Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 43
JONA
SIGURGEIRSDÓTTIR
+ Jóna Sigur-
geirsdóttir
fæddist í Súðavík
við Álftaljörð 21.
mars 1917. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 9.
janúar siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurgeir Auð-
unsson, f. 22. ágúst
1888, d. 24. maí
1924, og Margrét
Sigurðardóttir, f. 5.
júlí 1892, d. 14. maf
1971. Systkini henn-
ar samfeðra eru:
Kristján Sigurgeirsson, f. 28.
september 1918, d. 18. júní
1997, Garðar Sigurgeirsson, f.
8. maí 1922, Sigríður Sigur-
geirsdóttir, f. 12. ágúst 1924.
Seinni eiginmaður Margrétar
var Karl Þorláksson, f. 16.
ágúst 1906, 5. apríl 1978. Sonur
hans og Margrétar er Kjartan
Geir Karlsson, f. 30. apríl 1934.
Hinn 29. október 1937 giftist
Jóna Gunnari Klængssyni, f. 29.
október 1914, d. 28. júní 1986.
Börn þeirra eru: l)Ingibjörg, f.
30. maí 1941, d. 28. febrúar
1984. Fyrri eiginmaður hennar
var Gylfi Júlíusson,
f. 18. október 1937.
Þeirra börn eru:
Rannveig f. 17. nóv-
ember 1960, Jón
Gunnar, f. 15. júní
1963, og Margrét, f.
18. maí 1969. Seinni
maður Ingibjargar
var Sigurður Har-
aldsson, f. 17. janú-
ar 1929. 2) Gunnar
Klængur, f. 8. sept-
eniber 1950. Eigin-
kona hans er Mó-
eiður Gunnlaugs-
dóttir, f. 4. septem-
ber 1949. Börn þeirra saman
eru Katla, f. 14. janúar 1983, og
Klængur, f. 17. júlí 1985. Fyrir
átti Móeiður Runólf, f. 19. júlí
1978. Fyrstu hjúskaparár sín
bjó Jóna á Isafirði en flutti árið
1944 til Reykjavíkur þar sem
hún bjó síðan. Hún var heima-
vinnandi fyrstu árin en vann
síðan við matreiðslustörf,
lengst af við mötuneytið í Borg-
artúni 7.
Jarðarför Jónu fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 18. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Þegar við rifjum upp bernskuna
raðast atvikin upp eftir því hvað er
skemmtilegt og ljúft í fylgsnum
hugans. Hvað minn hug varðar hef-
ur þetta tvennt ráðið ríkjum þegar
stundirnar í Efstasundinu hjá Jónu
frænku minni og fjölskyldu hennar
rifjast upp. Þar dvaldi ég oft með
foreldrum mínum og oftar en ekki
fékk ég að fara ein, og stundirnar
með Ingu frænku minni, sem nú er
látin langt um aldur fram, eru mér
ákaflega kærar. Jóna var fædd í
Súðavík og voru systkinin fjögur og
einn hálfbróðir. Þau misstu föður
sinn ung að aldri og ólust þrjú
þeirra upp annars staðar en á heim-
ili Margrétar ömmu minnar, sem þá
stóð ein með börnin sín fjögur. Það
voru Jóna, Sigríður og faðir minn
Kristján, sem nú er látinn. Seinni
maður Margrétar ömmu minnar
var Karl Þorláksson og var hann
faðir Kjartans Geirs sem býr í
Súðavík ásamt Garðari. Mikill sam-
gangur hefur alla tíð verið með
þessum fjölskyldum og þau systkin-
in verið mjög náin. Eiginmaður
Jónu var Gunnar Klængsson kenn-
ari, frábær maður, einstaklega
barngóður og gat verið mjög stríð-
inn og fyndinn við okkur krakkana,
en hafði gott lag á okkur. Þau eign-
uðust tvö böm, Ingibjörgu og
Gunnar Klæng. Það var sár veru-
leiki og erfiður tími hjá Jónu þegar
hún þurfti að sjá á bak dóttur sinni
árið ‘84 eftir erfiða baráttu við
krabbamein og manni sínum tveim
árum síðar úr sama sjúkdómi. En
alltaf stóð hún eftir eins og beinn
hlynur og lét ekki á neinu bera.
Hún átti Gunnar og hans fjöl-
skyldu og böm Ingu að halla sér að
og vora það hennar bestu stundir á
meðan hún hafði heilsu til að vera
með litlu bömunum þeirra. Jóna
vann í mörg ár í mötuneyti ríkis-
starfsmanna í Borgartúni.
Jóna frænka mín var mikil kona,
hún var falleg, hávaxin og tíguleg
og mjög vel gefin. Hún hafði ein-
stakt næmi til að bera á mannlegar
tilfinningar og mátti ekkert aumt
sjá. Hún fylgdist alla tíð mjög vel
með og var vel lesin. Hún var mjög
pólitísk, og gat haldið langar ræður
þar um án þess að við værum að
hlusta, fyrr en kannski seinna meir
þegar við vissum um hvað allt þetta
snerist. Það var sama hvað ég þurfti
að vita, hvort heldur var um ætt-
fræði, sögu eða eitthvað annað. Þá
var gott að leita í hennar smiðju,
það stóð sjaldan á svari. Hún var
mjög frændrækin og alltaf stóð
heimili hennar öllum opið.
Eftir stendur minningin um
ógleymanlegu og góðu stundimar í
Efstasundinu. Ég bið Guð að geyma
frænkuna mína góðu og sendi inni-
legar samúðarkveðjur til Gunnars,
Móu, Rannveigar, Jóns Gunnars,
Möggu og þeirra barna og systkina
Jónu frá okkur Helga og okkar fjöl-
skyldu. Um leið var mér falið að
biðja hins sama frá móður minni
Guðmundu og systur minni Mar-
gréti Jónu og hennar fjölskyldu í
San Francisco.
Svo enn mér gefst að þræða þessa slóð
sem þekkust var mér einu sinni,
hvert spor mér vekur viðkvæm
bemskuminni
um veröld, sem mér var svo hlý og góð.
(Tómas Guðm.)
Þín frænka
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir.
Og hver á nú að blessa blóm og dýr
og bera fuglum gjafir út á hjamið
og vera svo í máli mild og skýr,
að minni í senn á spekinginn og bamið,
og gefa þeim, sem götu rétta flýr,
hið góða hnoða, spinna töfragamið?
Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina,
að þar er konan mikla, hjartahreina.
(Davíð Stef.)
Ég vil minnast móðursystur
minnai- Jónu Sigurgeirsdóttur sem
er látin á 82. aldursári.
Jóna var sannkölluð húsmóðir
sem lét sér annt um allt „sitt fólk“ í
fyllstu merkingu þeirra orða. Hún
bjó lengst af í Efstasundi 29 og frá
barnsaldri minnist ég þess aldrei að
ekki væri rúm fyrir allt hennar fólk
sem þurfti að dvelja í Reykjavík um
lengri eða skemmri tíma. Sjálf naut
ég þeirrar gæfu sem unglingur að
dvelja á heimili þeirra hjóna Jónu
og Gunnars heilan vetur vegna
skólagöngu.
Minningar frá þeim tíma em allar
bjartar. Þau hjón vom einstaklega
samhent og greiðvikin. Þess naut
faðir minn á erfiðleikatímum.
Einnig nutum við systkinin þess og
síðar börn mín, bambörn og systk-
inabörn.
Jóna frænka fylgdist vel með sínu
fólki, vildi fregna sem best á hvrjum
tíma hvemig gengi. Samgladdist
þegar vel gekk og hjálpaði hvar sem
hún gat þegar þess var þörf.
Árið 1984 lést Inga einkadóttir
þein-a Jónu og Gunnars og var
hennar sárt saknað. Hennar böm
og bamaböm vora mjög hænd að
ömmu sinni, bar hún velferð þeirra
fyrir brjósti og mat þau mikils. Hún
gleymdi aldrei að þakka fyrir þau.
Einkasonurinn Gunnar Klængur,
Móeiður kona hans og böm þehra
vora henni miklir gleðigjafar sem
aldrei brugðust.
Þegar hugurinn reikar til liðinna
ára minnist ég ferðalaganna innan-
lands þar sem við hjónin áttum þess
kost að hafa Jónu að ferðafélaga. Þá
var margt skrafað, mikið hlegið og
lítið sofið. Skemmtilegast þótti okk-
ur öllum að fara vestur í Álftafjörð,
þar sem Jóna átti sínar rætur, og
nutum við frásagna hennar af lífinu
í Súðavík fyrir okkar daga.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Ég votta ástvinum Jónu innilega
samúð fyrir mína hönd og fjölskyld-
unnar. Elsku Jóna frænka, hafðu
þökk fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning þín.
Daníela.
Elsku Jóna, minningin um mein-
ingaríka og duglega konu geymi ég
í hjarta mínu.
Er sárasta sorg okkur mætir,
og söknuður huga vorn grætir,
Þá líður sem leiftur af skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Hvíl í friði.
Hólmfríður Júliusdóttir.
Amma Jóna var orðin gömul kona
en nú hvílir hún í kjöltu Guðs. Nú
líður henni vel og hún mun ávallt
fylgja okkur. Nú kveð ég gömlu
konuna. Bless.
Hrafn Jónsson.
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
% ,
+
Bróðir okkar og mágur
ÁGÚST EINARSSON,
frá Hömrum Þverárhlíð,
Elliheimilinu Grund,
áður Bergþórugötu 29,
lést í Landsspítalanum 14. janúar.
Sigurteinn Einarsson,
Hinrik Einarson, Ingibjörg Gísiadóttir.
RAGNAR
JÚLÍUSSON
+ Ragnar Júlíusson, fyrrv.
skólasljóri, fæddist á Grund i
Eyjafirði hinn 22. febrúar 1933.
Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 25. desember síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Dóm-
kirkjunni 6. janúar.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast Ragnars Júlíussonai- sem
lést á jóladag sl.
Við systur kynntumst honum
fyrst þegai- hann hóf sambúð með
móður okkar, Svanhildi Björgvins-
dóttur, síðla sumars árið 1986. Við
bjuggum hjá mömmu og Ragnari
um tíma á fallega heimilinu þeirra í
Skaftahlíð.
Ragnar var mikill húmoristi en
ákveðinn mjög og oftar en ekki
upphófust fjörugar samræður og
þá gjarnan um pólitík en þar var
Ragnar á heimavelli og hafði yfir-
leitt betur en við systur. Ragnar
hafði stálminni, var talnaglöggur
og vel að sér um náttúru landsins
og sveitir og var gaman að aka
með honum og mömmu út fyrir
bæinn í góðu veðri því þá var
Ragnar svo sannarlega í essinu
sínu.
Hjónaband mömmu og Ragnars
var stundum stormasamt eins og
oft vill verða hjá fólki sem elskar
hvort annað jafn heitt og þau
gerðu. Þau vora lík, þau vora mikl-
ar tilfinningaverur, þau vora stolt.
Fyrir þremur áram lauk hjóna-
bandi þeirra með skilnaði. En sam-
skiptum þeirra var ekki lokið þó að
hjónabandinu væri foi-mlega slitið.
Samband þeirra virtist þess í stað
eflast og styrlqast. Þetta fyrir-
komulag virtist henta þeim betur.
Ragnari viljum við þakka sam-
fylgdina og óskum honum góðrar
heimkomu.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill. „Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran).
Öðram aðstandendum Ragnai-s
sendum við samúðarkveðjur.
Yrsa Höm og Ylfa Mist
Helgadætur.
-t
t
Systir mín,
STEFANÍA KATRÍN ÓFEIGSDÓTTIR,
Brávallagötu 6,
Reykjavík,
andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 12. janúar.
Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
JÓHÖNNU HJARTARDÓTTUR,
Dalbraut 20,
Reykjavík.
Drottinn blessi ykkur öll.
Ingólfur Guðjónsson,
Hjörtur Ingólfsson, Margrét Helgadóttir,
Jóhannes Esra Ingólfsson, Guðný A. Thórshamar,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk vegna
fráfalls elskulegs sonar okkar, bróður og
mágs,
JÓHANNS KRISTINSSONAR
frá Austurhlíð,
Biskupstungum.
Sigríður Guðmundsdóttir, Kristinn Ingvarsson,
Magnús Kristinsson, Guðrún Sigurrós Paulsen,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, Ingvar Örn Sighvatsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SOFFÍU EYGLÓAR JÓNSDÓTTUR,
Vfghólastfg 20,
Kópavogi.
Leó Guðlaugsson,
Þórir J. Axelsson, Lilja Eyjólfsdóttir,
Trausti Leósson, Þyri K. Árnadóttir,
Guðlaugur Leósson,
barnabörn og barnabarnabörn.