Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 38

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Dönskuslettur Guðrún Þórðardóttir safnaði 3.500 íslenskum tökuorðum úr dönsku og dönskuslettum í tilefni — _ — ■ ■ ■ ■ ■ ■ - af BA-ritgerð í HI. Gunnar Hersveinn gekk á fund hennar til að fræðast um um orð eins og blokk og blondínu, brennivín og brilljantín, sparigrís og spendýr, svínarí og sætsúpu og elegant og fatalt og jafnvel skrall. Hvað er dönskusletta og hvað íslenska? • „Einkum kom mér á óvart að sjá dönsku slett ótæpilega á prentiu • Texti er oft morandi í slettum án þess að höfundur hafi hugmynd um það VAXANDI vankunnátta okkar í dönsku veldur því að við vitum ekki altént leingur hvað er dönsku- sletta og hvað íslenska," skrifaði Halldór Laxness fyrir 40 árum. Guðrún Þórðardóttir, sem skrifaði um dönskuslettur í íslensku í BA- ritgerð sinni við Háskóla íslands í haust, tekur undir þessi orð. „Ef álykta má af því sem athugað hefur verið í þessu verkefni era þetta enn- þá orð í tíma töluð, því áhrif frá dönsku eru vafalaust miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir, það sýn- ir hinn mikli orðafjöldi sem safnað hefur verið og er söfnunin hjá mér þó alls ekki tæmandi," segir hún. Hún segir það koma flestum á óvart að þegar grannt er skoðað og vel hlustað megi fínna beinar dönskuslettur auk viðurkenndra Prentsmiðjur-bókbönd Höfum til sölu nú þegar CAMCO ROSBACK Big 3 system Upptaka, hefting, skurður. Árgerð 1 988, endurbyggð 1996. sem límir hverskonar öskjur úr kartoni. Árgerð 1988 í góðu lagi. Ennfremur límvél PERFORMFOLD Gjörið svo vel að hafa samband. Vélarnar eru til sýnis. BORGARFELL EHF, Skólavörðustíg 23, sími 551 1372 tökuorða nánast í hvert sinn sem menn tjá sig. Danska á með öðram orðum greiða leið í íslenskuna og oft lauma orð, orðatiltæki og dönsk setningagerð sér ísmeygilega inn án þess að menn verði varir við og orð- færi þeirra verður dönskuskotið. Að sletta án þess að vita það „Mörgum Islendingum hefur ver- ið danska æði töm en ætli Halldór Laxness hitti ekki naglann á höfuð- ið, að vaxandi vankunnátta í dönsku valdi því að við erum hætt að greina á milli hvað er dönskusletta og hvað íslenska. Við snúumst gegn innrás ensku og áhrifum frá henni en gleymum að verjast dönskuáhrifum eða lokum augunum fyrir þeim. Vandinn er sá að þrátt fyrir góðan vilja og háleitar hugsjónir fljóta menn oft sofandi að feigðarósi og hafa ekki hugmynd um að texti þeiira er oft morandi í slettum, einkum dönskuslettum, bæði í orða- notkun og beitingu málsins, setn- ingagerð og fleiru, oftast í ræðu en stundum í riti. Kannski meginmun- urinn síðan á 19. öld sé sá að þá hafí menn slett dönsku vitandi vits en nú sletti menn án þess að þeir hafi hug- mynd um það,“ segir Guðrún. Þeim sem lesa ritgerð hennar bregður iðulega í brún, því þar fínna sennilega flestir orð sem þeir eru vanir að nota og héldu að væra góð og gild íslensk orð. Guðrún skráði til að mynda af handahófi ýmis orðatiltæki sem eru af dönsk- um upprana: „Að stærstum hluta, af og til, aldrei í lífínu, ausa út fé, á einu bretti, á mörgum stöðum, á skjön, á slaginu, bak við lás og slá, biðja forláts, blása á eitthvað, bráka kjaft, dauðans alvara, eins og ný- sleginn túskildingur, eitt stykki, ekki eftir mínum kokkabókum, freista gæfunnar, gegnum tíðina, gera hosur sínar grænar fyrir e-m, hafa á tilfínningunni..." Þannig heldur Guðrán áfram síðu eftir síðu með orðatiltækin. Orðin sem hún skráði sem dönskuslettur í íslensku vora 3.500. Úir og grúir af dönskuslettum í daglegu máli Guðrán er reyndur kennari. Hún varð stúdent (orðið er dönskusletta) árið 1957 og kennari árið 1958. Hún hefur kennt fyrir norðan en frá árinu 1969 í Vesturbæjarskóla í Reykjavík. „Ég fór í orlof veturinn ‘93-’94 og byrjaði í íslenskunámi í Háskólan- um. Ég hélt svo náminu áfram með vinnu og skiifaði ritgerðina í sumar en Helgi Guðmundsson prófessor benti mér á þetta verkefni," segir hún. „Það kom mér mjög á óvart að komast að raun um að í daglegu máli fólks úir og grúir af dönskuslettum enn í lok 20. aldai-. Ég hafði augu og eyra opin, bæði í daglegum skiptum við fólk á öllum aldri, við lestur blaða og bóka og þegar ég hlustaði á út- varp og sjónvarp, orðin skráði ég jafnóðum." Skemmst er frá því að segja að nánast í hvert sinn sem hún hlustaði eftir eða las texta í blöðum eða bók- um áskotnuðust henni dæmi um beinar dönskuslettur. „Einkum kom mér á óvart að sjá dönsku slett ótæpilega á prenti,“ segir hún. „Fyrir utan skráningu á samtima- orðum reyndi ég að rifja upp sem mest af þeim orðum sem mér voru í minni og ég hafði heyrt og séð not- uð.“ Einnig rifjuðust upp fyrir henni ýmis orð sem notuð vora á æskuheimili hennar, þótt þar væri stunduð mikil málhreinsun, en móð- ir hennar hafði farið ung stúlka á Morgunblaðið/Golli „ÁLITAMÁLIÐ er fyrst og fremst hvort við sættum okkur við erlenda orðstofna og óíslenskuleg viðskeyti,“ segir Guðrún. húsmæðraskóla í Danmörku. Henni voru því töm ýmis dönsk tökuorð eða slettur varðandi matargerð og önnur heimilisstörf. Guðrún studd- ist einnig við orðabækur íslenskar og danskar. Meginþáttur verks hennar var að bera orðalista sinn saman við Orðabók Menningar- sjóðs. Hún flokkaði orðin svo eftir ákveðnu kerfi. „Ég flokkaði orðin í þrennt: orð sem koma fyrir í Orða- bók Menningarsjóðs (OM) án at- hugasemdar, orð sem fylgja spurn- ingarmerki og að lokum orð sem era ekki í bókinni," segir hún. „Ég ákvað að lokum að takmarka verkið við samanburð við OM og fjalla auk þess nokkuð um það svið sem ég er best heima í, en það eru orð sem varða hús, heimili, húsbúnað, heim- ilisstörf og fatnað." Danska kveðjan „góða helgi“ Dæmi um víðfræg orð í daglegu máli sem eru dönskuslettur eru orð eins og huggulegur. í OM er spurn- ingarmerki við það og það þýðir að orðið beri að forðast. Annað orð er sögnin að „fatta“ en það er ekki einu sinni nefnt í OM fremur en orðið að „spúla“. Núna segja flestir „góða helgi" á föstudögum en það er dönskusletta og þekktist til dæmis ekki þegar Guðrún var að alast upp. Þá voru menn kvaddir með kveðj- unni: „Bless“. „Sjáumst“ er líka al- geng sletta. Einnig að nota orðið „rneðan" í stað „en“. Nokkur nafn- orð má nefna af handahófí sem era merkt með spurningarmerki eða era ekki í OM, t.d. adressa, fútt, fyllirí, dúkka, ergelsi, gardína, græjur, majones, resept, skandali, sena, séní, skrælingur, sort, stuð og svínarí. Guðrán velti fyrir sér spumingun- um: Getum við barist gegn þessu? Er ekki allt í lagi með mörg þessara orða sem orðin era blýfóst í málinu? Niðurstaða hennar er að ef til vill sé í lagi að veita sumum orðum eins og „fatta“ þegnrétt í málinu vegna þess að þau falla að beygingarkerfmu. En hún vill ekki galopna málið. „Aðalat- riðið er að fólk geri sér grein fyrir þvi að það er að sletta þegai- það slettir en haldi ekki að það sé að nota full- gilda íslensku," segir hún. Það er því þekkingin sem skilur milli feigs og ófeigs í þessu máli. „Hins vegar var það ekki hlutverk mitt í ritgerðinni að leita úrbóta heldur að safna hlut- laust saman orðum sem era notuð,“ segir hún. Miðlágþýskur lukkunnar pamffll í OM hefur þess verið gætt að hleypa sem fæstum orðum með framandlegum viðskeytum og end- ingum inn. í henni er sérstaklega tekið fram að orð með endingunum -era, -ani, -anskur, -elsi, -heit, -rí og -tet beri að forðast. Orð sem enda á - tion/sjón fá alls ekki inngöngu. „Oft er vandi að sjá hvað hefur ráð- ið valinu, hvað er tekið með athuga- semdalaust og hverju er sleppt eða merkt sem vafasamt," segir Guð- rún. Æði mörg tökuorð í íslensku úr dönsku eru tökuorð í dönsku úr öðr- um málum, einkum miðlágþýsku, latínu, frönsku og á síðari tímum einkum ensku. Mörg eldri tökuorða í íslensku sem í hugum flestra hafa danskt yfirbragð era í raun komin hingað beint úr miðlágþýsku, til dæmis lukka og orð mynduð af því, lukkulegur, ólukkulegur, lukkast, vel eða illa lukkaður, mislukkaður, sérnafnið Lukka, orðatiltækið til lukku, ólukkans, gera lukku, lukk- unnar pamfíll og samsettu orðin slembilukka/slympilukku, lukku- pottur, lukkudýr, lukkupeningur, lukkuhjól, lukkuriddari og Lukkuláki. „Fleiri dæmi um töku- orð úr miðlágþýsku sem við höfum trúlega litið á sem dönsk eru kram, krans, krónika, krydd og kúnst,“ segir hún. Menning og kúltúr, gagnrýni og krítik Guðrún fjallar um efnið í ritgerð- inni frá ýmsum sjónarhornum. Hún fjallar um ástæður fyrir dönskum tökuorðum á tímabilinu frá 16. öld til miðrar 20. aldar, málfar í Reykjavík á 19. öld, hreintungu- stefnuna, sendibréf frá 19. öld, mál- far á síðari hluta 20. aldar, tekur dæmi um texta í Brekkukotsannál Laxness og í revíunni Haustrign- ingum, en þar er meðal annars skopast með dönskuslettur í Morg- unblaðinu sem kallaðar vora Moggafjólur. Hún nefnir líka mikil- vægt starf orðanefnda en í þeim hafa málhagir menn myndað fjöl- mörg nýyi'ði. „Mörgum nýyrðum tókst að útrýma tökuorðum, jafnvel þeim sem virtust vera búin að festa sér sess í málinu, til dæmis komu svalir fyrir altan, gangstétt fyrir fortó, grindverk fyrir stakket og skrifstofa fyrir kontór. Önnur era notuð jöfnum höndum, t.d. menning og kúltúr, myndband og videó, gagnrýni og krítik, tónlist og músík. Enn önnur hafa látið í minnipokann fyrir tökuorði, til dæmis skarkoli fyrir rauðsprettu, reykháfur fyrir strompi, pentudúkur fyrir sei’víett- um, dragspil fyrir harmoniku," seg- ir hún. Guðrún fjallar einnig um orð sem varða hússtjórn og fyrstu íslensku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.