Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sam-
keppni um
viðskipta-
áætlanir
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR at-
vinnulífsins, Morgunblaðið, Við-
skiptaháskólinn í Reykjavík og
ráðgjarfafyrirtækið KPMG hafa
tekið höndum saman um að
gangast fyrir samkeppni um við-
skiptaáætlanir. Samkeppnin
verður kynnt á næstu dögum.
Markmið fyrirtækjanna fjög-
urra með verkefninu er að stuðla
að nýsköpun og frumkvæði í
þjóðfélaginu með því að hvetja
einstaklinga og fyrirtæki til að
gera grein fyrir liugmyndum sín-
um í vandaðri viðskiptaáætlun.
Vonast þau til að samkeppnin
hafi í för með sér aukna grósku í
íslensku atvinnulífi.
Þátttakendur hafa tvo mánuði
frá upphafsdegi til að ljúka við
viðskiptaáætlun sína og fá marg-
háttaða ráðgjöf og stuðning á
tímabilinu. Öháðir sérfræðingar
munu síðan dæma um innsendar
áætlanir. Verðlaun eru í boði fyr-
ir sigurvegarana, en aðalsigur-
vegarinn fær auk einnar milljón-
ar króna í reiðufé ráðgjöf hjá
KPMG í eitt ár eftir að keppni
Iýkur. I tilkynningu segir:
Morgunblaðið/Ásdís
FULLTRÚAR þeirra sem standa fyrir samkeppninni. Frá vinstri: Ólafur Nilsson frá KPMG, Hallgrímur Geirs-
son, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptahá-
skólans, Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, og G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri.
„KPMG er eitt af stærstu og virt-
ustu ráðgjafarfyrirtækjum í
heimi og rekur stórt og öflugt
fyrirtæki hér á landi.“ Verð-
launafé er alls tvær milljónir
króna; 500 þúsund krónur verða
veittar fyrir annað sæti í sam-
keppninni og þriðju til sjöundu
verðlaun eru 100 þúsund krónur.
f tilkynningu frá aðstandendum
samkeppninnar segir að vel unnin
viðskiptaáætlun sé mikilvæg for-
senda fyrir því að fyrirtæki með
álitlegar hugmyndir nái árangri.
„Ferlið sjálft við að semja áætlun-
ina er afar mikilvægt í sjálfu sér.
Hinu er heldur ekki að leyna, að
ef vel er að verki staðið aukast
líkurnar á aðkomu fjárfesta eða
lánastofnana.“
Þátttakendur í samkeppninni
geta verið fyrirtæki og einstak-
lingar sem vilja nýta sér tækifær-
ið og fá úr því skorið hversu
raunhæfar hugmyndir þeirra
þykja. Þeir, sem þegar hafa
stofnað fyrirtæki um hugmyndir
sínar, skulu láta fylgja staðfest
gögn frá opinberum aðilum um
stofndag fyrirtækisins, markmið
þess og aðstandendur.
Þátttaka í samkeppninni er
ókeypis.
Hvatamaðurinn fékk níu ára dóm í Kaupmannahöfn, burðarstúlkan átta ár
Peð í tafli
um dauða
og peninga
Chike sendi íslenska stúlku í ferð eftir
eiturlyfjum, sem hún hlaut átta ára dóm
fyrir. Chike hlaut níu ára dóm. Sigrún
Davíðsdóttir heyrði af sögu hans.
„KAUPMENN dauðans" eru þeir
oft kallaðir, sem á kaldrifjaðan hátt
skipuleggja sölu eiturlyfja. Afleið-
ingar nákaldrar kaupmennsku eru
ekki aðeins líf og dauði í skugga
eiturlyfja, heldur einnig að ungt
fólk í blóma lífsins geldur mörg ár
af lífi sínu fyrir að hafa ljáð
kaldrifjuðum gylliboðum eyra.
Einn af þessum kaupmönnum er
Chike Charles Ibeneme eða James
Andrew Butcher eða önnur vega-
bréfsnöfn hans.
Chike eins og hann kallaðist hér,
var á fóstudaginn dæmdur í níu ára
fangelsi í Eystri landsrétti í Kaup-
mannahöfn fyrir að hafa tvívegis
sent Valdísi Ósk Hauksdóttur í
ferðii’ til Suður-Ameríku, þar sem
hún sótti samtals fjögur kiló af
kókaíni. Hún var handtekin í febrú-
ar 1996 eftir tollskoðun á Kastrup á
heimleið frá Úrúgvæ og hlaut ári
síðar dóm upp á átta ár fyrir að
hafa flutt eitrið og reynt að fá vin-
konu sína til að gera slíkt hið sama.
Daníel, félagi Chikes, átti að sækja
hana þar og var einnig handtekinn.
Hin kaklrifjaða
heimsmynd
„Það er eðlilegt að hann fái níu
ár, því hann hefur á kaldrifjaðan
hátt notað sér ungar stúlkur," segir
Line, fyrrum kærasta Chike. Sömu
niðurstöðu komst dómarinn að.
Þau Chike voru saman í tæpa tvo
mánuði á þeim tíma sem Chike
sendi íslensku stúlkuna til Suður-
Ameríku, en Line sleit sambandinu
því hún hafði grun um að Chike
hefði óhreint mjöl í pokahorninu.
Bæði Line og Sophie, kona á fimm-
tugsaldri, sem kynntist Chike um
þetta leyti, báru vitni í máli hans.
Ókunnugur áhorfandi í réttar-
salnum við Bredgade á fóstudags-
morgun sá ungan blökkumann sitja
á milli verjanda síns, Thomas Ror-
dam, sem er víðfrægur fyrir að
taka að sér erfið mál og stúlku,
réttartúlks, sem túlkar á ensku.
Chike kom líklega til Danmerkur
1994 og talar ekki dönsku. Blökku-
maðurinn Chike er hávaxinn og
myndarlegur með greindarlegan
svip, stutt hár og svört spangar-
gleraugu, íklæddur bláum galla-
buxum og -skyrtu undir grá-
mynstraðri stórri peysu.
A kaffihúsi í miðbænum líktist
hann bandarískum háskólamanni.
Á sakabekk líkist hann heldur ekki
kaupmanni dauðans - en hvernig
ættu þeir annars að líta út öðruvísi
en eitthvað allt annað en þeir eru?
Viðmót þeirra gerir þeim auðvelt
að ná tökum á fólki, einkum ungum
stúlkum, og nota þær sem peð í
tafli um dauða og peninga.
„Ég var hrifin af honum. Hann
var sætur, kurteis og mér leið vel í
návist hans. Hann er þægilegur í
umgengni og hlýr,“ segir Line, há-
vaxin, ljóshærð og glæsileg stúlka,
sem vinnur á leikskóla. Þau hittust
á skemmtistað í desember 1995 og
Chike flutti til Line. Hann sagðist
stunda viðskipti, en þó Line væri í
vinnunni og fylgdist ekki með hon-
um fór hana fljótlega að gruna að
ekki væri allt með felldu.
Chike spurði hana hvort hún
vildi skreppa fyrir sig smáferð til
Suður-Ameríku til að sækja pen-
inga. Hún átti að fá ríflega upphæð
fyrir að sækja heldur meiri upp-
hæð. Line spurði af hverju hann
opnaði ekki bankareikning og léti
yfirfæra peningana. Nei, það hent-
aði ekki. Til peningasendinga not-
aði hann annars hraðsendingar-
þjónustu. Chike lét hvergi skrá sig,
hvorki í bankanum né hjá farsíma-
fyrirtækjum, en notaði farsíma
skráða á ýmsar vinkonur sínar.
Síðasta skiptið sem Line hitti Chi-
ke var 10. febrúar 1996. Þá var Val-
dís Ósk í fylgd hans.
„Við skemmtum okkur hið besta
saman, hlógum mikið og töluðum
um afrísk stjómmál,“ segir Sophie,
grannvaxin og hress kona á fimm-
tugsaldri, með örstutt, rautt hár.
Hún er kennari, þekkir vel til í Af-
ríku og umgengst Afríkubúa.
Sophie bjó í Árósum, en kynntist
Chike á dansklúbbi í Höfn í gegn-
um sameiginlegan kunningja.
„Hann bað um nafnið mitt og síma-
númer, en mér datt ekki í hugað ég
ætti eftir að sjá hann aftur,“ segir
Sophie.
Heimshomaflakkari með
vegabréf til skiptanna
í febrúar 1996 hringdi Chike,
sagðist vera í vandræðum og vildi
vera í Árósum um hríð. Hvort hann
mætti gista hjá Sophie í viku? Það
var velkomið, en vikumar urðu
fimm. Seinna fékk Sophie að vita
að Chike hringdi í hana daginn eft;
ir að stúlkan frá íslandi var tekin. í
Árósum hafði hann hægt um sig,
horfði mikið á myndbönd - mafíu-
myndir eru uppáhald hans.
Eftir á áttaði Sophie sig á að
Chike var að leita sér að nýju landi.
Heimilisfangabók hans var full af
nöfnum kvenna um allan heim.
„Tímann í Árósum notaði hann til
að skrifa bréf til þeirra, líklega til
að undirbúa að hann gæti komið í
heimsókn. Bréfin sendi hann án
nafns sendanda," segir Sophie.
Hann kom með farsíma, sem síðan
var lokað, auðvitað skráður á
stúlku. Þá fékk hann síma Sophie
lánaðan.
Einn góðan veðurdag var gestur-
inn horfinn, tók með sér myndavél
Sophie, skildi eftir farsímareikning
upp á tæpar 80 þúsund íslenskar
krónur, en borgaði henni síðar rúm
20 þúsund. Einnig áttaði hún sig á
að hann hafði nælt sér í aukalykil
að íbúðinni. Til að fá myndavélina
bætta af tryggingunum varð hún
að kæra stuldinn til lögreglu. Hún
hafði þá passamynd af honum, sem
hún hafði nælt sér í og undraðist
hvað lögreglan hafði ríkan áhuga á
málinu. Síðar fékk hún að vita að
hann hefði farið til Amsterdam.
Þeir stóru nást sjaldan
Slóð Chikes er óljós. Þær Line
og Sophie halda að hann sé undir
fertugt, sjálfur segist hann fæddur
1964. Falsað, breskt vegabréf gerði
honum kleift að ferðast óhindrað
innan Evrópu. Hann sagði Sophie
að hann væri fæddur í Bretlandi,
ætti breskan föður, en foreldrar
hans skilið þegar hann var tveggja
ára og móðirin þá flutt heim til Ní-
geríu. Þetta fannst Sophie ósenni-
legt því á þessum árum var hung-
ursneyð þar. Við kærustuna sagð-
ist hann vera frá Jamaíka, sem
hann dáðist mjög að og dansaði
reggae. Þegar hún undraðist að
hann væri alltaf með Nígeríumönn-
um og talaði mál þeirra sagði hann
að á Jamaíka væri töluð nígerísk
mállýska. Það stóð aldrei á skýr-
ingunum hjá Chike. Hann virðist
hafa búið um allan heim, í Suður-
Ameríku, Afríku og yíða í Evrópu.
I máli Valdísar Óskar var ljóst
að einhver hafði sent hana. Þótt
sérgrein kaupmanna eins og Chi-
kes sé að láta engin sýnileg tengsl
vera milli sín og burðardýranna var
Chike á endanum tekinn í Amster-
dam. Hann var dæmdur á vísbend-
ingum og yfirgnæfandi h'kum.
Áþreifanlegar sannanir lágu ekki
fyi-ir. Auk Valdísar Óskar og Daní-
els sitja tveir aðrir í fangelsi í
Hollandi eftir sendiferðir fyrir Chi-
ke, þau Elisabeth, þýskumælandi
kærasta hans og eiturlyfjaneytandi
og Basil, æskuvinur hans.
Line og Sophie eru sammála um
að þótt Chike sé dæmdur sem
hvatamaðurinn, þá séu aðrir stærri
fiskar að baki honum. „En hann
myndi aldrei segja frá þeim, því
þeir sjá um að hann líði ekki skort í
fangelsinu, greiða til fjölskyldu
hans og honum eftirlaun þegar
hann sleppur út.“ Tveir rannsókn-
arlögreglumenn, sem voru við
dómsuppkvaðninguna kinka kolli
við þessi orð. Það er einmitt þessi
samheldni, sem gerir það að verk-
um að það er svo erfitt að klófesta
þá stóru.
A
► l-64
Að gefast aldrei upp
►Jón Ivar Rafnsson, þrítugur
Akui-eyringur, slasaðist illa fyrii-
rúmum áratug. /10
Hinir skeggjuðu á
valdastól á Kúbu
► Stjórn Kúbu hélt upp á það í
byrjun árs að 40 ár eru liðin frá
falli einræðisherrans Batista. /12
Baráttufólkið
í bakhúsinu
► Elín Ebba Ásmundsdóttir og
Jon Kjell Seljeseth hafa tekist á
við byggingaryfirvöld. /20
Gæðin mikilvægari
en stærðin
► í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Ragnar
Pálsson hjá Samverki á Hellu. /30
► l-24
Kennarafjölskyldan
►Dætur kennaranna Sigríðar
Jónsdóttur og Ásgeirs Guðmunds-
sonar eru kennarai', svo og systk-
ini og systkinabörn og faðir Ás-
geirs var skólastjóri. /1&2-4
„Orðstlr deyr aldrei“
► Ferðast til York og fleiri sögu-
staða í Bretlandi sem snerta forn-
sögur íslendinga. /8
Ævintýraleg
kvikmyndagerð
► Kvikmyndaframleiðandinn
Helgi Felixson stjórnar nú hverj-
um ævintýraleiðangrinum á fætui'
öðrum. /16
FERÐALÖG
► l-4
Samspil náttúru og
nútímahönnunar
► Nýr baðstaður við Bláa lónið í
úfnu apalhrauni. /2
Wengen í Sviss
► Miðpunktur skíðaíþróttarinnar
einu sinni á ári. /4
D BÍLAR
► l-4
Mesta furðusmíð en
mistækur í notkun
► GLK sportjeppi Jim Rogers
prófaður. /3
Reynsluakstur
► Lipur og hagstæður Peugeot
206. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-24
Viðhorf endurskoð-
enda til skattsins
►Afstaða endurskoðenda til emb-
ættis ríkisskattsjóra er almennt
jákvæð. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir l/WS/bak Brids 50
Leiðari 32 Stjörnuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Skoðun 34 Utv/sjónv. 52,62
Minningar 38 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 14b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b
ídag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6