Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 45

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 45 í desember i hér- idis Morgunblaðið/Jón Svavarsson r lögreglu um að fíkniefni kynnu að r 4,5 kg af hassi. sérstaka herferð á þessum árstíma séu yfirvöld að sjálfsögðu allt árið á verði og að stöðugt sé fylgst með þeim sem vitað er að hafa stundað eiturlyfjasölu. Omar Smári segir að síðustu miss- erin hafi verið lagt hald á minna af veikari fíkniefnum og virðist sem meiri ásókn sé í harðari efnin. Hann segir lögi-egluna í síauknum mæli reyna að fylgjast með uppsprettum fíkniefnanna erlendis í því skyni að reyna að koma í veg fyrir flutning þeirra hingað til lands. Segir hann skilaboð lögreglunnar til fíkniefna- sala ótvírætt þau að áhætta þeirra sé ekki minni erlendis, fylgst sé með þeim og þeim ekki sleppt úr augsýn þótt þeir fari utan. Þess vegna sé samvinna lögreglu milli landa mjög mikilvæg. Omar segir Island hafa verið blessunarlega laust við hörð- ustu fikniefnin eins og heróín og krakk og segir lögregluna leggja mikla áherslu á að koma í veg fyrir flutning slíkra efna til landsins. Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem er yfir alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir að mikil . samvinna sé milli lögi’eglu í ná- grannalöndunum, ekki síst við Norð- urlöndin. Segir hann að lögreglan hér fylgist með ferðum þeirra sem ætlað er að stundi eiturlyfjakaup og sölu og lætur starfsbræður sína ytra vita þegar þeir fara milli landa og að lög- reglan hérlendis fái samsvarandi upplýsingar frá lögreglu erlendis. Samvinna sem þessi hafi til dæmis leitt til handtöku íslendinganna í Lúxemborg og Þýskalandi snemma í þessum mánuði og nú rétt fyrir jólin. Neyslan færist neðar Þórarinn Tyi'fingsson, yfirlæknir á Sjúkrastöðinni Vogi, segir að síðustu árin hafi verið mun meira af kanna- bisefnum og amfetamíni í umferð á íslandi. Hann segir neyslu kókaíns einnig greinilega vaxandi því á Vog hafi komið til meðferðar fólk sem segi sögu af nokkurra mánaða neyslu sinni á kókaíni. Þá sé neysla sífellt að færast niður í yngri aldurshópa. Ríkislögreglustjdri fer með allt forræði og rekstur sérsveitar lögreglunnar SÉRSVEIT lögreglunnar við æfingar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við þjálfunina. Breytingar á forræði og stjórn sérsveitarinnar Kaflaskil verða í sögu sérsveitar lögreglunn- ar 1. janúar næstkomandi en þá tekur gildi reglugerð sem kveður á um að ríkislögreglu- stjórinn skuli starfrækja sérsveit lögreglu til að takast á hendur vopnuð lögreglustörf og öryggismál þegar þörf krefur hvar sem er á landinu og innan efnahagslögsögu landsins. SAMKVÆMT reglugerð sem dómsmálaráðherra undirrit- aði 22. desember síðastliðinn felur dómsmálaráðherra rík- islögreglustjóranum að fara með lög- reglustjórn þar sem sérsveitin er kölluð út til vopnaðra lögreglustarfa og öryggismála, og við störf sín lýtur sérsveitin yfirstjórn ríkislögreglu- stjórans. Með reglugerðinni felur dómsmálaráðherra ríkislögreglu- stjóranum að fara með allt fon-æði og rekstur sérsveitarinnar og flytjast stjórnendur hennar og starfræksla hinn 1. janúar næstkomandi frá lög- reglustjóranum í Reykjavík til ríkis- lögreglustjórans og einnig sá búnað- ur sem fylgir sérsveitinni. Heimilt er að starfrækja sveitina með þeim hætti að stjórnendur henn- ar starfi hjá ríkislögreglustjóranum í fullu starfi en aðrir lögi’eglumenn í henni komi til starfa frá öðrum lög- regluliðum vegna þjálfunar eða verk- efna hverju sinni. Ríkislögreglustjór- inn mun setja verklagsreglur um starfsemi sérsveitarinnar, fyinrkomu- lag aðstoðarbeiðna og samstarf sveit- arinnar við lögregluliðin í landinu. Markmið þessara breytinga er að auðvelda framkvæmd viðfangsefna sem eðli máls samkvæmt eða vegna aðstæðna kalla á miðstýringu eða samhæfingu lögi'egluliða á landsvísu og gera yfirstjórn sérsveitarinnar skýrari. Sérsveit lögreglunnar var stofnuð árið 1982 og í henni starfa nú um 20 manns. Samkvæmt nýju stjórnskipu- lagi embættis ríkislögreglustjórans, sem tekur gildi 1. janúar næstkom- andi, heyrir sérsveitin undir svið sem Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn stjórnar. Hann var í sérsveitinni frá 1983 til 1997 og var hann yfirmaður sveitarinnar frá 1987-1997. Núver- andi stjórnandi sérsveitarinnar er Guðmundur Omar Þráinsson aðal- varðstjóri. Vandræði þegar verkefni hafa færst milli umdæma Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að breytingarnar fælu það í sér að sérsveitin myndi nú verða form- lega starfrækt á landsvísu undir stjórn ríkislögreglustjórans, en áður fór sveitin undir stjórn viðkomandi lögi'eglustjóra þar sem hún var að störfum hverju sinni. „í ljósi þess hve það er mikill fjöldi lögregluliða hefur það stundum skap- að vandræði þegar verkefni hafa ver- ið að færast milli umdæma, eins og t.d. öryggisgæsla og annað, og þá hefur þetta verið þyngra í vöfum. Upphaflega var lagt upp með það að starfrækja sérsveitina í samvinnu dómsmálaráðuneytisins og lögreglu- stjórans í Reykjavík og hefur sveitin hingað til verið starfrækt hjá honum. Nú verða stjórnendur sveitarinnar hins vegar starfsmenn ríkislögreglu- stjórans og öll starfræksla verður í nafni hans. Aðrir meðlimir sérsveit- arinnar munu eftir sem áður koma að mestu leyti frá lögreglunni í Reykja- vík sem er stærsta lögregluliðið," sagði Jón. Til þess að komast í sérsveit lög- JÓN F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn, til hægri, og Guðmundur Ómar Þráinsson aðalvarðstjóri ræða við nokkra sérsveitarmenn á æfingu. reglunnar þurfa menn að hafa lokið námi við Lögregluskólann og náð fullum þriggja ára starfsaldri í lög- regluliði. Þá þurfa þeir að standast ákveðnar lágmarkskröfur varðandi þrek og ljúka nýliðanámskeiði sér- sveitarinnar með fullnægjandi hætti. Til að komast í lögregluna þurfa menn að vera 20 ára og því geta þeir ekki komist í sérsveitina fyrr en þeir eru að minnsta kosti 23ja ára. Að sögn Jóns hefur verið miðað við að efri aldursmörk nýliða séu 35 ár, en menn geta síðan verið í sveitinni lengur uppfylli þeir allar þær ki'öfur sem gerðar eru til sérsveitarmanna. Helstu verkefnin í sambandi við öryggisgæslu Þeir lögreglumenn sem eru í sér- sveitinni sinna dags daglega hefð- bundnum lögreglustörfum en auk þess eru þeir í sérstakri þjálfun vegna sérsveitarinnar. Þegar sveitin er kölluð til starfa er hún alla jafna vopnum búin, bæði með hefðbundnar lögregluskammbyssur og öflugri vopn eins og t.d. hríðskotabyssur og riffla, auk annars sérbúnaðar. „Mesti fjöldi verkefna sérsveitar- innar hefur verið í sambandi við ör- yggisgæslu vegna komu erlendra þjóðhöfðingja og annarra fyrir- menna. Síðan hafa verið margvísleg smærri mál sem sveitin er kölluð til að leysa og yfirleitt eru afgreidd af þeim sem eru á vakt hverju sinni. Það hafa hins vegar ekki verið mörg mál á hverju ári þar sem sveitin hefur öll verið kölluð út vegna byssumála, en slík mál eru sem betur fer ekki mörg. Það er mín trú að það hafi ákveðið forvarnargildi að lögreglan hafi þenn- an viðbúnað til að grípa til, en auðvit- að má segja að ef hún hefði hann ekki þá væri of seint að búa hann til þegar í óefni væri komið,“ sagði Jón. Hann sagði að búnaður og þjálfun sérsveitarmannanna nýttist jafn- framt við hefðbundin lögreglustörf, og í sveitinni væru t.d. kafarar sem sinntu leitarköfun þegar svo bæri undir. Sérsveitin hefur tekið þátt í þjálfun víða erlendis og sagði Jón að sveitin hefði síður en svo lakari mannskap eða vinnuaðferðir en aðrar sérsveitir þótt sveitin væri smærri í sniðum og ekki eins ríflega tækjum búin. „Þó að það sé auðvitað eitt og ann- að sem maður vildi sjá betra þá stendur þessi sveit sem slík fyrir sínu þegar á heildina er litið,“ sagði Jón F. Bjartmarz.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.