Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ > > 60 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 AUGLÝSING AÐSENDAR GREINAR I skjóli nætur Spurningin Hvaö ætlar þú aö gera um áramótin? Freyr Sigurösson: Ætli ég djammi ekki bara rassinn úr buxunum. Gunnhildur Jónasdóttir: Ég fagna nýju ári með fjölskyldunni minni. Freyja Theodórsdóttir: Ætli ég láti mér ekki bara líða vel. Á SÍÐASTA degi Alþingis fyrir jólafrí var dreift frumvarpi þar sem kveðið var á um staðsetningu Landmælinga Islands á Akranesi. Það var síðan um nóttina keyrt í gegnum þingið með forgangshraði. Ástæðan var að daginn áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri nið- urstöðu að ákvörðun umhverfís- ráðherra um flutning Landmæl- inga til Akraness væri ólögmæt. Hinn 2. júlí 1996 var starfsmönnum Landmælinga kynnt sú ákvörðun umhverfis- ráðherra að flytja stofnunina til Akraness í ársbyrjun 1999. Frá þeim degi hefur starfsemi Land- mælinga verið í uppnámi. Aðeins einn starfsmaður, fyrrverandi for- stjóri, lýsti sig tilbúinn til að flytja með stofnuninni. Aðrir starfsmenn ákváðu að bíða með svar í þeirri von að við frekari athugun kæmist ráðherrann að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin væri óskynsamleg. Af- staða ráðherra breyttist ekki. Þó kom í ljós að engin athugun hafði farið fram sem sýndi að skynsam- legt væri að flytja stofnunina áður en ákvörðunin var tekin. Athugan- ir sýndu hið gagnstæða. Ráðherr- ann átti aðeins eitt svar þegar óskað var skýringa: Þetta er pólitísk ákvörðun. Samkvæmt þessum skilningi eru ákvarðanir sem teknar eru af pólitískum ráðherrum hafnar yfir rök. Starfsmenn beittir ofbeldi Þekking og reynsla starfsmanna er dýmætasta eign hverrar stofn- Veður og færð á Netinu mbl.is _ALLTA/= eiTTHVAO fJÝTT unar. Öllum var ljóst að erfitt yrði að flytja stofnunina ef forstjórinn einn færi með og byrja yrði með nýju fólki á nýjum stað. Ráðuneyt- ið hafði hins vegar ekki annan að- gang að starfsmönnum til að beita þá þrýstingi en í gegnum forstjór- ann, sem beitti sér lítið í málinu. Þegar ný lög um landmælingar og kortagerð voru sett vorið 1997 var því ákveðið að setja ráðherra- skipaða stjóm yfir Landmælingar. Þess var gætt að enginn með fag- lega þekkingu á landmælingum færi inn í stjórnina. Enda kom það strax í ljós að eina verkefni stjórn- arinnar var að fylgja pólitískri Nauðsynlegt er að ræða, segir Páfl Hall- dórsson, hvað á að gera við ráðherra sem með ólögmætum hætti ræðst gegn starfs- mönnum, rýrir faglega starfsemi Landmæl- inga og sóar fé ríkissjóðs. ákvörðun ráðherrans eftir innan stofnunarinnar og því eins gott að þekking á landmælingum og kortagerð yrði ekki til að tefja störf hennar. Frá því að stjórn Landmælinga tók til starfa hafa starfsmenn verið beittir bæði hótunum og þrýstingi til að fá þá til að starfa áfram og flytja með á Akranes. Þessi yfir- gangur óx síðan um allan helming þegar ráðherra tókst að fá þrjá forstöðumenn deilda á stofnuninni, sem til áramóta gegna saman starfi forstjóra, í lið með sér gegn Fréttir á Netinu ý§> mbl.is _ALL7A/= eiTTH\T/\£> HYTT öðrum starfsmönnum. En þrátt fyrir þetta mun aðeins lítill hluti þeirra sem unnu hjá Landmælingum sum- arið ‘96 fylgja með á Akranes til að starfa þar til frambúðar. Það markmið að halda ut- an um þá þekkingu sem safnast hefur upp hjá stofnuninni á und- anförnum árum og áratugum náðist ekki. Afgreiðsla á þingi Flutningur Land- mælinga til Akraness hefur aldrei fengið efnislega meðferð á þingi. Árið 1997 voru ný lög sett um landmælingar. Þegar umhverfis- ráðherra mælti fyrir lögunum sagði hann að flutningurinn væri ekki til umræðu, hann hefði þegar verið ákveðinn. I nefndarálitum meiri- og minnihluta umhverfis- nefndar var því ekkert fjallað um staðsetningu stofnunarinnar. Þeg- ar meirihluti umhverfisnefndar er nú í kjölfar hæstaréttardóms lát- inn flytja frumvarp um að Land- mælingar verði á Akranesi eru engin efnisleg rök færð fyrir þeirri staðsetningu. Þess í stað er aðeins sagt að til þess að ákvörðun ráðherrans standi verði að breyta lögum. I ljósi þessa er óskiljanleg sú afstaða forystu stjómarand- stöðunnar að samþykkja að málið fengi flýtimeðferð og i-ynni um- ræðulítið í gegnum þingið á nokkrum klukkutímum. Með því brást stjómarandstaðan þeirri skyldu sinni að tryggja að mál fái eðlilega umfjöllun og að öll sjónar- mið komi fram. Þingmenn höfðu aldrei tækifæri til að taka afstöðu til þeirra röksemda sem fram komu í málinu. Rétt er að fram komi að minnihluti umhverfis- nefndar mótmælti vinnubrögðun- um og lýsti andstöðu við málið og alþingismennirnir Jóhanna Sig- urðar-dóttir, Svavar Gestsson og Ögmundur Jónasson andæfðu of- beldinu. Staða ráðherra Umhverfisráðherra hélt því stöðugt fram að ákvörðunin um flutning Landmælinga væri pólitísk, en það þýddi að hans skilningi að hún væri hafin yfir umræðu. Nú stóð hann frammi fyrir því að þessi pólitíska ákvörðun hans var ólögmæt. Var þá ekki eðlilegt, eftir allt sem á undan var gengið, að ráðherrann gengist við pólitískri ábyrgð sinni og segði af sér? Þetta virðist Guðmundi Bjarnasyni síst hafa dottið í hug. Því lá beint við eftir hæstaréttardóminn að þingið tæki til með- ferðar embættisfærslu umhverfisráðherra. Ráðheira hefur á und- anfórnum árum íylgt þessari ólögmætu ákvörðun sinni eftir með takmarkalitlu of- forsi gagnvart starfsmönnum Land- mælinga íslands. Það væri mikilvægt fyrir þingmenn að skoða hvernig það upplausnarástand sem ríkt hefur á stofnuninni í tvö og hálft ár, eða frá því að ráðherra tók ólögmæta ákvörðun um flutning, hefur komið niður á faglegri færni stofnunar- innar til að sinna verkefnum sín- um. Þingmenn ættu að kanna hvernig reynt starfsfólk hefur hrökklast frá stofnuninni. Það væri ekki síður mikilvægt að upp- lýsa hvað þessi ólögmæta ákvörðun hefur kostað ríkissjóð. Og síðast en ekki síst væri nauð- synlegt að ræða hvað á að gera við ráðherra sem með ólögmætum hætti ræðst gegn starfsmönnum, rýrir faglega starfsemi landmæl- inga og sóar fé ríkissjóðs. Jólaboðskapur Alþingis I framhaldi af þessari afgreiðslu vakna spurningar um stöðu ein- staklingsins gagnvart yfirvöldun- um. Starfsmenn Landmælinga bentu á það frá upphafi að ákvörðunin um flutning væri sennilega ólögmæt. Ráðherra sinnti þessari ábendingu í engu. Þess í stað sagði hann sífellt að hér væri um pólitíska ákvörðun að ræða og þar með væri hún hafin yfir alla umræðu. Einn starfsmað- ur Landmælinga lét þá reyna á lögmæti ákvörðunarinnar fyrir dómstólum. Niðurstaðan er skýr, starfsmenn höfðu lög að mæla. Jólaboðskapurinn sem þingið sendi starfsmönnum Landmælinga og reyndar landsmönnum öllum var ekki síður skýr: Þið skuluð ekki halda að lög landsins verji ykkur í neinu gegn yfirgangi ráðherra. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi brotið á ykkur með ólögmætum hætti þá breytum við lögunum í skjóli nætur. Höfundur er fornmður kjararáðs Félags íslenskra náttúrufræðinga. Orri Guðjhonsen: Hitta vini mína og hafa gaman. Sigríður Hulda Jónsdóttir: Líklega fer ég á dansleik með vinunum. Sigurbjörg Sigurðardóttir: Skemmta mér! ÆFINGATÆKI FRÁBÆRT VERÐ PÚLSMÆLIR. Hámarks- og lágmarks- púls, meðalpúls, saman- buröur á meðal- og nú- verandi púls, klukka, skeiðklukka. Verð aðeins kr. 7.600, stgr. kr.7.220. 1 staðgreiðsiu |*yo afsláttur GEL-hnakkhlífar Hjólabuxur með púða ÆFINGABEKKIR 0G LÓÐ. Bekkur með fótaæfingum og lóða- sett 50 kg, tilboð kr. 16.000, stgr. 15.960. Lóðasett 50 kg. kr. 6.900, stgr. 5.850. HANDLÓD mikiö úrval, verð frá kr. 690 parið, stgr. kr. 621. SPINNING-HJOL. Vandaö hjól, I 19 kg kasthjól, stiglaus þynging, neyðarbremsa, tölvumælir og lokaður keðjukassi. Verð frá kr. 29.900, stgr. kr.28.405. 1. LÆRABANI. Margvíslegar æf- ingar fyrir læri, brjóst, handleggi, bak og maga. Leiðbeiningar fylgja. Einfalt og áhrifaríkt aefingatæki. Verð aðeins kr. 890. 2. MAGAÞJÁLFI. Ódýrten gagnlegt tæki til að styrkja maga- vöðvana. Verö aðeins kr. 1.690. 3. ÞREKPALLAR (AER0BIC). Frábært æfingatæki, þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Þrekpallur með myndbands spólu með æfingum kr. 3.900. Pallur á mynd kr. 5.900. 4. TRAMPÓLÍN. Hentugt fyrir bæði leiki og æfingar, svo sem skokk og hopp. Hagstætt verð, 96 cm kr. 4.500, 120 cm kr. 5.900. Mjög vandað þrekhjól á frábæru verði. 13 kg kasthjól, sterkbyggt og hljóðlátt með fjölvirkum tölvumæli með púls. Verð aðeins kr. 19.900, star. kr.18.905. ALVÖRU SPORTVÖRUVERSLUN - ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL ÞREKHJÓL. Besta tækið til að byggja upp þrek og styrkja fætur. Mikið úrval af vönduð- um hjólum með fjölvirk- um tölvumælum, Verð frá kr. 14.900, stgr. kr. 14.155. Símar: 553 5320 og 568 8860 Ármúla 40 Ferslunin >VMR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.