðaðar. Heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðar- heimiii að ferð lokinni. Þátttaka til- kynnist í síma 511 1560 í dag kl. 10- 12. Allir velkomnir. Selfosskirkja. Aðventukvöld kl. 20.30. Laufabrauðssala kvenfélags- ins eftir stundina í kirkjunni. Kon- urnar bjóða upp á kaffi og smákök- ur. Á sunnudag: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Jólatónleikar kl. 16 og 20. Hádegisbænir þriðjudaga til fóstudaga kl. 12.10. Keflavíkurkirkja. Samstöðuhátíð á vegum Öiyrkj aba n d al ags i ns við Hæfingarstöðina á Hafnargötu 90, Keflavík, hefst ki. 17. Meðal efnis verður að kór Keflavíkurkirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjóm Einars Amar Einarssonar. Sr. Ólafur Oddur Jónsson flytur hugvekju. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Ræðumaður Svanur Magnússon. Allir velkomnir. Karlasamvera í neðri sal kirkjunnar kl. 20.30. Allir karlar velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs- þjónustu. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Halldór Olafsson. Aðventkirkjan, Brekastfg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Samkoma kl. 11. Umsjón: Börnin í kirkjunni. Samfélag aðventista, Sunnuhlíð 12, Akureyri: Samkoma kl. 10.30. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Lladro handgerðu spænsku stytturnar fást hjá okkur. Reykjavíkurvegi 5, Hafnarfirði, sími 555 0455. í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gýligjafir? ÞEGAR Kristján Ragnars- son lýsti því yfir að íslensk- ir sægreifar ætluðu að gefa ríkinu skip fyiir Hafrann- sóknastofnun héldu margir að um gýligjöf væri að ræða. Þá varð þegar ljóst hvert nafn fleytan fengi. Það yrði auðvitað „Múta“, því það lá ljóst fyrir að til einhvers væri gjöfin gefin. Því ljóst var að rányrkju- floti LIU var að verða tor- tryggilegur, þótt norskir væru þá ekki búnir að leggja fram gögn, sem sönnuðu hversu togarafloti heimsins er skaðlegt verk- færi til fiskveiða. í Veri Morgunblaðsins í dag, 25. nóvember, er nefndur Kri- stján að draga í land með „stórgjöfina" til ríkisins frá LÍÚ, enda mun ekki þörf á henni lengur því sægreif- arnii' eru þegar búnir að ná öllu því fram sem þeir ætl- uðu með trúrri aðstoð handbenda sinna í Alþingi. Sægreifarnir eru sem sagt komnir með „attest“ um að þeir eru ennþá eigendur allra veiðiheimilda með því að fá leyfi Alþingis að veð- setja „þjóðareignina". Nefndur er til sögunnar sjóður, Þróunarsjóður sjávarútvegsins, sem títt- nefndur Kristján virðist hafa í rassvasa sínum, því hann segir að þó þessi þró- unarsjóður fjármagni skipakaupin komi fleytan samt frá sjávarútvegi. Það var víst ekki góð fram- ganga hér áður fyrr er menn báni fé í dóminn. Það má líkja því við að bera fé í dóm er Lands- samband íslenskra útvegs- manna bauð alþingismönn- um dúsuna þá, að gefa þjóðinni rannsóknarskipið, sem Kristján hefur nú aft- urkallað, því nú eru öll þau kurl til grafar komin sem til var ætlast. Jón Hannesson, kt. 190921-3609. Ruslpósturinn MIKIÐ er það magn aug- lýsingabæklinga sem berst inn um blaðalúgurnar hér á höfuðborgarsvæðinu og nú þegar dregur að jólum hefur þetta aukist. Sá sem þetta ritar er lít- ið hrifinn af þessum rusl- pósti og sama er að segja um fleiri. Almenningur er orðinn hundleiður á þessu drasli, póstburðarfólk einnig og varla skapar þetta þægindi í prent- smiðju Morgunblaðsins - eða hvað? Þeir sem vilja auglýsa vöru sína eða þjónustu ættu að reyna aðrar leiðir til að vekja athygli á sér. Væri það ekki betra að kaupahéðnar og verslunar- menn færu þá leið að gefa út bara eina auglýsingabók fyrir jólin í stað hinna mörgu blaðsnepla sem nú angra og hina fjölmörgu borgara landsins? Eyjólfur Guðmundsson. Vill heyra sönginn FRÉTTIR sjáum við dag- lega í sjónvarpinu. Stund- um er sagt frá einhverju sem fram hefur farið, vigslur í ýmsu formi og svo til alltaf er mættur kór, stundum fjöldi barna í sparifötunum eða kór full- oðrinna, líka í sparifötun- um, og syngja af hjartans list það sem hefur verið æft vel og vandlega fyi'ir þessa tilkomumiklu hátíð. En - um leið og kórinn byrjar að syngja hefur fréttamaðurinn upp sína raust, spjallai' allan tímann meðan kórinn syngur og oftast er það fréttamaður- inn sem er lengst á skerm- inum. Mig langar hins veg- ar alltaf til að heyra söng- inn og sjá öll þessi glöðu andlit sem eru að flytja fagnaðaróð. Ætti ekki að lengja fréttatímann á kostnað einhvers annars? Kona. Frábær þjónusta Flugleiða VELVAKANDA bai-st eft- irfarandi: „Síðastliðinn þriðjudag kom dóttir mín, sem búsett er í Bandai'íkjunum, til landsins með Flugleiðum frá Boston. Var hún með 5 ung börn sín með sér, á aldrinum 1-8 ára gömul. Fékk hún alveg frammúr- skai'andi þjónustu hjá Flugleiðum, henni var út- vegaður maðm- sem að- stoðaði hana með farang- urinn og í flugvélinni dekr- uðu flugft'eyjurnar við hana og sinntu börnunum mjög vel, sýndu þeim eldri t.d. í flugstjórnai'klefann. Vill ég senda þessu starfs- fólki Flugleiða mínar kær- ustu þakkii' fyrir frábæra þjónustu. Einnig þakka ég Flugleiðum fyrir frábær tilboð, lág fargjöld og góða þjónustu sem ég hef notið hjá þeim.“ Ánægður afi. Tapað/fundið Svartur mittisjakki týndist á Fjörukráiini SVARTUR mittisjakki týndist á Fjörukránni föstudaginn 4. desember. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 7178. Dýrahald Finka í óskilum FINKA, með rauðan blett á höfði, fannst við Garðsenda og er í óskilum á Básenda 8. Upplýsingar í síma 553 8145. Andri Hlynur. Týnd læða SMÁVAXIN glansandi svört læða týndist úr Laugarneshverfi fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Þeir sem kynnu að hafa orðið ferða hennar varir eru vin- samlega beðnir að hafa samband í síma 554 1692. SKAK Fmsjón llargcii' rélursson Staðan kom upp á opnu öflugu móti sem fram fór á Korsíku í byrjun desem- ber. Alexander Chernin (2.610), Ungverja- landi, var með hvítt og átti leik gegn Laurent Fressinet (2.455), Frakklandi. Svartur var að leika illa af sér með 21. Hd8_d7?? Hann missti af öflugum leik, 21. _ Be2+! en þá hefði hann haft síst lakari stöðu. 22. Bf5! og svart- ur gafst upp, því hann tap- ar manni. Chernin sigraði á mótinu með 8 v. af 9 mögulegum, en næstir komu Bologan, Moldavíu, Agrest, Svíþjóð, Palac og Hulak, Króatíu, Vescovi, Brasilíu, og Tyomkin, Isra- el, með 7 v. HVÍTUR leikur og vinnur HOGNI HREKKVISI • Eréu öA ■Pf'tcL. h&ruT,?J " Víkveiji skrifar... VÍKVERJI keypti jólahefti Her- ópsins á dögunum. Þar er að finna margar uppbyggilegar greinar að vanda. Hjálpræðisherinn hefur unnið stórmerkt starf hér á landi, sem ástæða er að þakka fyrir. Víkverji les Herópið reglulega og hefur glaðst yfir því að starf Hjálp- ræðishersins er greinilega í sókn hér á landi. í hverju blaði er sagt frá vígslu nýrra hermanna. Herinn er að störfum allt árið en fyrir jólin er starfið umfangsmeira en aðra daga. Ástæða er til að hvetja landsmenn til að styrkja herinn, sem og önnur líkn- arsamtök, núna fyrir jólin. xxx KUNNINGI Víkverja hringdi vegna umræðna um virkjanir á hálendinu. Vildi hann benda á þá staðreynd að ferðamannastraumur upp á hálendið nýttist íbúum fjarð- anna á Austurlandi ekki neitt. Af þeim ferðamannastraumi fengju þeir engai- tekjur. Fólksflótti af þessu svæði yrði ekki stöðvaður nema með einhvers konar stóriðju. Vildi hann meina að þetta hafi ekki komið nægi- lega vel fram. xxx EITT helsta skemmtiefnið á íþróttasíðum blaðanna eru frá- sagnir af erlendum leikmönnum ís- lenzkra kröfuknattleiksliða. Varla líður sá dagur að ekki sé skýrt frá því að þeir séu að koma ellegar að fara. Gjarnan eru bundnai’ miklar vonir við þessa menn þegar þeir koma, enda sumir sagðir með reynslu úr bandarísku NBA-deild- inni. Þegar mennh'nir svo fara úr landi fylgir ósjaldan sú skýring að þeir hafi ekki staðið undir vænting- um eða þá að þeir þurfa að fara vegna veikinda í fjölskyldunni. Nýjasta nýtt af þessum vettvangi er brotthvarf bandarísks leikmanns Hauka, Brians Holberts að nafni. Samkvæmt frétt í DV á miðvikudag- inn kom Holbert til iandsins á fóstu- daginn og lék sinna fyrsta og eina leik á sunnudaginn gegn Þór. Hann stóð vissulega undh' væntingum enda skoraði hann 45 stig. Strax eftir leik- inn virðist sem eitthvert óþol hafi komið í Holbert og fór hann af landi brott á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins var það íslenzkt veðurfai', myi-kui', rok og rigning, sem fór fyrir brjóstið á Holbert. Fylgir fréttinni að nú sé unnið að því hjá Haukum að fá annan Banda- ríkjamann, Myron Walker. Sá lék með Haukum í haust en þurfti að fara heim vegna fjölskylduerfiðleika. Gaman væri að sjá lista yfir þá er- lendu leikmenn sem hingað hafa komið í gegnum tíðina og ekki væri síður gaman að sjá yfirlit yfir kostn- aðinn sem af hefur hlotizt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.