Morgunblaðið - 11.12.1998, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 77
FÓLK í FRÉTTUM
WHITNEY Houst.on og Mariah Carey taka lagið saman, en þær syngja
saman á sólóskífu þeirrar fyrrnefndu.
Ný plata
Whitney Houston
► EIN HELSTA söngkona síð-
ustu ára er Whitney Houston.
Hún sló rækilega í gegn á á síð-
asta áratug, en það sem af er tí-
unda áratugnum hefur hún helst
lagt stund á kvikmyndaleik og
sungið inn á plötur tengdar þeim
myndum. Það þótti því saga til
næsta bæjar þegar spurðist að
hún hefði hljóðritað nýja skífu,
sem er fyrsta hljóðversplatan
sem hún gefur út í átta ár.
Whitney Houston kallaði ýmsa til
þegar kom að því að gera nýja
plötu, og þar á meðal marga af
helstu upptökustjórum og laga-
smiðum siðustu ára; Wyclef Jean
Fugees-mann, Missy Elliot og
Kenneth Babyface Edmonds.
Einnig koma nokkrir gesti við
sögu við hljóðnemann; Faith
Evans og Kelly Price syngja með
í einu lagi, en einna merkilegast
þykir þó samstarf þeirra Whitn-
ey Houston og Mariah Carey í
laginu When You Believe, sem er
einnig notað í teiknimyndinni Pr-
ince of Egypt, enda hefur Maria
Carey verið talin helsti keppi-
nautur Whitney Houston á söng-
kvennasviðinu. Platan nýja hlaut
heitið My Love is Your Love og
hefur verið vel tekið, en ýmsir
gagnrýnendur hafa fagnað því
sérstaklega að Whitney Houston
hafi snúið aftur í sviðsljósið sem
söngkona, enda liggi það betur
fyrir henni en kvikmyndaleikur.
Tupac lifír
► SÖGUSAGNIR eru á kreiki í
Bandaríkjunum um að Tupac
Shakur sé ennþá á lífi. USA
Today greinir frá því að nýútgef-
in breiðskífa með lögum rappar-
ans hafi gefið orðrómnum byr
undir báða vængi. Á skífunni, sem
nefnist „2Pac: Greatest Hits“, er
opnunarlagið Guð blessi hina
dauðu með kveðjunni „Hvfldu í
friði Biggie Smalls". Smalls, sem
gekk undir viðurnefninu Notori-
ous B.I.G., var myrtur 9. mars ár-
ið 1997. Er það nokkrum mánuð-
um eftir að Shakur var skotinn til
bana 13. september árið 1996.
Talsmaður Amaru Entertainment,
sem dreifir plötunni, segir að
Shakur hafi tekið upp lagið árið
1993 eða 1994.
Við bjóðum
jólavermi
í Grillinu
Á aðventunni jafnast ekkert á við jólavermi í Grillinu. Úrvals
þjónusta, eðalmatseðill og sérvalin vín gera kvöldverðinn að
hátíð í sígildu umhverfi með útsýni yfir borgina.
Hringdu strax og tryggðu rétta kvöldið fyrir samstarfsmenn,
viðskiptafélaga og fjölskyldu! Þú velur af okkar viðurkennda
á la carte matseðli eða fimm rétta jólavermi á aðeins 4.900 kc.
Hóte Saga Hagatorgi 107 Reykjavík Sími 525 9900
x €
^HimmmiuimuiuimmutiMtMiumiinmimiiimtiiiiiumiitimiiiiiiimumtiiuiitiiuutimmmumiiiiimuiiiiiiKiiiiimmiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiimiiiuiiiiiiiiiiij
S
margar gerðir
aðeins eitt sett í hverjum lit!
* Verðið er þinn gróði
fM
^vKRISTALL
Faxafeni
Húsgagnadeild
OiiiHiiimimniiiimmiuiHiimtiiuHHUUHÚiiiHiimHiHmunuHinmiMiimminimmmiHiiiiiiiimiiiiMiiHinmimtHiimi
iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiinmimiiiimiii
^m»««M..M»«««»«M«*M.«*H«mM««m«i»»««MHMMM»t*MHHm«»«MM«HMMH»«m.im*««m«.mM*r*«««f»»»*«H»«»M.»m««M*»MMMm*Mt»*.»«f**«m«»»«nH*Mtwr«MHr»»mm«»uH*H»m»«Mr«m»mmfm.»»m»r.m»..«m«».«.m..M.mm.mfm»»«M'