Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 39
kennslubókina í búsýslu, Kvenna-
fræðarann eftir Elínu Briem (1857-
1937), sem út kom árið 1889. Bókin
hafði mikil áhrif á það hvaða orð
voru notuð á þessu sviði, bæði í þá
átt að festa dönsk orð í sessi og líka
ný orð yflr nýja hluti. Dæmi um
tökuorð sem hafa hlotið náð hjá OM
eru kúmen, kanel, engifer, kar-
demommur, karrí, vanilla, allra-
handa, makkaroní, piparrót, sinnep,
sódavatn, rúsínur og súkkat.
Orðið lummur
líka úr dönsku
„Rétti eins og buff, ragout, frika-
deller, fiskisúpu og viðmetið brún-
aðar kartöflur tókum við upp eftir
Dönum,“ segir Guðrún, „líka graut-
ana rauðgraut, flauelsgi'aut og
rabarbaragi-aut. Þessir réttir voru
algengir á borðum Reykvíkinga
fram eftir 20. öld undir þessum
nöfnum. Orðin buff, ragú, rauð-
grautur og rabarbari eru í OM.“
Islendingar tóku Dani sér til fyr-
irmyndar í kökubakstri eins og öðru
í matargerð. Þegar farið var að
baka í ofni var sótt í danskar upp-
skriftir og nöfnin fylgdu með. Nöfn-
in eru flest tökuþýðingar og ekki öll
gagnsæ, eða hvers vegna nefnast
þessar kökur þessum nöfnum: sand-
kaka, vínarkaka, jólakaka og gyð-
ingakökur?
„Vínarkaka, sem oftast er kölluð
vínarterta, stundum randalín, er
enn þekkt meðal Vestur-íslendinga
í Kanada og þeir nota sveskjusultu
eins og uppskriftin í Kvennafræðar-
anum gerir ráð fyrir. Hér á landi
hefur rabarbarasulta komið í stað
hennar, sveskjur þóttu dýi’ar og
garðrækt varð algengari. Orðin
pönnukökur, eplaskífur, vöfflur,
kleinur og klattar eru líka komin úr
dönsku á 19. öld og aðferðir vænt-
anlega líka. Orðið lummur er líka úr
dönsku en eldra, frá 18. öld,“ segir
Guðrún.
Mauk fyrir sultu og diskaþurrka
fyrir viskustykki
í kafla í Kvennafræðaranum sem
nefnist Um klæðnaðinn er íyrst
fjallað um líffærafræði og síðan tek-
ur við hugvekja um hina óhollu
kventísku sem Elín segir hafa vald-
ið hinu mesta heilsutjóni og koma í
veg fyrir eðlilega starfsemi hjarta,
lungna og annarra líffæra. Söku-
dólgurinn er hið samanreyrða „líf-
stykki". Hún fjallar líka um „slifsi“
sem fylgir peysufótum. Orðin líf-
stykki og slifsi eru í OM. Ennþá
kalla sumir hálsbindið sitt slifsi.
„Einna fróðlegast er að athuga 1
Kvennafræðaranum þau orð sem
Elín Briem kýs að nota í stað þeirra
tökuorða sem áreiðanlega hafa ver-
ið algengust þá og eru mörg enn-
þá,“ segir Guðrún og nefnir nokkur
nýyrði sem Elín notaði í stað hinna
dönsku: eggjakaka í stað omelettu,
bursti fremur en pensill, mót fyi'ir
form, diskaþurrka fyrir viskustykki,
mauk fyrir sultu og húsgögn fyrir
mublur.
Ritgerð Guðrúnar Þórðardóttur
nefnist íslensk tökuorð úr dönsku
og dönskuslettur. Hún geymir m.a.
lista yfir 3.500 orð. Ritgerðina er
hægt að lesa á Háskólabókasafninu
í Þjóðarbókhlöðunni. Ritgerðin vek-
ur lesendum furðu, líkt og danskan í
íslenskunni vakti Halldóri Kiljan
furðu og hann skrifaði: „Hvflíkt mor
af dönskuslettum er aftur farið að
verða í rituðum nútímastíl íslensk-
um. Farið að verða, mun nú einhver
endurtaka hissa. Væri ekki trúlegra
að farið væri að styttast í dönsku-
slettunum á öld þegar við höfðum
ekki leingur meiri tengsl við dani en
aðrar þjóðir ýmsar, og dönsk ment-
un er hætt að sitja hér í fyrirrúmi.
En það er nú einmitt verkurinn."
(Málfræðilegur ráðunautur handa
dagblöðum, Dagur í senn. 44-52.
Reykjavík 1964.)
skólar/námskeið
ÝMISLEGT
■ Tréskurðarnámskeið
Fáein pláss laus í janú;ir nk.
Hannes Flosason, sími 5540123.
Góð og vond
dönsk viðskeyti
í íslensku
SKO er dönskusletta, líka orðið
teppi. En hvað er sletta? I rit-
gerð sinni Islensk tökuorð úr
dönsku og dönskuslettur miðar
Guðrún Þórðardóttir við eftir-
farandi skilgreiningu: Sletta er
erlent orð sem notað er í stað
viðurkennds orðs í íslensku og
nýtur ekki viðurkenningar sem
tökuorð. Einnig ef ekkert orð í
málinu nær hugtakinu, t.d. í
dönsku orðunum hygge og
hyggelig.
Hér verður ritgerð Guðrúnar
flett og staldrað við dönsk við-
skeyti í ísiensku máli sem finna
má í 3. kafla.
Viðskeytið -erí er danskt,
dæmi: bróderí, gallerí, kruðerí,
skíttirí, hafarí, batterí, rennirí,
skytterí, svermerí, svínarí.
Viðskeytið -elsi, dæmi: klikk-
elsi, svekkelsi, skúffelsi, upp-
lifeisi, bakkelsi, ergelsi, stífelsi.
Viðskeytið -sjón/-tion fær
ekki inngöngu í Orðabók Menn-
ingarsjóðs. Engu að síður eru
mörg algeng í daglegu tali fólks
og í fjölmiðlum. Dæmi: aksjón,
ambisjón, depressjón, dimmi-
sjón, diskusjón, fúnksjón, pen-
sjón, spekúiasjón og varíasjón.
Viðskeytið -ans, dæmi: ball-
ans, elegans, rómans, per-
formans, stímúlans, tólerans.
Viðskeytið -ens, dæmi: ádíens,
essens, intelligens, konferens,
referens, tendens.
Viðskeytið -ment, dæmi:
argúment, element, dókúment,
kompiíment, instrúment.
Viðskeytið -ent, dæmi: agent,
aksent, komment, permanent,
skrípent, talent, stúdent, pró-
sent, patent.
Viðskeytið -tet, dæmi: aktiv-
ítet, formalitet, kvalítet, loja-
litet, mentalitet, stabílitet.
Viðskeytið -ík/-ik/-ikk, dæmi:
erótík, fanatík, grafík, keramik,
klassík, klíník, kómík, lógikk,
mystík, paník, pedagógikk,
praktík, traffík, tragík.
Viðskeytið -ía, dæmi: familía,
fílólógía, fóbía, fúría, hystería,
írónía, lesbía, manía, melódía,
terapía, rassía, fantasia, kaffí-
tería, kópía, póesía, sería, stúd-
ía, teoría, akadcmía, aría, talía,
múmía, útópía.
Viðskeytið -essa, dæmi: barón-
essa,interessa.
Viðskeytið -etta ómeletta,
rósetta, tartaletta, servíetta,
klarinetta, óperetta, sígaretta.
Viðskeytið -úr, dæmi: glassúr,
kúltúr, litteratúr, sensúr, signa-
túr, skúlptúr, tortúr.
Viðskeytið -ó, dæmi: bóleró,
dató, dómínó, fíaskó, gíró, lottó,
nóló, pornó, sóló, tempó, róló,
strætó, Hressó, Menntó, Verkó,
samfó.
Viðskeytið -ering, dæmi: am-
eríkanséring, galvanísering,
ísólering, lakkering, vísitering.
Viðskeytið -era/éra, dæmi:
agitera, delera, existera, fíxera,
fílósófera, fungera, garantera,
gratúlera, gútera, ignorera, im-
próvíséra, informera, irritera,
kommúnikera, krepera, planera,
sansera, terrorísera, víbrera,
fallera, nótera, spandera, tattó-
vera, túpera, laxera, fabúlera.
Við þetta má bæta dönsku-
skotnum framburði á -11- eins og
í Halli og halló [1:] í stað [dl].
Hvað er
hóflegur fjöldi?
Um ofangreint segir Guðnín:
„Ef dönskusletturnar í 3. kafla
eru skoðaðar nánar, kemur
glöggt fram að öll dönsku við-
skeytin, sem amast er við í ís-
lensku máli, hafa fundið sér sinn
beygingarflokk og bijóta því
ekki í bága við beygingarkerfíð.
Framburðurinn [1:] í stað [dl] á -
11 er löngu viðurkenndur í mikl-
um fjölda orða í íslensku, ekki
hvað síst í gælunöfnum eins og
Kalli og Villa. Framburðurinn
[y] í orðum eins og system virð-
ist úreltur. Varla starfar ís-
lensku hljóðkerfi eða beyginga-
kerfí því hætta af dönsku.
Alitamálið er fyrst og fremst
hvort við sætturn okkur við er-
lenda orðstofna og óíslenskuleg
viðskeyti. Stundum látum við
gott heita, enginn amast víst við
orðum sem öðlast hafa langa
hefð í málinu eins og baktería,
óperetta, stúdent og pólitík. Að
Iíkindum eiga flestir samt erfítt
með að sætta sig við framandleg
orð í íslenskum texta, orð eins
og intelligent, óperasjón, stimúl-
ans og varíera, það er að segja á
prenti. En menn virðast ekki
veigra sér við að skreyta mál
sitt slíkum fjólum, að því er virð-
ist án þess að taka eftir því sjálf-
ir.“
Jakob Benediktsson að lokum:
„Saga íslenzkrar tungu sýnir
okkur ótvírætt að hóflegur fjöldi
tökuorða er tungunni hættulaus,
meðan hann snertir ekki sjálfan
kjarna hennar.“
Úftdráttur úr Heita pottinum
12. flokkur 28. desember 1998
31013B 8.875.000
40329E 1.775.000
40329F 1.775.000
24016G 1.775.000
28502H 1.775.000
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Allar tölur eru blrtar meö fyrlrvara um prentvillur.
á því hverju stuðningur við
ungiingastarf KR getur skilað?
1 nenni inná sölustadi
fengiðafmælispakke
asta afe>æiisárs KR!
188
FfhAFM ÆL
Þu áti mynt se
Seturðu skilað
KH-FiugelrJa og
tilefni hundraði
*
Nýjar risarakettur
Tertutilboð 2.900 kr Sími: 5115515
Sölustaðir • KR-heimilinu, Frostaskjóli
• Bílasölunni Skeifunni 5
Veglegir fjölskyldupakkar
fyrir skotglaðar fjölskyldur
Það eru skotgleraugu í öllum fjölskyldupökkunum!
7. Barnapakkinn 1.500 kr. 2. Sparipakkinn 2.500 kr.
3. Bæjarins besti 3.500 kr. 4. Nýr og stærri Trölli 6.500 kr.