Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA , í brúnni. Baldvin Þorsteinsson EA enn með mesta aflaverðmætið Aflaverðmætið á árinu um 775 milljónir króna AFLAVERÐMÆTI Baldvins Þor- steinssonar EA, frystitogara Sam- herja hf., var um 775 milljónir króna á þessu ári og afli upp úr sjó um 7.100 tonn. Þetta er jafnframt mesta aflaverðmæti íslensks físki- skips á árinu, samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst og mesta aflaverðmæti sem skipið hefur kom- ið með að landi á einu ári. Arnar HU, frystitogari Skag- strendings á Skagaströnd var næst- ur í röðinni með um 750 milljónir króna í aflaverðmæti, um 5.500 tonna afla upp úr sjó og þar af um 2.800 tonn af þorski. Baldvin Þorsteinsson EA kom nýr til landsins í desember árið 1992 og hefur á hverju ári verið með mesta aflaverðmæti íslenskra fiski- skipa. Aflaverðmæti skipsins á síðasta ári var um 670 milljónir króna. Guðmundur Þ. Jónsson, skip- stjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA sagði að þennan árangur mætti þakka góðri áhöfn, góðri útgerð og góðu skipi. „Þetta hefur gengið vel og við höfum einnig verið með góðar veiðiheimildir og það skiptir miklu máli. Þorskveiðin var góð framan af ári en þó hefur verið eitthvað minna af þorski nú á haustmánuðum. Þá má segja að við höfum verið frá veiðum sem samsvarar einum túr á árinu vegna verkfalla í byi'jun árs.“ Gott ár hjá Arnari HU Mesti afli Baldvins upp úr sjó á einu ári var um 8.300 tonn og aflinn í fyrra var um 7.700 tonn. I ár var þorskaflinn um 2000 tonn og um 5000 tonn af öðrum tegundum. Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings sagðist ánægður með árangur Arnars HU. „Þetta hefur verið gott ár hjá skip- inu og veiðar og vinnsla gengið vel. Við þurftum þó að skipta um spil í skipinu á árinu og fengum verkföll til viðbótar." Baráttan á flugeldamarkaðinum á Akureyri harðnar enn Björgunar- sveitirnar í samkeppni BARÁTTAN á flugeldamarkaðn- um á Akureyri harðnar enn, því nú hefur Flugbjörgunarsveitin á Ak- ureyri bæst í hóp söluaðila fyrir þessi áramót. Undanfarin ár hafa Hjálparsveit skáta og Iþróttafélagið Þór staðið fyrir flugeldasölu í bænum og eru Hjálparsveitarmenn lítt hrifnir af því að félagar þeirra í Flugbjörg- unarsveitinni fari nú einnig inn á þessa fjáröflunarleið. Ingimar Eydal sveitaforingi Hjálparsveitar skáta sagði að björgunarsveitimar væru báðar að selja flugelda undir merkjum Landsbjargar en þær væru hins vegar í bullandi samkeppni. „Síðastliðin 25 ár hefur Hjálpar- sveit skáta verið eina björgunar- sveitin í bænum sem selt hefur flugelda og við erum því ákaflega óhressir með þessa samkeppni frá félögum okkar í Flugbjörgunar- sveitinni," sagði Ingimar. Leonard Birgisson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar sagði að ástæðan fyrir því að sveitin færi nú í flugeldasölu væri fjárþörf og eins sé eðlilegt að allar Lands- bjargarsveitir sinni flugeldasölu. „Fyrirkomulagið hjá Landsbjörg gerir ráð fyrir því að allar aðildar- sveitir hafi tekjur af flugeldasölu en við vorum orðnir einir eftir og nú verður breyting á því.“ Kakan okkar allra Leonard sagði að Hjálparsveit skáta hafí hafnað því í fyrra að semja um að Flugbjörgunarsveitin færi ekki í flugeldasölu og þá með því að greiða sveitinni bætur fyrir. „Við viljum líka meina að kakan sé okkar alh'a og við erum líka að taka sneið af köku Þórsara. Hér er því alls ekki um að neitt stríð ræða, heldur eðlilegan farveg hjá okkur sem erum í sömu samtökum og Hjálparsveit skáta,“ sagði Leon- ard. Ingimar sagði að flugeldakakan væri ekki það stór að hún væri til skiptana fyrir marga. Flugeldasal- an hefur verið lang stærsta fjáröfl- un Hjálparsveitar skáta á Akur- eyri í gegnum tíðina og um 70% af þeim fjármunum sem fara í fram- kvæmdir og rekstur er af flugelda- sölunni. Áætlun úr skorðum? „Við keyptum snjóbíl fyrir 10 milljónir króna á síðasta ári og reiknuðum með að geta borgað hann upp á 5 árum og miðuðum jafnframt við að geta ekki gert neitt annað á meðan. „Okkur þykir verra ef Flugbjörgunarsveitin ætl- ar að setja þá ætlun úr skorðun.“ Leonard sagði að þar sem sveitin væri að fara af stað í fyrsta skipti væri ekki gert ráð fyrir miklum hagnaði þetta árið. Hins vegar horfðu menn til aldamótaársins og að þá mætti gera i'áð fyrir mikilli flugeldasölu. Landsbjörg auglýsir flugelda- markaði á fímm stöðum á Akui'- eyri, í Hjálparsveitarhúsinu Lundi við Viðjulund, Bflasölunni Stór- holti, Óseyri, Bflasölu Akureyrar, Fjölnisgötu 6, á Norðurpólnum og Brimborg - Þórshamari við Tryggvabraut. Þá er Iþróttafélagið Þór með flugeldasölu í félagsheim- ilinu Hamri við Skarðshlíð líkt og undanfarin ár. Vélsleðaslys á Lambárdal Morgunblaðið/Kristján Fín stemmning í Hlíðarfjalli ÖKUMAÐUR og farþegi vélsleða slösuðust er þeir köstuðust af sleð- anum er honum var ekið á stein á Lambárdal, inn af Glerárdal ofan Akureyrar sl. sunnudag. Ferðalang- arnir voru vel klæddir og vel búnir, með bæði síma og GPS-staðsetning- artæki og því gekk vel að nálgast þá. Þegar var haft samband við björgunarsveitirnar á Akureyri og fóru menn á staðinn á snjóbíl ásamt sjúkraflutningamanni. Einnig fóru björgunarsveitarmenn á fjórum vélsleðum á slysstað og hlúðu að þeim slösuðu þar til snjóbíllinn kom á staðinn. Hinir slösuðu voru fluttir með snjóbílnum til byggða og síðan með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. Ókumaður sleðans kvartaði um eymsli á fæti og farþeginn á mjöðm en þeir voru komnir á slysadeild þremur klukkustundum eftir að til- kynning barst um slysið. Að sögn lögreglu hafði það mikið að segja hversu vel ferðalangarnir voru út- búnir og því hafí enginn tími farið í að leita að þeim. Bflvelta á ÓlafsQarðarvegi Þá varð umferðaróhapp á Ólafs- fjarðarvegi á sunnudagsmorgun, skammt frá Ytri-Reistará. Bíll á suðurleið hafnaði utan vegar, valt heilan hring og hafnaði á hjólunum. Farþegi í framsæti kvartaði undan eymslum í fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. FJÖLMARGIR gestir brugðu sér í Hlíðarfjall á sunnudaginn og renndu sér á svigskíðum, snjóbrettum eða gönguskíðum við ágætustu aðstæður. „Hér var góð stemmning og ég var í raun hissa á hversu margir komu í fjallið,“ sagði Haukur Stefánsson, for- stöðumaður Skíðastaða. Haukur sagði færið hafa verið með besta móti og einnig hafi veðrið verið gott og það hafi alltaf mikið að segja. Hóla- og Hjallabraut voru opnar á sunnu- dag en stefnt er að því að opna í Strýtu eftir áramót. Haukur sagði að nægur snjór væri á venjuleg- um skíðaleiðum og þá væri aðstaðan fyrir skíðagöngufólk mjög góð. Opið verður í fjallinu næstu daga. Bára Einarsdóttir, Ómar Þór Edvardsson og Guðný Óskarsdótt- ir eyddu sunnudeginum á skíðum í HlíðarQalli og voru yfir sig ánægð með daginn. „Þetta var dásamlegt og í raun eins í ævintýri," sagði þær Bára og Guðný. Morgunblaðið/Björn Gíslason Samkeppni um piparkökuhús Viðburða- ríkt verk BERGLJÓT Jónsdóttir hlaut íyrstu verðlaun í piparkökuhúsa- samkeppni sem verslanir í versl- unanniðstöðinni Sunnuhlíð og Norðurpóllinn efndu til. „Fjör- mikið og viðbui'ðaríkt verk. Vandvirkni, alúð og natni við smáatriði. Gleði og jólastemmn- ing,“ vora ummæli dómnefndai' um pipai'kökuhús Bergljótar sem sjá má á myndinni. Alls bárust 12 hús og að mati dómnefndar sem þau Kristinn G. Jóhannsson listmálari og Margrét Kristinsdóttir kennari skipuðu voru þau vel gerð og greinilegt að keppendur höfðu lagt mikla alúð í verkin. Pip- arkökuhús Atla Ævars Ingólfs- sonai' varð í öðru sæti og þær Arna Eiríksdóttir og Barbara Hjálmarsdóttir urðu í þriðja sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.