Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 39

Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 39 MINNINGAR Á síðari árum meðan Ki’istján hafði heilsu til lögðust þau í ferðalög á hverju ári til hinna ýmsu landa bæði til þess að skoða heiminn og/eða láta sér líða vel í sólinni. Maður getur séð í hendi sér hversu ánægð þau hljóta að hafa verið að geta nú loksins leyft sér þann mun- að að sletta aðeins úr klaufunum með þessum ferðalögum sínum, veikindi Unnar að baki að mestu leyti og nokkuð góður fjárhagslegur grunnur til þess að geta notið þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Unnur og Rristján voru glæsilegt par á að líta, bæði þar sem Kristján var mikill líkamsræktar- og íþrótta- maður og vel á sig kominn líkam- lega alla tíð, og hún hugguleg og tignarleg á að líta eins og hefðar- kona. Eins og áður hefur komið fram veiktist Rristján mikið árið 1990 og þurfti Unnur því að horfa á bak lífs- fórunaut sínum inn á sjúki-ahús til langrar dvalar. Eftir það fór hún oft í viku hverri í tæp átta ár að heim- sækja hann og styðja í veikindum hans, sem hlýtur í sjálfu sér að vera nokkuð erfitt hlutskipti í stað þess að geta notið lífsins saman eins og áður. Aldrei heyi’ði maður hana kvarta undan þessum breytingum á háttum þeirra enda naut hún þess- ara samskipta sem þau áttu þarna saman. Þegar maður horfir til baka þá held ég að það hafi verið fátt sem Unnur óttaðist meira en það að hljóta sama hlutskipti og Rristján og megum við því öll sem eftir lifum vera forsjóninni þakklát að hafa haft hana hjá okkur nánast til sein- asta dags fullfríska þar sem hún sá um sig sjálf, engum háð og gat gert það sem hana langaði að gera hverju sinni. Tengdamamma var traustur klettur í tilveru allra barna sinna og barnabarna þar sem allir gátu leitað til hennar hverju sinni, enda voru allir og ekki síður barnabörn henn- ar tíðir gestir hjá ömmu á Snorró eins og hún var oft kölluð meðan hún bjó á Snorrabrautinni. Amma kenndi þeim bænirnar sínar, kenndi þeim að prjóna og annað í þeim dúr. Hún var barnaböi’num sínum stoð og stytta, þá var hún góður hlust- andi, hollur ráðgjafi og varð því oft trúnaðarvinur þeirra. Það segir töluvert um samband þeirra að þeg- ar þau stálpuðust þá sögðu þau ömmu fyrst frá því að von væri á nýjum einstaklingum í þennan heim áður en sjálfir foreldramir fengu um það vitneskju. Systkinalán Unnar var mikið. Þau hafa öll vei’ið mjög náin og miklir vinir alla tíð enda vox-u systk- inabönd þein-a mikil og sterk. Það vakti aðdáun mína hversu náin þau voru nú þegar Unnur háði sitt sein- asta stríð. Þá fann maður hversu sti’aumar þessir voi’u sterkir þeii’ra á milli þegar bróðir hennar, hann Mási, leit til hennar. Einnig held ég að það verði aldx-ei fullþökkuð sú ræktai’semi sem systir hennar, hún Sveinbjöi-g, og Georg mágur sýndu henni eftir að Rristján veiktist. Enginn spyr að leikslokum en þannig háttaði til að Unnur kynntist sem ung stúlka í Ingimarsskóla stúlku sem Rúna hét. Áttu þær síð- an eftir að vera vinkonur allar götur eftir það. Hún giftist unnusta sínum sem Sigurður hét og urðu þau upp frá því öll nánir og góðir vinir þang- að til yfir lauk. Það bar oft við á laugardagskvöldum í fjölda mörg ár að þau tóku í spil og spiluðu bridge langt ft’am eftir kvöldi, en síðan færðist aldurinn yfir hópinn, sjónin dapraðist og ýmis veikindi tóku við. Nú á einu og hálfu ári hafa þau öll haldið til fyrirheitna landsins. Þau taka eflaust fegins hendi á móti Unni til þess að geta nú tekið upp þráðinn að nýju í spilamennskunni. Það hafa stundum verið sagðar margar skondnar sögur af tengda- mömmum í gegnum tíðina og þá oft- ast á þann veg að hún væri sífellt að hi’ella tengdasyni sína með ýmsu, en þá sögu get ég ekki sagt um tengdamömmu mína, því þvert á móti hefur hún ávallt reynst minn besti bandamaður og oftar en ekki tekið upp hanskann fyi’ir mig hafi dóttir hennar verið að bei’a sig upp við hana og kvai’ta við hana um eitt- hvað sem að mér sneri. Ég fékk tækifæri til að umgang- ast þessa sómakonu í fjöldamörg ár, og allan þann tíma hefur hún vei’ið reiðubúin að rétta mér og mínum hjálpax-hönd hvenær sem þurft hef- ur. Fyrir það verð ég henni ávallt og og ævinlega þakklátur. Að lokum vil ég þakka þessai’i heiðurskonu alla þá hlýju og vináttu sem hún gaf mér og okkur öllum. Þá vil ég votta öllum aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Guð fylgi þér á þinni leið og ég bið Guð og englana að gæta þín. Blessuð sé minning þín. Teitur Lárusson. Á morgun fer útför ömmu okkar fi-am. Okkur bax-nabörnin langar til að minnast hennar í fáeinum orðum. Amma var glæsileg kona, ætíð vel til höfð, hárið vel greitt og langar vel snyrtar neglui’. Einnig sá maður hana vart öðnivísi en í pilsi eða kjól, örsjaldan í bxxxum, þá helst er hún fór í ferðalög, norður eða í sumai’- bústaði. Notalegt var að vera í kringum ömmu því hún var róleg, yfxrveguð og þolinmóð við okkur barnabörnin. Eins og þegar hún kenndi sumum okkar bænir eða að prjóna. Amma var tilbúin að spila við okkur bamaböi’nin þegar eng- inn annar nennti því eða hafði ekki tíma og kenndi hún okkur jafnvel að leggja kapal. Amma var heimakær og undi sér vel á heimili sínu á Snori’abrautinni þar sem hún bjó lengst af með afa sem lést á sama degi fyrir ári. Aldrei fór maður frá þeim án þess að vera vel saddur, ósjaldan af heimabökuðum piparkökunum hennar ömmu ellegar öðru góð- gæti. Amma hafði þann kost, einn auk fieii’i, sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar; að dæma aldrei án þess að kynna sér málið og for- dæmdi hún aldrei. Tók hún frekar upp málstað þeii’ra sem minna máttu sín og/eða þeirra sem ekki voru til staðar til að svara fyrir sig. Þessi orð sem koma hér á eftir lýsa ömmu mjög vel: „Réttsýni er að sjá alla hluti án dóma, án ósanngirni og án þess að mynda sér fyrirfram skoðun um þá.“ Það sem okkur er mjög minnisstætt er hversu amma var lagin við allar hannyrðir og vonx þær ófáar lopapeysui’nar sem hún prjónaði og hafa hlýjað okkur í gegnum árin. En á seinni árum tók hún sér fíngerðai’i hannyrðir fyrir hendur eins og silkimálun og út- saum og ber heimili hennar þess glöggt merki hve mikill fagurkex-i hún var. Um leið og við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með ömmu, biðjum við guð að geyma hana. Bai’iiabörnin. Það er svo undai’leg tilfinning að hugsa til þess að hún amma á Snorró, eins og hún var vanalega kölluð áður en hún flutti á Sléttu- veginn, sé farin og að ég sjái hana aldrei aftur. Þegar ég var lítil þá var ég meira og minna hjá henni ömmu þangað til ég fór á leikskóla. Eftir að skóla- gangan hófst tók ég oft strætó til ömmu eftir skóla. Þær voru fáar helgarnar sem amma fékk frí frá mér eða öði’um barnabörnum þvi + Guðríður Pálmadóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1925. Hún lést á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur af völdum unxferðar- slyss 29. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. janúar. Gifta er að ganga svo öllum líki og gæfa að fá góðu dagsverki fram komið og lán mikið að fá að ganga um stund með slíkri, sem Gauja var, en eigi óraði mig fyrir því að hún snæddi sína síðustu kvöldmáltíð hjá okkur, svo keik sem hún var og kát með sínar von- ir og væntingar og geislaði öll af lífi og hló sínum „gaujuhlátri", sem eftii’minnilegur þykir fyrir þá er eftir standa og til þekktu og sannast enn að ei vita menn sinn nætui’stað og að allt er hverfult í heimi og skammt milli lífs og dauða. Já, svo ótæpilega gefa sumir af gnægtabrunni góðmennsku sinn- ar að annað virðist hjóm eitt og vex sá er hlýtur og meir sá er veitir og er mér til efs að lengra verði komist í þeim efnum og var Gauja slíkrar náttúru og gæfumanneskja hin mesta, því hvað er auður, afl og hús ef eigi vex jux’t í þinni krús? Þar sem er ást er ekkert rökkur, þar sem er kærleikur aldrei kvöld og þar sem er gæska er gott að vei-a og fann maður i’íkulega fyrir þessu í návist þinni. Fyrir allt þetta vil ég þakka þér, Gauja mín. Megi andi þinn fá góða heimkomu á ódá- insaki’i eilífðar. Friðgeir Haraldsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur í þína hinstu hvílu. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú skulir ekki lengur búa á Lindar- götunni. Sakna mun ég þess að geta ei framar komið í heimsókn til þín, því við gátum ávallt talað sam- an um allt milli himins og jarðar og þá var eins gott að koma svang- ur, því þú hlustaðir ekki á nei þeg- ar maður vildi ekki meii’a að borða ellegar sagðist vei’a mettur. Þú lifðii’ fyrir börn þín og barnaböi’n og vildir þeim allt hið besta. Dofn- aði aldrei sú ást er þú barst í hjarta þér, ekki einu sinni þegar þú lást uppi á spítala og réttir hendur þínar fárveik í átt að okkur og sti’aukst okkur í fx-aman alveg eins og þú varst vön að gera. Var þá sem allar heimsins áhyggjur hyrfu, og mun fögur minning um þig ávallt lifa í brjósti mér og lýsa mér leið. Langar mig að senda fyrsta versið er höfðinginn Rolbeinn Tumason reit á sínum efsta degi árið 1208 í kveðjuskyni. Heyr himna smiður, hvers skáldið biður. Komi mjúk til mín, miskunnin þín. Því heit eg á þig, þu hefur skaptan mig. Ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Far vel og hvíl í friði, amma mín. Salome Friðgeirsdóttir. Á kveðjustund sem þessari er um margt að hugsa, margs að minnast og mai’gs að sakna. Hér fer yndislega hjai’tagóð kona, sem af stafaði mikil væntumþykja. Við vorum góðar saman, ég og Gauja amma. Báðar miklir sælkei’ar. Minningin um þig mun ávallt lifa í huga mér. Elsu Gauja amma, hafðu þökk fyrir góðar liðnar samverustund- ir. Ásdís Björk Friðgeirsdóttir. GUÐRÍÐUR PÁLMADÓTTIR heimilið hennar stóð okkur alltaf opið. Hún átti alltaf til maltbrauðs- og franskbrauðssamloku sem var skolað niður með kókómjólkurglasi með mynd af bamba á. Það var glas- ið okkar stelpnanna. Ég hætti aldrei að fara til ömmu, hún var manni frekar sem vinur heldur en bai’a amma. Við gátum talað saman um allt, líka strákamál. Hún hafði alltaf tíma fyrir mann og hún var alltaf hlutlaus og leit alltaf á öll mál frá öllum sjónarhomum. Hún ráð- lagði manni af kostgæfni og alltaf fann hún opinn glugga þegar maður sá enga leið úr vandanum. Elsku amma mín, ég virkilega þax-f að finna opna gluggann núna því ég sakna þín mikið. Ég veit að þú eiT sátt og ég veit að ég á líka að vera sátt en einhverra hluta vegna er ég bara tóm. Það mun ekkert geta fyllt þetta tómarúm en ég mun reyna að fylla það með mörgum góðum minningum um þig og allt það sem við gerðum saman. Það sem stendur mér næst í minningunni er þegar ég var lítil og fékk að gista hjá ykkur afa og kom- ið var að háttatíma, þá sast þú á i’úmstokknum mínum og kenndir mér bænirnar. Þær urðu nokkuð fleiri en ein. Við töluðum saman um ýmislegt áður en að bænunum kom, og amma mín, ég mun sjá til þess að börnin mín læri þær líka. Ég fer með þessar bænir enn þann dag í dag. Ég vil kveðja þig, amma mín, með uppáhaldsbæninni okkar, megi guð vera með þér. Láttu nú ljósið þitt, loga yfir rúmió mitt, hafðu nú sess og sæti, signaður Jesú mæti. (Höf.ók.) Vertu yfir og allt í kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Unnur. Vetrarsólstöður að baki, sólin hækkar á lofti, birtan skýrist og dagai’nir lengjast, en ævisól Unnar hnigin til viðar. Hún vissi vel hvað var að berjast við erfiðan sjúkdóm og fylgjast með manni sínum ör- yrkja síðustu átta til níu árin. Átján ára veiktist hún af berklum, fór á heilsuhæli og fékk góðan bata. Síðar á ævinni þurfti hún að fara á Vífils- staði um tíma en fékk heilsuna af'L ur. Tuttugu og fimm ára giftist hún Rristjáni Jóelssyni byggingameist- ara, miklum dugnaðar- og athafna- manni. Lifðu þau í farsælu hjóna- bandi og áttu fjögur börn. Mann sinn missti hún 12. janúar í fyrra eftir erfið veikindi. Ég sem þessar línur rita hefi þekkt Unni í nærfellt sjö ár, eða síðan við fluttum í þetta hús. Okkar kynni hafa öll verið á hinn besta veg og stend ég í þakkar- skuld fyrir það traust sem hún hef- ur sýnt mér á liðnum árum. Hún bjó yfir miklum baráttuvilja og lagði ekki árar í bát þótt syrti í álinn.' Hafa skal hugfast að upp af svita- dropum hennar og annaxra sem hafa plægt akur hins hversdagslega lífs hafa vaxið þau lífgrös menning- ar, tækni og þæginda sem við búum við í dag. Hún hafði hreinan og bjartan svip, sem bar þegjandi vott um áræði og viljaþrótt. Það var hlýtt og bjart í skóli þessarar heið- urskonu. Sigð dauðans hefur höggvið þungt í okkar knérunn hér í þessu litla samfélagi á Sléttuvegi 13. Þrjár heiðurskonur hafa kvatt þetta jarðneska líf og flutt á æðra tilverustig á aðeins fáum vikum. All- ar höfðu þær náð háum aldri og lok- ið farsælu ævistai-fi. Þess ber að þakka þegar litið er til baka yfir far- inn veg. Söknuður íákir en minningin lifir eins og leiðandi ljós sem lýsir til þeirra sem í fótsporin feta. Það er mikils virði fyrir okkur sem búum á Sléttuvegi 11-13 að það sé traust og gott fólk sem hópinn myndar. Brostið hefur traustur hlekkur þar sem Unnur var annax-s vegar. Mað- ur kemur í manns stað, en vandfyllt er hennar skarð. Nú hafa andi og sál flutt til æðri heima þar sem bíða hennar vinir í varpa og bjóða hana velkomna heim. Fyrir hönd húsfélagsins þakka ég trausta og góða samfylgd. Við sökn- um hennar en geymum minningar sem ekki fölna. Ástvinum hennar flyt ég hugheilar samúðarkveðjur. Ég kveð svo að síðustu þessa heið- urskonu sem ég bar svo hlýjan hug til með þessum alþekktu ljóðlínum listaskáldsins góða. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Jakob Þorsteinsson. Markmið Útfararstotu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa ístands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins iátna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af iandi. Flutníng á kistu til landsins og frá landinu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíö 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.