Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 41

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 41 --------------------------íf + Sigurður Lofts- son fæddist á Bakka í Austur- Landeyjahreppi í Rangárvallasýslu 10. desember 1907. Hann lést á Land- spítalanum að morgni 9. janúar. Foreldrar hans voru Loftur Þórðarson, bóndi og smiður á Bakka, f. 24. júlí 1867 í Berjaneshjá- leigu í Vestur-Land- eyjahreppi í Rangár- vallasýslu, d. 22. nóv- ember 1953, og kona hans Kristín Sigurðardóttir Ijósmóðir, f. 16. júní 1874 í Álfhólahjáleigu í Vest- ur-Landeyjahreppi í Rangár- vallasýslu, d. 7. maí 1957. Systk- Sigurður ólst upp í foreldrahús- um í hópi átta systkina sem var talið mikið myndarheimili. Hlutu börnin gott atlæti og barnalærdóm að þeirra tíðar hætti. Hann fór snemma að taka til hendinni og þótti verklaginn og áhugasamur þátttakandi í sam- starfi fjölskyldunnar til þess að sjá sér farborða. A unglingsárum fór hann að sækja á vertíð m.a. til Vestmanna- eyja og fleiri verstöðva. Var hann eftirsóttur til hinna ýmsu starfa sem buðust enda vel að manni og vel fallinn til verkstjórnar. Sigurður var bráðvel greindur og hneigður til náms. Hann hélt á Bændaskólann á Hvanneyri þar sem hann lauk námi 1934 með góð- um vitnisburði í verklegum sem bóklegum greinum. Að námi loknu tók hann að sér ýmis störf, þó aðallega jarðrækt. Áriö 1937 réðst hann sem ráðsmað- ur til Stefáns Thorarensens sem rak stórbúskap í Saltvík á Kjalar- nesi. Stefán átti þá hugsjón að reka fyrirmyndarbúskap í Saltvík og valdi starfsmenn af kostgæfni svo takmarki væri náð í þessum efnum. Stefán þótti kröfuharður hús- bóndi og fór vel á með þeim Sig- urði. Umræðan á því búi snerist um framfarir í jarð-, nautgripa- og hrossarækt. Stefán ræktaði hún- versk hross og þá einkum út af Hárek frá Geitaskarði. Fór mikið orð af þessu samstarfi þeiira Stef- áns og Sigurðar. Jörðin Saltvík lá að sjó og var talin með bestu jörðum í nágrenni höfuðstaðarins. Frábær beit var þar vetui- og sumar og snjólétt. Ræktun fleygði fram og heyfengur jókst með ári hverju. Garðrækt, einkum rótarávextir, döfnuðu vel í þessu gósenlandi. Arið 1955 lauk samstarfi þeiri’a Stefáns og Sigurðar er hann tók búreksturinn í Viðey á leigu af Stephani Stephanssyni í Verðandi. Sigui’ði búnaðist vel í Viðey en þá vildi svo til að Hrafnhólar í Kjalar- neshreppi voru til sölu. Stefán Þorláksson í Reykjahlíð í Mosfellsdal átti hugsjón er bundin var við eyðijörðina Hrafnhóla. Hann tók sig til og byggði öll hús upp af grunni úr steinsteypu. Það var íbúðarhús, 25 kúa fjós og fjár- hús með heygeymslu, auk annarra útihúsa. Þessa eign bauð hann Sig- urði til kaups og samningar tókust. Arið 1957 flutti Sigurður á þessa heiðarjörð ásamt Helgu konu sinni. Þótti í mikið ráðist með þessum kaupum af manni sem kominn var á miðjan aldur. Aform og áætlanir Sigurðar stóðust nú sem endranær enda traustlega að málum staðið á báða bóga. Búnaðist Sigurði vel á fjallajörð sinni enda þótt skilyrði væru erfið. Heilsan var allgóð og þrekið óbilað og atorkan eftir því. A Hrafnhólum voraði 2-3 vikum seinna en við ströndina. Veðurlag sunnan undir Svínaskarði var erfitt, vorkuldar og sumur kaldai’i og styttri. Vetur lagðist snemma að og fannfergi var mikið. Þá vildi ini Sigurðar voru sjö talsins, Þórður, f. 31. maí 1906, d. 10. mars 1988; Leifur, f. 17. apríl 1909, d. 7. ágúst 1992; Anna Jórunn, f. 21. júlí 1911, d. 14. janúar 1984; Guðni, f. 4. maí 1913, d. 14. október 1941; Björn Magnús, f. 8. mars 1915; Katrín, f. 25. janúar 1917; og Krist- ín, f. 25. janúar 1917, d. 14. október 1989. Auk þess voru alin upp á heimilinu, þau Sigurður Einarsson, f. 6. desember 1925, Kristján Einarsson, f. 17. febrúar 1934, og Erla Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 8. maí 1939. Kona Sigurðar var Helga Sigurð- verða harðsótt að koma mjólkinni á bfl í Seljabrekku. Kom þá fyrir að Sigurður bar um öxl dagsnyt kúnna þessa þriggja km leið á þjóðveg. Arið 1975 seldi svo Sigurður jörð og bú, þá kominn fast að sjötugu. Hann festi kaup á húsi í Mosfells- sveit í Hamratúni og naut þar hvíldar á ævikvöldi sínu. Yrkti garðinn sinn og húsið undir Lága- fellshömrum (Hamrahlíðinni). Stundaði ræktun grænmetis og rót- arávaxta þar og í leigugörðum hreppsins. Hann greip í laus störf öðru hvoru hjá ýmsum. Á þeim ár- um vann hann ýmis landbúnaðar- störf fyrir mig á Reykjum og leysti þau jafnan mjög vel af hendi. Sigurður var atgervis- og þrek- maður mikill bæði til hugar og handa. Hann var dagfarsprúður og manna kurteisastur í daglegri um- gengni við samferðamenn sína. Hann naut vinsælda og virðingar hvar sem hann fór. Sigurður vandaði allt sitt fas og verk, og naut þess að taka þátt í fé- lagsmálum. Hann kynnti sér öll málefni vel sem hann fjallaði um og hafði ákveðnar skoðanir og ætíð mjög vel rökstuddar. Sigurður var dulur í skapi og óáleitinn en ef á hann var hallað var hann fastur fyr- ir og lét þá hvergi sinn hlut. Hann bar sig vel og myndarlega, hvers manns hugljúfi, hress og glaðsinna á vinafundum. Sigurður var góður hagyrðingur og lét stundum fjúka í kviðlingum en dult fór hann með þessa hæfileika. Með virðingu og þökk er Sigurð- ur Loftsson kvaddur hinstu kveðju og er nú skarð fyrir skildi er hann hverfur á vit feðra sinna. Ættingj- um og nánasta fólki er vottuð sam- úð við fráfall hans. Jón M. Guðniundsson. Hann var maður sem ég vissi af álengdar allt frá barnæsku vegna kunningsskapar hans og pabba. Þeir voru úr sömu sveit og ekki ýkja mikill aldursmunur á þeim. Eg vissi líka af honum af því hann var bróðir hans Leifs sem alltaf var leitað til ef eitthvað bilaði eða eitt- hvað þurfti að búa til sem ekki lá í augum uppi hvernig átti að gera. Hann var Sigurður í Saltvík sem maður bísaði rófunum frá á ung- lingsárunum og svo varð hann Sig- urður í Viðey sem bjó svo afskekkt þótt hann væri við túnfótinn í Reykjavík að hann var stundum veðurtepptur dögum saman öðrum hvorum megin sundsins. Næst varð hann Sigurður í Hrafnhólum sem standa lengst uppi í Esju og sjást ekki frá nokkurri alfaraleið. Loks var hann allt í einu orðinn nágranni minn í næsta húsi í Hlíðartúns- hverfi. Hann var kominn til okkar með gæsirnar sínar og hestana sem voru síðustu leifamar af bústofni sem þessi natni hugsjónabóndi átti, og hann var kominn með mann- gæskuna sína og hjálpsemina. Fyrsta morguninn sem við sáum til hans hér á hans nýja stað áttum við ardóttir, f. 6. september 1918 í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, d. 20. febrúar 1996. Þau Sigurður voru bamlaus en Helga átti eina dóttur, Ester Kristínu, f. 13. sept- ember 1938. Sigurður naut baraafræðslu í sinni heimabyggð en varð bú- fræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1934. Ráðsmaður varð Sigurður í Saltvík á Kjalar- nesi, stórbúi Stefáns Thoraren- sens apótekara 1937 til 1942; bóndi á Bakka 1942 til 1946 en síðan aftur í Saltvík 1946 til 1955; bóndi í Viðey í Kollafírði 1955 til 1957, en þá keypti hann jörðina Hrafnhóla í Kjalarnes- hreppi. Þar bjó Sigurður til árs- ins 1976 er hann seldi jörðina og fluttist í Mosfellssveit þar sem hann bjó til dauðadags. Síðustu árin dvaldi hann á heimili aldr- aðra á Hlaðhömrum. Utför Sigurðar fer fram frá Lágafellskirkju á morgun, mánu- daginn 18. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 14. í kröggum af því við vorum ekki nógu sterk eða fjölmenn til að bera tiltekinn hlut í húsinu okkar á framtíðarstaðinn sinn. Eg gekk í veg fyrir þennan stóra mann og bað hann hjálpar. Það var eins og ég hefði gefið honum gjöf, svo ljúf- mannlega brást hann við bóninni. Ljúfmennskan var honum eðli- leg. Börn og dýr löðuðust að hon- um. Krakkarnir voru aldrei fyrir og hann gat spjallað við þau tímum saman jafnframt því að hann dútl- aði við verkin sín. Hundarnir lögðu lykkju á leið sína með dillandi rófu til að heilsa upp á hann og kettirnir struku sér blíðlega við fætur hans jafnvel þótt þeir vissu þar heima- kött fyrir sem vissara var að hafa í viðeigandi fjarlægð. Hér í næsta húsi lifðu hann og Helga Sigurðai’- dóttir, sambýliskona hans, sólar- lagsárin sín. Hlutirnir breyttust smám saman. Fyrst hurfu hestarn- ir. Síðan gæsirnar. En kartöflurnar ræktaði Sigurður meðan hann hafði nokkur tök á, bæði heima í garði þar sem hann gat fylgst með þeim daglega og eins í stærri stfl uppi á Varmá. Hann kom sér upp litlu gróðurhúsi fyrir jurtir sem ekki lifðu undir beru lofti og til að lengja það tímabil sem hann gat unað sér við ræktunarstörfin. Seinna varð það of lítið og hann reisti annað stærra. Áram saman vann Sigurður meira eða minna utan heimilis eftir að hann kom hingað í Hlíðartúnið og fór á milli á traktornum sínum. Hann lærði aldrei á bíl en notaði dráttarvélina til að komast í vinn- una og tfl helstu snúninga innan- sveitar. Sá sem á stóra lóð að sýsla um og auk þess stóran kartöflugarð lengra uppi í sveit þarf líka á tæki að halda þó ekki væri nema fyrir garðinn. Svo fór að halla í nírætt og líkam- inn fór að gefa sig. Það vora fæturnir. Þeir dugðu sífellt lakar til þess sem þeir voru ætlaðir. Enda höfðu þeir ekkert verið sparaðir um dagana. Helga var léleg til heils- unnai’ og þar kom að þau kusu heldur að flytja á Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömram þegar þeim stóð það til boða. Eftir nærri aldar þátttöku í sköpunarverkinu var Sigurður orðinn óvirkur áhorf- andi. Nú er hann farinn til sælli stranda þangað sem Helga var far- in áður og nýtt sköpunarverk bíður hans. Hlaðhamrar voru skamm- vinnur áfangi á langri leið. Mér finnst enn stutt síðan þau fluttu héðan úr hverfinu. Slóðin sem myndast hafði milli innsta húss í Hamratúni og innsta húss í Hlíðar- túni sést ekki lengur. En slóð minn- inganna grær ekki upp og góðar minningar era það sem við eigum lengst og getum ornað okkur við þegar flest annað er horfið. Að leiðarlokum er ekki annað að gera en kveðja. Megi sá friður sem Sigurði fylgdi í lifanda lífi einnig fylgja honum yfir móðuna miklu. Honum fylgir góður hugur frá fjöl- skyldunni í Hlíðartúni 9. Sigurður Hreiðar. SIGURÐUR LOFTSSON + Við þökkum af heilum hug öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar kæra, JÓNS ÁRNA JÓNSSONAR menntaskólakennara, Furulundi 11D, Akureyri. María Pálsdóttir, Páll Jónsson, Lovísa Jónsdóttir, Steingrímur Jónsson, Jón Árni Jónsson, Stefán Jónsson, Þóra Jónsdóttir, Koibrún Björk Ragnarsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Árún Kristín Sigurðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Yean Fee Quay, Björn Halldórsson og barnabörn. ' t Þökkum af alhug, samúð og vinarhug, við andlát og útför stjúpsonar míns og bróður okkar, GUÐMUNDAR ERLENDSSONAR múrara, Heiðvangi 42, Hafnarfirði. Ólafur Ólafsson frá Kleif, Guðrún Erlendsdóttir, Erla Erlendsdóttir, Kristján Fjeldsted, Jónmundur Ólafsson, Sveinbjörg Björnsdóttir, Olga Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sæunn Þorsteinsdóttir, Eiðný Hilma Ólafsdóttir, Jón Stefánsson, Fjóla Ólafsdóttir, Skarphéðinn Jóhannesson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA GUÐMUNDSSONAR verkstjóra frá Hesteyri. Ragnheiður Bjarnadóttir, Jón Helgi Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Arndís Eva Bjarnadóttir, Katrin Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Vilbergsson, Elísabet J. Guðmundsdóttir, Jóhannes Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MATTHÍASAR EINARSSONAR trésmíðameistara, dvalarheimilinu Hjallatúni, Vik í Mýrdal. Jónína Þórðardóttir, Ingibjörg Matthíasdóttir, Matthías B. Sveinsson, Einar Matthíasson, Halldóra Svanbjörnsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Björn Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum þeim fjölmörgu sem sýnt hafa okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ást- kærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, INGIMARS INGIMARSSONAR, Tjaldanesi 1, Garðabæ, sendum við hugheilar þakkir og óskir um gott og gleðilegt nýár. Sólveig Geirsdóttir, Ingimar Örn Ingimarsson, Eila Kristín Karlsdóttir, Geir Ingimarsson, Una Hannesdóttir, Auður Ingimarsdóttir, Ómar Hafsteinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.