Morgunblaðið - 20.12.1998, Side 18
18 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
DeLonghi
Val um tvœr gerbir á abeins
7,900,- og 9,900,
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
FYRSTA A FLOKKS
/FOnix
Einhvers konar sál-
arleiðslustraumur
„BÆKUR eru oft tilraun til að
láta lesandann sjá lieiminn með
ákveðnum hætti. Eins og bókin
væri smásjá sem höfundurinn er
að bjóða lesandanum að kíkja í,
eða stjörnukíkir," segfir Bjarni
Bjarnason rithöfundur, en skáld-
saga hans Borgin bak við orðin
hlaut Bókmenntaverðlaun Tómas-
ar Guðmundssonar 1998. Og
áfram heldur Bjarni, umræðuefn-
ið er bókin í víðum skilningi og
markmið hans sem höfundar:
„Bak við verkfærið sem lesandinn
horfir í er einhver ákveðin stærð.
Það er erfitt að gera bók úr garði
sem sálarspegil lesandans sem
hann sér sinn innri mann í. Erfitt
að skapa verk sem gerir að þráð-
urinn í sál lesandans lýsir. Orðin
eru þá hugsuð sem rafmagn sem
fer um leiðslur sem lesandinn
hafði gleymt að væru tii. Ef til vill
er ég að reyna að búa til einhvers
konar sálarleiðslustraum."
„Sagan gerist á ákveðnum stað
þó hann verði ekki fundinn á
landakorti," heldur Bjarni áfram.
„Andlit gleðinnar er margrætt,
menn geta brosað með kalt hjarta,
en andlit sorgarinnar er alltaf ein-
lægt. Ég held að Oscar Wilde hafi
sagt eitthvað á þá leið: „Þar sem
sorgin býr, þar er helgur staður."
Ef lesandinn finnur upp á að stað-
setja ríkið í borginni hjá sorg sinni,
þá er hann kominn nálægt miðbæ
eigin sálar. Þá þarf hann ekki nán-
ari skýringu á því hvar sagan ger-
ist eða hvaðan hún er sprottin."
Bjarni efast um hvort máli
skipti um hvað skáldsaga ijallar.
Góð skáld geti vakið áhuga hans á
hverju sem er. „Saga getur verið
um atburð. En hvað er atburður?
Sannindin sitja við kringlótt borð,
drekka kaffi og ræða um að allt
sem talið er hafa gerst sé marg-
falt meira en það sem nokkurn-
tíma gerðist. Jafnvel þó ekkert
ætti sér stað væru menn alltaf í
það minnsta tvísaga um hvað þeir
teldu í raun hafa gerst. Þess
vegna þyrfti miklu minna en ekk-
ert að gerast til að lygin hyrfi og
sannleikurinn kæmi í ljós.“
Að hyggju Bjarna setur þetta
höfundinn í vanda, því orð á blaði
er atburður. „En það getur verið
atburður sem gerðist ekki. Þess
vegna er hann frásagnarverð tíð-
indi. Lesandinn hrasar og hruflar
sálarhnéð. Loksins Ienti hann í
einhveiju. Þegar hann svo segir
okkur, sem sitjum við hringborð
ósannindanna, frá því hvað gerð-
ist eigum við ekki annað svar en
PRIMA
Kraftmikil,
1250W
4 þrepa
síun
Inndregin
snúra
Sogstykkjahólf
Lítil og létt,
aöeins 4 kg.
Bjarni Bjarnason
að næla heiðursmedalíu í tunguna
í honum."
„Atburður er í sjálfu sér hrös-
un,“ bætir Bjarni við, „því ef mað-
ur vill virðast fullkominn er best
að gera ekki neitt. Það sem gerist
getur tæplega endað öðruvísi en
sem harmleikur. En kannski er
harmleikur æðri en hið fullkomna,
æðri en atburðaleysið. Fullkom-
leikinn leiðir ekkert, þróun stafar
af því að sköpunarverkið er alltaf
að detta, hrufla sig. Bert tréið
dettur á móti sólinni og til að verj-
ast fallinu springa Iaufblöðin út.
Fullkomið hefði tréð staðið bert
allt sumarið því það hefði ekki
þurft að breytast. En hver hefði
þá haft yndi af því? Kannski eru
skrif ein leið til að veijast falli og
bók innbundin laufblöð.“
Þið getið ímyndað ykkur
dansara sem hefur dansað
öll frægustu dansverk sög-
unnar og hlýtt á öll mestu
og bestu tónverk tónbókmenntanna.
Allt býr þetta innra með honum en
samt er þetta ekki dansarinn sjálfur.
Hann er handan við allt þetta. En
hver er hann þá? Kvöld eitt þegar
allir aðrir eru famir úr leikhúsinu
stígur hann inn á rökkvað sviðið.
Oaðfinnanleg þögn ríkir. Og hann
byrjar að dansa. Dansa eftir innra
hljómfalli sínu, eftir tónlist hugar-
eyrans. Hreyfingamar era ekki fyr-
ir fram ákveðnar fremur en tónlist-
in, samt koma þær fumlaust og
óhindrað. Engin vitni era að dansi
hans, hann var aldrei áður stiginn,
hann verður aldrei aftur stiginn. En
þetta er þó dans dansarans.
Þessum dansi getur enginn deilt
með öðram í lífinu.
Ur Borgin bak við orðin.
Ljósmynd/Robert MacDonald
ÁSKELL Másson með ásláttarhljóðfæri sín í skosku sýningunni um Egil Skalla-Grímsson. „Stemmd kristalls-
glös og axarhöfuð gegndu lykilhlutverki í tónlistinni,“ segir Áskell.
Geisladiskur og leiksýning
um Egil Skalla-Grímsson
TIL LÍFSINS heitir nýr geisladisk-
ur með tónsmíðum eftir Áskel Más-
son. Verkin era annars vegar æsku-
verk Áskels og hins vegar ný verk
samin á þessu ári en tengjast
þematískt, yrkisefnið er hringrás
lífsins, lífið og dauðinn, maður og
kona, jörðin og himingeimurinn að
sögn tónskáldsins. Athygli vekur
einnig að aðalslagverksleikarinn á
diskinum er Áskell sjálfur, en hljóð-
færaleikur hans hefur ekki heyrst í
langan tíma fyrr en nú að hann gef-
ur út þennan disk.
„Þessi diskur er þannig tilkominn
að upphaflega var ég spurður hvort
ég væri tilbúinn til að gefa út disk
með hljóðfæraleik mínum. Þetta varð
til þess að ég fór að grúska í gömlu
efni, elstu verkin tvö heita Gná
(kona) frá 1967 og Burr (maður) frá
1968, en þá var ég fjórtán og fimmt-
án ára gamall, og ég spilaði þau alltaf
sjálfur á þeim tíma. Þetta era allt
nýjar hljóðritanir frá því í sumar
nema hljóðritanir tveggja næstelstu
verkanna, Jörð (Silja) frá 1971 og
Helfró 1979, sem era frá þeim sama
tíma. Tvö nýjustu verkin era samin
og hljóðrituð á þessu ári og að sögn
Askels era þau sérstaklega samin til
að falla að þemanu sem hinn fyrr-
nefndu verk hverfast um.
Kertakerlingar eftir Steinunni Marteinsdóttur
ART GALLERY
Gott úrval
afíslenskum
listmunum
Hansen@artgalleryfold.com
Kringlunni • sími 568 0400
Raubarárstíg 14 • sími 551 0400
„Við vildum hafa hljóminn á disk-
inum sem allra bestan og lögðum
mikið upp úr því að hann væri sem
heilstæðastur. Því var ákveðið að
gera nýjar upptökur af sumum elstu
verkunum. Verkið Gná er leikið á
eina darabúkatrommu og við fund-
um horn í útvarpshúsinu sem skilaði
þeim hljómi sem við leituðum að.
Tónsvið þessarar litlu trommu er
mjög breitt, allt frá djúpum bassa-
hljómi upp í háa tíðni, og tónsviðið
kemur ekki fram við hvaða skilyi’ði
sem er,“ segir Áskell aðspurður um
hvers vegna verkin séu tekin upp
víða í borginni, í Grensáskirkju,
Digi’aneskirkju, Utvarpshúsinu,
Stúdói FÍH og víðar. „Oft er hljóm-
burður líka smekksatriði og tónlist-
armenn era ekki alltaf sammála um
gæði hljómburðar á sumum stöð-
um,“ bætir hann við.
Nýju verkin tvö, Ljós og Hr-
ingrás, eru samin fyrir slagverk,
selló, gítar og stúlknakór og ásamt
Áskeli leika þau Steve van Ooster-
hoot á slagverk, Bryndís Halla
Gylfadóttir á selló, Davíð Thor á gít-
ar og Stúlknakór C undir stjóm
Margrétar Pálmadóttur. í Helfró
leikur Þórir Sigurbjömsson á sög í
upptöku frá 1979. A bakvið hið ein-
falda orð slagverk leynast svo fjöl-
breytt ásláttarhljóðfæri s.s. bjöllu-
plötur, rörklukkur, málmgjöll,
marimba, tamtam, darabúka, steðji,
þramuspjald, klukkuspil, pappahólk-
ar, víbrafónn, bassatromma, sveigill,
bambusvindgjöll, kíttisspaði, sleða-
bjöllur, þríhorn, keramikskálar,
pakistanskar kúabjöllur, harðvið-
arkubbar og reyndar ýmislegt fleira.
Matthías Viðar Sæmundsson ritar
tileinkun með geisladiskinum og
segir þar eftirfarandi um tónsmíðar
Áskels: „Þetta er háleit músík, tákn-
vís og vitsmunaleg, en um leið hlaðin
geðríki (pathosi) enda koma Einar
Benediktsson og Einar Jónsson
stundum upp í hugann. En um leið
er þetta framlegt slagverk, tilraunir
með lífræna og ritmíska möguleika
mismunandi ásláttarhljóðfæra."
Skemmtileg og viðamikil
sýning í Skotlandi
Áskell hefur í haust dvalið í
Skotlandi þar sem hann var ráðinn
tónskáld og hljóðfæraleikari við sýn-
ingu Grey Coast Theatre Company á
leikriti Georg Gunn sem hann byggir
á Egils sögu. Gunn er í hópi þekkt-
ustu ljóðskálda og leikritahöfunda
sem starfa í Skotlandi og fyn- á þessu
ári flutti leikhópurinn sem hann veit-
ir listræna forstöðu leikgerð hans á
Orkneyinga sögu. „Titill verksins er
Egil, Son of the Night Wolf, og er
byggt á Egils sögu. Egill er aðalper-
sónan en Gunn fer frjálslega með
efnið og úr þessu varð mjög
skemmtileg og viðamikil sýning sem
vakti mikla athyglj og umtal í
Skotlandi,“ segir Áskell. Ástæðu
þess að hann tók að sér að semja og
flytja tónlistina í sýningunni segir
hann vera þá að höfundurinn og leik-
stjórinn, Sue Weston, hafi viljað fá
Islending í hópinn vegna hinna efnis-
legu tengsla verksins við íslenska
sögu. „Þau höfðu samband við mig
eftir ábendingu frá Tónverkamið-
stöðinni og þetta var afskaplega
skemmtileg reynsla. Sýningin fór um
Hálönd Skotlands og nálægar eyjar.
Alls var sýnt á sex stöðum og við
dvöldum eina viku á hverjum stað og
sýndum þrjár sýningar. Þetta var
gert til að hægt væri að æfa inn á
hverjum stað hóp aukaleikara sem
tóku þátt í sýningunni. Ég var ákaf-
lega hrifinn af þessu og margt í
skipulagi og undirbúningi sýningar-
innar þótti mér til fyrirmyndar.
Hvemig hún var tengd inn í samfé-
lagið á hverjum stað og íbúarnir vora
með þessum hætti gerðir að miklu
beinni og virkari þátttakendum.
Einnig var ýmislegt gert í kringum
sýninguna, s.s. haldnir fyrirlestrar og
leiksmiðjur; höfundurinn var óþreyt-
andi að flytja fyrirlestra fyrir al-
menning og skólanemendur, og mér
var falið að flytja opna fyrirlestra
fyrir skólanemendur á hverjum stað
um tónlistina í sýningunni og slag-
verkshljóðfæri sem þar vora notuð.“
Að sögn Áskels gerðu skoskir fjöl-
miðlar sér talsverðan mat úr sýning-
unni. „Hún fékk mjög lofsamlega
dóma og tengsl Islands og Skotlands
vora rifjuð upp, bæði í nútíð og fortíð,
og persóna Egils Skalla-Grímssonar í
túlkun leikarans Brians Smiths varð
mörgum býsna hugstæð."