Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 1
295. TBL. 86. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Kosovo-hérað Yopna- hléi talið borgið Pristína í Serbíu. Rcuters. ALÞJÓÐLEGIR eftirlitsmenn kváðust í gær telja að tekist hefði að tryggja áframhald vopnahlés í norðurhluta Kosovo-héraðs, þar sem átök hafa broti ulltrúi eftirlits- mannanna, sagði að viðræður 1 hefðu verið haldnar á sunnudag við yfirmenn öryggislögreglu Serba og albanskra uppreisnarmanna á svæðinu. A annan tug manna hefur fallið í átökum síðan á fimmtudag. Grunnet sagði að í gær hefði verið tíðindalaust á átakasvæðunum. Hörðustu átök síðan í október íbúar af albönsku bergi brotnir eru í miklum meirihluta í Kosovo. og berst uppreisnarher þeiira, KLA, fyrir sjálfstæði héraðsins. Átökin undanfarna daga voru þau hörð- ustu síðan vopnahlé komst á í októ- ber, er Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sættist á að draga til baka fjölda árásarsveita eftir að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafði hótað loftárásum ella. Átökin brutust út í nokkrum smábæjum í grennd við bæinn Poudujevo, sem er um 30 km norð- ur af Pristina, höfuðstað Kosovo. Giunnet sagði átökin ekki hafa breiðst út. Um 2.000 manns féllu í óöldinni er stóð í héraðinu í átta mánuði áður en vopnahléið komst á í október, og um 250 þúsund manns hröktust frá heimilum sínum er ör- yggissveitum var beitt gegn að- skilnaðarsinnum. Reuters Samið um kjördag ÞINGMENN í ísrael sögðu í gær að stærstu flokkar landsins, Likud og Verkamannaflokkurinn, hefðu náð samkomulagi um að efnt yrði til þing- og forsætisráð- herrakosninga í landinu 17. maí. Fái enginn meirihluta atkvæða í forsætisráðherrakosningunum verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna 1. júnf. Laga- nefnd þingsins þarf að staðfesta samkomulagið og gert er ráð fyr- ir því að hún geri það í dag. Hægrimaðurinn Benjamin Beg- in tilkynnti í gær að hann hygðist segja sig úr Likud-flokknum og bjóða sig fram gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Fréttaskýrendur telja ólíklegt að Begin beri sigurorð af Netan- yahu. ísraeli, sem er enn of ungur til að kjósa, gengur hér framhjá kosningaspjöldum sem stuðnings- menn Begins hengdu upp í Jer- úsalem. ■ Begin í framboð/26 Irakar skjóta á banda- rískar herflugvélar Staðhæfingum um að herþotu hafi verið grandað vísað á bug Bagdad, Washington. Reuters. ÍRAKAR sögðu í gær að bandarískar herflugvélar hefðu átt frumkvæðið í vopnaviðskiptum er urðu yfir norðurhluta Iraks í gær. Hefðu flug- mennirnir skotið á loftvarnarstöð Iraka í norðurhluta landsins og hafi verið svarað með gagnárás. Óveður kostar sigl- ingakappa lífið Sydney. Reuters. FJÓRIR fórust og tveggja var saknað í gær eftir að keppendur í einni sögufrægustu siglinga- keppni Astralíu lentu í ofviðri á leiðinni frá borginni Sydney á norðausturströndinni til borgar- innar Hobart á eynni Tasmaníu suður af landinu. Tveir skipreika þátttakendur í keppninni voru hífðir í gær lif- andi um borð í þyrlu ástralska sjóhersins, en of seint reyndist að bjarga þremur félögum þeirra. Þeir höfðu kastast útbyrðis úr björgnnarbátnum fyrr um daginn. í gærkvöldi hafði verið stað- festur dauði þriggja þátttakenda í keppninni og sá fjórði var talinn af, rúmum sólarhring eftir að honum skolaði frá borði í stórsjó. Á sunnudag skall ofviðri á þátt- takendum í hinni 630 sjómflna löngu siglingakeppni frá Sydney til Hobart og breytti þessari róm- uðu kappsiglingu í miskunnar- lausa baráttu keppenda um að komast lífs af. I gærkvöldi voru aðeins 46 af 115 keppnisbátum eftir. Sex áhafnir höfðu neyðzt til að yfir- gefa báta sína en áhafnir annarra dregið sig út úr keppuinni og leit- að skjóls í næstu höfnum. Endalok „Churchills“ Frægasta fleyið sem áhöfn neyddist til að yfirgefa var „Winst- on Churchill", 15,5 m löng segl- skúta smíðuð 1942 og nefnd í höf- uð brezka forsætisráðherrans þá- verandi. Keppt var á bátnum í fyrstu Sydney-Hobart-kappsigling- unni árið 1945, sem fór fram strax eftir sigur bandamanna í síðari heimsstyijöld, og síðan í 16 keppn- um til viðbótar. Átjánda keppnin, meira en hálfri öld eftir fiumraun- ina, reyndist sú siðasta. Níu manna áhöfnin fór í óveðrinu á sunnudag f tvo gúmbáta, en það voru þeir sem fundust í gær. í þeim bátnum sem flórir voru í björguðust allir en þremur af fimm hafði skolað út- byrðis úr hinum. Keppninni lauk í morgun, að áströlskum tíma, og bar áhöfn bandarísku skútunnar Sayonara sigur úr býtum. Reuters JIM Rogers, einn áhafnarmeð- lima „Winston Churchill", kem- ur út úr björgunarþyrlu í gær. Bretar og Bandaríkjamenn segja ábyrgðina alfarið íraka, sem hafi byrjað skothríð á flugvélarnar, er voru í eftirlitsflugi yfir Norður-írak, og hafi flugmennirnir brugðist hár- rétt við og varist. Samkvæmt upplýsingum frá Bagdad féllu fjórir írakar og sjö særðust þegar vélarnar skutu flug- skeytum á loftvarnarstöðina. Hin op- inbera fréttastofa Iraks, INA, hafði í gærkvöldi eftir talsmanni íraska hersins að íraskar loftvarnasveitir hefðu „líklega" skotið niður vest- ræna herþotu og stæði yfir leit að braki vélarinnar og flugmanninum. Fulltrúar bæði bandarískra og breskra hermálayfírvalda sögðu hins vegar að engra flugvéla væri saknað, allar hefðu snúið heilar til bæki- stöðva sinna í gær. Talsmenn íraska hersins segja flugvélarnar hafi nálgast lofvarnar- stöðina í gærmorgun en að þær hafi snúið við eftir að íraskir hermenn skutu á þær. Flugvélarnar hafi snúið aftur rétt eftir hádegi og gert árás á loftvarnarstöðina með fyrrgreindum afleiðingum. írakar segja ennfremur að vélarnar hafi lagt aftur á flótta þegar skotið var til baka úr loftvarn- arstöðinni. „Pislavættisdauði“ „Þessi ofbeldisfullu ódæðisverk vesturveldanna leiddu til píslarvætt- isdauða hugrakki-a hermanna okk- ar,“ var einnig haft eftii- talsmanni iraska hersins. Starfsmaður bandaríska hersins, staðsettur í Tyrklandi, sagði flugvél- arnar hafa verið á eftirlitsflugi yfir flugbannsvæðinu yfir norðurhluta íraks, sem Vesturveldin hafa gætt síðan 1991, og á að hindra árásir íraka á kúrdíska minnihlutann í Tyrklandi. Hafi flugmennirnir séð þrem íröskum flugskeytum skotið að sér . Bresk eldsneytisbirgðaflugvél hafi veitt bandan'sku vélunum lið, en breska vélin hafi ekki tekið beinan þátt í átökunum. Irakar segjast einnig hafa skotið að herflugvélum bandamanna á laugar- dag, og segja að þá hafi þær byrjað loftárás. Þessar fregnii- hafa ekki fengist staðfestai- af hernaðaryfir- völdum í Bandaríkjunum og Bret- landi. Varaforseti Iraks, Taha Yassin Ramadan, segir irösk stjórnvöld neita að viðurkenna flugbannsvæðið og telja það eingöngu þjóna þeim til- gangi að meina íraska flughemum aðgang að eigin lofthelgi allt frá átökunum 1991. Ramadan sagði fréttastofu Reutevs að íraskar loftvarnarstöðvar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að mæta „ofbeldisverkum" vesturveldanna og útilokaði þar með ekki frekari árásir á flugvélar. „Viðeigandi" aðgerðir Bretar og Bandaríkjamenn telja Iraka bera fulla ábyrgð á atburðun- um í gær og segjast munu svara hverri árás, er þeir kunni að gera, með gagnárás. Á fréttamannafundi í Washington sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti að Bandaríkjamenn myndu standa við alþjóðasamninga og halda áfram eftirlitsfluginu yfir norður- og suður- hluta Iraks. „Hermenn okkar hafa allan rétt til sjálfsvamar ef ráðist er á þá. Aðgerðir þeirra voru viðeigandi og réttai’ eftii’ skothríð Iraka," sagði Clinton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.