Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTSR , . __ Reuters JÚGOSLAVINN Sínisa Mihajlovic, fyrir miðju, er hér að fagna marki sem hann skoraði gegn Fiorentina á Ólympíuleikvanginum í Róm um sl. helgi, þar sem Lazio vann 2:0. Giuseppe Pancara og Paolo Negro fagna með honum. Mesta fjárfesting sögunnar Ekkert lið í sögu knattspymunnar hefur kostað jafnmiklu til kaupa á leikmönnum og Rómarliðið Lazio. Þótt vafasamt sé að kalla liðið „dýrasta lið allra tíma“ þar sem slíkt er afar afstætt og erfitt að reikna út verðmæti leikmanna einstakra liða er ljóst að ekkert félag hefur lagt jafnmikið út í beinhörðum peningum og einmitt Lazio. Einar Logi Vignisson hefur fylgst með Rómarliðinu, sem síðustu tvær leiktíðir hefur sankað að sér fjölmörgum heimsfrægum leik- mönnum. í iyrra var árangurinn ágætur en ekki viðunandi að niati eiganda liðsins og því var ausið úr buddunni í sumar sem aldrei fyrr - jafnvirði heilla 10 milljarða íslenskra króna var eytt. deildarkeppninni og hefur aðeins Gianfranco Zola gert fleiri en hann setti 19 mörk beint úr aukaspyrnum meðan hann lék í Serie A. Cragnotti hafði allan þennan áratug keypt 1-2 dýra leikmenn á ári en fyrir tveimur árum ákvað hann að taka almennilega til hend- inni og skapa stórveldi í evrópskri knattspyrnu, hann sagðist vera bisnissmaður og vissi það að vel- gengni fylgdi meiri velgengni og hæg og örgugg uppbygging væri bara fyrir blanka vesalinga! Sparn- aður dagsins í dag væri tap morg- undagsins. Cragnatti hefur enda eytt yfir 25 milljörðum í leik- mannakaup síðan hann keypti liðið 1992... Sóknarsafn Efsti maður á lista Cragnotti var Brasilíumaðurinn Ronaldo en hann taldi hag sínum betur borgið hjá Inter. Ein af ástæðunum fyrir áhuganum á brasilíska snillingnum var að Cirio er geysilega sterkt í Suður-Ameríku og eftir að Ronaldo brást leitaði Cragnotti eins og óður maður að suður-amerískri hetju. Hana fann hann í Chile í framherj- anum Marcello Salas sem keyptur var í fyrra og hóf að leika með liðinu í haust. Það var skilyrði af hálfu Eriksons að Mancini kæmi með en Cragnotti fannst samt ekki komið nóg af framherjum og kallaði Alen Boksic heim frá Juventus og í sum- ar reiddi hann fram gífurlega upp- hæð fyrir sterkasta framherja ítala, Christian Vieri, sem hafði verið í hálfgerðri útlegð á Spáni og var með heimþrá. Ofan í framherjastóðið safnaði Cragnotti saman sókndjörfum miðjumönnum, Spánverjanum Ivan de la Pena, Portúgalanum Sergio Conceigao, Júgóslavanum Dejan St- ankovic og Argentínumanninum Matias Almeyda sem verður reynd- ar að teljast nokkuð duglegur að vinna boltann. Markvörðurinn Luca Marchegiani er í fremstu röð og vamarmaðurinn Alessandro Nesta er einn besti varnarmaður ítala. Félagar hans í vörninni, þeir Paolo Negro og Giuseppe Favalli, eru traustir leikmenn en vömin var engu að síður Akkilesarhæll liðsins í fyrra en hefur batnað gríðarlega með komu Mihajlovic auk þess sem Portúgalinn Fernando Cuoto er reyndur leikmaður sem gott er að geta leitað tíl. Eriksson hárréttur maður Hinn næstum því fjarstæðu- kenndi fjöldi ofurstjarna sem flest- ar vilja íremur sækja en verjast hefur vakið undmn og vantrú knatt- spyrnuáhugamanna. Liggur við að margir hafí ekki tekið dýrasta lið sögunnar almennilega alvarlega, talið að stjömurykið myndi þyrlast í allar áttir og þótt liðið gæti átt góða spretti yrði það aldrei „massivt" topplið. Þetta hefur í stjómm drátt- um gengið eftir fyrstu tvö „ofur- stjömutímabilin". En nú virðist liðið vera að spila sig æ betur saman og leikmenn geisla af baráttugleði á leikvellinum. Margir sparkspeking- ar þakka þetta ekki síst skynsam- legri stjórn sænska þjálfarans Svens Görans Erikssons. Hann sé nógu stórt nafn til að frægir leik- menn beri virðingu fyrir honum og þétt skandinavískt lundemi hans haggist lítt við stöku rokur milljóna- drengjanna og seint verði hann leiddur í gildm fjölmiðlaslagsmála við leikmenn. Cragnotti lagði mikið undir með Eriksson, greiðir honum einhver hæstu laun sem nokkur þjálfari hefur í heiminum, og hefur staðið vel við bakið á honum, t.d. í lok síðustu leiktíðar þegar Lazio missti hlutina illilega úr höndunum á sér. Eriksson kann þá list að fá leikmenn til að spreyta sig á öðrum stöðum en þeir era vanir án þess að þeir fari í fýlu og gamli bakvörður- inn kann varnarlistina ágætlega. Mesta verk hans er þó að vera „diplómat“, hann þarf að róa leik- menn sem allir telja það langt fyrir neðan virðingu sína að sitja á bekknum og gæta þess að hin mikla barátta um sæti í liðinu verði ekki til þess að hver maður hugsi fyrst og fremst um eigin frammistöðu fremur en hag liðsins. Lazio hefur reynst nokkuð brokk- gengt í haust en undanfarið hef- ur verið allnokkur völlur á liðs- mönnum og er liðið nú komið á hæla Fiorentina og Parma á toppi deild- arinnar auk þess að vera sigur- stranglegt í Evrópukeppni bikar- hafa. í dag mætir Lazio einmitt Parma í toppslag deildarinnar en um síð- ustu helgi var Fiorentina lagt að velli með glæsibrag. Segja má að þar hitti andskotinn ömmu sína hvað óráðsíu varðar því Parma fylg- ir fast á hæla Lazio í peningaaustri í leikmenn og er svo sem enn „tilbún- ara“ lið því Parma stendur ekki á jafn gömlum merg hvað varðar ár- angur og fjölda stuðningsmanna, er eiginlega „Blackbum Rovers" Ítalíu á meðan Lazio er „Newcastle United"! Þessi tvö lið em að ýmsu leyti persónugervingar nútíma knattspyrnu, þau em andlit stjór- fyrirtækjanna Cirio og Parmalat sem vita að vinsældir og árangur liðanna skapa fyrirtækjunum góða ímynd. Ævintýramaður með persónutöfra Lazio, sem oft hefur verið kallað litla liðið í Róm, er í eigu viðskipta- jöfursins Sergio Cragnotti. Hann var áður forstjóri Enimont, fyrir- tækis í eigu ríkisins og einkaaðila, og auðgaðist þar ótrálega. Hann notaði auð sinn, aðstöðu og tengsl innan stjórnkerfísins til að kaupa hlutabréf er fjölmörg ríkisfyrirtæki vora einkavædd í kjölfar uppgjörs- ins gegn áhrifum mafíunnar í ítölsku efnahags- og stjómmálalífi í upphafi þessa áratugar. Hann eign- aðist ríkjandi hlut í stærsta mat- vælafyrirtæki Italíu, Cirio, og síðar hefur hann eignast fleiri matvæl- arisa, svo sem suður-afríska fyrir- tækið Del Monte, en sérhver ís- lendingur sem á ömmu hlýtur að kannast við niðursoðna ávexti frá þeim góðu mönnum, jafn mikil skylda og hefur þótt að sturta minnst hálfri dós af ávöxtum út á sunnudagsísinn! Cirio er rekið með tapi en Cragnotti nýtur mikillar tiltrúar á fjármálamörkuðum þar sem hann er annálaður fyrir framsýni sína auk þess sem að pólitísk sambönd hans skemma ekki fyrir í fjölskyldu- landinu Italíu... Hann skráði lið Lazio á hlutabréfamarkaði fyrst alh-a ítalskra liða og hefur það reynst afar gott fyrir ímynd hans og Cirio, þótt ekki muni hluthafar fá mikinn arð af hlut sínum í náinni framtíð, svo brjálæðisleg er fjár- festing liðsins. Ævintýramaðurinn Cragnotti siglir hins vegar áfram studdur þeim sem tráa því að hann sé maðurinn til þess að leiða fram suðrænt stórveldi sem muni ekki einungis skáka nágrönnum sínum á Norður-Ítalíu heldur leggja alla aðra enn norðar að velli. 25 milljarðar á 6 árum! Lazio átti gífurlega léttleikandi lið um miðbik þessa áratugar rekið áfram af sóknaráráttu þjálfarans Zdeneks Zemans. Léttleikanum fylgdi því miður að vömin var sem gatasigti sem sóknarmenn andstæð- inganna notfærðu sér jafnóðan og Signori, Casiraghi og félagar settu mark. Liðið náði því aldrei að full- nýta möguleika sína og leitaði Cragnotti á náðir sænska þjálfarans Svens Görans Eriksson sem var þrautreyndur úr ítalska boltanum og hafði t.a.m. náð að koma Samp- doria í fremstu röð þrátt fyrir lítil efni þar á bæ. Eriksson tók með sér fyrirliða Sampdoria, Roberto Mancini, og síðar meir neri hann enn meira salti í sár Samp með því að lokka til sín aukaspyrnusérfræð- inginn Sinisa Mihajlovic. Sá hefur skorað hreint ævintýraleg glæsil- mörk beint úr aukaspymum á þessu tímabili - markið gegn Fiorentina um sl. helgi var hans 17da í ítölsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.