Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ n _ > 7 7 + Bróðir minn, GUÐMUNDUR KLEMENZSON kennari, Bólstaðarhlíð, Austur-Húnavatnssýslu, lést fimmtudaginn 24. desember. Minningarathöfn fer fram í Langholtskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30. Útför hans verður gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugarardaginn 2. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ævar Klemenzson. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR JÚLÍUSSON fyrrverandi skólastjóri, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á jóladag. Jóna I. Guðmundsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Jórunn Ragnarsdóttir, Magnús Ragnarsson, Steinunn Ragnarsdóttir, Ragna Jóna Ragnarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA HJARTARDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 27. desember. Ingólfur Guðjónsson, Hjörtur Á. Ingólfsson, Margrét J. Helgadóttir, Jóhannes Esra Ingólfsson, Guðný Anna Tórshamar, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, ÞORKELL GUÐLAUGUR SIGURÐSSON bifreiðasmiður, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 26. desember. Sigurður Þorkelsson, Karl Þ. Þorkelsson, Sigurður E. Þorkelsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Nestúni 4, Hvammstanga, lést að morgni sunnudagsins 27. desember. Guðmundur Gíslason, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIKTORÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 23. desember. Kristín Valdimarsdóttir, Gunnar Magnússon, Valdimar Jörgensson, Arndís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. WILLY BLUMENSTEIN + Willy Blumen- stein fæddist á Landspítalanum í Reykjavfk og var fyrsta erlenda barnið sem þar fæddist 1. júní 1931. Hann andað- ist 20. desember siðastliðinn. Móðir: Marie Blumenstein, þýsk að ætterni, fædd í Kassel í Þýskalandi. Hálf- systir sammæðra: Heidie-Berbel Bru- hel. Fósturforeldr- ar: Matthildur A. Jónsdóttir og Guðmundur Fr. Jósefsson. Þau voru frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Fóstursystir: Guð- björg Jóna Guðmundsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Willys er Edda Elíasdóttir, verslunar- eigandi á Akranesi. Þeirra börn eru: 1) Hildur María Blumenstein, f. 21. febrúar 1956. Dótt- ir hennar frá fyrra hjónabandi er Edda Pétursdóttir. Eigin- maður Hildar er Grímur Halldórs- son rafmagnsfræð- ingur. Þeirra börn eru Kristín María og Dagný. 2) Sig- ríður Ellen Blu- menstein, f. 6. des- ember 1957. Eigin- maður hennar er Valdimar Geirsson skipstjóri. Þeirra börn eru Willý Blumenstein, Geir og Sigríður Edda. 3) Brynja Blumenstein. Börn hennar eru Stefanía Björk Blu- menstein og Björn Steinar Blu- menstein. Útför Willys fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ung þýsk kona, Marie Blumen- stein, kom til landsins 1930 og ól son sem skírður var Willy Blumen- stein. A þeim tíma stríðs og ófriðar, voru erfiðleikar fyrir unga einstæða móður að sjá sér og barni farborða. Fyrst um sinn voru þau hjá bróður hennar, Kurt Karl Andreas Blu- menstein, og eiginkonu hans, Jónínu P. Jósefsdóttur Blumen- stein. Níu mánaða var drengnum komið í fóstur, til sæmdarhjónanna Matthildar A. Jónsdóttur og Guð- mundar Fr. Jósefssonar frá Suður- eyri við Súgandafjörð. Hver skyldi trúa því á þeim tíma þegar hann sigldi vestur með Jónínu á strand- ferðaskipi, fram hjá litiu byggðar- lagi sem kúrði undir Aki-afjalli, að síðar á lífsleiðinni ætti þessi staður að verða hans starfsvettvangur. Willy var fremur veikburða þegar + Útför MÖRTU THORS, sem lést sunnudaginn 20. desember, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. desem- ber kl. 13.30. Ólöf Pétursdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ragnhildur Paus, Marta María Friðriksdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Trine Paus, Friðrik Pálsson, Ólafur Hannibalsson, Jan Paus, Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, Marta Ólafsdóttir, Petter Paus. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EINARSSON, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 19. desember, verður jarðsunginn frá Víðistaða- kirkju í dag, þriðjudaginn 29. desember, kl. 13.30. Lovísa Jónsdóttir, Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon, Rafn Stefánsson, Guðiaug E. Guðbergsdóttir, barnabörn og langafabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÓNSSON skipstjóri, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, mánu- daginn 21. desember. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju miðviku- daginn 30. desember kl. 13.30. Svanhildur Björgvinsdóttir, Kristjana Vigdís Björgvinsdóttir, Birnir Jónsson, Dagmar Lovísa Björgvinsdóttir, Tómas Sæmundsson, Heiðrún Björgvinsdóttir, Stefán Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. hann kom vestur, en brátt hresstist drengurinn við fyrir tilhlutan Matt- hildar, sem sá ekki sólina fyrir þess- ari guðsgjöf sem drengurinn var í hennar augum. Ekki spillti fyrir náttúrufegurð vestfirskra fjalla, frjálsræði í starfi og leikjum barn- anna, skíðaferðir og veiði. Veiðiferð- ir, hvort heldur á sjó eða vötnum, voru hans elexír. 1947 flutti fjöl- skyldan til Akraness og bjó á Vest- urgötu 36. Guðmundur fékk vinnu við skólagæslu og vann sér fljótt vinsældir sökum léttleika og góð- mennsku, spáði til dæmis í lófa fyrir ungu dömurnar. Gógó stóra systir fékk strax vinnu í fiski og Matthild- ui' sá um heimilið. Willy hafði verið á varðskipi, en fór nú skamman tíma til sjós á síldveiðar, en eftir það hóf hann nám i vélvirkjun hjá Þorgeiri og Eilert og lauk sveins- prófi 1959. A námsárum sínum kynntist hann konuefni sínu, Eddu Elíasdóttur, og giftust þau 18. ágúst 1956. Lífið blasti við þessum glæsi- legu ungu hjónum, sem festu kaup á fokheidri íbúð í fyi-stu blokkinni sem byggð var á Akranesi, á Jarð- arsbraut 39. Mágur minn tók sig til og múraði sjálfur íbúðina, þó svo að hann hefði aldrei komið að múr- verki áður. En það var ekki að sjá annað en meistari væri að verki, því vandvirkni var honum í blóð borin. Brátt fjölgaði í íjölskyldunni, Hild- ur var fædd og ellen og Brynja fylgdu í kjölfarið. Allt gjörvilegar stúlkur. Þá kom að því að húsrýmið varð of lítið, 1964 kaupa þau hjónin íbúð á Kirkjubraut 19 og hafa búið þar síðan. Eddu systur minni er margt til lista lagt, lagtæk og vel gefin kona og hefur fágaðan smekk íyrir fatnaði. Hún tók að sér sauma- skap með heimilisstörfunum og uppeldi barnanna. 1970 var svo tískuvöruverslunin stofnuð, fyi-st í samstarfi með öðrum, en þau hjón hafa rekið verslunina sl. 28 ár, með miklum sóma. Arið 1970 voru tíma- mót öðru sinni, þegar 25 félagai' stofnuðu Kiwanisklúbbinn Þyt'il á Akranesi og var Willy forseti hans 1988-1989. Starfaði hann þar með sínum félögum af alhug fyrir líknar- og framfaramálum og er skarð fyrir skildi þar sem annars staðar. Þótt sumarið sé löngu liðið og hið dimma haust og vetur tekinn við, þá er birta jólanna í augsýn, önn dagsins mikla. Eftirvænting barnanna, bros þeirra og hlátur eftirminnilegar þegar þau horfa kiinglóttum augum á ljósa- dýrðina og allt hitt sem glepur. í kirkjunni okkar góðu var ljós tendrað á sunnudegi 20. des., síðasta kertið á aðventukransinum og jóla- sálmar sungnir. Allt var þetta ógleyman stund. Deginum áður kom ég við hjá systur minni og spurði um líðan Willys. Fékk ég þær fréttir að hann var væri mikið veikur. Ailan daginn var það að brjótast í mér að líta hann augum, þótt fái-veikur væri, og sé ég ekki eftir þeiiri ætlan. þeg- ar ég kom upp á Sjúkrahús Akra- ness og fékk leyfi til að hitta vin minn hinsta sinni er hann sofandi og sat ég hjá honum dágóða stund. Líkaminn bar þess merki að þarna var háð mikil barátta, við sjúkdóm sem engu eirir. Brátt vaknaði vinur minn og brosti sínu glaðværa brosi og sagði að sér liði mun betur en í gær, hann hefði fengið peysu og síð- ar nærbuxur og nú væri hann ákveðinn í að komast í jólahangi- kjötið. Þegar maður horfir í bros- andi augu manns, sem berst raun- verulegri baráttu fýrir lífi sínu með bros á vör, ekkert víl eða grátur, og maður sér vonina og kjarkinn, verð- ur lotningin yfirsterkari fátækleg- um orðum. Brátt liðkaðist um mál- beinið. Þegar ég var búinn að segja honum fréttirnar af fiskiríi og gosi í Vatnajökli, kom að skilnaðarstund. Eg þrýsti veikburða hönd hans og bar honum góðar kveður frá konu minni og fjölskyldu. Þá sagði hann í lokin. „Ég bið voða vel að heilsa Lóu.“ Willy gaf mér mikið þessa stund. Hann hélt í lífið til hinstu stundar. Nú að leiðarlokum viljum ég og kona mín, Olöf Sigurðai'dóttir, þakka samfylgdina, þakka guði fyrir þessi góðu kynni og jafnframt styrkja ást- kæra eiginkonu hans og fjölskyldu. Ólafur Tr. Elíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.