Morgunblaðið - 20.12.1998, Page 35

Morgunblaðið - 20.12.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 35 Lj ósmyn d/Popperfoto LÖGREGLAN í París ræðst gegnurn götuvígi stúdenta hinn 8. maí 1968 á St. Germain Boulevard. af slagorðum og hetjum sem varð til þess að hún fékk að vissu leyti fremur holan róm þegar fram liðu stundir. Upphaf stúdentaóeirðanna Upphaf uppreisnar unga fólksins er gjarnan miðað við uppþotin við Berkeley-háskóla í Kaliforníu 1964. Þar með hefst barátta þess sem kenna má við breytt gildismat. Það lýsti yfir samstöðu með réttinda- baráttu svartra og tileinkaði sér baráttuaðferðir þeirra. Með tíman- um harðnaði tónninn og kröfurnar urðu háværari. Samfélagið í heild sinni var dregið í efa. Því var hald- ið fram að tengsl manns og samfé- lags hefðu slitnað. Slagorðið um firrt þjóðfélag hljómaði æ oftar næstu árin. Þar með hafði tónninn verið gefinn. Næstu árin urðu stúdentaóeirðir í um 2.000 háskói- um víða um heim. Um sömu mundir tók allsérstæð neðanjarðarmenning að skjóta upp kollinum. Andmenning sú sem átti eftir að slá í gegn á síðari hluta sjö- unda áratugarins kom fyrst fram í San Francisco. Um var að ræða ungt fólk sem bjó í kommúnum, gekk í skrautlegum klæðnaði og neytti marijúana og LSD í „hug- víkkunarskyni“. Nokkru síðar bætt- ust hippamir í hópinn með sítt hár skrýtt blómum. Þar við bættust áhrif frá menningu svertingja og indíána ásamt austrænum trúar- hugmyndum og amerískum draum- sýnum. Þessi margþætta andmenn- ing myndaði bræðing sem vann lönd með rokkið sem boðbera hinna nýju tíðinda. Með því breiddust hin nýju pólitísku og félagslegu viðhorf út meðal unga fólksins um allan hinn vestræna heim. Hin nýja andmenn- ing reyndist mikilvæg til að skapa jarðveg þjóðfélagsgagnrýni sem stúdentahreyfingin átti eftir að þríf- ast í. Eitt stærsta baráttumál þessara ára var andstaðan gegn stríðs- rekstri Bandaríkjanna í Víetnam. A síðari hluta sjöunda áratugarins tóku viðhorf manna gagnvart kalda stríðinu að breytast. Viðteknar hug- myndir um að það einkenndist af viðleitni Bandaríkjanna til að hefta útbreiðslu kommúnismans voru dregnar í efa. Hrottalegar myndir af þessu fyrsta sjónvarpsstríði sög- unnar fengu ungt fólk til að sjá samsvörun milli þess óréttláta þjóð- félags sem það taldi sig búa í og þess harðræðis sem það ásakaði Bandaríkin um að beita heila þjóð. Þegar mótmælin gegn Víetnam- stríðinu hefjast af fullum krafti á síðari hluta sjöunda áratugarins fara stúdentar Evrópu að taka við sér. Þeir urðu fyrir áhrifum frá hræringunum vestanhafs og tileink- uðu sér ýmsar baráttuaðferðir stúd- enta í Bandaríkjunum. Mest urðu mótmælin í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Árið 1967 urðu mikil mót- mæli í V-Berlín vegna komu íranskeisara. Óánægja hafði verið ríkjandi meðal stúdenta vegna stjórnarinnar í Bonn auk þess sem Víetnamstríðið var óvinsælt. I brýnu sló milli stúdenta og lögreglu sem leiddi til þess að einn stúdent lét lífið. Sá atburður sem og ófræg- ingarherferð helstu blaða Þýska- lands leiddi til enn fjölmennari mót- mæla. Slæmt ástand í háskólum Evrópu leiddi til víðtækari mótmæla heldur en í Bandaríkjunum. Mikil fjölgun nemenda skapaði örtröð sem aftur varð til þess að meiri fjarlægð myndaðist milli þeirra og kennara. Þar að auki var skólakerfið mjög íhaldssamt og byggðist í raun á al- ræði prófessoranna. Stúdentar ki-öfðust fjölgunar háskóla og fjöl- breyttara námsefnis. Einnig var það gagnrýnt að háskólarnir byggju nemendur ekki nægjanlega vel und- ir lífíð. Stúdentar kröfðust þess að háskólamir tækju mið af samfélag- inu með því til dæmis að bjóða upp á kennslu í félagsfræði. Þessar kröf- ur tóku raunai- þegar að heyrast í byrjun sjöunda áratugarins. Til uppþota hafði fyrst komið í Italíu 1965 sem náði síðan hámarki í Frakklandi 1968 eins og tíundað var í upphafi. París 1968 Stúdentar voru famir að líta á sig sem alþjóðlega hreyfingu þegar at- burðarásin náði hámarki í París 1968. Þeir litu svo á að allir einstak- ir þættir samfélagsins tengdust þjóðskipulaginu. A þann hátt gátu þeir séð samsvörun á milli forstokk- aðra háskóla og stríðsins í Víetnam. Hvort tveggja var til komið vegna hins fjandsamlega þjóðskipulags sem auðvaldið drottnaði yfir. Sam- kvæmt því réðu peningaleg sjónar- mið ferðinni. Rekja má atburðarásina frá 22. mars þegar hópur stúdenta yfirtók skrifstofur háskólans í Nanterre í úthverfi Parísar. Baráttan var rétt að hefjast enda var þess skammt að bíða að gripið yrði til aðgerða á nýj- an leik. Þegar háskólanum í Nanterre var lokað 2. maí var röðin komin að Sorbonne. Með Cohn- Bendit í broddi fylkingar átti að endurtaka leikinn við þann forn- fræga háskóla. Þegar hér var komið sögu greip Iögreglan þegar inn í at- burðarásina og fjarlægði stúdent- ana með harðri hendi. Með þessum aðgerðum hófust hinar eiginlegu stúdentaóeirðir. Mikil reiði greip um sig í þeirra röðum og streymdu þeir á götur út til mótmæla. Þar mættu þeir lögreglunni á nýjan leik sem tók á móti þeim með síaukinni hörku. Lögreglunni tókst hins vegar ekki að stemma stigu við mótmæl- unum enda fór mótmælendum fjölg- andi dag frá degi. Þeir kröfðust þess að hætt yrði að siga lögregl- unni á þá; að þeir fengju aftur að- gang að Sorbonne og að þeir mót- mælendur sem höfðu verið hand- teknir yrðu leystir úr haldi. Þar sem yfirvöld hunsuðu kröfur þeirra „hertóku“ þeh’ Latínuhverfið og komu upp götuvígum. Lögreglan réðst til atlögu sem leiddi til meiri- háttar átaka. Að þeim bardaga loknum höfðu um 1.000 særst, þar af um 400 lögreglumenn. Þegar hér var komið sögu sá for- sætisráðherrann ástæðu til að verða við kröfu stúdenta. Þeir gengu hins vegar þegar á lagið og yfirtóku Sor- bonne. Þar héldu þeir til næstu vik- urnar við endalausar umræður um hvað bæri að gera. Næsta skref var að koma á samstöðu með verka- mönnum. Hinn 13. maí fóru stúd- entar í sameiginlega kröfugöngu með verkamönnum. Um sömu mundir skullu á verkföll sem löm- uðu allt Frakkland. Það hrikti því verulega í valda- stoðum De Gaulle sem gegnt hafði forsetaembætti um tíu ára skeið. Svo mikið er víst að hann sá ástæðu til að halda til Þýskalands til að tryggja sér stuðning franskra her- sveita er þar voru staðsettar. Þar næst hélt hann sjónvarpsræðu hinn 30. maí þar sem hann boðaði til kosninga. í ávarpinu reyndi hann að ófrægja stúdenta með því að skella skuldinni á kommúnista. Þar af leið- andi ættu Frakkar um tvo kosti að velja - gaullisma eða kommúnisma. Frakkar brugðust skjótt við ræð- unni og sýndu stuðning sinn í verki með því að mynda fjöldagöngu sem ein milljón manna er talin hafa tekið þátt í. Þar með riðluðust fylkingar mótmælenda og öll andstaða koðn- aði niður. De Gaulle vann stórsigur í kosningunum og virtist hafa styrkt sig verulega í sessi. Til þess að skilja hvaða merkingu þeir atburðir höfðu sem nú hefur verið lýst er nauðsynlegt að setja þá í samhengi við þær breytingar sem heimurinn var að ganga í gegnum um þessar mundir. Því hefur verið haldið fram að eftir þessa atburði hafi allt breyst þrátt fyrir að allt væri sem fyrrum. Pólitísk örlög De Gaulle eru til vitnis um þessar hræringar. Hann var sigurvegari kosninganna en innan árs hafði hann sagt af sér. Það kom á daginn að hann var ekki í takt við þá þróun sem hafði átt sér stað í hinum iðn- vædda heimi. Uppþotin í París 1968 standa í dag sem táknmynd þeirra mótmæla sem komu fram á sjöunda áratugn- um. Þar skiptir ekki minnstu máli sú stemmning sem ríkti á götum Parísar. Orðið var laust og menn nýttu sér það óspart. Unga fólkið fékk útrás fyrir alla þá reiði sem því bjó í brjósti; hvemig sem hún var nú annars til komin. Samfélagið var miskunnarlaust gagnrýnt á alla kanta. Það var eins og öll sú óánægja sem brotist hafði upp á yfirborðið á þeim áratug sem var senn á enda hefði safnast íyrir í hugum Parísar- stúdenta. Málefnin voru af hinu fjöl- breytilegasta tagi. Deilt var á ein- strengingslegt skólakerfi, tilbúnar þarfir neyslusamfélagsins, firringu borgaranna, mengun, alls kyns und- irokun og heimsvaldastefnu. Krafist var þátttökulýðræðis, aukinnar samkenndai- og aðstoðar við þriðja heiminn. Umræðuefnin voru í raun óþrjótandi. Menn töluðu fram og aftur þar til hinn vestræni heimur hafði í heild sinni verið tættur í sundur af vægðarlausri gagnrýni. Því var haldið fram að maðurinn hefði fullan rétt á að finna tilfinn- ingum sínum og sköpunargleði þann farveg sem hentaði hverjum og einum. Allar hömlur væru frels- issvipting sem bæru vott um kúgun samfélagsins. Til að ná þessum breytingum fram töldu stúdentar það nauðsyn- legt að fá verkamenn í lið með sér þar sem marxisminn hafði kennt þeim að byltingin væri þeirra. Það kom hins vegar upp úr dúrnum að verkamenn höfðu afneitað hinum meinta frelsara sínum. Þeir fóru að vísu í verkfall og röltu með stúdent- um í kröfugöngu eins og fram hefur komið. I stað þess að bylta þjóðfé- laginu gerðu þeir sig samt sem áður ánægða með launahækkanir og sneru aftur til starfa sinna eins og ekkert hefði í skorist. Sjónvarpið átti ekki lítinn þátt í því að skapa þá miklu athygli sem stúdentaóeirðimar hlutu. Það átti þó eftir að reynast stúdentum tví- eggjað sverð. Sú samúð sem þeir hlutu sökum harkalegrar fram- göngu lögreglunnar breyttist fljót- lega í óvild þegar eldheitar bylting- arræður manna eins og Cohn- Bendit tóku að berast inn í stofur borgaranna. Þegar stúdentar tóku eftir því að þeir voru einir í bylting- arheiminum fjaraði fljótlega undan þeim. Það átti einnig eftir að koma á daginn að þó þeir gætu bent á ýmis- legt sem betur mætti fara var ekki þar með sagt að þeir hefðu lausnim- ar í handraðanum. Sjöundi áratugurinn hafði ein- kennst af mikilli baráttu alls kyns réttindahópa. Það voru mikil átök í hinum vestræna heimi þar sem ríkjandi viðhorfum varð ekki svo auðveldlega þokað. Áttundi áratug- urinn var að ganga í garð en það kom í hans hlut að vinna úr áhrif- unum. Afleiðingar stúdentaóeirðanna Upp úr 1970 var mesti kraftur- inn farinn úr stúdentahreyfing- unni. Stúdentar höfðu gengið um götur og komið sínum sjónarmið- um á framfæri svo eftir var tekið. Þegar kom að því að fylgja kröfun- um eftir rofnaði samstaðan. Alls kyns hópar mynduðust sem gerðu kröfu til að leiða byltinguna áfram. Þeir vafasömustu mynduðu alls kyns kredduklíkur í nafni komm- únismans eða jafnvel hryðjuverka- hópa. Þjóðfélaginu skyldi bylt og í þeirri baráttu helgaði tilgangurinn meðalið. Þeir voru raunar afar fáir sem fóru þessa leið en baráttuað- ferðirnar gerðu hópana áberandi. Þessar vinstriklíkur koðnuðu hins vegar fljótlega niður og á seinni hluta áttunda áratugarins hafði hægri stefnan víða náð yfirhönd- inni. Fæstir stúdentar höfðu hins veg- ar sætt sig við fyrrgreindar öfga- klíkur. Þegar kemur að því að meta áhrif sjöunda áratugarins er nauð- synlegt að líta á þá viðhorfsbreyt- ingu sem hann hafði haft í för með sér. Þegar áttundi áratugurinn gekk í garð heyrðust raddir sem héldu því fram að upplausn væri ríkjandi en aðrir svöruðu því til að umburðarlyndi hefði aukist. Báðir hópamir höfðu vissulega nokkuð til síns máls. Með aukinni fjölmiðlun og vaxandi gagnrýni á þjóðfélags- legt óréttlæti beindust sjónir manna frekar að því sem aflaga fór. Lausung varð meiri og glæpir ungs fólks urðu æ meira áberandi en áhyggjur manna yfir þeim tengdust baráttunni gegn fíkniefnum. Aukið frelsi hlýtur ávallt að kalla á aukna ábyrgð ef ekki á illa að fara. Stór hluti af umróti sjöunda áratug- arins var krafan um aukið frelsi af öllu tagi. Þar sem þessar kröfur urðu býsna einkennandi íyrir átt- unda áratuginn hefur hann stund- um verið nefndur „ég-áratugurinn“. Menn voru ófeimnari við að fara eigin leiðir í lífinu. Ymis viðhorf sem þóttu ögrandi á sjöunda áratugnum urðu að almennum sannindum á þeim áttunda. Sú róttækni sem náði hámarki á götum Parísar 1968 átti eftir að birtast í ýmsum myndum í baráttu fyrir alls kyns velferðarmálum. Hér er til dæmis átt við baráttu fyrir umhverfisvemd og kvenréttindum sem enn lifir góðu lífi. Sú viðhorfs- breyting sem orðið hafði leiddi til þess að samfélagið varð á margan hátt lýðræðislegra en áður. Menn urðu betur á varðbergi gagnvart valdinu en um leið meðvitaðri um réttindi einstaklingsins. Háskólarn- ir urðu lýðræðislegri þar sem áhrif stúdenta jukust og alls kyns aga- reglum var kastað fyrir róða. , Námsskráin var endurbætt og boð- ið upp á fleiri áfanga. Einnig hafði baráttan gegn kynþáttafordómum og stríðinu í Víetnam eflaust jákvæð áhrif þó erfitt sé að segja til um hve mikil þau voru. John Rose hélt því fram á sínum tíma að stúdentar hefðu borið upp réttu spurningamar en mistekist að finna svörin við þeim. Sú gagnrýni sem hljómaði á götum Parísar vorið 1968 bar vissulega vott um stórhug stúdenta; nú skyldi heiminum loks- ins bjargað. Áhrifin voru vissulega ekki þau sem þeir höfðu óskað eftir enda láðist þeim sjálfum að koma fram með nothæfar lausnir. Það getur hins vegar varla talist sann- gjarnt að ætla þeim þess háttar hlutverk; sérstaklega séu afrek íyrri kynslóða til slíkra verka höfð í huga. Það unga fólk sem stormaði vígreift um götur Parísar með para- dís í maganum var vissulega sund- urleitur hópur sem aldrei hefði get- að komið fram með stjórnarskrá þúsund ára ríkisins. Þar með er auðvitað ekki sagt að baráttan hafi verið til einskis. Þau frjálslyndu við- horf sem náð höfðu fótfestu léttu þá fjötra sem heft höfðu líf manna. „ímyndunaraflið" hafði eftir allt saman náð að skjóta rótum. Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.