Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 48
^18 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Ferdinand
Smáfólk
50 THEV ALL 60 OFF
5H0PPIN6, ANP l'MLEFT
ALONE IN THE CAR..
THAT‘5 OKAVj’LL JU5T
5IT HERE ANP..
ALL RI6HT, GET THAT
TRUCK OUT OFTHE
U)AVÍ UUHERE'P YOU
LEARN TO PRIVEJN A
CEMETERV? 5AME
TO VOU, FELLA.’i
Svo fara allir út og ég er
skilinn einn eftir í bíln-
um...
Það er allt í lagi... ég sit Svona nú, burt með þenn- Vertu bflstjórinn...
hér bara og... an trukk! Hvar lærðirðu
að aka bfl, í kirlqugarðin-
um? Sömuleiðis, kunn-
ingi!!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Sfmbréf 569 1329
Lífeyrisauki
fyrir hvern?
Frá Magnúsi Jónssyni verktaka:
NJÓTTU lífsins eftir 30-40 ár,
treystu stóra bróður fyrir aurunum
þínum og vonaðu að eitthvað verði
eftir af þeim þegar þú ert orðinn
gamall. Treystu tvítugum verðbréfa-
sala sem fjárfestir í vafasömum hluta-
bréfum út um allan heim fyrir
ævispamaði þínum. Tekur þú frekar
lán hjá lífeyrissjóðnum þínum eða
banka og greiðir okurvexti en að
safna fyrst og kaupa svo? Leyfir þú
einhverjum að lifa á því að braska
með ævispamaðinn þinn? Einhver
annar hlýtur að geta það betur en þú
sjálfur! Veit nokkur hve margir líf-
eyrissjóðir, bankar, kaupfélög, sam-
vinnufélög og verðbréfafyrirtæki hafa
orðið gjaldþrota síðustu tuttugu árin
eða svo og hve mörgum ríkisreknum
peningafyrirtækjum hefur verið
bjargað með skattpeningum okkar,
eða hve mikið það hefur kostað?
Skuldir íslenska ríkisins eru nú um
230 miiljarðar og þykir okkur sumum
alveg nóg, lífeyrissjóðimir eiga 350
miUjarða að eigin sögn eða réttara
sagt skulda eigendum sínum 350
milijarða.
Hefur nokkur leitt hugann að því
hvar þessir 350 miiljarðar, sem líf-
eyrissjóðimir eiga, em niðurkomnir?
Eru þeir kannski bara til á pappír-
um? Ef þyrfti að ná í þá þarf þá að
selja öll hús á Islandi eða nægir að
selja gömul hlutabréf í flugfélagi því
sem lífeyrissjóður bænda fjárfesti í á
sínum tíma eða skuldabréf þar sem
Sambandið sáluga er skráð sem
greiðandi?
Og ef þessir 350 milljarðar era til,
hverjir borga þá vextina? Era það
einhverjir útlendingar? Nei, það er-
um við, væntanlegir bótaþegai- þess-
ara sömu lífeyrissjóða, sem greiðum
vextina, og hverjum er þá verið að
hjálpa með þessu basli öllu saman?
Nú, auðvitað þeim sem vinna við það
að braska með okkar ellilífeyri ásamt
þeim sem þarf að hafa vit fyrir í pen-
ingamálum af einhverjum ástæðum.
Hvar ætla snillingamir að ávaxta
viðbótarlífeyrispeningana sem þeir fá
frá okkur? Líklega ætla þeir að selja
okkur fleiri og stærri bíla á kaup-
leigu. Hafið þið tekið eftir því hve
auðvelt er að fá lánaðan nýjan bíl
gegn því að lofa að greiða kaupleigu
mánaðarlega, eða fara í heimsreisu á
raðgreiðslum? Hvaðan skyldu allir
þessir peningar eiginlega koma?
En er þetta ekki allt í lagi, hafa
menn ekki alltaf verið að reyna að
tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld,
með því að safna auði á einn eða ann-
an hátt?
Fyrir nokkram áram gekk umræð-
an um lífeyrissjóðina öll út á það að
sjóðir þessir væra að fara á hausinn,
þeir áttu ekki fyrir skuldbindingum
sínum meðal annars vegna þess að
það er og verður (vonandi áfram) of-
framleiðsla á gamalmennum á ís-
landi.
Nú er öldin víst önnur, segja þeir
sem reka sjóðina fyrir okkur. Hvað
hefur breyst svona mikið á síðustu
áram? Er spamaðurinn í heilbrigðis-
kerfinu að skila sér með þessum
hætti, eða eru aðstæður til þess að
braska með peninga svona miklu
betri?
Spurning mín er: Hvenær verður
sjóður það stór að vaxtagreiðslur af
honum verði baggi á þeirri kynslóð
sem á að bera þær og hvað gerir rík-
ið þá? Það gæti jafnvel farið svo illa
að ríkið yrði á endanum að þjóðnýta
þessa sömu sjóði til þess að spoma
við flótta ungu kynslóðarinnar af
landi lífeyrissjóðanna.
Nú má ekki skilja þessa þanka
mína þannig að ég sé á móti lífeyris-
sjóðum sem slíkum, mér finnst bara
að svona mikil sjóðsöfnun hljóti á
endanum að bíta í skottið á sjálfri
sér, eða eins og snákur sem ætlar að
svala hungri sínu með því að éta
sjálfan sig endalaust. Mér fyndist
eðlilegt að lífeyrissjóðimir yrðu sam-
einaðir í einn fyrir alla og að úr hon-
um fengju allir jafnt. Eins finnst mér
eðlilegt að sjóður þessi ætti eins og
100 milljarða sem væri sjóður til að
mæta tímabundnum sveiflum en yrði
að öðra leyti gegnumstreymissjóður.
Og hættið svo að setja niður peninga
í illgresisgarði braskaranna.
MAGNÚSJÓNSSON
Logafold 49, Reykjavík.
Húrra, húrra,
húrra, húrra!
Frá Hrannari Birni Arnarssyni:
ÞAÐ voru undarlegar tilfinningar
sem bærðust í bijósti manns þegar
ljósin í Þjóðleikhúsinu höfðu verið
kveikt, leikaramir vora horfnir af
sviðinu og gestimir vora famir að
streyma úr salnum við sýningarlok á
Brúðuheimili Ibsens síðastliðið mið-
vikudagskvöld. Harmur, gleði, reiði,
aðdáun, eftirsjá... Öllu ægði saman
og hjartað sló hraðar. Aldrei fyrr hef
ég orðið vitni að annarri eins leikhús-
veislu. Gnægtarborðið hreinlega
svignar undan góðgæti, hvort sem er
fyrir augað, eyrað eða sálartetrið. All-
ir aðstandendur þessarar sýningar
hafa unnið þrekvirki og á henni finn-
ur maður hvergi veikan blett. Leikar-
amir sýndu allir sínar bestu hliðar en
stórleikur Elvu Óskar Ólafsdóttur er
sannkallað meistaraverk og mun
seint hverfa manni úr huga.
Dynjandi lófatakið sem aldrei ætl-
aði að þagna sagði auðvitað sína sögu
um viðbrögð áhorfenda en það var
full ástæða til þess að við sem nutum
veislunnar sýndum þessum frábæru
listamönnum þá virðingu að risa úr
sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir
frammistöðunni. Um leið og ég hvet
alla til að láta ekki þessa stórkost-
legu veislu fram hjá sér fara vil ég
þakka aðstandendum Brúðuheimilis-
ins fyrir þessa frábæru kvöldstund
með viðeigandi hætti: Þau lengi lifi,
húrra, húrra, húrra, húrra!
HRANNAR BJÖRN ARNARSSON,
Grundarstíg 5 B, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.