Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG AÐALHEIÐ UR JÓNSDÓTTIR + Björg Aðalheið- ur Jónsdóttir var fædd á ísafirði 24. maí 1915. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isa- firði 21. desember siðastliðinn. Björg var dóttir Jóns P. Andréssonar, f. 19.5. 1889 á Kleif- um í Kaldbaksvík í Strandasýslu, d. 3.2. 1970, og Þorgerðar Kristjánsdóttur, f. í Súðavík 17.8. 1888, d. 5.4. 1935. Björg var elst tíu systkina en þau eru: Krislján Jón Markús, f. 28.6. 1916, d. 5.1. 1918; Kristján Jón Magnús, f. 20.7. 1918; Tryggvi Andrés, f. 18.1. 1920; Guðbjörg Rósa, f. 27.5. 1921; Þorgerður Sigríður, f. 19.7. 1922; Lovísa Guðrún, f. 19.4. 1924; Margrét Anna, f. 20.7. 1925; Sigurbjörg Ásta, f. 1.11. 1926, og Valdimar Sigurbjörn, f. 31.10. 1928. Hinn 26. september 1939 giftist Björg Einari Ingibergi Guð- mundssyni frá Selakirkjubóli í Önundarfírði, f. 22.8. 1907, d. 24.6. 1991, en foreldrar hans voru Guðmundur Mikael Ein- arsson og Theodóra Jakobsdóttir. Björg og Einar bjuggu alla tíð _ á Hlíðar- enda á Isafirði þar sem Björg var hús- freyja þangað til hún veiktist fyrir nokkrum vikum. Þau eignuðust fiinm börn: 1) Garðar Sævar, f. 24.2. 1938. 2) Þorgerður Sig- rún, f. 6.1. 1940, gift Guðmundi Marinós- syni, þeirra börn Ingibjörg og Guð- rún. 3) Ingibjörg Steinunn, f. 22.5. 1942, gift Jóni Kr. Krist- jánssyni en hann lést 2.7. 1994, þeirra börn Björg Aðalheiður og Kristján. 4) Guðmundur Sig- urbjörn, f. 3.4. 1945, kvæntur Ingibjörgu Daníelsdóttur, þeirra börn Einar Kári og Olga Sif, börn Ingibjargar af fyrra hjónabandi Kristín og Sigurður Páll Ólafsbörn. 5) Tryggvi Sæ- berg, f. 5.4. 1949. Barnabarna- börnin eru sex. Útför Bjargar Aðalheiðar Jónsdóttur fer fram frá ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Aldrei hafa kynslóðaskipti verið jafn tengd breyttum tímum og einmitt á þessari öld. Það fólk sem nú hverfur af sjónarsviðinu fætt fyrir 1920 hefur lifað stærstu breytingar sem mannkynið hefur nokkurn tíma gengið í gegnum á einum mannsaldri. Kynni okkar sem yngri erum af þessu reynslu- mikla fólki eru mun dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir dags daglega. Bogga á Hlíðarenda var svip- mikill fulltrúi þeirrar kynslóðar sem skólaðist í harðneskjulegu hversdagslífi snemma á öldinni. I þá daga voru menn ekki að deyja úr vorkunnsemi þótt unglingur gengi til útiverka frá klukkan sex á morgnana til tíu á kvöldin, með lítilfjörlegt nesti og ekkert afdrep. Og ekki var hlaupið frá verki að ástæðulausu. Mikið langaði krakk- ana að hlaupa frá saltfiskreitunum á Torfnesinu út að sjúkrahúsinu nýja, þegar það var vígt 17. júní 1925, - það var nú ekki langur spölur. En það var ekki við það komandi. Þegar Bogga var tvítug fór hún í sfld til Ingólfsfjarðar. Það var sfld- arlausa sumarið og löngu fyrir tíma kauptryggingar. Stúlkumar áttu ekki fyrir mat, það þurfti ekk- ert að spekúlera hvaða mat ætti að hafa í dag og annan á morgun. En það var til gott fólk sem færði þeim af og til eitthvað í soðið. Um haustið hafði hún ætlað suð- ur til Hafnarfjarðar, þar sem hún hafði fengið loforð fyrir að læra að sauma. En þegar hún kom heim auralaus eftir sumarið, selflutt heim á einum Samvinnubátanna, var mamma hennar orðin svo léleg og veik að hún fór ekki neitt. „Björg mín, passa þú börnin mín,“ bað móðirin skömmu áður en hún dó. „Ja, ég get nú lítið passað þau,“ sagði stúlkan, „því ég kann ekki neitt, en ég skal vera hjá þeim þar til þau eru öll fermd.“ Nú gæti einhver haldið að það hafí ekki verið gaman að vera uppi við þessar aðstæður en systkinin níu voru samrýnd og gleði og söngur er það sem lifír í minning- unni. Lifandi trú var líka sjálfsagð- ur þáttur daglegs lífs, og bænir og sálmar tungunni tamari en „love me tonight“-óður nútímans. Um það leyti sem Bogga stofnar til sinnar eigin fjölskyldu var mannmargt á Hlíðarenda. Jón Andrésson faðir hennar giftist Guðrúnu systur Þorgerðar fyrri konu sinnar, sem reyndar hafði alla tíð verið á heimilinu, og systk- inin voru enn öll heima. Bjarni Andrésson, bróðir Jóns, bjó líka í húsinu með sína fjölskyldu sem var allt upp í ellefu manns. Það er ekki fyrr en þriðja barn þeirra Einars er orðið tveggja ára sem Bjarni flutti annað, og hún fékk eldhús fyrir sig. Einar var á landróðrabátum á þeim tíma sem menn höfðu með sér kassafæði. Oft var nóttunum varið í að bera kol og spýtur úr kjallaranum upp í eldhús á annam hæð, og halda heitum mat þar til báturinn kæmi að, sem ekki var að vita hvenær yrði. Nei, það voru ekki þægindin sem mótuðu þessa kynslóð, enda væru þau sjálfsagt ekki líkleg til að byggja upp þá harðgeru og margbrotnu persónu sem ég fékk að kynnast í tengdamóður minni. Hún var ekki eintak af fjöldafram- leiddri manngerð. Hún var einstök með sitt eigið sérhannaða málfar sem kom vel til skila skarpri greind og sterkum skoðunum, að ekki sé talað um eilítið kersknis- legan húmorinn og útsjónarsama alúð. Bogga bjó alla ævi í Hlíðinni. Fram á þennan dag hefur Hlíðar- endi verið miðdepill stórfjölskyld- unnar sem þangað rekur uppruna sinn, og raunar laðað að miklu fleiri en þá sem teljast til vensla- fólks. A tímum fólksflutninga er eftirtektarvert að ekkert Hlíðar- endasystkinanna fímm hefur flutt frá Isafirði. Það er ekki síst að þakka Garð- ari, elsta syninum, sem haldið hef- ur heimili með móður sinni og Andrési bróður hennar, að Bogga gat búið til æviloka á Hlíðarenda sem hafði verið heimili hennar allt frá æsku. „Guð veri með þér,“ var það síð- asta sem hún sagði við mig þegar við kvöddumst, en ég þurfti að bregða mér bæjarleið helgina áður en hún dó. Víst er það frómust ósk allra óska. Sömuleiðis Bogga, - sömuleiðis. Inga Dan. Einhvern veginn hélt ég að þessi dagur kæmi aldrei, dagurinn sem ég ætti enga ömmu. En nú er kom- ið að skilnaðarstund og hún er sár. Það er sárt að sjá á eftir ömmu, sjá á eftir öllu sem var. „Fáir sem faðir, engin sem móð- ir.“ Það má segja að þetta hafi ver- ið kjörorð hennar í lífinu, viska fengin með biturri reynslu. Ung missti hún móður sína og eftir lifðu níu systkini, hún elst. Faðirinn vann myrkranna á milli og ábyrgð- in sem hvfldi á henni var mikil, ekki brást hún systkinum sínum. Hún var fyrst og fremst móðir. Móðir barnanna sinna, húsmóðir á sínu heimili, ættmóðirin sem fylgd- ist með vexti og viðgangi allrar stórfjölskyldunnar. Ekkert var henni óviðkomandi, ekkert var svo ómerkilegt að hún reyndi ekki að sjá til þess að það færi á besta veg. I tæp 30 ár hefur amma verið fastur punktur í mínu lífi. Það síð- asta sem ég gerði er ég fór í ferða- lög var að koma við á Hlíðarenda og kveðja ömmu, og það fyrsta við heimkomu var að koma við eða slá á til ömmu til að láta vita af mér. Minningarnar eru óteljandi og samofnar öllu mínu lífi: Eg hjá ömmu 5-6 ára, við að fara í bæinn, fyrst stoppuðum við við hliðið og fórum með morgunbænir: Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Viðkomustaðirnir voru hinar ýmsu matvörubúðir. Stoppuðum í Félags hjá Luvu, amma fékk kaffi og tók púlsinn á tilverunni, ég fékk Míranda og snúð, lífið gat ekki verið betra. Amma á jólum, að elda og stússast, enginn tími til að setj- ast, ekki fyrr en búið var að vaska upp og ganga frá. Amma að elda mat, ógleymanlegar fiskibollur. Fermingardagurinn, amma á upp- hlut. Eg fékk bílpróf, amma sá til þess. Við að fara í föstudagsinn- kaupinn, amma að velja læris- sneiðar, sérviska sagði ég, „hvað heldurðu að þú hafir vit á því stelpa?“ Stúdentspróf, amma á upphlut. Frumburðurinn fæddur, amma búin að taka ungu móðurina á teppið til að ganga úr skugga um að dregngurinn fengi „rétt nafn“. Skírn frumburðarins, amma á upp- hlut í síðasta sinn. Brúðkaup, amma tók þátt í gleðinni. Nýtt barn væntanlegt, amma verður ekki þar. Við amma vorum ekki alltaf sammála. Ég sakaði hana um að vera gamaldags, vildi að hún hætti að elda heita máltíð tvisvar á dag og færi að hugsa meira um sjálfa sig og minna um aðra. Þá var við- kvæðið hjá henni „þið þetta unga fólk“. En ég skildi það ekki þá að það var óhugsandi, það var eitt- hvað sem hún hafði aldrei gert. Hlutimir vora svona og því varð ekki breytt, regla á öllu, allt í fóst- um skorðum. Að lokum vil ég þakka elsku ömmu fyrir samfylgd- ina, fyrir leiðsögnina, fyrir um- hyggjuna, fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti á að halda. Far þú í friði. Legg ég nú bæði líf og önd minn ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Björg Aðalheiður Jónsdóttir. Hún amma mín er dáin. Okkar sameiginlega saga spann- ar 38 ár. Hún var hin sínálæga hversdagshetja bernsku minnar, heim á Hlíðarenda til hennar gat ég ætíð leitað. Hennar heimili var líka mitt heimili, ég kom og ég fór, þar átti ég skjól. Ég man ömmu mína standa við ofninn og kyrja stöku til mín, bamsins: Hún Gunna mín er svo góð við mig, getur hún stundum liðið mig, eltir mig eins og folald grátt faðmar mig og kyssir dátt. Minningabrotin ná yfir allt litróf tilfinninganna, myndirnar margar og fjölþættar, ofur hversdagslegar KARLB. JÓNSSON + Karl B. Jónsson var fæddur á Siglufirði 15. sept- ember 1919. Hann lést á Landspítalan- um 17. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Sturlaugsson, sjómaður og verkam., f. 22. maí 1896, d. 2. mars 1933 og Stefanía S. Vormsdóttir, f. 17. ágúst 1892, d. 13. apríl 1952. Karl var einkabarn þeirra hjóna. Karl giftist Helgu Mar- teinsdóttur 11. september 1948, f. 11. sept. 1918, d. 24. ágúst 1984. Foreldrar hennar voru Svanborg Jónsdóttir og Mar- teinn Eyjólfsson bóndi á Þurá í Olfusi. Helga og Karl eignuðust Qögur börn: 1) Erna, bankaftr., f. 4 júlí 1948, maki Bjarni Jóns- son. Börn þeirra eru Helgi Már og Brynja Sif. 2) Jón Stefán, kaup- maður, f. 25. aprfl 1950, maki Hafdís Olafsdóttir. Börn þeirra eru Ólafur Axel og Thelma Marín. Börn Jóns Stefáns, Karl Stef- án, bús. í Banda- ríkjunum og Anna Lísa. 3) Marteinn, vélvirki f. 2. júní 1952, maki Sigur- björg A. Jónsdóttir, dætur þeirra eru Stella, Auður og Dóra. 4) Birgir, húsgagna- bólstrari, f. 26. september 1953, maki Halldóra Sveinsdóttir. Börn þeirra eru Helga María, bús. í Noregi, Sveinn og Tinna. Afkomendur Karls og Helgu eru 15. Karl verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Það er skammt stórra högga á milli heiðursfélaganna í Meistara- félagi Bólstrara. I ágúst sl. lézt As- gn'mur P. Lúðvíksson og nú er Karl Jónsson allur. Þeir vora báðir góðir fulltrúar hinna gullnu fræða í húsgagnabólstran og margir sem töldu að fáir eða engir stæðu Karli framar í gamla handverkinu. Karl var ekki íyrirferðarmikill í sögu Meistarafélagsins, en hann var samt svo sannarlega betri en eng- inn í þeim störfum sem hann gegndi íyrir bólstrara. I því trún- aðarstarfi sem hann gegndi fyrir Meistarafélagið sem prófnefndar- maður, vora ekki bornar brigður á að þar var réttur maður á réttum stað. Hann vissi nákvæmlega hvernig átti að bera sig að við bólstrun á húsgagni, hvert atriði var þaulhugsað og útfært á réttan hátt. Við, hinir yngri í faginu, átt- um hauk í homi þegar upp komu erfið viðfangsefni, þá var gott að geta leitað til Karls um úrlausn. Karl hóf störf hjá Erlingi Jóns- syni húsgagnabólstrarameistara sem sendisveinn árið 1933, þá að- eins 14 ára. Þá tíðkaðist að hús- gögn væra flutt frá framleiðslu- stað til viðskiptavinar á reiðhjól- um eða handvögnum, sennilega eitthvað sem engum dytti í hug að gera nú á dögum. Árið 1937 hóf hann nám í hús- gagnabólstrun hjá Erlingi og lauk því 1941. Næstu 10 árin vann hann áfram hjá meistara sínum. A þess- um áram ráku þeir saman verk- stæðið Erlingur og Konráð Gísla- son á Baldursgötu 30 og voru þar starfandi ásamt þeim nokkrir bólstrarasveinar og lærlingar, að því er virðist í endursköpun minni: Hún amma mín stendur við eld- húsvaskinn uppi og úti belja veðrin og hún kennir mér að muna smá- fuglana sem setjast á fjölina við gluggann. Hún amma mín kennir mér bænirnar sem börnum er hollt og gott að kunna og fara með fyrir svefninn. Hún amma mín gætir mín og leyfir litlum kroppum að pissa í vask, uss, enginn má vita! Alltof langt og kalt fyrir litla fætur að fara alla leiðina niður á síðkvöld- um. Hún amma mín umber gikks- hátt minn og eldar mér steinbít eins og henni einni er lagið og býð- ur til veislu. Hún amma mín, ættmóðirin, hjá henni jól, áramót, sólarkaffi, vor- verk, heyskapur á Fossum, slátur- tíð, smákökubakstur, lagköku- bakstur, kaffi og kringlur úr Fé- lags, rauðar pylsur, kók til spari, tíkall... Þetta og margt fleira sem mun alltaf verða þýðingarmikið og mikilvægt, atburðir hversdags- ins. Því hún amma mín var stór í mínu lífi, hún hvunndagshetjan. Nú er hún öll, hjá guði og englum sem voru ljóslifandi fyrir barninu í fólskvalausri trú þess. Góðar minningar um sögu okkar mun ég geyma með mér áfram og miðla til barna minna sem hafa notið langömmu sinnar í brotabrotum í örfá ár. Þannig tengjumst við öll stærra samhengi í gegnum bæn- irnar sem amma mín kenndi mér: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónss. frá Presthólum.) Guðrún. enda var þetta eitt öflugasta bólst- urverkstæðið á sínum tíma. Árið 1951 hóf Karl störf hjá Ás- grími P. Lúðvíkssyni og var þar til 1958, er hann flutti sig yfir til Magnúsar Jóhannssonar sem rak húsgagnaverkstæðið Skeifuna. Þar var fjölmennur vinnustaður bólstr- ara og þar var Karl verkstjóri í þrjú ár til 1961. í tvö ár til 1963 störfuðu þeir saman með eigið verkstæði í Stangarholti 20, Guð- mundur Þorbjörnsson og Knútur Gunnarsson ásamt Karli. Það þætti nokkuð gott í dag ef þrír bólstrarar gætu starfað saman í 25 fm húsnæði eins og þeir félagar gerðu með góðum árangri. Frá 1963 og til dauðadags var vinnu- staður Karls að Langholtsvegi 82. Á þeim 35 áram sem hann starfaði þar, hafa mörg úr sér gengin hús- gögnin orðið að dýrgripum eftir meðhöndlum Karls, það geta þeir fjölmörgu sem leituðu til hans, margir aftur og aftur, vitnað um. Þrátt fyrir frábæra verkkunnáttu tók Karl aðeins einn lærling, en það var sonur hans Birgir Þór sem hefur rekið verkstæði þeirra feðga frá árinu 1986. Þannig var Karl, að hann vildi ekki hafa neitt vesen í kringum sig, vildi hafa hlutina í fóstum skorðum og helzt að fara ekki of hratt í breytingar. Gamla handverkið var honum hugleikið og honum fannst ekki allt merki- legt sem hann sá af því nýja. Karl gekk í Meistarafélag Hús- gagnabólstrara árið 1961. Áður hafði hann gegnt ritarastöðu í Sveinafélaginu um 12 ára skeið. Hann tók sæti í prófnefnd í hús- gagnabólstrun 1973 og var þar samfleytt til 1988. Á 65 ára afmæli Meistarafélagsins árið 1993 var hann gerður að heiðursfélaga ásamt þeim Ásgrími P. Lúðvíks- syni heitnum og Olafi Daðasyni, þeir voru þeir fyi'stu sem sýndur var sá heiður. Bólstrarar sjá á bak góðum félaga og fyrirmyndar fag- manni. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Stjórn Meistarafélags bólstrara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.