Morgunblaðið - 20.12.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ALMANAK HÁSKÓLANS
JóCagjöf útivistarfóCksins
Verð (q. 735
Fæst í öllum bókabúðum
BLÓMABÚÐ REYKJAVÍKUR
Hótel Sögu, sími 551 2013
Glœsílegír
jólavendír
Sjón ersögu rtkarí
Optð öll kvöU tíl
9
Kringlan 8-12,
sími 568 2221
/Offft
JUofnab 197* ttltintt
Klapparstíg 40, sími 552 7977.
LISTIR
Tónsmíðar Jóns Þórarinssonar á þremur geislaplötum
Hugsaðu þér bara
mannlíf án tónlistar!
ÞAÐ var í kringum áttræðis-
afmælið mitt í fyiTa sem var
farið að tala um þessa útgáfu
og upphafsmaðurinn að því var
sonur minn, Þorsteinn M. Jónsson,
framkvæmdastjóri Vífilfells. Ég
tók þessari hugmynd nú með dálít-
ið blendnum tilfinningum til að
byrja með, enda áttaði ég mig ekki
á því fyrirfram hve mikill stórhug-
ur var að baki. Ég bjóst við að valið
yrði úr upptökum sem til voru, eins
og oft hefur verið gert. En það var
nú öðru nær, þetta eru allt saman
nýjar upptökur, sérstaklega gerðar
fyrir þessa útgáfu og vandað til
þeirra eins og nokkur kostur er,
bæði í mannvali og vinnubrögðum.
Svo það er ekki hægt annað en að
vera ánægður með það,“ segir Jón
þegar hann er spurður um tildrög
útgáfunnar.
„Ég held reyndar að það hafi
aldrei verið ráðist í svona stóra út-
gáfu á verkum eins höfundar hér á
landi. Ég er afskaplega þakklátur
fyiir þetta framtak, bæði þeim sem
aðild eiga að framkvæmdinni, Þor-
steini syni mínum og mörgum öfl-
ugum fyrirtækjum sem hafa styrkt
þessa útgáfu, og svo náttúralega
þessu ágæta listafólki sem hefur
lagt sig allt fram. Ég er einnig
mjög ánægður með störf Halldórs
Víkingssonar tónmeistara og allra
annarra sem komið hafa að tækni-
vinnu og frágangi diskanna," segir
hann.
Upptökur hófust í desember í
fyrra og þær síðustu vora gerðar
nú í nóvemberbyrjun. Aðspurður
segir Jón að hann hafi sjálfur ráðið
mestu um val og uppröðun verk-
anna á plötunum en hann á erfið-
ara með að lýsa því hvað hann hafi
haft að leiðarljósi við það verk.
„Það era nú alls konar tiktúrar og
sérviska sem þar réðu ferðinni,
þetta er svolítið eins og þegar mað-
ur ætlar að raða bókunum sínum
upp í hillu. Þá raðar maður þeim
bæði eftir efni, stærð og litnum á
kilinum - þetta er ekki hægt en
það verður bara að gera það ein-
hvem veginn. Jú, jú, þetta byrjar í
öllu falli á elstu lögunum og þeim
sem eru búin að vera alþekkt í
hálfa öld eða meira, og svo er reynt
að hafa svolitla tilbreytingu í
þessu, til dæmis með því að skjóta
hljóðfæramúsík inn á milli söngv-
ara. Svo er svolítið af trúarlegri
tónlist á þriðju plötunni en líka eins
konar skemmtimúsík, karlakórs-
söngur og þess háttar," segir tón-
skáldið.a
Hvað val á fiytjendum varðar
segir hann að sumpart hafi
það verið nokkuð sjálfgefíð,
en Jónas vinur hans Ingimundar-
son hafi ráðið mestu um valið á
söngvurunum. „Að öðram ólöstuð-
um er ég þar alveg sérstaklega
ánægður með þessa ungu sópran-
söngkonu, Auði Gunnarsdóttur,
sem kemur hér fram á plötu í
fyrsta skipti, alveg fullskapaður og
frábær listamaður,“ segir Jón.
Hvað sem um verkefnavalið
verður sagt, þá telur Jón ekki hægt
að neita því að það sé dálítið fjöl-
breytt. „Énda er þetta ígripavinna
fullra sextíu ára og kannski sýnis-
hom af því sem ég myndi hafa gert
á ýmsum æviskeiðum ef ég hefði
stundað tónsmíðar meira en raun
varð á. En ég hef nú oftast nær
haft nóg að gera við annað. Ég hef
heldur aldrei fundið neina sérstaka
þörf hjá mér til þess að skrifa mús-
ík í belg og biðu og setja niður í
skúffu, enda alltaf haft eitthvað
✓
Ut er komið safn tónsmíða Jóns Þórarins-
sonar á þremur geislaplötum undir yfir-
skriftinni Fuglinn í fjörunni. Upptök-
urnar eru allar nýjar og fjölmargir tónlist-
armenn koma þar við sögu. Margrét
Sveinbjörnsdóttir hitti tónskáldið að máli
og komst að því að Jón telur sig oftast
nær hafa haft brýnni verkefni með hönd-
um en að semja tónlist. Aður en hann
gat gefíð sér tíma til að semja hljómsveit-
arverk þurfti hann til dæmis að vinna
að því að koma Sinfóníuhljómsveit Is-
lands á laggirnar, fyrr þótti honum lítið
vit í því að skrifa hljómsveitarverk.
annað fyrir stafni sem
mér hefur fundist
áhugaverðara í svipinn
og meiri þörf á að
vinna,“ segir Jón. Er
hann þar með að gera
lítið úr tónsmíðum
sínum og þar með
framlagi sínu til ís-
lenskrar tónlistar-
sögu? „Nei, nei, en ég
leyfi mér að vona að
framlag mitt til tón-
listarlífs í landinu
felist ekki eingöngu í
tónsmíðunum," segir
hann og bætir við að
oftast hafi hann samið
tónlist af einhverju til-
efni og einstaka sinnum vegna
þess að það hafi verið pöntuð hjá
honum verk.
E n hvernig tilfinning skyldi
það svo vera að hafa nú í
höndunum megnið af tón-
smíðum sínum frá síðustu sex ára-
tugum á þremur geislaplötum í ein-
um pakka? Hann neitar því ekki að
tilfínningin sé svolítið
skrýtin. „En til að
setja þetta í rétt sam-
hengi verður að hafa í
huga að þegar ég kom
heim til starfa frá
námi fyrir 51 ári, þá
var músíklíf hér af-
skaplega einhæft og
lítið og það voru mörg
brýn verkefni sem
kröfðust starfskraft-
anna, kennsla og
margs konar uppbygg-
ing. Það var fátt sem
hvatti mann til þess að
sitja og semja músík,
sem kannski voru eng-
ar líkur til að hægt
yrði að flytja, svoleiðis að ég helg-
aði mig öðrum málum, fór að kenna
og vann í útvarpinu lengi. Svo
beitti ég mér af fremsta megni fyr-
ir stofnun sinfóníuhljómsveitar,
sem komst á laggirnar 1950. Ég
var fyrsti stjórnarformaður hennar
og seinna framkvæmdastjóri í
fimm ár. Nú á gamals aldri er ég
svo búinn að vera í stjórn hennar
Jón
Þórarinsson
Fuglinn í fjörunni
FUGLINN í fjörunni er heitið á
safni tónsmíða Jóns Þórarins-
sonar, sem komið er út á þrem-
ur geislaplötum í albúmi. Meðal
söngvara sem þar flytja lög tón-
skáldsins er Auður Gunnars-
dóttir, sem syngur m.a. nokkur
af sönglögum Jóns frá æskudög-
um, lög sem löngu eru orðin
þjóðkunn eins og Fuglinn í íjör-
unni, íslenskt vögguljóð á hörpu
og Jeg elsker dig við píanóund-
irleik Jónasar Ingimundarson-
ar. Aðrir söngvarar eru Gunnar
Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson,
Loftur Erlingsson og Kristinn
Sigmundsson, sem syngur ein-
söng í Völuspá með Sinfóníu-
hljómsveit íslands ásamt Kór ís-
lensku óperunnar, en Bergþór
syngur með hljómsveitinni í
lagaflokknum „Of love and
death“.
Meðal einleikara eni píanó-
leikararnir Gísli Magnússon og
Örn Magnússon, Einar Jóhann-
esson klarínettuleikari, Kol-
beinn Bjarnason, sem leikur á
flautu, Guðrún Oskarsdóttir á
sembal og Marteinn H. Friðriks-
son á orgel. Þá syngja fimm
kórar; Hamrahlíðarkórinn und-
ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur, Kór íslensku óperunnar
undir sljórn Garðars Cortes,
Dómkórinn undir stjórn Mar-
teins H. Friðrikssonar,
Hljómeyki, sem Bernharður
Wilkinsson stjórnar, og Karla-
kórinn Fóstbræður undir stjórn
Árna Harðarsonar.
Sinfómuhljómsveit Islands
kemur fram í þremur verkum,
og sljórnar Petri Sakari tveim-
ur þeirra en Bernharður Wilk-
inson einu.
Texti í plötubæklingi um Jón
Þórarinsson og störf hans er
eftir Jón Ásgeirsson tónskáld.
Utgefandi er fslandssól, en
Skífan sér um dreifingu. Hall-
dór Víkingsson stjórnaði upp-
tökum flestra verkanna og ann-
aðist hljóðvinnslu og samsetn-
ingu en Bjarni Rúnar Bjarna-
son, tónmeistari Ríkisútvarps-
ins, stjórnaði upptökum á Sin-
fóníuhljómsveitinni.
aftur í sextán ár. Þetta var nátt-
úralega ærið verkefni og brýnna
en að sitja og skrifa einhverja sin-
fóníumúsík sem enginn var til að
flytja.“
Með tilkomu Sinfóníuhljómsveit-
ar Islands segir Jón að þáttaskil
hafi orðið í íslensku tónlistarlífí.
Skyldi hann vera ánægður með
þróunina í íslenskum tónsmíðum
undanfarna áratugi, nú þegar hann
lítur yfir farinn veg? Tónskáldið
hugsar sig um og svarar svo:
„Maður þarf ekki endilega að vera
ánægður með þróunina, en það er
full ástæða til að vera ánægður
með að hún eigi sér stað, og með þá
miklu og vaxandi grósku sem hefur
verið í þessu starfi öllu alveg frá
því um miðja öldina. Þessi unga
kynslóð og sú kynslóð sem nú er
raunar orðin miðaldra og eldri,
þetta er afskaplega frambærilegt
fólk og hvaða þjóð sem er gæti ver-
ið stolt af því, svo ég er ánægður
og lít björtum augum til framtíðar
fyrir hönd íslensku þjóðarinnar."
Hvað með Jón sjálfan, þarf hann
að vera í einhverju sérstöku hugar-
ástandi eða stemmningu þegar
hann semur tónlist? „Ég held að
stemmningin vakni þegar maður
fer að vinna, því það er náttúralega
fyrst og fremst vinna að skrifa
músík - og það mikil vinna meira
að segja. Það æðra máttarvald sem
gefur hugmyndirnar lítur til manns
í náð þegar maður vinnur. Annars
er afskaplega misjafnt hvernig
menn starfa að tónsmíðum, það
þarf ekki annað en að taka fræg
dæmi eins og Mozart og Beet-
hoven. Hjá Mozart rann þetta upp
fullskapað allt saman og þurfti
aldrei að breyta neinu, en Beet-
hoven var ár eftir ár að meitla og
teygja og sveigja sömu tónhend-
ingamar fram og til baka. Og ekki
vil ég kveða upp neinn dóm um
hvor þeirra sé betri.“
Skyldi Jón vera _ hættur að
semja tónlist? „Ég veit það
nú ekki,“ segir hann og bætir
við að menn skyldu aldrei slá neinu
fóstu um slíkt. „En það er eins og
áður, ég er með verkefni hér sem
ég er að rembast við að ljúka og ár-
in era orðin ansi mörg, svo ég gef
mér ekki mikinn tíma til að liggja
yfir slíku,“ segir hann en verkefnið
sem um ræðir og er mikið að vöxt-
um er Tónlistarsaga íslands, sem
Jón ritstýrir og hefur unnið að allt
frá árinu 1987. „Vegna minnar
löngu þátttöku í þessu starfi, þá er
ég orðinn einn eftir til frásagnar
um marga hluti og sit uppi með
ýmislegt sem ég fer með í gröfina
ef ég kem því ekki frá mér,“ segir
Jón, sem er við ágæta heilsu, nema
hvað hann er farinn að heyra illa.
„En það gerir nú minna til,“ segir
hann.
Hvert telur Jón svo vera hlut-
verk tónlistarinnar? „Maður hefur
óneitanlega velt þessu fyrir sér
stundum og út frá ýmsum sjónar-
miðum. Ég held að hlutverk henn-
ar sé afskaplega margþætt og
merkilegt, til dæmis held ég að hún
sé mikið uppeldistæki og þess
vegna er sérstakt fagnaðarefni hve
tónlistarfræðslu hér hefur farið
mikið fram. Og þegar hún blómg-
ast er hún kóróna menningarlífsins
í landinu - að bókmenntum og öðr-
um góðum listum ólöstuðum. Svo
er hún auðvitað allt mögulegt
þama á milli, hún er dægrastytting
og skemmtun og ég veit ekki hvað
og hvað - hugsaðu þér bara mann-
líf án tónlistar!"