Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Selj avallakvótinn
Síðan kvótalögin voru sett hafa verið gerðar
Gl^úfJc><
EKKI eru menn á eitt sáttir um hvort hér sé bara kosningadúsa á ferðinni, eða nú sé
komið að því að ræna þá ríku og færa fátækum.
Myndavélar, stafrænar myndavélar, sjónaukar og smásjár
©YflMAHfl
Hljómtæki
Nikon
ivélar, stafrænar myndavélar, sjónaukar og smásjá
MOKIA
Sjónvörp
Nætursjónaukar
GAMEBOY
Handleikjatölvur
NINTENDO.64
Leikjatölvur
'"*** Lagmula 8 • Simi 533 2800
Bræöurnir Ormsson ehf. og Hljómco ehf. hafa verið sameinuð og
öll starfsemi flutt í Lágmúla 8 hjá Bræðrunum Ormsson, sem
mun annast innflutning, heildsöludreifingu og sölu allra
ofangreindra vörumerkja. Viðgerðaþjónusta verður
áfram hjá Fotoval og Rafeindaþjónustu
Stefáns. :
Nýtt félag þeirra sem fræða tvítyngda
Skortur á heppi-
legu námsefni
NÝLEGA var stofn-
að í Reykjavík, í
húsnæði Náms-
flokka Reykjavíkur, Mið-
bæjarskólanum, félagið
Isbrú. Þetta er félag fólks
sem starfar að kennslu-
og fræðslumálum sem
snerta tvítyngt fólk á ís-
landi. Allir sem starfa að
málefnum tvítyngdra,
hvar á skólastigi sem er,
geta orðið félagar í ísbrú.
Kosin var stjóm en hún
hefur ekki enn skipt með
sér verkum. Formaður
undirbúningsnefndar var
Sólborg Jónsdóttir og hún
á sæti í stjóm Isbrúar.
Hún var spurð hvers
vegna þetta félag hafi ver-
ið stofnað.
„Það var vaxandi þörf
hjá þeim sem kenna út-
lendingum og tvítyngdum börn-
um að styrkja stöðu sína og skjól-
stæðinganna í menntakerfinu.
Mikil umræða hefur verið um að
stofna svona félag, bæði meðal
kennara í námsflokkum og
grunnskólum. Við héldum fyrst
stóran undirbúningsfund fyrir
stofnfund og boðuðum þangað
fólk frá öllum skólastigum á höf-
uðborgai-svæðinu en á stofnfund-
inn kom líka fólk utan af landi.“
- Eiga þeir sem vinna með tví-
tyngdum börnum í leikskólum
samleið með þeim sem kenna
fullorðnum?
„Já, við teljum það. Að kenna
annað tungumál og byggja brú
milli ólíkra menningarheima er
sama ferlið hvort sem um er að
ræða börn eða fullorðna. Mjög
mikilvægt er að að það séu tengsl
milli þeirra sem kenna bömum
og fullorðnum. Stundum er verið
að vinna með börnum í leikskól-
um sem eiga foreldra sem eru í
íslenskunámi á öðru skólastigi.
Þá getur verið mjög gott að hafa
heildarsýn og samráð.“
- Eru margir íhinu nýstofnaða
félagi?
„Tæplega fjörutíu manns
skráðu sig sem stofnfélaga en
síðan ætlum við að hafa samband
við alla þá sem hafa með slíka
kennslu og fræðslu að gera. Eg
held að þetta verði með tímanum
stórt félag.“
- Ætlar þetta félag að vinna að
málefnum tvítyngdra með því að
þrýsta á yfirvöld?
„Já, það er meðal annars til-
gangur félagsins að leita eftir
styrkjum fyrir félagsmenn til
námsefnisgerðar, sem er mjög
brýnt, og einnig til náms og end-
urmenntunar. Fólki er
oft kastað út í kennsl-
una t.d. í grunnskól-
um, án þess að það
hafí nauðsynlegan
bakhjarl til þess að
leita til með upplýs-
ingar, fræðslu og góð
ráð. Við viljum að félagið geti
orðið mótandi aðili þegar stefna
er mótuð í kennslu tvítyngdra og
jafnframt að félagarnir geti sótt
þangað styrk og fræðslu.“
-Er erfítt að kenna „annað
tungumáleins og þið nefnið
það?
„Þetta er mjög ólíkt því að
læra t.d. erlent tungumál eins og
flestir gera í hinum ýmsu skólum.
Fyrst og fremst er mjög brýn
nauðsyn og þörf að læra málið
sem fyrst svo viðkomandi aðili
geti aðlagast og orðið vh'kur
þátttakandi í íslensku samfélagi.
Miklu meira er líka lagt upp úr
kennslu sem miðar að því að við-
komandi geti sem fyrst bjargað
sér í samfélaginu og skilið það
sem fram fer.“
-Miðar kennsla ykkar að því
► Sólborg Jónsdóttir er fædd 7.
febrúar 1969 í Reykjavfk. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð í janúar
1990 og lagði stund á sagnfræði
við Háskóla Islands. Um þessar
mundir er hún í mastersnámi
við bandarískan háskóla í
kennslufræði með sérgrein
hvernig á að kenna nýtt tungu-
mál í nýjum menningarheimi.
Hún var formaður undirbún-
ingsnefndar að stofnun Isbrúar,
félags þeirra sem starfa að mál-
um útlendinga/tvítyngdra. Sól-
borg er í sambúð með Lýði Val-
geiri Lárussyni bílamálara.
að fræða fólk um samfélagið og
íslenska menningu?
„Já, kennsluefnið þarf að vera
um raunverulegar aðstæður í
samfélaginu og þá einhverjar að-
stæður sem koma þessu fólki við.“
-Hvaða aðstæður reynið þið
fyrst og fremst að kynna?
„Við reynum að æfa fólk í að
gefa upplýsingar um sjálft sig á
íslensku, síðan reynum við að
líkja eftir aðstæðum svo sem í
verslunum, í stofnunum þar sem
leita þarf upplýsinga, við lækna-
heimsóknir og fleira í þeim dúr.“
- Hvað leggið þið fyrst og
fremst áherslu á við upphaf
kennslu?
„Hér hjá Námsflokkum
Reykjavíkur leggjum við mesta
áherslu á að fólk fari að nota ís-
lenskuna mjög fljótt. Við kennum
auðvitað málfræði líka en Ieggjum
mesta áherslu á daglegt mál og
notkun þess.“
- Vonist þið til að félagið styrki
stöðu þeiira sem kenna frá því
sem nú er?
„Já, staðan er
þannig að t.d. þeir sem
kenna tvítyngdum
börnum í grunnskól-
um og framhaldsskól-
um eru oft einangrað-
ir, á þetta einkum við
venjulega bekkjai-kennai'a sem fá
kannski eitt tvityngt bam í bekk-
inn og þurfa að glíma við að hjálpa
því að ná tökum á nýju tungumáli
og nýn-i menningu samhliða því
sem bamið á að tileinka sér náms-
efnið í skólanum, þetta getur verið
snúið. Þeir sem em úti á lands-
byggðinni era sérlega einangraðir
í þessum efnum. Við viljum að fé-
lagið nái þessu fólki saman þannig
að það geti fengið aðstoð og
fræðslu svo það geti valdið þessu
hlutverki. Mín skoðun er sú að yf-
irvöld gangi ekki nógu strangt eft-
ir því að útlendingar sem setjast
hér að lært næga íslensku. En til
þess að fólkið geti lært málið þarf
það að fá tækifæri og góða að-
stöðu til þess og ísbrú ætlar
einnig að stuðla að slíkri þróun
eftir megni.“
Brýn nauðsyn
og þörf að
læra málið
sem fyrst