Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 22

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 22
- ; 22 ! ÞRIÐJTJDÁGUR 29' DEgEMBER 1998 VIÐSKIPTI y —---——-------------------------------------------------- MORGUNBLAÐÍÐ Jóhann Olafsson, framkvæmdastjóri Jökuls, vegna óvissu um samruna félagsins og SR-mjöls Ureldingarþáttur- inn ekki ástæðan JÓHANN Ólafsson framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins Jökuls hf. á Raufarhöfn segist ósammála Jóni Reyni Magnússyni forstjóra SR- mjöls um að þáttur úreldingar hjá Jökli í samrunaáætlunum fyrirtækj- anna sé það stór að hann hafi of mikil áhrif á verðmæti fyrirtækis- ins, jafnvel svo að samruni félag- anna verði ekki samþykktur á hlut- hafafundi SR-mjöls á morgun. „Þáttur úreldingaiTéttar á skip- um í eigu Jökuls hefur vissulega áhrif en hann er lítill í heildarpakk- anum og er jafnvel innan skekkju- marka. Eg held að ef menn telja að forsendur fyrir samruna hafi brost- ið eftir að dómur féll í kvótamálinu sé það af öðrum ástæðum en vegna úreldingarinnar, hún er það lítill þáttur. Auk þess hefur ekki komið fram ósk frá SR-mjöli til Jökuls um að endurskoða verðmat íyrirtækis- ins. Þetta er stór breyting hjá félag- inu á skömmum tíma,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Veistu hvaða ástæður aðrar gætu veríð fyrir því að hluthafar SR- mjöls samþykki ekki samrunann? „Nei ég veit það ekki, ég veit bara að úreldingin getur ekki verið ástæðan.“ Miðað við núgildandi lög þarf að kaupa úreldingarrétt innanlands á móti nýjum skipum sem bætt er í flotann. Vilji maður stækka skipa- Ekki hefur komið fram ósk frá SR-mjöli til Jökuls um að endur- skoða verðmat fyrirtækisins flota sinn þarf því að kaupa skip innanlands tii að vega upp á móti því sem endurnýjað er með og er verð á hverjum rúmmetra um 30.000 krónur. Verði frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem liggur fyrir Alþingi, að lögum, fellur þetta úreldingarákvæði niður og skip í eigu Jökuls sem annars hefði verið hægt að selja til úreldingar verða verðminni. Því munar tugum milljóna ef ekki er hægt að nýta skip félagsins til úreldingar á móti nýju uppsjávarveiðiskipi sem félög- in hafa þegar rætt um að kaupa. Jón Reynir Magnússon forstjóri SR-mjöls segir að óvissa hafi skap- ast með kvótadómi Hæstaréttar en frumvarpinu sem liggur fyrir Al- þingi er ætlað að bregðast við þeim dómi. Hann sagði í síðustu viku að málið væri komið á núll- punkt aftur, það væri í lausu lofti og samruninn yrði líklega ekki samþykktur á hluthafafundi SR- mjöls á morgun. Kvótaeignin verðmætari með nýjum lögum Jóhann segir að þar sem fram- varpið fjalli í stuttu máli um að allir geti keypt báta og veitt á þá, gegn því að eiga kvóta, sé kvótaeign Jök- uls aðalatriðið í samranaáætluninni og kvótinn geti hugsanlega orðið verðmætari verði frumvarpið að lögum þar sem ásókn i kvóta hljóti að aukast. Þannig verði komið til móts við þá verðmætislækkun sem yrði ef úreldingarákvæðið félli nið- ur. Spurður um afleiðingar þess ef samraninn verður ekki samþykktur á morgun sagði Jóhann að þá falli málið líklegast niður. „Það hefur farið mikill tími og orka í þetta mál og framtíðaráætlanir hafa miðast við samruna. Ef þeir hafna samran- anum þá sé ég ekki betur en málið sé búið.“ Eins og áður hefur komið fram hefur samrunaáætlun félaganna verið samþykkt af stjórnum þeirra og hafa hluthafar í Jökli einnig sam- þykkt samrunaáætlunina. Sam- þykki hluthafar SR-mjöls ekki sam- runann er Ijóst að af samrana verð- ur ekki á þessu ári, eins og stefnt hefur verið að. HELGI S. Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka íslands, og Jón Sveinsson, sljórnarformaður Islenskra aðalverktaka, handsala lánasamninginn. Landsbankinn og Islenskir aðalverktakar Gengið frá tveggj a milljarða lánasamningi LANDSBANKI fslands hf. og ís- lenskir aðalverktakar hf. og dótturfélög þeirra gengu nýver- ið frá lánasamningi að fjárhæð allt að tveimur milljörðum króna. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var í byrjun mán- aðarins gengið frá samningi um kaup Islenskra aðalverktaka hf. á 80% hlut í Rekstrarfélaginu hf. og Regpn hf. Lánafyrirgreiðslan sem hér um ræðir er bæði til fjármögnunar þeirra kaupa og einnig til frekari viðskipta á fast- eignamarkaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Is- lenskum aðalverktökum. „Bæði þessi félög voru í eigu Hamla hf., dótturfélags Lands- banka íslands hf., sem mun áfram eiga 20% hlutafjár félag- anna. Stefnt er að því á næstunni að stórefla starfsemi Rekstrarfé- lagsins hf., sem nú ber nafnið Landsafl hf., á sviði fjármögnun- ar, eignar og reksturs fast- eigna,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að Landsafl hf. verði skráð á Verðbréfaþing íslands er fram Iíða stundir. i , P iljfíj Velgengni IBM ThinkPad fartölvanna á árinu MV sem er aö líða hefur verið með eindæmum. JH Engar aðrar fartölvur hafa fengið fleiri fartölvurnar fullkamna tengi- Æ. ag samskiptamöguleika, stóran og •'llSítSffÍ vandaðan skjá, þjált lyklaborð og hina heimsfrægu Trackpaint press-tD-select mús. Nú hjóðast ThinkPad fartölvurnar á frábæru áramótatilboði. m ■ ThinkPad 380Z örgjorvi: PII 300MHz. —------ Vinnslutninni: 32MB. HnridÍBkur: 4GÐ. Skfár: 13,3" TFT skjár. Geisladrlf og innbyggt diskettudrif. Öflugur vinnuhestur - allt innbyggt. Mest selda fartölva i heimi. Örgjorvi: PII 233MHz. Vinnsluminni: 32MB. HurAdiikur: 3,2GB. Skjár: 12,1" TFT. Geisladrif og utanáliggjandi diskettudrif. Þyngd: aðeins 2,3Bkg. Tölvan er þunn (3G mm) og þægi- leg og er þvi hinn fullkomni ferðafélagi. pentlum' Skaítahlíð 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is .00 29.09 3U r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.