Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Svíar og Danir velta fyrir sér aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU Skýr stefna en óljós aðdragandi Það er nokkuð ljóst að bæði Danir og Svíar stefna á EMU-aðiId fyrir árið 2002, segir Sigriln Davíðsdóttir, en framvindan er óljós enn sem komið er. NÁGRANNAÞJÓÐIRNAR Danir og Svíar hafa báðar verið tvístíg- andi gagnvart aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Báðar þjóðirnar standa utan banda- lagsins þótt þær séu aðilar að Evr- ópusambandinu, ESB, en þó hvor með sínum hætti. í báðum löndum er jafnaðarstjórn við völd, en þó hvor með sínum brag. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, dregur ekki lengur fjöður yf- ir stuðning sinn við EMU-aðild, en Göran Persson, forsætisráðherra Svía, vill ekki láta skoðun sína uppi. Almennt er gert ráð fyrir aðild landanna ekki síðar en 2001, svo löndin verði orðin aðilar þegar nýja sameiginlega myntin, evran, kemur í umferð í ársbyrjun 2002, en hvemig framvindan verður er óljóst. Á Svíum hvílir svo sérstak- lega að þeir fara með formennsk- una í Evrópusamstarfínu fyrri hluta ársins 2001. EMU-neikvæðasti forsætis- ráðherra ESB „Við stefnum að því að ræða EMU-aðild, bæði kosti hennar og galla,“ sagði Ingela Thalén, varafor- maður sænska Jafnaðarmanna- flokksins, í útvarpsviðtali í vikunni og hafnaði því ákveðið að flokkurinn stefndi á EMU-aðild skref fyrir skref. Ástæðan fyrir því að enginn af frammámönnum flokksins hefði gef- ið upp afstöðu sína væri að umræð- urnar væru enn ekki hafnar. Þær yrðu almennar, bæði með fundahöld- um og í leshringjum. Þögn flokksforystu jafnaðar- manna hefur eðlilega leitt til enda- lausra vangaveltna um afstöðu ein- stakra forystumanna. Öll orð þeirra eru vegin og metin og reynt að rýna í hver EMU-afstaða þein-a sé. Mesta forvitni vekur eðlilega afstaða Görans Perssons, sem hefur teldð ýmsar EMU-sveiflur. Sem fjármála- ráðherra var hann hlynntur aðild. Eftir að hann varð forsætisráðherra hefur hann verið spar á skoðun sína en þó viðrað svo EMU-andsnúnar skoðanir að ýmsir hafa kallað hann EMU-neikvæðasta forsætisráðherra Evrópu. Hann hefur bent á að EMU leiði til skattasamræmingar, sem ógni sænska velferðarkerfinu, og að auk- inn pólitískur samruni muni fylgja í kjölfar EMU. Nú þegar Persson hef- ur sagt að flokksþing jafnaðarmanna verði kallað saman í byrjun næsta árs til að ræða EMU er ljóst að ákvörðun verður tekin ekki síðar en þá. Það hafa þó ekki allir í forystu Jafnaðarmannaflokksins þagað um afstöðu sína til EMU. Marita Ulvskog menningarráðherra, gamal- kunnur ESB-andstæðingur og mjög vinsæll stjórnmálamaður, hefur þeg- ar sagt að hún muni berjast gegn aðild með öllum tiltækum ráðum. Sama er að segja um Margaretu Winberg vinnumarkaðsráðherra. Leif Pagrotsky Evrópu- og við- skiptaráðherra hefur einnig þótt hikandi, en Anna Lindh utanríkis- ráðherra og Erik Ásbrink fjármála- ráðherra hafa þótt verða æ jákvæð- ari. í vikunni greindi svo Svenska Dagbladet frá því að helmingur þingflokks jafnaðarmanna styddi skjóta EMU-aðild en fjórðungur væri enn óákveðinn. Miðflokkurinn er eini borgaralegi flokkurinn sem hefur verið andsnú- inn EMU-aðild. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur um árabil talað ákaft fyrir EMU-aðild og gerir enn. Hann þykir þó tala mildar en áður um EMU-ráðleysi Perssons, þar sem Bildt er álitinn á höttunum eftir leið- togastöðu í ESB og er einkum orðað- ur við nýja stöðu formælanda ESB í utanríkismálum. Sá formælandi verður útnefndur í júní og þá stöðu fær Bildt ekki nema með dyggum stuðningi Perssons. Þótt Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, tjái sig eðlilega ekki um umræður í nágrannalandinu hefur hann vai-la getað leynt ergelsi yfir neikvæðum ummælum Perssons um EMU. Enginn hefm’ efast um að hagfræðingurinn Nynip væri hallur undir danska EMU-aðild. Hins veg- ar neyddist hann til að samþykkja EMU-undanþágu eftir að Danir felldu Maastricht-samkomulagið. Svíar ákváðu hins vegar á eigin spýt- ur að þeir ætluðu ekki að vera með fyrr en þeim hentaði. Framan af hélt Nyrup fast í að undanþágurnai- væru ekki til um- ræðu, en nú hefur hann hvatt lands- menn sína til að láta af EMU-undan- þágunni og lýst trú sinni á EMU og stuðningi við danska EMU-aðild. Aðrir forystumenn jafnaðarmanna tala ákaft um gagnsemi evrunnar íyrir Dani. Marianne Jelved, efna- hagsráðhen-a og leiðtogi Róttæka vinstriflokksins, hefur frá upphafi verið ákafur talsmaður EMU-aðild- ar. Það eru aðeins flokkarnir lengst til hægri og vinstri sem eru á móti aðild. En þótt danska jafnaðarmanna- forystan sé ákveðnari og einsleitari í EMU-stefnu sinni en sú sænska glíma þó báðir flokkar við almenn- ingsálitið heima fyrir, sem hefur löngum verið andsnúið öllu sem við- kemur ESB. í báðum löndum hafa þó skoðanakannanir undanfarið sýnt að stuðningur við EMU eykst jafnt og þétt og varla ástæða til að ætla annað en að það haldist meðan EMU stendur styrkum fótum. í báðum löndum hafa formælend- ur atvinnurekenda og áhrifamikil samtök iðnaðarins talað fyrir EMU- aðild. í Danmörku er verkalýðs- hreyfingin yfirleitt höll undur evr- una og málið virðist ekki ákaft hita- mál þar. í Svíþjóð eru nokkrir áhrifamiklir verkalýðsleiðtogar and- snúnir EMU-aðild og viðbúið að verkalýðshreyfingin tali því tveimur tungum þar. Þó er langt frá því að EMU-sinn- aðir leiðtogar í Danmörku og Sví- þjóð geti horft fram á upptaktinn að endanlegri ákvörðun með ró í hjarta. Reynslan sýnir að það þarf Poul Nyrup Rasmussen ekki mikið til að koma hreyfingu á afstöðu almennings, en á hinn bóg- inn virðist allt benda til að bæði í Danmörku og Svíþjóð horfi almenn- ingur með jafnaðargeði á þróun ESB og trúi því síður að löndin væru betur komin utan ESB og EMU. Og kannski Danir séu loks farnir að sætta sig við veru sína í ESB eftir rúmlega aldarfjórðungs þátttöku í Evrópusamstarfinu. Verða Danir fyrstir til að ákveða sig? Hvorki í Danmörku né Svíþjóð hafa jafnaðarmenn þó klárlega skýrt frá þvi hvernig og hvenær ákvörðun verði tekin. I Danmörku er Ijóst að haldin verður þjóðaratkvæða- greiðsla, því það er löng hefð fyrir að allar meiriháttai' ákvarðanir um Evrópusamstarfið séu teknar þannig. Nyrup gæti freistað þess að vera djarfur og boða til þjóðarat- kvæðagreiðslu þegar á þessu ári og þá tekið forskot á Svía og Breta, sem einnig eru í biðstöðu. Það gæti þó orðið til þess að Danir fengju á til- finninguna að nú ætti bara að sam- þykkja vilja yfirgnæfandi meirihluta stjórnmálamanna gegn þjóðinni og það væri varla heppileg forsenda at- kvæðagreiðslu, svo heldur senni- legra er að hún verði ekki fyrr en á næsta ári. Persson hefur gefið þjóðinni und- ir fótinn með þjóðaratkvæða- greiðslu um EMU, en einnig hefm’ verið nefnt að spumingin yrði hugs- anlega borin upp í kosningum til Evrópuþingsins, sem verða haldnar í sumar. Úr því Jafnaðarmanna- flokkurinn ætlar ekki að ákveða sig fyrr en að ári er slíkt vart sennilegt lengur. En úr því Persson hefur gefið ádrátt um þjóðaratkvæða- greiðslu er sennilegt að upp komi kröfur um það, sem þá yrði að mæta. Hið eina fasta er þó áður- nefnt flokksþing í byrjun næsta árs. Frekari framvinda er óljós. En þótt framvindan í löndunum sé ekki Ijós er ljóst að auk efnahagslegs ávinnings EMU-aðildar munu stjórnmálamenn sem hlynntir eru EMU-aðild ekki síður halda á lofti pólitísku mikilvægi þess að vera með þegar ráðum er ráðið i evruráðinu, sem fjármála- og efnahagsráðherrar EMU-landanna eiga aðild að. Það yrði auðvitað sérlega ankannalegt fyrir Svía sem formennskuland í árs- byrjun 2001 ef fjármálaráðherra þeirra væri útilokaður frá þeim fundum. Almenningur telur lö’ón- umar, stjómmálamenn mæla eigin áhrif og lands síns. Hvert endanlegt mat Svía og Dana verður á enn eftir að koma í ljós, þótt allar líkur séu á að þeir hlusti á rök evruhallra stjómmálamanna sinna. Sviptingar í japönsk- um stjórnmálum Það þarf sérstaka athyglisgáfu til að fylgjast með svlptivlndum stjómmálanna í Japan. Nýir stjórnmálaflokkar, sem heita nöfn- um sem er erfítt að leggja á minnið, spretta upp og hverfa jafnharðan aftur. Auðun Georg Olafsson lítur yfír nýliðið ár tíg- ursins í Japan þar sem boðað var til kosninga, ný ríkisstjórn tók við völdum og flokkar sem áður vom sameinaðir, sundruðust og sameinuðust síðan á ný. SUMIR segja að fjölbreytni marg- flokkakerfisins sé góð fyrir lýðræðið í Japan en aðrir að slíkt auðveldi í raun núverandi valdasetu Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, LDP, sem gæti enst langt fram á næstu öld. Ár- ið 1998, ár tígursins samkvæmt gömlu kínversk-japönsku tímatali, hófst með því að þriggja ára gamall stjómmálaflokkur undir heitinu Shinshinto var lagður niður. Shins- hinto-flokkurinn var upphaflega stofnaður af níu smáflokkum sem smeinuðust um það eitt að hrifsa völdin af LDP. Sú tilraun mistókst og flokksbrotin, sem urðu nú sex í stað níu, fóru aftur til síns heima. Höfuðs- maður Shinshinto var enginn annar en hinn frjálslyndi Ichiro Ozawa sem til árið 1993 var einn af forystumönn- um LDP. Úrsögn hans markaði endalokin á samfelldri valdasetu LDP sem staðið hafði í fjóra áratugi. Sex stjórnmálaflokkar urðu til úr leifum Shinshinto. Frjálslyndi flokk- urinn sem áðumefndur Osawa veitti forystu; nokkrir þingmenn neðri deildar stofnuðu Shinto Heiwa (Nýi friðarflokkurinn): Soka Gakkai (Flokkur Búddista) var einnig til og sömuleiðis Shinto Yuai sem kannski er best að þýða sem Flokkur vináttu og friðsemdar. Kokumin no Koe (Rödd fólksins) minnti landsmenn einnig á tilvist sína árið 1998. Þetta var bara byrjunin á stjóm- málaárinu 1998 í Japan. Janúar var varla liðinn áður en viðræður hófust á milli sex stjómmálaflokka um hugsanlega aðild að bandalagi. Þetta vora Lýðræðisflokkur Japans (DPJ); Vináttuflokkurinn; Rödd fólksins; Taiyo-flokkurinn, sem Tsutomu Hata, fyrrverandi forsætisráðherra, var í forsvari fyrir; og að endingu lít- ið flokksbrot sem annar fyrrverandi forsætisráðherra, Morihiro Hosokawa, veitti forystu. Saman mynduðu þessir flokkar þinghópinn Minyuren áður en reglubundið þing var kallað saman í janúar. Til að standa styrkari fótum í kosningum til efri deildar í júlímán- uði ákváðu áhrifaöfl innan Minyuren að sameinast undir merkjum eins stórs Lýðræðisflokks (DPJ) sem ætlað var að mynda öflugt mótvægi við LDP. Naoto Kan var valinn til forystu en hann er vinsælastur allra stjórnmálamanna í Japan, sam- kvæmt reglubundnum viðhorfskönn- unum. í maí virtist ríkisstjóm LDP með Ryutaro Hashimoto í forsvari standa ótraustum fótum eftir að Sósíalista- flokkurinn og Sakigake-flokkurinn sögðu skilið við ríkisstjómarsam- starf og bjuggu sig undir kosningar til efri deildar. Stjómin hélt þó velli og Hashimoto var endurkjörinn leið- togi LDP með yfirgnæfandi meiri- hluta. En óvissan um horfur efna- hagslífsins, tíðni gjaldþrota og aukið atvinnuleysi hafði áhrif og LDP var refsað í kosningunum til efri deildar í júlí. Svo mikið reyndar að Has- himoto sagði af sér og Keizo Obuchi var valinn til að veita flokknum for- ystu og jafnframt mynda nýja ríkis- stjóm. Lýðræðisflokkurinn vann mikið á í kosningunum til efri deildar en meiri tíðindum sætti þó stórsigur Komm- únistaflokksins sem dró til sín fjölda- fylgi óánægðra kjósenda. Stjórnar- andstaðan hrósaði sigri og heimtaði þingrof í neðri deild svo hægt yrði að efna til almennra kosninga. Af því vai’ð ekki og Obuchi, eða „kalda píts- an“ eins og hann var nefndur í bandarísku blaði, tók til við að mynda nýja ríkisstjóm sem beið það verkefni að hreinsa upp skuldir í bankakerfinu og koma efnahagskerf- inu aftur í gang. Þegar kom fram í september sam- þykkti ríkisstjóm Obuchi svo að segja skilyrðislaust allar megintillögur stjómandstöðunnar undir forystu DPJ um hvemig ætti að haga skulda- jöfnun banka og lánastofnana. Obuchi virtist ekki eiga neinn annan kost en að fallast á tillögumar vegna þess að LDP hafði ekki meirihluta í efii deild þingsins til að koma málum þar í gegn. Stjómmálaárinu 1998 í Japan lauk svo með því að LDP hóf viðræð- ur við Fijálslynda flokk áðumefnds Ichiro Ozawa um ríkisstjómarsam- starf. Flokkamir náðu samkomulagi um mýndun samsteypustjómar í vik- unni en Ozawa fékk ekki ráðherrastól vegna andstöðu valdamikilla manna í LDP sem muna vel afdrifaríka úr- sögn hans úr flokknum árið 1993. Byggt á Asahi Shinbun, Mainichi Yomuri og Thc Jap,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.