Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MINNINGAR
SIGRÍÐUR
ÞÓRARINSDÓTTIR
JL Sigríður Þórar-
I insdóttir fædd-
ist í Sandprýði á
Stokkseyri 27. júní
1918. Hún lést 9.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jóna
Torfadóttir (f.
20.10. 1891, d. 16.9.
1930), og Þórarinn
Guðmundsson (f. 1.
júní 1889, d. 10.9.
1981). Sigríður var
+ þriðja barn foreldra
sinna, sem voni í
aldursröð: Margrét,
f. 1913, d. 1937; Sigurður dó á
bamsaldri; Sigríður, sem hér er
minnst; Torfhildur, dó á barns-
aldri; Engilbert, f. 1922, raf-
virkjameistari, Ásgeir, f. 1924,
d. sept. 1981.
Sigríður giftist 1. nóvember
1941 Böðvari Jenssyni, verk-
sljóra hjá Eimskipafélagi ís-
lands hf., f. 18. september 1910
í Stykkishólmi, d. 21. mars
1968. Foreldar hans vom Guð-
rún Anna Bjarnadóttir (f. 30.6.
1876, d.19.9. 1953) og Jens Jó-
hannsson, vélstjóri (f. 18.12.
~ 1855, d. 14.3. 1916). Sigríður og
Böðvar eignuðust tvö börn:
Margréti Jóhönnu (f. 7.10. 1942)
og Gunnar (f. 1.10. 1946). Mar-
grét, framhaldskólakennari,
giftist Þorsteini Magnússyni,
verkfræðingi, þau slitu samvist-
ir. Börn þeirra era Kristín
Helga, læknanemi í Þýskalandi,
Friðrik, lyfjafræðinemi í Þýska-
landi og Sólrún María, mennta-
skólanemi. Gunnar,
fulltrúi, kvæntist
Margréti Sigurðar-
dóttur, þau slitu
samvistir. Dóttir
þeirra er, Sigríður
Björk, hagfræðing-
ur, gift Hermanni
Þráinssyni hag-
fræðingi, barn
þeirra er Hildi-
gunnur. Sambýlis-
kona Gunnars er
Axelína María
Garðarsdóttir. Dæt-
ur þeirra era Sonja
Ósk, menntaskóla-
nemi og Heiðrún María nemi.
Sigríður lauk skyidunámi og
vann fyrst í Iðnó og síðan á
Reykjahæli í Hveragerði þar
sem hún kynntist manni sínum,
en hann var sjúklingur þar.
Yorið 1939 lauk Sigríður prófi
frá Húsmæðraskólanum á Stað-
arfelli og tók þá við starfi ráðs-
konu í Iðnó.
Sigríður og Böðvar hófu bú-
skap í Reykjavík 1941 en fluttu
1950 í Kópavog þar sem þau
bjuggu ætíð síðan. Með heimilis-
störfunum vann Sigríður ýmis
störf. Frá 1968 starfaði hún sem
þerna á skipum Eimskipafé-
lagsins, Iengst af á Gullfossi.
Árið 1971 hóf hún störf hjá
Grunnskólum Kópavogs og
starfaði þar óslitið þar til hún
lét af störfum.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 18. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
. Elsku amma, nú ert þú farin frá
mér og okkur öllum. Ég sakna þín
af því að við vorum svo miklar vin-
konur. Við áttum svo margar góðar
stundir t.d. þegar við vorum að
veiða í Reynisvatni og Hlíðarvatni
og alltaf fékkst þú flesta fiskana. Þú
varst alltaf tilbúin að hjálpa mér að
setja ormana á öngulinn af því að ég
gat ekki komið við þá. Ég mun alltaf
minnast þess að við gátum hringt í
hvor aðra og talað um hitt og þetta.
Ég gat sagt þér það sem ég gat ekki
sagt öðrum. Þú varst svo hlý og góð.
Þú sem alltaf varst svo hraust og
það var svo erfitt að að heyra það að
þú værir komin með krabbamein og
værir orðin svona mikið veik.
AÐAI.STRÆTI ÍB» 101 RHVKJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSTOIA
MYVINDAR ÁRNASONAR
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
En þó að það sé sorglegt að þú
sért farin þá veit ég núna að þér líð-
ur vel. Þú varst besta amma í heimi
og mig langar að kveðja þig með
þessu versi.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Þín
Heiðrún María.
Mig langar með þessum orðum
mínum að minnast hennar ömmu
minnar, ömmu sem mér þótti svo
vænt um og var svo stór hluti af
mínu lífi. Alveg frá því ég var barn
mótaði hún mig og ég er sú sem ég
er í dag ekki síst hennar vegna.
Sögurnar sem hún sagði af því
hvernig lífi hún lifði og nákvæmar
frásagnir hennar af atburðum gáfu
manni Ijóslifandi mynd af því hvern-
ig lífið gekk fyrir sig hjá henni. Árin
á Reykjahæli voru henni hugleikin
og sagði hún mér oft frá því hvemig
dagarnir liðu þar. Allt frá her-
bergjaskipan til þess hvemig sjúk-
lingamir tóku sjálfir saman matar-
diskana sína og skoluðu fyrst af
þeim í bala áður en starfsstúlkumar
þvoðu þá í sjóðheitu grænsápuvatni.
Sjötta hvern sunnudag fékk hún frí
og þá fór hún iðulega inn á Stokks-
eyri að heimsækja föður sinn.
Mínar minningar af okkar sam-
vistum eru mér hins vegar dýrmæt-
ari en orð fá lýst. Ein af mínum
kærustu minningum era frá því þeg-
ar ég, sem bam, gisti hjá ömmu. Á
kvöldin var hitað kakó og það, ásamt
kökum, borið inn í borðstofu. Við
sátum svo og spjölluðum og horfð-
um á sjónvarpið og áður en farið var
í rúmið var ég sett í fótabað og
fætumir púðraðir. Þetta þótti mér
auðvitað vera eins og hjá regluleg-
um prinsessum. Ég endurlifði þess-
ar stundir okkar á vissan hátt þegar
ég byrjaði í háskólanum og bjó þá
hjá ömmu í nokkra mánuði.
Nú þegar samverastundir okkar
verða ekld fleiri er það ekki aðeins
ég sem kem til með að sakna henn-
ar, heldur einnig eiginmaður minn
og dóttir okkar, tæplega þriggja ára
gömul. Amma langa og Hildigunnur
dóttir mín voru sannarlega miklar
vinkonur og voru sennilega báðar
jafn uppteknar af hvor annarri. Það
er því mitóll missir fyrir litlu dóttur
mína sem sjálfsagt gerir sér litla
grein fyrir því að við hittumst ektó
aftur í þessu lífi þó hún tali um að
amma langa sé núna flutt í himininn
til Guðs.
Elsku amma mín, ég þakka þér
fyrir allar ánægjulegu minningarn-
ar sem þú hefur gefið mér og ég
geymi í hjarta mínu. Guð blessi
minningu þína.
Sigríður Björk Gunnarsdóttir.
Fegurð marga um hauður og haf
himna drottinn okkur gaf.
Fagrar listir - fagurt mál.
Fegurst alls er - göfug sál.
Það fer vel á að byrja lokaorð mín
til þín, elsku Sigga, með þessari litlu
stöku sem Sigríður langamma mín
orti á fyrri hluta þeirrar aldar sem
nú senn lýkur. Þú varst ein af þess-
um göfugu sálum. Það var einhvern
veginn alltaf vissa mín að þú mundir
lifa langt fram á næstu öld því þótt
þú teldir árin 80 þá varstu sjálf svo
miklu yngri í samstóptum. Mig
langar til að rifja upp fyrst hvernig
kynni okkar hófust. Það var haustið
sem ég hleypti heimdraganum og
kom norðan frá Húsavík og byrjaði
í Verzlunarskólanum. Ég hélt auð-
vitað að ég væri fær í flestan sjó og
ætlaði að búa hjá stóru systur
minni. Fljótlega kom þó í ljós að ég
saknaði mömmu og pabba. Var ég
þá svo heppin að kynnast þér í
gegnum sameiginlegan kunningja
og þegar þú fannst leiða minn og
söknuð eftir fóðurhúsum þá bauðstu
mér að dvelja hjá þér þar til skóla
lauk að vori. Á þeim tíma hófst sá
vinskapur sem engan enda hefur
tekið. í gegnum árin gat ég alltaf
komið til þín hvort heldur til að
beiðast gistingar eða að koma í
spjall og kaffisopa í eldhúsinu þínu
og ekki brást að þú áttir eitthvað
gott með kaffinu.
Arin liðu og ég gifti mig og tókst þú
þá manni mínum sem syni og þótti
honum óskaplega vænt um þig. Svo
kom fyrsta barnið okkar og þá varst
þú orðin „amma Sigga“, titill sem
við höfum notað síðan þegar við
ræðum um þig eða töluðum við þig.
Þegar ég missti manninn minn og
flutti ein í Hafnarfjörðinn með
börnin mín sem þá voru orðin tvö,
leitaði ég oft til þín í kaffi og hugg-
un og þú brást mér aldrei.
Nú árin liðu og bömin mín vora
orðin þrjú og alltaf var nóg rými
fyrir nýjan einstakling hjá ömmu
Siggu. Þegar ég svo kom til þín um
sumarið 1993 og kynnti þig fyrir
nýja manninum mínum þótti þér nú
ekki amalegt að hann var ættaður
úr Gaulverjabænum því þar þekktir
þú vel til og þú varst líka fljót að
komast að því að þið voruð skyld,
þótt ekki værað þið nátengd þá var
hann alltaf frændi eftir það. Þér
tókst einhvern veginn alltaf að lifa í
nútímanum og taka þátt í lífi okkar
sem komum fram á sjónarsviðið á
þinni löngu ævi. Þess vegna held ég
að það hafi einhvern veginn ekki
hvai-flað að okkur að þú værir að
fara. Þótt þú værir nútímakona þá
barstu með þér mikla visku og auð
liðinna ára og gast miðlað okkur
samferðafóltó þínu af reynslu þinni
og ekki minnist ég þess að börnun-
um mínum eða okkur hjónunum
hafi þótt leiðinlegt tal þitt um erfið-
leika og harðræði fyrr á árum þegar
þú varst að vaxa upp og síðan settu
veitóndi og andlát þinna nánustu sín
spor á líf þitt.
Mér er svo minnisstætt þegar við
fjölskyldan sátum saman við kvöld-
verð í haust og vorum að tala um
mann sem ektó var orðinn sextugur
og var nýbúinn að missa eiginkonu
sína, hvað hann ætti bágt og yrði nú
einmana. Þá sagði sonur minn: „Er
ekki amma Sigga á lausu?“ Og þyk-
ir mér þetta sýna svo vel, elsku
amma, að þú varst ung í augum
allra. Veikindi þín í nóvember komu
því sem reiðarslag. Þú lagðist inn
14. nóvember og fórst fljótlega í að-
gerð. Einhvern veginn leyfði ég mér
að vona að þetta mundi lagast þótt
ég vissi innst inni að þetta færi bara
á einn veg. Þau skipti sem við heim-
sóttum þig á spítalann á meðan þú
varst veik varstu enn að gefa af þér
og geislaðir hlýju og manngæsku til
okkar sem vorum farin að kvíða
brottför þinni. Svo var það að
morgni 9. janúar að þú sofnaðir
svefninum langa og ég er viss um að
það hafa verið margir sem biðu
komu þinnar og tóku vel og fagn-
andi á móti þér.
Það væri vandalaust fvrir mig að
sitja hér í allt kvöld og skrifa um
þig, nóg er til að tala um og margt
skemmtilegt sem gaman væri að
rifja upp en við verðum víst bara að
gera það á huglægan hátt. Við vor-
um báðar vissar um að það lægju
þræðir á milli þessa heims og næsta
og ég er viss um að við eigum eftir
að hittast á einhverri bylgjulengd-
inni fljótlega. Elsku Sigga, hjartans
þakkir fyrir alla þá ást og hlýju sem
þú sýndir mér og bömum mínum
árin 26 sem ég var svo lánsöm að
vera „stelpan þín“. Bjami Ómar
þakkar einnig fyrir þau ár sem
hann fékk með þér og er leiður yfir
því að ekki er lengur hægt að kíkja
inn á Kársnesbraut 15 og fá kaffi-
sopa í hlýjum eldhúskróknum.
Hann efast þó ekki um að heitt
verður á könnunni hjá þér í næsta
eldhúskrók sem þú býður okkur í.
Einnig ber ég kveðjur foreldra
minna og fjölskyldu allrar og þau
þakka góða vináttu á liðnum árum.
Fjölskyldu þinni vottum við samúð
okkar.
Elsku Sigga mín. Ég lýk þessu
eins og ég byi’jaði með stöku eftir
Sigríði langömmu. Guð blessi þig,
elsku Sigga, og enn og aftur hjart-
ans þakkir fyrir allt og allt.
Ég hlakka til siglingar hinstu.
0 himneski drottinn minn.
En ég verð þá alsæl og örugg
ef aðeins hönd þína fmn.
Þín,
Ásdís Sig.
Kveðja frá
Stokkseyringafélaginu
Pað er svo margt að minnast á
frá morgni æskuljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó sig skarti af rósum.
(Einar E. Sæmundsen)
Við fráfall Sigríðar Þórarinsdótt-
ur myndast enn stórt skarð í hóp
þeirra sem síðastliðin 16 ár hafa
verið í forastu Stokkseyringafélags-
ins í Reykjavík og nágrenni. Sigríð-
ur var einn af stofnendum félagsins
og einn ötulasti starfsmaður þess
lengi undanfarið. Allt var það unnið
af áhuga og tryggð við þetta átt-
hagafélag. Ektó hugsað um laun eða
neina umbun, þótt oft hafi þurft að
hringja og enginn hafi haft meiri
tengsl við félagsmenn en Sigríður
þegar eitthvað var í undirbúningi á
vegum félagsins.
Hún var fróð og minnug og gott
að leita til hennar um margt sem
varðaði Stokkseyringa. Henni þótti
mjög vænt um Stokkseyri, eins og
svo mörgum er þar áttu sín
bemskuspor.
Það var þó ektó alltaf neinn dans
á rósum þarna heima. Berklaveitón,
sem grasseraði á unglingsárum Sig-
ríðar, lagði bæði móður hennar og
systur að velli. - Þá hafa verið dapr-
ir dagar í Sandprýði, æskuheimili
Sigríðar. Einnig missti hún eigin-
mann sinn, sem lést langt um aldur
fram, þegar börn þeirra voru á ung-
lingsaldri.
Þessar línur eru fyrst og fremst
skrifaðar sem þakklæti frá okkur
sem unnið höfum með henni um
árabil í Stokkseyringafélaginu. Við
minnumst reisnar hennar og glæsi-
leika við ýmis tækifæri, á árshátíð-
um, í sumarferðum og alltaf þegar
við komum saman. Við minnumst
ótalinna stunda þegar við heimsótt-
um hana til að ræða málefni félags-
ins. Þá var sest að veisluborði, sem
hún var svo þekkt fyrir að bjóða
upp á.
Minnisstæður er sunnudagurinn
5. júlí á liðnu ári, þegar hún stóð á
sjógarðinum heima, ásamt Sigurði
Ingimundarsyni, og afhjúpaði ör-
nefnaskífuna yfir kennileiti í fjör-
unni. Það var í tilefni 55 ára afmælis
Stokkseyringafélagsins. Veðrið var
eins og best verður á kosið. Það var
falleg stund þegar þau stóðu þarna
formannabörnin, sonur Ingimundar
á Strönd og dóttir Þórarins í Sand-
prýði, en þeir voru báðir þekktir og
happasælir formenn á Stokkseyri á
sinni tíð. Sigríður talaði oft um fóð-
ur sinn, Þórarin Guðmundsson, með
mikilli hlýju og þakklæti.
Við munum örugglega sakna Sig-
ríðar mjög þegar við förum að und-
irbúa árshátíð félagsins eða næstu
sumarferð. Það var með ólíkindum
hvað þessi skæði sjúkdómur gat
lagt hana að velli á skömmum tíma.
En lífið heldur áfram hjá okkur
hinum, þótt enginn viti hve lengi.
Því skulum við reyna að halda
áfram að vinna að því sem Sigríður
Þórarinsdóttir átti svo mikinn þátt
í. Það er að minnast uppruna okkar
og æskustöðva.
Stokkseyringafélagið kveður
hana með þakklæti og söknuði.
Persónulega á sá, er þetta ritar,
Sigríði mikið að þakka fyrir ómet-
anlegan stuðning og heilindi um
Iangt árabil. Börnum hennar, Mar-
gréti og Gunnari, og fjölskyldum
þeirra, systkinum hennar, Engil-
bert og Jónu, og þeirra fjölskyldum
svo og öðram vandamönnum og vin-
um eru sendar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sigríðar
Þórarinsdóttur.
Einar Jósteinsson.
JÓHANN N.
JÓHANNESSON
+Jóhann N. Jó-
hannesson fædd-
ist í Reykjavík 31.
júlí 1906. Hann lést í
Reykjavík 5. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Háteigskirkju 14.
janúar.
Elsku Jói. Okkur
vinina langar til að
minnast þín í nokkrum
orðum. Oll kynntumst
við þér þegar við hóf-
um æfingar hjá Fim-
leikadeild Armanns í
íþróttahúsinu við Sigtún, þar sem hafi, enda
þú varst húsvörður.
Við efumst ekki um að
við höfum stundum
verið þér svolítið erfið,
til dæmis þegar æfing-
unni var að ljúka og við
áttum að taka saman
áhöldin og skúra salinn
áður en næsta deild hóf
æfingar. Þú stóðst
ósjaldan í dyragætt-
inni, rakst á eftir okkur
og kallaðir: „Taka sam-
an, taka saman!“
Okkur, ásamt mörg-
um öðram, þótti þú
frekar strangur í upp-
ekki auðvelt að halda
uppi aga og hreinlæti þar sem fjöldi
fólks er sænan kominn. En við sem
vorum í Ármannsheimilinu á hverj-
um einasta degi, kynntumst þér
betur og fljótlega urðum við mestu
mátar. Okkur þótti mjög vænt um
að þú skyldir fylgjast með okkur
eftir að þú hættir störfum, þú komst
oft og fylgdist með okkur æfa eða
keppa.
Ekki er nema mánuður síðan við
hittum þig á 110 ára afmæli Glímu-
félagsins Ármanns í Laugardals-
höll. Þú mættir þar eins og á alla
aðra viðburði sem tengdust félaginu
okkar.
Kæri vinur. Við erum þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og minning þín mun ávallt lifa með
okkur.
Ásdís, Bryndís, Edda,
Fjóla, Ingibjörg, Guðjón
og Jóhannes Níels.