Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 32

Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ neistinn ekki eins upprunaleg- ur og afgerandi. Tiepolo var fæddur inn í mótaða erfða- nju, sem var ein hin tustasta og rótgrónasta sem jur fara af og þó á stöðugri eyfingu, var Ifkast til undra- rn, sem náði að viðhalda •skri og frjórri sköpunar- :ði til hins síðasta. Tæknina íeistraði hann af þeim létt- leika að fáu er til að jafna, en þó var hún aldrei yfir- drifin né tilgerðarleg, þar skilur á milli hins upp- runalega og sjálfsprottna og hins tillærða. Svo hreint og hiklaust gekk hann til verks að haft er fyrir satt, að á svipaðri tímalengd og tók aðra að sýsla við undirbúning, hræra og blanda litina hafi hann fullgert myndir sínar, og slík var tækni hans að hann gerir seinni tíma ofurraunsæismálara að leikleysingjum. Myndir hans eru ríkulega gæddar þeirri ákveðnu tegund ísmeygilegrar ástleitni og dulbúnum skírskotunum, sem einkenndu Feneyja- skólann, jafnvel háði og spotti, en kvenímyndir hans eru frekar kaldar og fjarlægar. Þær véla síður með líkamanum en litum klæða sinna, sem geta verið gæddir dularfullu og ástþrungnu seiðmagni. Litir í senn mildir og tón- aðir, en með ívafi hinna sterkari, sem tjá þá beina frásögn og eru því oftar en ekki sértækir í fram- setningu sinni, abstrakt. Tiepolo gerði nokkrar útgáfur af hinum flekklausa getnaði og eiu tvær þeirra sýnu nafn- kenndastar, sú í Prado safninu í Madrid, er fylgdi grein minni um það fyrir nokkrum árum, og málverkið frá safninu í Vicence, Museo Civico, hvers eftirmynd fylgir þessu skrifí. Þær munu jafn stórar, eru í litlu frá- brugðnar og hér er snilli- bragð handar málarans kannski merkjanlegast. Ofurnæmi hans fyrir mildum heit- og kald- tempruðum litatónum, sem binda hinar sterkari áherslur eins og rauða litinn ásamt þeim hvíta í skó- síðum meyjarkjólnum, sem mildaður er með flauelsmjúkri áferð sem í þeim mæli skín í gegn, að í áþreifanleika sínum höfðar hann til fingurgóma áhorfandans. Guðsmóðirin er lóðrétt samsvarandi í mynd- byggingunni og myndar óbifan- legt jafnvægi á heildarfletin- um, andstæður hlutfallanna af- ar virkar að ofan, neðan og til hliðanna. Hún stendur traust- um fótum á jörðinni og hreyfír léttilega með stórutánni við búk nöðrunnar, tákni erfða- syndarinnar, sem með eplið í gininu, lýtur hreinleika flekk- leysisins í auðmýkt, en þó ekki án gremjulegs augnaráðs hins sigraða og undirokaða. Fjar- viddin er ekki útreiknuð heldur skynjuð og þyngdarlögmálinu hagrætt eftir þörfum heildar- innar, englarnir til hægri að neðan kyrrstæðir og jarð- bundnir, þeir fyrir miðju til vinstri sem minnast við skaut guðsmóðurinnar svífa í lausu lofti, en þeir efst til hægri að ofan fijúga líkt og með sviga lævi. Yfír allri myndinni er ró og upphafinn léttleiki, allt er í jafnvægi, ekkert tranar sér fram, sem einmitt var aðal Fen- eyjaskólans. Bragi Ásgeirsson Lesið í málverk HINN FLEKK LAUSI GETNAÐUR Giambattista Tiepolo VEGNA hátíðar mannsonarins er ástæða til að minna á og Iesa eilítið í eitt af verkum hins mikla Feneyjamálara, Gi- ambattista Tiepolo (1696-1770), en 302 ár eru lið frá fæðingu hans. Þessi meist ari Ijósbrigða og yfirdrifins íjaðurmagns á tvívíðum fleti var eftirsóttasti málari síns tíma, hvort heldur um var að ræða skreyti í kirkjur eða lystihallir sem víða sér stað, og er því eðlilega í sviðsljósinu. Sýningar á verkum hans hafa verið settar upp í ýmsum sýn- ingarhöllum og heimslista- söfnum, fyrst í fæðingar- borg hans Feneyjum en síðast og á þessu ári í Metropolitan safninu í New York og Petit Palais í París. Stendur sýningin enn yfir á síðamefnda staðnum, eða fram til 24. janúar 1999, auk sérsýn- ingar á nokkmm freskum hans á Museum Jaquemart-André á Bou- levard Haussamann 158, til 20. janúar, þannig að hátiðarhöldin hafa þá stað- ið yfir í rúm tvö ár. Var rýnirinn viðstaddur opn- unina innan um yfirþyrm- andi manngrúa, þar sem prúðbúið og áhugasamt fólk skoðaði verk snillings- ins, andagtugt og frá sér numið. Hafa þessar sýn- ingar mjög aukið á hróður málarans, sem þó var ær- inn fyrir meðal innvígðra, en nú til muna almennari. Tiepolo var síðastur stór- meistara Feneyjaskólans, hinir vora Giovanni Bellini (1427/30-1516), Giorgione (1477/78-1510), Tizian (1477 eða 1488-90-1576), sem var nemandi þeirra, Tintoretto (1518-1594) og Paolo Veronese (1528-1588). Sagt hefur verið um Tiepolo, að hann hafi markað endalok þeirra miklu máiara Itah'u, allt frá Giotto di Bondone, sem megnaði að mála létt og áreynslulaust í mikilfeng- legum stíl. Hann var smiðs- höggið, og er hann dó slökkti hann og lokaði á eftir sér, og þó með logann mikla á fullu. Nefna ber hér einnig samtíðarmenn á öðra sviði og til hliðar, eins konar sjónræna sagnfræðinga Feneyja, og raunar fleiri há- borga Evrópu, snillinga útsýnis- málverksins; Giovanni Antonio Canal, sem nefndur var Cana- letto (1697-1768), og Francesco Guardi (1712-1793), sem báðir hafa einnig í auknum mæli ver- ið í sviðsljósinu. Það var þó í raun með Giovanni Domenico, syni Tiepolos, sem þessu tíma- bili lauk endanlega er hann hvarf af sjónarsviðinu 1804. Hinn svonefndi Feneyjaskóli á rætur að rekja allt aftur til Býs- ans, mótaðist á miðöldum og fór að taka á sig skýra mynd í mál- verkum Giovanni Bellinis um miðbik 15. aldar, náði hámarki á tímabili endurreisnar og hélt reisn sinni fram í síðbarrokk. I stuttu máli vora höfuðein- kenni Feneyjaskólans öðru fremur, að liturinn og mynd- byggingin voru tekin fram yfir línuna, allt rann saman, fólk og hin aðskiljanlegustu fyrirbæri landslagsins. Oll atriði mynd- heildarinnar jafn veigamikil í einni tónaðri heild. Tiepolo er meðal þeirra meistara íyrri alda, sem nútimamálarar eiga auðvelt með að meðtaka og falla flatir fyrir, vegna hinnar svimandi rýmistilfinningar og upphöfnu stemmningar sem eru megineinkenni verka hans. Ósjaldan mikilfenglegar skreytingar, veggmyndir, alt- aristöflur eða loftfreskur í kirkjur og lystihallir. Einkum höfðar Tiepolo til þeirra sem dýrka tíma og rými á mynd- fleti, því af hvoru tveggja má segja að sé ofgnótt í verkum hans, jarðbundnum, og enn frekar þeim er skara himin- hvelfinguna og ríki hins óræða og upphafna, sjálfs guðdóms- ins. Menn orða það svo, að hann hafi málað allan heiminn og himininn líka. Allt sýnist á ferð og flugi í myndunum, en þó er yfír þeim einhver höfug tímalaus ró og kyrrð, skyld ei- lífðinni, sem virðist í senn óhöndlanlega íjarri og um leið í áþreifanlegri nálægð. Þyngd- arlögmálið víðs fjarri í sumum myndanna, en um leið skynja menn eitthvað sterkt og vold- ugt að baki, birtingarkraft lög- mála sem hafa sljóm á öllu gangverkinu. Tiepolo var ham- hleypa til verka, ofvirkur vinnufíkill, er hlóð jafnframt niður börnum með Ceciliu konu sinni, sem var systir fyrrnefnds Francesco Guardi. Börain urðu níu og meðal þeirra gerðust tveir synir hans, Giovanni Domenico og Lorenzo, aðstoð- armenn föður síns. Ekki er hægt að fullyrða, að Tiepolo hafi haldið almennt verkstæði líkt og svo margir málarar tím- anna, heldur var öðru fremur um Qölskyldufyrirtæki að ræða, þar sem synimir voru lærisveinarair. Bera sjálfstæð málverk þeirra einnig sterkan svip af verkum föðurins en „Skáldað um ljós- myndir“ GUNNÞÓRUNN Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur heldur fyrir- lestur á miðvikudagskvöld, 30. des- ember kl. 20.00, á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem ber yfirskriftina „Skáldað um ljósmyndir". I kynningu segir, að í fyrirlestrin- um muni Gunnþórunn fjalla um samspil ljósmynda og texta í verk- um rithöfundarins Michael Onda- atje, en hann er meðal annars höf- undur að bókinni The English Pati- ent sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. Gunnþórunn mun fjalla um hvernig Ondaatje leikur sér með væntingar lesandans til ljósmynda og hvernig það veltir upp spurning- um um heimildagildi þeirra og stöðu innan verkanna. Gunnþórunn stundar doktorsnám í bókmenntafræði við Royal Holl- oway, University of London og fjall- ar doktorsverkefni hennar um mörk sjálfsævisagna og skáldskapar í nú- tíma æviskrifum. ---------------- Gdður dómur um SI FLUTNINGUR Sinfóníuhljóm- sveitar Islands undir stjórn Petris Sakaris á sinfóníu nr. 1 eftir Jean Sibelius sem Naxos gefur út. I nýjasta hefti Grammophone segir að flutningur hljómsveitarinnar undir stórn Sakaris á Pelléasi og Svanhvíti hafi lofað góðu og að nýjasta útgáfan af sinfóníu Sibeli- usar muni ekki valda neinum von- brigðum. Segir gagnrýnandi tíma- ritsins eitthvað „afar geðugt" við flutning hijómsveitarinnar og til- finninguna sem hann veki. Flutn- ingurinn einkennist af ferskleika, einbeitingu og „eldi“. Tilfinningin fyrir taktinum í þriðja þætti sin- fóníunnar sé nákvæm og góð. Og þótt flutningur Sinfóníuhljómsveit- ar íslands sé ef til vill ekki eins góður og hjá sinfóníunni í Boston eða Lundúnafílharmóníunni, séu hljóðfæraleikarar hennar engu að síður mjög góðir og leikur hennar einkennist af lífsgleði og áhuga. Hljómurinn sé líflegur og dragi smáatriðin fram en upptakan var gerð í Háskólabíói. ------♦♦“♦------ Bókauppboð BÓKAVARÐAN efnir til bókaupp- boðs á morgun, miðvikdag, kl. 20.30 í Kornhlöðunni, Bankastræti 2. Seld verða mörg hundruð íslenzk rit segir í kynningu, fræði og skáld- skapur frá tímabilinu 1820-1950. Mikill fjöldi af frumútgáfum : Stefáns frá Hvítadal, Steins Stein- ars, Nonna, Benedikts Gröndals, Guðmundar Böðvarssonar, Unu frá Vestmannaeyjum, Jóhannesar Birkiland, Vilhjálms frá Skáholti, alls nokkur hundruð verk eftir ís- lenzk skáld. Einnig fjöldi fræðirita í íslenzk- um fræðum, náttúruvísindum, blönduðum fagbókmenntum, um andatrú og guðspeki, guðfræði og íslenzka sögu, m.a. Tíðindi frá Amtsfundin á Ak. 1858, hin gamla teikning Hannesar Hafsteins: Kjöt- pottur landsins, fjöldi af útgáfum úr Samf. til Udg. af gammel nor- disk Litteratur, gamlar bæjarskrár og skattskrár, ættfærðihandrit, gamiar tilskipanir, frumútgáfur Halldórs Laxness, Antiquites Rus- ses, tímaritið Líf og list, Kvenna- blað Bríetar, upphafið, bókaskrá Þorsteins sýslumanns, tímaritið Óðinn og hundruð annarra merka fræðirita. Mikið verður boðið upp af „pakkavöru", þ.e. margar bækur og rit í sama númeri. Bækurnar verða til sýnis að Vesturgötu 17, nk: miðvikudag kl. 13-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.