Morgunblaðið - 20.12.1998, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Möguleikar í sjónvarpi „óþrjótandi“ en óljóst hvað fólk vill og hvort
það er tilbúið að borga fyrir það sem hægt er að bjóða
FRAMBOÐ á stafrænu
sjónvarpsefni er ekki
orðið mikið enn sem
komið er. Útsendingar
eru hafnar í nokkrum
löndum og Islendingar geta tekið á
móti stafrænum sendingum í
gegnum gervihnetti. Fólk þarf
ekki að fjárfesta í nýju sjónvarpi
til að njóta nýrrar tækni, því
hefðbundið sjónvarp dugar mæta
vel, en nauðsynlegur búnaður -
móttakari, sem er nokkurs konar
myndlykill - kostar um 50 þúsund
krónur hérlendis. Væntanlega
verða til fleiri en ein útgáfa af slík-
um lyklum og verð mismunandi,
eftir því hvaða möguleika þeir
gefa, en ekki er talið ólíklegt að
þeir komi til með að kosta 10 til 20
þúsund krónur innan fárra ára,
eftir því sem Morgunblaðið kemst
næst. Til að taka á móti hverskon-
ar sendingum gegnum hnött,
hliðrænum eða stafrænum, verður
viðkomandi vitaskuld að hafa
móttökudisk. Hannes Jóhannsson,
tæknistjóri Islenska útvíjrps-
félagsins, segir raunar að venju-
lega sé hægt að komast af með
minni disk fyrir stafrænar send-
ingar en hliðrænar.
Tær mynd og gott hljóð
Útsendingar íslensku sjónvai'ps-
stöðvanna, og raunar langflestra
stöðva annars staðar í heiminum,
eru enn hliðrænar; sú tækni kall-
ast analog á ensku. Stafræna
tæknin (e. digital) er hins vegar að
ryðja sér mjög til rúms. Sú breyt-
ing sem áhorfendur verða fyrst og
fremst varir við er að gæði mynd-
ar og hljóðs verða mun meiri en í
dag.
„Myndin í stafrænu sjónvarpi er
mjög tær og hljóðið gott. Ekkert
neistaflug og ýmsir aðrir vankant-
ar sem menn sjá oft í gervihnatta-
sendingum," segir Hannes
Jóhannsson við Morgunblaðið og
Eyjólfur Valdimarsson, for-
stöðumaður tækni- og þróunar-
sviðs Ríkisútvarpsins, orðar það
svo að myndgæði séu að jafnaði
betri „því draugagangur eins og
við þekkjum í hefðbundnu sjón-
varpi er ekki fyrir hendi, myndin
verður skörp þó umhverfið sé
erfitt fyrir þá venjulegu sjónvarps-
dreifingu sem nú er.“
Auk meiri gæða verður hægt að
bjóða upp á ýmsar nýjungar gegn-
um stafrænan myndlykil. Mögu-
leikar eru reyndar á svokallaðri
þáttasölu (pay per view) og heima-
myndbandaþjónustu (video on
demand) í hliðrænu tækninni, en
líklega enn auðveldara í þeirri
stafrænu; fólk getur þá pantað sér
t.d. eina bíómynd til að horfa á
heima í stofu, útsendingu frá ein-
um tónleikum, íþróttaviðburði eða
öðru slíku. Og hvað tónleikana og
íþróttakappleikinn varðar - í bein-
um útsendingum - gæti áhorfand-
inn jafnvel stjórnað því sjálfur frá
hvaða sjónarhomi hann horfir á
atburðinn; margar myndavélar eru
notaðar til upptöku og áhorfandinn
getur flakkað á milli þeirra á sjón-
varpi sínu heima í stofu. Boðið hef-
ur verið upp á þessa þjónustu í
Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu í
beinum útsendingum frá Formúlu
1 kappakstri og hið sama er upp á
Stafrænar sjónvarpssendingar gætu orðið
að veruleika hér á landi innan fárra ára, en
erlendar stöðvar eru þegar farnar að
senda út stafrænt efni, þó ekki sé það í
miklum mæli. Skapti Hallgrímsson segir
frá því hvernig gæði myndar og hljóðs
aukast verulega með þessari tækni og
að auki býðst fólki væntanlega mun
fjölbreyttari þjónusta en hingað til -
t.d. gæti það sjálft stjórnað því frá
hvaða sjónarhorni það fylgist með íþrótta-
viðburði eða tónleikum!
Eyjólfur
Valdimarsson
Hannes
Jóhannsson
Friðrik
Friðriksson
teningnum varðandi útsendingar
frá leikjum í frönsku 1. deildinni í
knattspyrnu.
Möguleikarnir virðast „óþrjót-
andi“ hvað tæknina varðar í sjón-
varpsútsendingum framtíðarinnar,
segir Friðrik Friðriksson, for-
stöðumaður Breiðbandsdeildar
Landsímans. „Hvað boðið verður
uppá fer einungis eftir hugmynda-
flugi þeirra sem eru að veita
þjónustuna," segir hann.
Stafræna tæknin felur einnig í
sér að í gegnum móttakarann
verður hægt að bjóða upp á ýmsa
þjónustu. Auk þess að panta áður-
nefnda íþrótta- eða listviðburði til
að horfa á, ellegar kvikmynd, get-
ur viðkomandi til að mynda átt við-
skipti við banka sinn, kannað
hvaða ódýrar ferðir einhver tiltek-
in ferðaskrifstofa býður upp á og
pantað sér pítsu - svo tekin séu
dæmi sem einn viðmælenda Morg-
unblaðsins nefndi. Tækið sem áður
var nefnt, móttakarinn, verður
sem sagt gagnvii’kt.
Rétt er að taka fram að
stafrænn myndlykill er forsenda
áðurnefndrar þjónustu; að fólk
geti stundað bankaviðskipti,
pantað sér eitthvað matarkyns og
þess háttar, svo og þess að geta
sjálft stjórnað sjónarhorninu.
Hvorki Ríkissjónvarpið né Stöð 2
geta því, með núverandi fyrir-
komulagi á dreifingu, boðið upp á
slíkt. Möguleiki er á þessu
varðandi sendingar í gegnum
gei-vihnött eða kapalkerfi, en ekki
hefðbundið dreifikerfi á jörðu
niðri, eins og stöðvarnar notast
við. Breiðband Landssímans gæti
hins vegar hafið slíkar útsendingar
án mikilla breytinga, að sögn
Friðriks Friðrikssonar.
„Margir líta á þessa þróun sem
samkeppni tveggja heima, sjón-
varps og tölvu, og sumir álíta að
þessi tvö tæki renni saman í eitt.
Ég held þó að svo fari ekki, ég
held að tækin verði mismunandi til
að þjóna mismunandi þörfum,"
segir Hannes Þorsteinsson.
Gífurlegur kostnaður
Eyjólfur Valdimarsson segir að
forsenda fyrir því að stafrænar út-
sendingar hefjist hér á landi sé að
byggja upp nýtt dreifíkerfí.
„Stafræna tæknin skilar sér ekki í
gegnum þetta gamla, hefðbundna
dreifikerfi þannig að nýtt kerfi er
fyrsta forsendan til að ná til not-
endanna." Annaðhvort sé að send-
ingarnar fari í gegnum gervitungl
eða kapalkerfi „eða þá dreifikerfi,
eins og við þekkjum það, með loft-
neti út á hús.“
Ljóst er að gífurlegt fjármagn
þarf til uppbyggingar á nýju kerfi
fyrir landið, en enginn fékkst þó
til að nefna tölu í því sambandi.
Stafrænir sendar eru enn mjög
dýrir en lækka líklega hratt í verði
á næstu árum, skv. upplýsingum
Morgunblaðsins, eins og önnur
tæki þessu tengd. „Menn em að
vona að þessi stafræna tækni
komist á eitthvert flug. Við emm
ekki tilbúnir en í drögum að nýj-
um útvarpslögum er gert ráð fyrir
heimild ráðherra til að hefja und-
irbúning að þessu verkefni fyrir
landið, þannig að ég á von á að
ráðuneytið sýni frumkvæði í því að
koma þeirri undirbúningsvinnu í
gang,“ segir Eyjólfur.
Hannes segist reyndar telja að
enginn þrýstingur verði á RÚV að
gera neitt, „eðli málsins sam-
kvæmt, vegna þess að enginn get-
ur tekið á móti stafrænum merkj-
um. Það verður örugglega fyrr
þrýstingur á okkur og jafnvel
Landssímann, sem er að selja
svona þjónustu á Breiðbandinu.
Mér segir svo hugur að það verði
Landssíminn og við sem komum
til með að þreifa okkur áfram í
stafrænu sjónvarpi fyrstir hér á
landi.“
Eyjólfur segir að um þessar
mundir sé verið að taka í notkun
stafrænt dreifikerfi í Englandi,
Svíar séu komnir af stað í þessum
efnum og Norðmenn að búa sig
undir það. En breytingarnar séu
ekki bundnar við Évrópu; um al-
heimsvæðingu sé að ræða. Nefnir
Astralíu, Japan og Bandaríkin.
Þess má geta að vestanhafs hafa
verið samþykkt lög þess efnis að
öllum stöðvum er gert skylt að
skipta yfir í stafrænar útsending-
ar fyrir árslok 2006. Tilgangurinn
er sá að allar stöðvar standi jafnt
að vígi; segja má að í hliðræna
kerfinu séu rásir takmörkuð
auðlind en svo er ekki í stafræna
kerfinu.
Eyjólfur segir raunar að breyt-
ingarnar séu af öðrum toga í
Bandaríkjunum en annars staðar.
„Ameríkanar hafa verið mjög
áhugasamir um skerpusjónvarp.
Upplausnin í myndinni er miklu
betri, smáatriði koma skarpar í
ljós, og sú lína sem sést í sjón-
varpinu hjá okkur sést ekki. Fólk
getur farið nær skjánum og fengið
meiri upplifun en það gerir í
hefðbundnu sjónvarpi. En þá þarf
alla viðkomandi rás undir útsend-
inguna; hægt er að senda
annaðhvort fjórar hefðbundnar
dagskrár eða það sem kallað er
high-definition,“ segir Eyjólfur og
vísar til háskerpuútsendingar.
„Velja verður á milli. I Evrópu
hafa menn verið uppteknir undan-
farið við að íjölga rásum frekar en
auka gæðin, en Ameríkaninn er
öðruvísi. Hann hugsar um að auka
myndgæðin en ekki fjölga rásun-
um. Það er að minnsta kosti ekki
aðalatriðið hjá honum."
Eyjólfur segir útsendingar-
staðla hvergi þá sömu; kerfin séu
þrjú sem muni lifa. Eitt í Evrópu,
annað í Ameríku og hið þriðja í
Japan. „Það eru sameiginlegir
þættir í kerfunum þannig að til-
tölulega auðvelt er að breyta frá
einu yfir í annað en móttökutækið
sem er gert fyrir eitt af þessum
svæðum er ekki hægt að nota á
hinum. Þetta er þó ekki sama
vandamál og var á milli ameríska
kerfisins og þess evrópska þegar
verið var að færa efni á milli. Ekki
sá grundvallarmunur að erfitt
verði að senda efni á milli landa,“
segir Eyjólfur.
Myndlykillinn sem áður var
sagt frá breytir stafrænu merki
þannig að venjulegt sjónvarp get-
ur birt myndina. Talið er að í
framtíðinni komi á markað ný teg-
und sjónvarpstækja, sérstaklega
gerð til að taka á móti stafrænum