Morgunblaðið - 20.12.1998, Side 1
291. TBL. 86. ÁRG.
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS
Arásir á Irak fjdrða daginn í röð
Atkvæði greidd um málshöfðun á hendur Bandaríkjaforseta
„Stórkostlegtu
verði Saddam
bolað frá
Washington, Bagdad, London. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær, að ef
Saddam Hussein Iraksforseta yrði
bolað frá völdum þá væri það „stór-
kostlegt". „Við getum ekki tryggt
þetta eða lofað því að þetta takist.
En sannleikurinn er sá að á meðan
Saddam er við völd og kemur fram
við fólk sitt eins og raun ber vitni
mun hann áfram vera hættulegur.“
Hermdu fréttir þegar Morgun-
blaðið var við það að fara í prentun
að herflugvélar væru iagðar af stað
til árása á írak, fjórða daginn í röð.
Sagði Bill Clinton, forseti Banda-
ríkjamanna, í gær í sjónvarps-
ávarpi, sem sérstaklega var beint til
múhameðstrúarmanna, að árásir
Breta og Bandaríkjamanna á írak,
sem hófust síðastliðið miðvikudags-
kvöld, væru gerðar með hagsmuni
allra Mið-Austurlanda í huga. „Við
teljum þessar aðgerðir í þágu íraka
og allra íbúa Mið-Austurlanda,“
sagði Clinton í ávarpinu.
Urillur
jólasveinn
BANDARÍSKA póstþjónustan hef-
ur hætt um stundarsakir þjónustu
þar sem börnum er geflnn kostur
á að skrifa jólasveininum bréf og
fá svarbréf sent um hæl, á meðan
reynt er að hafa hendur í hári af-
ar úrills jólasveins. Sýndi hvít-
skeggurinn rauðklæddi kynþátta-
fordóma í svarbréfi til Justins
Linnells og hét því að til að verða
við jólagjafaóskum Justins myndi
haim „stela“ hlutum.
Jólasveinninn var svo í enn
minna jólaskapi í bréfi sem hann
skrifaði hinum fimm ára gamla
Jimmy Krzywiecki en þar gekk
hann svo langt að kalla Jimmy
„óþekktarorm" og segja að jóla-
sveininum líkaði svo illa við hann
að hann fengi engar jólagjafir.
Jimmy væri vissara að skilja eftir
súrsaða pylsu handa jólasveinin-
um, þegar hann kæmi niður um
reykháfínn. „Ella mun ég drepa
hundinn þinn! Ástarkveðjur að
eilífu frá jólasveininum."
Ramadan hófst í gær í sama
mund og Bandaríkjamenn og Bret-
ar luku þriðju lotu árása sinna á
Bagdad og vísaði Clinton m.a. til
ramadan í ávaipi sínu. „Ég vil jafn-
framt lýsa því hversu mikla virð-
ingu ég ber íyrir hinum heilaga
mánuði ramadan. Ég vona að á
næstu dögum muni allir múslimar
átta sig á þeirri einlægu ósk Banda-
ríkjanna að vinna að friði í Mið-
Austurlöndum með öllum íbúum
þessa svæðis." Sagði Clinton árás-
imar hafa verið nauðsynlegar í ljósi
þess að Saddam Hussein, forseti
Iraks, hefði ítrekað svikið loforð um
að vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu
þjóðanna (UNSCOM) fengi að sinna
starfi sínu. „Saddam getur einfald-
lega ekki fengið að komast upp með
að ógna nágrannaríkjum sínum og
heiminum öllum með kjamorku-
vopnum, eiturgasi eða lífefnavopn-
um.“
68 sagðir látnir
Árásimar á fóstudagskvöld og
aðfaranótt laugardags voru þær
umfangsmestu síðan árásir hófust á
miðvikudag. Var haft eftir íbúum í
Bagdad að fjöldi bygginga í mið-
borginni hefði orðið fyrir skemmd-
um, þ.m.t. ýmsar hallir, höfuðstöðv-
ar Lýðveldisvarðarins og skrifstof-
ur Baath-flokksins, sem fer með
völd í írak.
Staðfesti George Robertson,
vamarmálaráðherra Bretlands, í
gær að olíuvinnslustöð í Basra í suð-
urhluta íraks hefði verið meðal
skotmarka og sagði jafnframt að
bækistöðvar Lýðveldisvarðar Sadd-
ams Husseins væru meðal helstu
skotmarka.
Irakar segja að sextíu og átta
óbreyttir borgarar hafi fallið í árás-
unum. „Bagdad syrgir nú sextíu og
átta píslarvotta sem létust í glæp-
samlegum hernaðaraðgerðum sem
framdar hafa verið gegn friðsömum
íbúum Iraks," sagði Sultan al-
Shawi, fulltrúi á íraska þinginu, við
jarðarför sem fór fram í Bagdad.
Sakaði al-Shawi Bandaríkjamenn
og Breta um að hafa gert heimili
óbreyttra borgara, sjúkrahús og
skrifstofuhús að skotmörkum.
■ Sjá umfjöllun á bls. 6.
Reuters
Livingston hættir og öll spjót standa á Clinton
BOB Livingston, verðandi þingforseti fulltníadeildarinnar, kvaðst í gær ætla að láta af þingmennsku.
Taismaður Clintons hvatti Livingston til að endurskoða ákvörðunina og sagði hana engu breyta fyrir Clinton.
Erfiðasta ákvörðun
Bandaríkj aþings
T nvulmi Pmitnrc
Washington, London. Reuters.
FULLTRUADEILD Bandaríkja-
þings kom saman til fundar síðdegis
á laugardag til að greiða atkvæði um
hvort höfða eigi mál á hendur forset-
anum er varðað getur embættis-
missi. Bob Livingston, verðandi
þingforseti repúblikana, kvað sér
hljóðs í umræðunum síðdegis á laug-
ardag. Hvatti hann Bill Clinton til að
segja af sér embætti. Livingston,
sem á fimmtudag viðurkenndi fram-
hjáhald, sagðist hins vegar ekki geta
sett fram slíka kröfu án þess að sýna
fordæmi. Hann myndi því ekki taka
við embætti þingforseta í byrjun jan-
úar heldur sitja áfram í deildinni
sem óbreyttur þingmaður í sex mán-
uði en láta svo af þingmennsku. Kom
þessi yfirlýsing þingheimi í opna
skjöldu og tárfelldi Tom DeLay, aga-
meistari repúblikana, er hann lýsti
því yfir að Livingston væri „mesti
Bandaríkjamaður sem uppi væri, í
það minnsta í dag“.
Livingston, sem er 55 ára, var til-
nefndur sem þingforseti 18. nóvem-
ber sl. í kjölfar þess að Newt
Gingrich sagði af sér embætti 7. nóv-
ember. Bandarískir fjölmiðlar segja
að íhaldssamir þingmenn í röðum
repúblikana hafi verið byrjaðir að
endurskoða stuðning sinn við Li-
vingston eftir að upplýsingar um
framhjáhald hans komu í Ijós.
Ekki var ljóst er blaðið fór í prent-
un hver voru úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar um málshöfðun á hendur
Clinton en íyrir hana voru taldar yf-
irgnæfandi líkur á að málshöfðun
yrði samþykkt. Fer þá málið til öld-
ungadeildarinnar er tekur það fyrir
og dæmir í því undir forsæti Willi-
ams Rehnquists, forseta Hæstarétt-
ar Bandaríkjanna. Margir þingmenn
létu í ijós áhyggjur af stöðu mála
fyrir atkvæðagreiðsluna og sögðu
þetta erfiðustu og mikilvægustu
ákvörðun er þingið hefði nokkru
sinni tekið. ,Aldrei á ævi okkar mun-
um við greiða atkvæði um mikilvæg-
ara mál,“ sagði demókratinn John
Lewis. ,Andi sögunnar vofir yfir
okkur og framtíð lýðveldisins blasir
við okkur.“
Fyrsta skipti á öldinni
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar-
innar hafði fyrr í mánuðinum sam-
þykkt að leggja til fjögur ákæruat-
riði er byggjast á meintu meinsæri
forsetans og tilraunum til að hindra
framgang réttvísinnar. Upphaflega
stóð til að atkvæðagreiðslan færi
fram á fóstudag en henni var frestað
vegna árásarinnar á Irak. Er þetta í
fyrsta skipti á þessari öld og í annað
skipti í sögu Bandaríkjanna sem
þingið greiðir atkvæði um málshöfð-
un á hendur sitjandi forseta. Arið
1868 komst Andrew Johnson hjá því
að vera sviptur embætti og munaði
aðeins einu atkvæði í öldungadeild-
inni.
Umræða um málið hófst síðdegis á
föstudag og var frestað eftir þrettán
klukkustundur. Hófst hún að nýju
rétt fyrir þrjú á laugardag. Áður en
gengið var til atkvæða ávarpaði Hill-
ary Clinton forsetafrú þingmenn
demókrata, hvatti þá til dáða og
þakkaði þeim fyrir veittan stuðning.
Demókratar saka repúblikana um að
láta pólitískt hatur ráða ferðinni en
ekki vilja til að virða stjómarskrá
landsins. „Stjórnarskráin heimilar
ekki að forseta sé vikið frá vegna
þess að menn þola hann ekki,“ sagði
þingmaðurinn Jerrold Nadler og
spáði því að atkvæðagreiðslan yrði
repúblikönum til viðvarandi háðung-
ar í sögubókum. Bandarískur al-
menningm- virðist samkvæmt skoð-
anakönnunum vera mjög andvígur
málshöfðun og telja 60% Bandaríkja-
manna að repúblikanar á þingi séu
úr tengslum við þjóðina. 62% kjós-
enda segjast vilja að þingmaður
þeirra greiði atkvæði gegn málshöfð-
un. Er andstaðan óháð aldri, félags-
legri stöðu eða búsetu.
Hverfandi líkur eru taldai- á því að
Clinton segi af sér jafnvel þótt máls-
höfðun til embættismissis verði sam-
þykkt. „Þið getið gleymt því,“ sagði
Á1 Gore varaforseti í útvarpsviðtali.
Mun Hillary Clinton hafa fært þing-
mönnum demókrata svipuð skilaboð.
Mike McCurry, fyrrverandi tals-
maður Clintons, sagðist í gær hafa
miklar efasemdir um hvernig forset-
inn hefði haldið á Lewinsky-málinu.
„Persónuleg hegðun hans er
stórfurðuleg," sagði McCurry í við-
tali við BBC. Sagðist hann vera von-
svikinn, særður og undrandi á því að
Clinton hefði getað hagað sér jafn
kæruleysislega og raun ber vitni.
DAGSKRÁRSTJÓRI
Á HVERJU HEIMILI?
Með bjartsýnina
að leiðarljósi
Verslunin og útgáfan
styðja hvort annað
iUtlnn »kúr i b«numYtri-
Netlðndum. Þ»r i Sijur- --