Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 40
£[) SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur frændi okkar, TEITUR GUÐJÓNSSON frá Ferjubakka, til heimilis á Sæunnargötu 10, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 13. janúar og verður jarðsunginn frá Borgar- neskirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd frændsfólks, Guðmundur Ingi Waage, Birna G. Ólafsdóttir. I t Ástkær faðir okkar, afi og langafi, ODDGEIR EINARSSON, Gnoðarvogi 78, lést á Landspítalanum föstudaginn 15. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. JÓNÍNA JÓSEFSDÓTTIR BLUMENSTEIN + Jónína Jósefs- dóttir Blumen- stein var fædd í Innri-Lambadal í Dýrafírði 31. desem- ber 1906. Hún lést á dvalarheimilinu Eir 6. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Guðmunds- dóttir, f. 1.4. 1866, d. 24.4. 1953, ættuð úr Álftafirði við Djúp, og Jósef Jespersson, f. 1.6. 1860, d. 10.3. 1942, ættaður af norðanverðu Snæ- fellsnesi, en þau bjuggu lengi í Innri-Lambadal í Dýrafírði á of- anverðri öldinni sem leið og röskan áratug fram á þessa öld. Jónfna var yngst níu barna þeirra hjóna. Tvö systkinanna, Jóseffna Kristín, f. 9.12. 1895, og Jesper, f. 8.7. 1903, dóu bæði í bernsku, en hin sjö komust til fullorðins- ára en eru nú öll látin. Systkini Jónínu sem upp komust voru: Guðmundur Friðgeir, f. 10.7. 1887, d. 19.2. 1965, kvæntur Matt- hildi Jónsdóttur frá Isafírði, eignuðust þau eina dóttur og ólu upp fósturson. Önund- ur Kristján, f. 30.10. 1888, d. 30.8. 1979, kvæntur Önnu Lárus- dóttur ættaðri af Breiðafirði, eignuðust þau tvo syni. Samúel Kristinn, f. 27.1. 1891, drukknaði í fískiróðri á mb. Hlín frá Suðureyri 11.9. 1911, ókvæntur og barnlaus. Her- dís, f. 27.10. 1893, d. 14.12. 1973, giftist dönskum manni, Thorvald Hupfeldt, og flutti með honum til Danmerkur. Þau eignuðust einn son. Kristín, f. 20.9. 1898, d. 23.3. Sigurður Oddgeirsson, Kristín Einarsdóttir, Valdís Kristjana Oddgeirsdóttir, Jónas Hreinsson, Einar Vignir Oddgeirsson, Gunnar Rúnar Oddgeirsson, Barbara Arthurs, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA J. BLUMENSTEIN, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Tómasarhaga 45, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 18. janúar kl. 13.30. Dóris Nílsson, Uno Nílsson, Nína Blumenstein, Ingimundur T. Magnússon og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín og móðir, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Álftamýri 28, Reykjavík, sem lést laugardaginn 9. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 19. janúar kl. 13.30. Sigursveinn Jóhannesson, Guðlaugur Smári Ármannsson. + Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna frá- falls elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR G. GUÐMUNDSSONAR netagerðarmanns, fyrrverandi formanns Nótar, Jökulgrunni 6, áður Holtsbúð 49, Garðabæ. Svanberg Haraldsson, Aðalheiður Sigurðardóttir, Sigurjóna Haraldsdóttir, Örn Zebitz, Ágústa Haraldsdóttir Cary, Robert H. Cary, Eiður H. Haraldsson, Björk Vermundsdóttir, Ester Haraldsdóttir, Siggeir Ólafsson, Jón Ingvar Haraldsson, Sólveig Jóna Jónasdóttir, Hólmfrfður Haraldsdóttir, Helgi Lárusson, barnaböm og barnabarnaböm. Enn er komin kveðjustund, hún Ninna frænka er dáin. Það fer að lík- um, að þeir sem slitu barnsskónum á fyrsta áratug aldarinnar þreytist nú á göngunni og kveðji einn af öðrum. Petrína Jónína Jósefsdóttir Blumen- stein hét hún fullu nafni. Ættingjar hennar og vinir kölluðu hana ávallt Ninnu og kunni hún því vel. Lambadalur í Dýrafirði er grös- ugur og gróðursæll. Eftir miðjum dalnum liðast Lambadalsáin gjöful af silungi fyiT á árum. Undan landi var stutt að sækja á fengsæl fiski- mið á Dýrafirði. Þarna hefur því eft- ir atvikum verið búsældarlegt á of- anverðri öldinni sem leið. I þessari blómlegu byggð fæddist Ninna og ólst upp fyrstu fjögur ár ævinnar, yngst í stórum systkinahópi og mik- ið eftirlæti eldri systkina sinna. Árið 1911 þegar elstu synir þeirra Jósefs og Kristínar voru orðnir full- tíða og farnir að heiman til sjóróðra bregða þau búi í Innri-Lambadal og flytja með fjölskylduna til Suðureyr- ar í Súgandafirði, en það sjávarpláss var þá í örum vexti og mannfjölgun þar hröð í upphafi vélbátaaldar. Á Suðureyri ólst Ninna því upp í for- eldrahúsum fram undir fullorðinsár. Barn að aldri varð Ninna fyrir því mótlæti að fá illkynja sýkingu í hægri fót, sem endaði með því að drep kom í fótinn og varð að taka hann af fyrir ofan hné. Ljóst er að hér var um mik- ið áfall að ræða fyrir stúlku á við- kvæmum aldri. Jafnvíst er hitt, að aldrei kvartaði hún eða kveinkaði sér vegna þessarar fotlunar sinnar, held- ur fór allra sinna ferða innanlands sem utan og gekk með reisn vegferð sína gegnum lífið, lifði eðlilegu fjöl- skyldulífi og skilaði góðu dagsverki. Ninna átti ekki minningar frá bernskuheimili sínu í Innri- Lambadal, enda aðeins fjögurra ára þegar fjölskyldan flutti þaðan til Suðureyrar. Hins vegar varðveitti hún góðar æskuminningar frá árun- um á Suðureyri og ræddi oft hin seinni ár við mig um leiksystkinin þar. Stutt er síðan hún rifjaði upp æskuminningu frá því hún var 16 ára, en þá reiddi faðir minn hana reiðgötuna fyrir Spillinn og út í Vatnadal til að sjá frænda sinn á fyrsta ári. Fann eg að hún mundi glöggt hve reiðgatan undir Spillin- um var og er hrikaleg. Fáir eru þeim sem þessar línur ritar minnisstæðari frá unglingsár- unum á Suðureyri en faðir hennar Ninnu, hann Jósef afi minn. Enn sé eg hann ljóslifandi fyrir mér þar sem hann gengur út þorpsgötuna í plássinu okkar, gjarnan með byrði á baki, en samt svo kvikur og snöggur í hreyfíngum, að enginn skyldi trúa að þar færi áttræður maður. Þá man eg einkar vel móður henn- ar Ninnu, hana Kristínu ömmu mína, þessa fíngerðu og fallegu konu, þar sem hún roskin gengur til vinnu á fiskreitunum heima. Bros hennar, kímni og léttleiki í bland við myndug- leika og röggsemi eru mér rík í minni. Mér hefur oft síðan fundist sitt- hvað í framgöngu og fasi Ninnu frænku bera svipmót af eiginleikum sem eg tók eftir í fari foreldra henn- ar. Tel eg að hún hafi verið gædd góðum eðliskostum beggja. Eftir barnaskólanám á Suðureyri stundaði Ninna nám við héraðsskól- ann á Núpi í Dýrafirði veturinn 1922-1923, en Núpsskóli var á þeim tíma hið merkasta menntasetur undir stjórn sr. Sigtryggs Guðlaugs- sonar. Hin síðari ár var henni einkar hugstætt að rifja upp skólavistina á Núpi og kynni sín þar á morgni lífs- ins af fólki, sem síðar átti eftir að hasla sér völl á ýmsum sviðum þjóð- lífsins. Fljótlega eftir dvölina á Núpi flutt- ist Ninna til Reykjavíkur og dvaldist þar fyrst í skjóli bróður síns Onund- ar. Voru áform að hún hæfi nám við Verslunarskólann. Áður en að því kom skipuðust mál þann veg að henni bauðst starf símstöðvarstúlku í Borgamesi og nokkru síðar eftirsótt starf talsímastúlku hjá Landssiman- um í Reykjavík. Ninna hafði bjarta og hljómfagra rödd sem hún hélt til hinsta dags og var auk þess skýr- mælt og talaði vandað mál aldamóta- kynslóðarinnar. Hún hafði einstak- lega fagra rithönd þannig að athygli vakti. Þessir eðliskostir hafa vafalítið stuðlað að því að henni komungri var boðið þetta eftirsótta starf. Árið 1928 var mikið heillaár í lífi Ninnu, en þá kynntist hún og giftist þýskum manni, Kurt Blumenstein, húsgagnasmiði, en hann hafði komið hingað til lands í atvinnuleit. Mikið ástríki var með þeim hjónum og hygg eg að segja megi að Kurt hafi borið Ninnu á höndum sér allt til hinstu stundar, en hann lést í febrúar 1994. Ninna og Kurt hófu búskap full af æskuþrótti og bjartsýni á kreppuár- um þeim sem í hönd fóra. Bjuggu þau á þessum áram í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum í Reykjavík, og þótt Kurt hefði ávallt vinnu í sinni iðn var lífsbaráttan erfið eins og hjá fleiram á þessum áram. Seinna heimsstríðið, sem geisaði 1939 til 1945, snerti með beinum og óvægilegum hætti líf Ninnu og Kurts og raskaði heimilishögum um skeið. Er Bretar hemámu ísland 1940 var Kurt tekinn til fanga af breska hemámsliðinu ásamt öðram þýskum ríkisborgurum og vora þeir síðan í haldi hjá Bretum á Isle of Man í fimm ár. Komst Kurt ekki aft- ur heim til íslands fyrr en haustið 1948, eftir að hafa þurft að dvelja í Þýskalandi um hríð. Þetta vora tímar mikillar og þungbærrar reynslu fyrir þau bæði. Um þessa atburði og erfiðleika- stundir var Ninnu ekki tamt að tala. Við sem gerst megum þekkja undramst með aðdáun að þessi reynsla skyldi ekki setja sjáanlegt eða varanlegt mark sitt á þau. Bar það ótvíræðan vott um heilsteypta skaphöfn þeirra beggja. Á þessum áram sýndi Ninna best þann dugnað 1977, giftist Guðna Alberti Guðnasyni, og eignuðust þau fjögur börn. Þórðveig, f. 30.5. 1901, d. 1.6. 1980, giftist Davíð Þorgrímssyni, bónda á Kára- stöðum á Vatnsnesi, þau ólu upp tvo fóstursyni og fósturdóttur. Jónína giftist árið 1928 Kurt Blumenstein, húsgagnasmiða- meistara, f. 28. janúar 1908, d. 20. febrúar 1994. Börn þeirra urðu þrjú: Kristín Doris, f. 1928, gift Uno Nilsson, deildarstjóra hjá Stokkholmssíma í Svíþjóð, og eiga þau tvo syni; Leifur, f. 1930, bygg- ingafræðingur, sem lést í júní 1993, hann var kvæntur Bergljótu Sigfúsdóttur og áttu þau saman þrjá syni; og Nina Carla Marie, f. 1950, gift Ingimundi T. Magnús- syni, viðskiptafræðingi, en þau eiga þijár dætur. Jóm'na stundaði nám við hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði 1922-1923. Hún var um árabil sfmstöðvarstúlka hjá Landssíma Islands, fyrst í Borgarnesi og síð- an lengi í Reykjavík. Síðast starf- aði hún við si'mavörslu á borgar- skrifstofum Reykjavíkur. Utför Jónfnu verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 18. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og kjark, sem hún bjó yfir. Hún réð sig á ný til starfa hjá Landssíman- um í Reykjavík og var þar í fullu starfi þessi ár og tókst þannig að vinna fyrir sér og börnunum og kosta skólagöngu þein-a. Á þessum árum tókst henni jafn- framt að festa kaup á íbúð við Birki- mel í Reykjavik, þar sem Byggingafé- lag símamanna stóð fyrir byggingu íbúða fyrh- starfsfólk Landssímans. Þessi atorka hennar og framsýni lagði granninn að síðari bygginga- framkvæmdum þeirra hjóna, er þau á áranum 1957-1958 reistu sér framtíð- arheimili á Tómasarhaga 45 hér í borg. Þar bjuggu þau saman í 35 ár eða þar til Kurt lést. Þangað var ávalit gott að koma og eiga með fjöl- skyldunni glaðar stundir. Heimilið hefur borið smekkvísi húsmóðurinnar og listfengi fagurt vitni. Ninna var mikill fagurkeri og hafði sérstakt yndi af að hafa í kringum sig fallega og vel gerða muni. Á heimilinu gaf m.a. að líta marga fagra gripi sem eiginmaðurinn hafði smíðað af mikl- um hagleik. Gaman var að veita því athygli að á heimilinu ííkti slík röð og regla að hver hlutur átti sinn ákveðna stað, og mátti þar engu skeika. Um- fram annað hafði hún þó yndi af að halda sterkum tengslum við fjölskyld- una og hafði sérstakan áhuga á hin- um yngri frændsystkinum sínum og bamabömum og fagnaði einlæglega hverjum góðum áfanga þeirra við nám og störf, þótt oft væri tylgst með úr nokkurri fjarlægð. Ninna var mjög félagslynd og kunni vel við sig í miðjum glaðvær- um hópi vina og kunningja. Hún var félagi í Oddfellow-reglunni þar sem hún skipaði embætti og lagði á þeim vettvangi sitt af mörkum um árabil. Lengst af langa ævi átti Ninna því láni að fagna að búa við ágæta heilsu, en hin allra síðustu ár sagði þó aldurinn til sín, þrekið dvínaði og minnið brást. Kom þar að hún þurfti á mikilli umhyggju og aðstoð að halda. Á engan er hallað þótt munað sé að enginn sýndi henni slíkt ástríki og umhyggju sem dóttirin Nina Carla og fjölskylda hennar, fjölda- mörg hin síðari ár. Þetta vissi Ninna vel og þakkaði hátt og í hljóði elsku hennar og aðstoð á nóttu sem degi. Síðustu ár ævinnar dvaldi Ninna á hjúkranarheimilinu Eiri og naut þar umhyggju hjúkranarfólksins og blessaði það oft fyrir aðhlynningu þá sem hún þar fékk. Eg veit að eg mæli fyrir munn frændsystkinanna og annarra ætt- ingja er eg að leiðarlokum þakka góðri frænku samfylgdina öll þessi ár. Þetta hefur verið góð dagleið. Eg trúi því, að handan móðunnar miklu eigi Ninna frænka góða heim- von og þar standi vinir í varpa. Við Brita og fjölskyldur okkar færam dætram hinnar látnu, barna- börnum svo og öðram ástvinum inni- legustu samúðarkveðjur. Guð geymi okkur öll. Guðni E. Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.