Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ELÍN Ebba og Jon Kjell ásamt sonum sínum Kjell Þóri, tíu ára, Joni Ingva, átta ára og Helge Snorra, þriggja ára. Risið gegiúr nú hlutverki stofu og eldhúss en þegar fram líða stundir verða herbergi drengjanna þar. Baráttufólkið í bakhúsinu Ekki óraði þau fyrir, þegar þau keyptu húsið sitt á baklóð við Laugaveginn, að drjúgur hluti dagsverksins ætti nokkrum árum síðar eftir að fara í harða baráttu fyrir húsi og heimili. Hjónin Elín Ebba As- mundsdóttir og Jon Kjell Seljeseth sögðu Maríu Hrönn Gimnarsdóttur frá barátt- unni, sem þau með bros á vör líkja við viðureign Davíðs og Golíats. Þeirra vopn eru þó ekki slöngva og steinn heldur glaðværð og þrautseigja. Við erum bara venjulegt fjölskyldufólk,“ segir Elín Ebba og á henni má vel skilja hversu undrandi hún er yfir því sjálf að þau skuli standa í þessum sporum nú, næst- um 15 árum eftir að þau hjónin keyptu húsið sitt að Laugavegi 53a. Hverfíð var ekki sérlega aðlað- andi þegar þau fluttu inn enda næstu nágrannar af misjöfnu sauða- húsi. „Á tímabili kom lögreglan dag- lega í húsið við hliðina á okkur því hún vissi hvar líklegast var að finna þýfí ef tilkynnt var um innbrot. Stundum slökktum við á Derrick í sjónvarpinu og fylgdumst frekar með fjörinu hér fyrir utan. Eitt eft- irminnilegasta atvikið var þegar hórmangarinn, sem leigði innbrots- þjófunum, varð að hringja í lögregl- una til að fá vernd. Þjófarnir gengu í skrokk á honum þegar hann sætti sig ekki við að þeir borguðu ekki húsaleiguna. Það hefðu ekki margir viljað búa hérna þá en við höfðum þá trú að með því að setjast hér að gætum við breytt hverfínu til hins betra. Nú býr hér aðallega fjöl- skyldufólk. Hverfið er notalegt og öruggt og hér viljum við búa. Við teljum að frumkvæði okkar til að setjast hér að, sem fjölskylda, hafí átt mikinn þátt í þessum breyting- um,“ segja þau hjón. Þau hófust strax handa við að gera húsið upp en fóru sér að engu óðslega. Þótt margt sé búið að gera er verkinu engan veginn lokið. „Við erum búin að leggja mikla vinnu og fé í húsið,“ segir Jon Kjell, „sem enn er ekki farin að skila sér.“ Hann á að sjálfsögðu við að mun meira fé hafí verið varið í endur- gerðina en fengist fyrir ef þau seldu húsið. „Við erum stundum spurð EF JON Kjell væri ekki sinn eigin herra og hefði þess vegna getað helgað sig málinu væri það þeim fyrir löngu tapað, segja þau hjón. Það hefur líka komið sér vel að hann er arkitekt að mennt og hefur þjálfun í og reynslu af að lesa úr teikningum og byggingareglugerðum. hvers vegna við seljum ekki bara og hvernig við nennum að standa í þessari baráttu. En þetta er orðið að.réttlætismáli." Það býr fólk við Laugaveginn Fyrir tveimur árum var ákveðið að rífa hús sem stóð upp við götuna að Laugavegi 53b, í lóðinni við hlið- ina á Elínu Ebbu og Joni Kjell og upp úr því ákveðið að byggja þar verslunar-, þjónustu- og íbúðarhús, sem er samtals 2153 fermetrar að flatarmáli. Flatarmál lóðarinnar er 663,6 fermetrar þannig að nýtingar- hlutfall hennar yrði 3,24. í sam- þykktu aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyrir að nýt- ingarhlutfall miðbæjar geti verið 1,5 til 2,5. „Við áttum von á að á lóðinni yrði byggt hús sem yrði í líkingu við húsið sem er hér fyrir framan okkur á nr. 51,“ segja þau hjón, „en að nýja húsið við 53b yrði svona miklu stærra datt okkur aldrei í hug.“ Þau segjast langt í frá eiga í bar- áttu við þann sem er að byggja hús- ið og að þau hafí fullan skilning á hans sjónarmiðum. „Ég myndi sjálf- sagt vilja það sama ef ég stæði í hans sporum og hefði sama gildis- mat,“ segir Elín Ebba og glottir. En það býr fólk við Laugaveginn og þar sem hagsmunir þess og versl- unannannanna eru um sumt ólíkir telja þau hjón að mikilvægt sé að um þá náist samkomulag þannig að allir geti sáttir við unað. Hlutlaust yfír- vald ætti þá að fara með hlutverk sáttasemjarans, byggingaryfirvöld borgarinnar í þessu tilfelli, sem fyndi einhvem milliveg, en það er skoðun hjónanna að í raun og vera hafi verið búið að taka ákvörðun þar á bæ um stærð hússins löngu áður en sjónar- miða nágrannanna var leitað. I deiliskipulagi er gerð grein fyrir því hvernig má nýta einstakar lóðir og þar er stærð bygginga m.a. skil- greind. Ef hins vegar samþykkt deiliskipulag liggur ekki fyrir fyrir tiltekið svæði era tillögur til ný- bygginga afgreiddar í skipulags- og umferðarnefnd og ákvarðanir um stærð húsa eru teknar þar. Síðan tekur bygginganefnd ákvörðun um veitingu byggingarleyfis og þá er athugað hvort framkvæmdin sé í samræmi við ákörðun skipulags- nefndar og uppfylli byggingalög og reglugerðir. Ekki er til deiliskipulag af svæð- inu sem Laugavegur 53b er á en í frétt sem birtist hér í blaðinu 27. janúar í fyrra kemur fram að borg- aryfirvöld í Reykjavík hafí tekið ákvörðun um að heimila ekki ný- byggingar í grónum hverfum fyrr en búið er að samþykkja deiliskipu- lag fyrir viðkomandi hverfí. í frétt- inni er m.a. haft eftir formanni skipulagsnefndar, Guðrúnu Agústs- dóttur, að ef deiliskipulag væri til fyrir öll hverfi borgarinnar hefði mátt koma í veg fyrir ýmsan ágrein- ing sem hefði komið upp í grónum hverfum borgarinnar. Einnig segir hún að markmiðið sé að fá íbúa borgarinnar til að taka þátt í skipu- lagsvinnunni alveg frá byi-jun. „Þá skrifuðum við Guðrúnu bréf þar sem við m.a. spurðum hvort staðfest deiliskipulag myndi liggja fyrir áður en byggingarleyfið yrði veitt. Bréfið afhentum við Guðrúnu í viðtalstíma hennar 20. febrúai- 1998 og sagðist hún í vitna viðurvist ætla að svara því skriflega. „Ég geri það alltaf," sagði hún. Bréfínu hefur enn ekki verið svarað þótt nú sé bráðum liðið ár og deiliskipulag hef- ur enn ekki verið gert fyrir þetta svæði,“ segir Jon Kjell. Að gefast ekki upp „Okkur finnst að borgaryfirvöld hafí aldrei sýnt raunverulegan sáttavilja í garð okkar íbúanna. Frá því tillögur að nýbyggingunni voru fyrst kynntar og þar til byggingar- leyfi var veitt minnkaði húsið að vísu smávægilega, en þessi minnk- un er innan við 7% og breytir eigin- lega engu. Borgin bauð okkur að kaupa húsið af okkur en skilmálar voru engan veginn viðunandi. Þetta er okkar hús og heimili og við höf- um taugar til þess. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að það hafi verið slys að leyfa okkur að festa rætur og byggja okkur upp hérna. Stund- um verða börn til fyrir slysni og ef þau fá að komast á legg er ekki hægt að segja við þau þegar þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.