Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 51 GUÐMUNDUR AXELSSON + Guðmundur Ax- elsson fæddist í Reykjavík 21. janú- ar 1934 og ólst þar upp. Hann lést á Landspítalanum 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Anna Guð- mundsdóttir, f. 1908, d. 1991, og Axel Guðmundsson, f. 1900, d. 1960. Systkini Guðmund- ar eru: Guðmundur Kristinn, f. 1928, d. 1997; Þóranna, f. 1929; Valgeir, f. 1932; Gunnar, f. 1936; Daníel, f. 1938; og Guð- leifur Ingi, f. 1944. Hinn 28. mars 1959 kvæntist Guðmundur Ingunni Pálsdóttur, f. 1933, frá Búrfelli í Grímsnesi. Foreldrar hennar voru Laufey Böðvarsdóttir, f. 1905, d. 1974, og Páll Diðriksson, f. 1901, d. 1972. Guðmundur og Ingunn eignuðust þijú börn, en fyrir Mig langar með nokki'um orðum að minnast tengdaföður míns sem lést langt um aldur fram 17. desem- ber síðastliðinn. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Guð- mundi og Ingunni konu hans þegar leiðir okkar Ónnu lágu saman fyrir rúmum tuttugu árum. Þegar ég kom í fyrsta sinn inn á heimili þeirra með Önnu man ég sérstak- lega eftir Guðmundi þar sem hann tók mig á eintal og lagði mér ýmsar góðar lífsreglur sem ég hef reynt að fara eftir í gegnum tíðina. Við áttum ýmis sameiginleg áhugamál en þó sérstaklega knattspyrnuna og var ein fyrsta reynsla mín af knattspyrnuþjálfun einmitt með honum. Guðmundur var ekkert endilega að fara eftir bókinni í sam- bandi við þjálfunina heldur kenndi hann strákunum sem hann þjálfaði ýmislegt um lífið og sagði þeim sög- ur af frægum knattspyrnumönnum sem þeir hafa minnst lengi. Þannig var Guðmundur. Hann var mikill eldhugi og kom fram með ýmsar hugmyndir sem voru langt á undan hans samtíð. Honum datt til dæmis í hug að kaupa rútu fyrir knatt- spyrnudeildina á staðnum þegar hann var í stjórn hennar til þess að lækka kostnað við ferðalög knatt- spyrnumanna. Þegar börnin hans byrjuðu í knattspyrnunni fylgdist hann með þeim af miklum áhuga og setti ekki fyrir sig þó að hann þyrfti að ferðast landshornanna á milli til þess að fylgjast með keppnum þeirra. Nú seinustu árin fengu strákarnir mính’ síðan að njóta þessa mikla áhuga. Margt kemur upp í hugann þeg- ar hugsað er til baka og minnst þeirra stunda sem við áttum sam- an. Söngstundir þar sem Elvis Presley var í miklu uppáhaldi og söng Guðmundur lög hans með miklum tilþrifum. Eg var látinn spila undh' á gítar og fékk góða til- sögn um hvernig takt ég átti að hafa í lögunum til þess að það hæfði. Gróðursetning, en Guðmundur var mikill áhugamaður um garð- rækt, ferðalög og ótal margt fleira sem kallar fram góðar minningar í huga mínum. Barngóður var tengdafaðh' minn með afbrigðum og kom hann nánast hvern einasta dag yfir götuna til okkar til þess að leika við Ingólf barnabarn sitt á meðan Ingólfur var lítill. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi sínu, átti frábæra konu og góða fjölskyldu sem honum þótti mjög vænt um. Fyrir rétt tæpum tíu árum veiktist Guðmundur og hafði það áhrif á iíkamlega getu hans æ síðan. Þrátt fyrir þetta áfall hafði Guðmundur enn sama húmor- inn og reyndi að taka þátt í því sem var að gerast þá stundina eins og kraftar hans leyfðu. A þessum sein- ustu árum stóð tengdamóðir mín átti Ingunn eina dóttur, Kolbrúnu Ýri, sem Guðmund- ur gekk í föðurstað. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún Ýr, f. 1955. Hennar maður er Guðmundur Páls- son, f. 1955 og eiga þau þijár dætur: a. Drífa, f. 1982, b. Ingunn, f. 1985, c. Birna, f. 1990. 2) Anna, f. 1959. Henn- ar maður er Þórar- inn Ingólfsson, f. 1958 og eiga þau tvo syni: a. Ingólfur, f. 1986, b. Guðmundur, f. 1992. 3) Páll, f. 1968. Unnusta hans er Hrönn Helgadóttir, f. 1979. 4) Laufey Inga, f. 1971. Hennar inaður er Brynjar Örn Sveinsson, f. 1971 og eiga þau einn son, Svein Fannar, f. 1992. Utför Guðmundar fer fram frá Selfosskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. þétt við bakið á Guðmundi og að- stoðaði hann af miklum dugnaði og alúð. Þegar nú komið er að leiðarlok- um hjá tengdapabba mínum langar mig til að þakka fyrir allar góðu samverustundh-nar sem við áttum saman og fyiir það að hafa verið strákunum mínum þessi góði afi. Elsku Inga, Ýr, Anna, Palli og Laufey, megi góður Guð styi'kja ykkur öll í sorginni. Minning um góðan mann lifir. Þórarinn Ingólfsson. Elsku afi. Við vitum að þér líður vel á himnum hjá Guði. Þú varst svo góður og skemmtilegur við okk- ur og alltaf til í að leika þegar við komum í heimsókn til þín og ömmu. Við ætlum alltaf að muna eftir þér og mamma og pabbi ætla að hjálpa okkur við það. Nú kveðjum við þig, elsku afi, og söknum þín mikið. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég kunni betur þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þínir vinir og afastrákar, Ingólfur, Guðmundur og Sveinn Fannar. Haustið 1959 réðst frænka mín, Ingunn Pálsdóttir frá Búrfelli, að Ljósafossskóla sem skólaráðskona og gegndi því starfi með miklum sóma um langt árabil. En Inga kom ekki ein. Með henni var eiginmaður hennar, Guðmundur Axelsson, en hann vann um þær mundir við virkjun Steingrímsstöðvar. Með þessu hófust kynni okkar Svövu, konu minnar, og sona okkar þriggja við Guðmund. Samskiptin urðu mikil og náin þar sem við bjuggum í sama húsi, en Ingu þekktum við fyrir og að öllu góðu. Margs er að minnast frá þessum góðu árum og átti Guðmundur ríkan þátt ’ því að gera mannlífið í skólanum skemmtilegt og gefandi. Þá er fyrst til að taka að Guðmundur var mikill áhugamaður um íþróttir, einkum fótbolta, og mörg voru þau árin sem hann stjórnaði íþróttakeppni á sumardaginn fyrsta, ýmist innan skólans eða út á við þegar keppt var við nágrannaskóla. Guðmundi var margt til lista lagt. Hann hafði hljómmikla og fagi'a söngi'ödd og ekki er ég í vafa um að hann hefði getað haslað sér glæsilegan völl sem söngvari með danshljómsveit, en þannig vildi til að hann stofnaði slíka hljómsveit undir nafninu „Fossbúar" fyiii-varalaust um ein áramótin ásamt Stefáni og Reyni sonum mínum og Birgi Hartmanns- syni. Gerðu þeir félagar góða lukku á dansleikjum um nokkra hríð og er mér enn í minni hversu vel rödd Guðmundar naut sín í „Bluberry Hill“ og öðrum álíka vinsælum lög- um. Já, það er margs að minnast frá þessum tíma og allt eru það góðar minningar, Frá Ljósafossi fluttu þau Inga og Guðmundur svo að Sel- fossi, en nokkur misseri voru þau í Malmö, en Guðmundur vann þar hjá skipasmíðastöð Kochums ásamt mörgum öði'um Islendingum. Nokki-u eftir heimkomuna gerðist Guðmundur landpóstur og starfaði við það til æviloka. Arið 1989 urðu Guðmundur og fjölskyldan fyrir þungu áfalli. Guð- mundur fékk heilablóðfall og var tvísýnt mjög um líf hans. Við það lamaðist hann verulega og var óvíst um bata. Ekki er vafi á því, að nú skipti sköpum hve Inga og börnin studdu hann vel í baráttunni fyrir endurheimt heilsu. Þótt Guðmund- ur byggi alla tíð síðan við verulega lömun, tókst honum að ná þeirri heilsu að hann gat aftur tekið að sér póstflutninginn og mátti það vissulega kallast kraftaverk. Nú brá svo við, að hann naut þess að vera í póstþjónustunni og lofaði hvern dag, sem honum var af guði gefinn, en áður var hann farinn að þreytast í þessu býsna erfiða og er- ilsama starfi. Þau Inga og Guðmundur eignuð- ust þrjú börn, sem bera foreldrum sínum verðugt vitni, en eina dóttur átti Inga fyrir og gekk Guðmundur henni í föðurstað. Nú að leiðarlokum vil ég þakka löng og góð kynni og órofa vináttu. Ingu, börnum hennar og fjölskyldu flyt ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar guðs. Reynir og Guðmundur biðja fyrir kveðjur frá Svíþjóð og Kaliforníu. Böðvar Stefánsson. Það var gaman að vera barn og unglingur með Guðmundi Axels- syni, alltaf eitthvað að gerast, bæði óvænt og fyrirséð. Þegar þau Inga komu að Ljósafossi fylgdi þeim hressandi blær, enda ung, ástfang- in og létt í lund. I hugann koma minningar um handbolta í litla salnum í skólanum, fótbolta úti á velli, frjálsíþróttakeppnir þar sem Guðmundur var driffjöðrin í hvatningu og keppni. Allt í einu stöndum við uppi á sviði í mötuneyti Irafossstöðvar, þar sem Birgir Hartmannsson er með nikkuna, við Reynir bróðir minn með gítar og orgel og Guð- mundur leiðir með trommuleik og söng. Það er eins og Presley, Fats Domino og fleiri slíkir séu mættir á svæðið, en þetta var bara Guð- mundur Axelsson að syngja á ára- mótaballi. Guðmundur hafði sett auglýsingu í útvarpið um að hljóm- sveitin Fossbúar lékju fyrir dansi á áramótaballinu svo að þarna stóðum við og gátum ekki annað. Við hinir vissum að vísu ekki fyrr að hljómsveitin Fossbúar væri til. „Getiði ekki tekið O sole mio?“ var kallað frá dansgólfinu. Jú, það var reynt, því lauk og allir skemmtu sér hið besta. Svona var Guðmund- ur, maður augnabliksins og stemmningarinnar, lífsins. Ingu frænku minni og börnum votta ég samúú en fyllist gleði yfir minningunum um Guðmund. Stefán Magnús Böðvarsson. Sumarið 1950 starfaði 16 ára unglingur frá Reykjavík við bú- skaparstörf á æskuheimili mínu á bökkum Hvítár í Borgarfirði. Þetta var myndarlegur, glaðvær og hressilegur piltur og hafði áhuga á íþróttum. Hann hét Guð- mundur Axelsson. í frístundum gerðist hann strax íþróttalegur leiðtogi okkar þriggja bræðra, 13, 11 og 10 ára. Hreinn og fastur flæðisandur var góður vettvangur. Þá var gullaldartími frjálsra íþrótta á Islandi. Hvernig gat svo 13 ára strák grunað, að leiðir okkar Guðmund- ar ættu aftur eftiiyað liggja saman og það austur í Ái'nessýslu? Það gerðist með þeim ánægjulega hætti, að kynni höfðu tekist með honum og verðandi mágkonu minni. Hinn 28. mars 1959 gengum við að eiga hvor sína systurina. Hann gekk að eiga glæsilega stúlku, Ingunni Pálsdóttur frá Búrfelli, Grímsnesi, dóttur sæmd- arhjónanna Laufeyjar Böðvars- dóttur og Páls Diðrikssonar bú- enda þar. Guðmundur og Inga höfðu þá stofnað heimili að Ljósafossi, en síðar fluttu þau að Víðivöllum 19 á Selfossi þar sem þau höfðu byggt sér myndarlegt hús og hafa átt þar heima síðan, utan nokkur ára, sem þau bjuggu í Svíþjóð. Guðmundur var léttur í lund og átti til með að bregða á leik. Hann gat brugðið sér í gervi þekktra fréttamanna og tók þá háalvarleg viðtöl við okkur sem næst honum stóðum og svo var hlegið að öllu saman. Eg minnist þess varla að hafa hitt hann á lífsleiðinni svo að hann hafi ekki haft eitthvað nýtt og skemmtilegt fram að færa. Guðmundur var mikill fjöl- skyldumaður og vildi hag barna sinna sem bestan, fjölskyldubönd- in voru sterk og barnalán hjón- anna mikið. Alla tíð frá æsku höfðu íþróttir átt hug Guðmundar. Avöxtur þess kom fram í hvernig hann hvatti og studdi börn sín á íþróttalegum vettvangi. Knattspyrnudeild UMF Selfoss reyndist hann góður liðs- maður og í viðurkenningarskyni var hann gerður að heiðursfélaga. - Ævistarf Guðmundar var að mestu tengt störfum við akstur bifi'eiða. Hann var einn af fyrstu nútíma landpóstum á Suðurlandi og starfaði sem slíkur til síðasta dags. Kom sér vel lipur þjónustu- lund og glaðvær framkoma hans. Fyrir nokkrum árum varð Guð- mundur fyrir heilsufarslegu áfalli. Um tíma gat hann ekki stundað vinnu sína. Otrúlegar framfarir áttu sér stað þó svo að fullum bata væri ekki náð. Naut hann fórnfúsr- ar hjálpar eiginkonu sinnar sem hann virti og dáði. Skyndilegt frá- fall Guðmundar kom vissulega á óvart. Hans góðu nálægðar er saknað. Kæra Inga, mágkona mín og fjölskylda, góður Guð styðji ykkur og styrki. Blessuð sé minning Guð- mundar Axelssonar. Þess bið ég og fjölskylda mín. Svanur Kristjánsson. JAKOB JÓNSSON + Jakob Jónsson var fæddur að Bjarmalandi í Hörðudal í Dala- sýslu hinn 25. sept- ember 1923. Han lést á Vífilsstaða- spítala 15. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 16.4. 1887, og Jón Bergmann Jónsson, f. 22.2. 1893, bóndi á Bjarmalandi. Systkini Jakobs eru Sigurfljóð, f. 17.6. 1918, maki Ögmundur Sigurðsson (látinn); Margrét Kristín, f. 2.9. 1919, maki Siggeir Björnsson; Þor- leifur, f. 25.11. 1921; Guðmund- ur, f. 2.9. 1925, maki Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir; Jón, f. 18.3. 1928, fyrrv. maki Ólafía Þorsteinsdóttir; og Ingpinn, f. 6.8. 1931, maki Oddur Jóns- son (látinn). Einn bróðir, Jón Arin- björn, Iést á fyrsta ári. Jakob ólst upp hjá foreldruin sín- um að Bjarmalandi fyrstu árin, en 1928 fluttist fjöl- skyldan að Litla- Langadal á Skóg- arströnd. Þéir bræður Jakob og Þorleifur tóku síð- an við búinu og bjuggu þar til ársins 1984. Þá fluttust þeir til Reykjavíkur og hafa haldið þar heimili síðan. Jakob var ókvæntur og barnlaus. Útför Jakobs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og liefst athöfnin klukkan 15. Fyi’stu minningar mínar um Jak- ob frænda eru síðan ég var fjögurra ára, þ.e. 50 ára gamalar. Þær eru bundnar húsi sameiginlegi-ar frænku okkar Kristínar Jónsdóttur á Njálsgötu 58 en Jakob bjó þar um stundarsakir meðan hann stundaði vinnu í Reykjavík. Hann svaf uppi á lofti og undir rúminu hans var brún ferðataska sem mér fannst að í væri eitthvað ótrúlega gott og skemmtilegt. Dögum saman dró taskan mig til sín. Hann hafði mikið gaman af að ala á forvitni minni, en á endanum fékk ég að sjá innihald- ið. Þetta lýsti honum vel því hann var meinstríðinn en glettnin var honum eðlislæg og honum var líka sú gjöf gefin að kunna að hætta leik þá hæst bar. Kvöldstundir í Litla-Langadal þegar heyskap var lokið þann dag- inn eru ógleymanlegar. Jakob tók litla stelpu sér við hönd og rölti með hana niður að á, hafði með sér spotta og öngul og lét hana renna fyrir fisk, og bjargaði lífi hennar þegar straumurinn seiddi og hún var að detta í ána. Jakob var ekki hávaxinn en sterkari maður var vandfundinn, hann var hamhleypa til verka og vannst vel. Á fyrri tímum áður en búskapur varð eins vélvæddur og hann er í dag reyndi mikið á verk- fimi, útsjónarsemi og þekkingu bóndans og þetta var Jakobi allt gefið. Jakob var hestamaður, átti góða hesta og marga og ófá voru þau skiptin að hann lagði á hest og fór ríðandi inn á dal að loknum vinnudegi og var siðan byrjaður að slá fyrstur manna daginn eftir. Jakob var frábitinn hávaða og látum en fáa hef ég þekkt sam- kvæmari sjálfum sér, ákveðnari í skoðunum og þrautseigari en hann. Það var mjög gaman að spjalla við hann um allt milli himins og jarðar enda var kímnin aldrei langt undan og hlýhugur í því sem hann sagði. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðlífinu og myndaði sér skoðun á flestu. Jakob fylgdi Fram- sóknarflokknum alla tíð af heilu hjarta eins og fleiri í fjölskyldunni. Mér finnst eftirbreytnivert að gera eins og hann, þ.e. að fylgjast vel með öllum gjörðum og orðum sinn- ar flokksforystu. Jakob og Þorleifur bróðir hans héldu heimili saman til margi-a ára. Fyrir mörgum árum bilaði Þorleif- ur í baki og vildi þá Jakob gera það sem í hans valdi stóð til að liðsinna honum. Seinni árin þjakaði parkins- sonssjúkdómui'inn Jakob og það var erfítt fyrir hann að geta ekki tjáð sig en aldrei missti hann kjarkinn. Þorleifur bróðir hans hef- ur verið sá sem hjálpaði honum á allan hátt. Mér og öðrum í fjölskyldunni þótti mjög vænt um Jakob, ekki síst systkinabörnunum og við söknum hans. Kæri frændi, ég kveð þig með þakklæti fyrir góð kynni og sam- veru. Halldóra Guðnnindsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.