Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 21 SÉÐ yfir grunn nýbyggingarinnar að Laugavegi 53b og yfir að húsi Jons Kjells, Elínar Ebbu og sonanna þriggja. Grunnurinn fyllir næstum alveg út í lóðina. komast á unglingsaldur: Æ, fyrir- gefðu en þú varst slys, ég verð að láta þig fara! Þetta er heimilið okk- ar og það er hluti af okkur eins og nöfnin okkar. Borgaryfirvöld verða að taka ábyrgð á því að þau leyfðu okkur að festa hér rætur,“ segir Elín Ebba og hlær að öllu saman enda þykir þeim hjónum að málið sé orðið nokkuð farsakennt. „Mér berast oft prufu-upptökur af dægurlögum og er beðinn um að útsetja þau,“ segir Jon Kjell en hann er sjálfstætt starfandi tónlist- armaður og semur, útsetur og hijóðritar tónlist. „Mín fyrstu við- brögð eru stundum „Oh, my God, hvernig er nú hægt að búa til eitt- hvað sæmilegt úr þessu?“ Sumir út- setjarar myndu eflaust afskrifa sum lögin strax en ég held alltaf að það sé hægt að gera gott úr öllu. Málið er bara að gefast ekki upp, að ham- ast í þessu þangað til það ber árang- ur. Það spaugilega við þetta er að sum þau lög sem virtust sem von- lausust við fyrstu hlustun urðu síðar helstu smellirnir.“ Undir þetta tekur Elín Ebba sem í sumar lauk meistai’anámi í iðju- þjálfun frá háskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Iðjuþjálfun felst í því að hjálpa fólki að koma undir sig fótunum á ný eftir veikindi eða slys. Bæði störfin krefjast þolinmæði og þrautseigju og byggjast á því að fólk trúi því að það sem virðist ómögulegt sé framkvæmanlegt engu að síður. „Ef ég heyri af ein- hverju í vinnunni minni sem fólk hefur almennt ekki trú á að takist verð ég yfirleitt þeim mun spennt- ari að takast á við það,“ segir hún. Húsið stækkar Tillögur að uppbyggingu á lóðinni að Laugavegi 53b voru samþykktar á fundi skipulags- og umferðar- nefndar í lok mars árið 1997. Bygg- ingarleyfi var síðan samþykkt í bygginganefnd á fundi hennar 9. júlí 1998. íbúar í húsunum að Laugavegi 53a og Hverfisgötu 70 kærðu ákvörðun bygginganefndar- innar til úrskurðamefndar skipu- lagS; og byggingarmála mánuði síð- ar. í úrskurði nefndarinnar, frá 12. nóvember 1998, segir m.a. að af um- sögn Borgarskipulags, sem dagsett er 7. júlí 1998 og lögð var fyrir fund bygginganefndarinnar tveimur dög- um síðar, megi „ráða að fyrirhuguð bygging á lóðinni hafi stækkað um 42 fermetra frá því sem ráðgert var í þeirri tillögu, sem samþykkt hafði verið í skipulags- og umferðar- nefnd“. Þrátt fyrir það og áður- nefnda ákvörðun borgaryfirvalda um að heimila ekki nýbyggingar í grónum hverfum fyrr en deiliskiplag hefði verið samþykkt var byggingarleyfið veitt á fundin- um. Aður höfðu íbúarnir kært ákvörð- un skipulags- og umferðarnefndar um að veita leyfi til þess að svo stórt hús yrði byggt á lóðinni en þeirri kæru var vísað frá þar sem ekki var talið að ákvörðunin hefði verið kær- anleg, eins og segir í úrskurðinum. Það þykir Elínu Ebbu og Joni Kjell nokkuð broslegt þar sem þeim var í upphafi sagt af borgaryfirvöldum að ef þau vildu eiga möguleika á að hafa áhrif á það hvernig hús yrði reist á lóðinni yrðu þau að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum áður en málið væri tekið fyrir í bygginga- nefndinni. Segja þau að íbúum við Grettisgötu, sem ekki vildu una ákvörðun bygginganefndar um ákveðna húsbyggingu, hafi ekki orðið ágengt vegna þess að málið hafði, þegar þau hófu mótmæli sín, verið afgreitt frá skipulagsnefnd- inni og komið of langt í kerfinu. „Það blés von í brjóst okkar því við sáum fram á að við værum á réttum tíma. Við höfðum samband við foimann skipulagsnefndarinnar, sem sagði okkur að hafa samband við byggingaraðilann." Það gerðu þau en komust að því að það var hvorki rétta boðleiðin né vænlegt til árangurs. Það virtist því ekki skipta máli eftir allt saman hversu skammt á veg málið var komið innan stjórn- sýslunnar þegai' þau viðruðu hags- muni sína í fyrsta sinn. Á byrjunarreit Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála fjallaði um kæru íbúanna að Laugavegi 53a og Hverfisgötu 70 á fundi sínum fimmtudaginn 12. nóvember og felldi leyfið til að byggja umrætt hús að Laugavegi 53b úr gildi. I nið- urstöðum nefndarinnar kemur skýrt fram að húsið sé um þriðjungi of stórt til að það samrýmist aðal- skipulagi. „Síðan úrskurðurinn var kveðinn upp hefur fólk stöðvað okk- ur úti á götu og óskað okkur til hamingju með árangurinn. Það heldur að við höfum sigrað í málinu og vill lýsa ánægju sinni yfir því að sættir skuli hafa náðst,“ segir Elín Ebba. Jon Kjell bætir við: „En nú stöndum við því miður á byrjunar- reit aftur! Svo virðist sem borgaryf- irvöld séu að reyna að finna leiðir til að koma húsinu óbreyttu í gegnum kei’fið í stað þess að taka mið af úr- skurðinum og leita sátta við ná- granna.“ Ójöfn barátta „Á nýju teikningunum sem voru lagðar fram í grenndarkynningu í desember síðastliðnum er gert ráð fyrir að húsið stækki um 40 fm þannig að það hefur stækkað um rúma 80 fermetra frá því það var fyrst samþykkt í skipulagsnefnd. Við áttum von á. að húsið myndi minnka, sem væri eðlilegt miðað við úrskurðinn frá í nóvember þar sem byggingarleyfið er fellt úr gildi. Úrskurðurinn vakti von hjá okkur um að nú væri hægt að leysa þetta mál á farsælan hátt en eftir að nýju teikningarnar voru lagðar fram búum við okkur því miður undir að þurfa að kæra málið að nýju til að láta á það reyna hvort síðasta „leikflétta" borgaryfirvalda standist lög. Flestir væru senni- lega löngu búnir að gefast upp og einhver sagði við okkur að kerfið væri að þreyta laxinn. Við erum laxinn." Leikfléttan er sú, segja þau Elín Ebba og Jon Kjell, að svo virðist sem túlka megi byggingareglugerð- ir á þann veg að hægt sé að undan- skiija hluta af byggingunni frá stærð hennar. í þessu tilfelli er það bílageymslan undir húsinu sem dregin er frá heildarflatarmáli húss- ins og segja Elín Ebba og Jon Kjell að það sé gert á þeim grundvelli að nú er búið að teikna loftgöt á þá hlið geymslunnar sem snýr að lóðinni þeirra. Opið rými má samkvæmt reglugerð draga frá heildarflatar- máli byggingar og myndi það þá lækka nýtingarhlutfall lóðarinnar. „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að baráttan yi'ði mjög ójöfn. Það er ekki nema eðlilegt á þessu stigi málsins að borgaryfir- völd reyni að verja eigin gerðir og það er í raun hagsmunamál fyrir þau að byggingin fari nánast óbreytt í gegn,“ segja þau. „Fyrir ári voru lagðar fram tillög- ur, bæði af nágrönnum og Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt sem þá átti sæti í skipulagsnefndinni, þar sem lagt var til að húsið yrði minnkað um þriðjung,“ segir Jon Kjell og bætir við að ef farið hefði verið að þeim væri málið úr sögunni og húsið risið. Tillögurnar voru m.a. á þá leið „að þriðja hæð bakbyggingarinnar verði ca 200 m2 minni en önnur hæð og inndregin frá vestri," eins og segir í bókun Guðrúnar á fundi skipulags- og umferðamefndar frá 15. desember 1997. I sömu bókun stendur einnig: „Með því móti stall- ast húsið (nýbyggingin) niður að íbúðarbyggðinni, þar með batna birtuskilyrði og aðlögun öll til muna.“ Hún vekur líka athygli á því að íbúðir á þriðju hæð í framhúsi höfðu verið stækkaðar eftir að nefndin hafði samþykkt teikningu af byggingunni. „Það þarf ekki annað en ganga niður Laugaveginn og líta yfir báru- jámsgirðinguna til að sjá að bygg- ingin er allt of stór. Við skiljum þó vel sjónarmið byggingaraðilans um að fá sem mest út úr fjárfestingu sinni. Það er ágætt ef hún örvar við- skiptalíf og stuðlar að framþróun borgarinnar. Hér gerist það hins vegar á kostnað þeirra íbúa sem fyrir em og það hefðu byggingaryf- irvöld átt að sjá strax í upphafi. Við skiljum vel að þessi afgreiðslumáti borgaryfirvalda hefur haft slæmar afleiðingar fyrir byggingaraðilann og okkur þykir það miður,“ segir Jon Kjell enn fremur. „Við emm ekki á móti uppbygg- ingu við Laugaveg, þvert á móti. Nálægðin við fjölbreytt miðborgar- líf og blómlega verslun em einmitt helstu ástæðurnar fyrir því að við settumst hér að,“ segja hjónin. Minnisvarði „litla mannsins" „Því hefur verið haldið fram að þetta mál sé einskonar prófmál á það hvort hægt sé að stuðla að uppbygg- ingu verslunar- og þjónustuhúsnæð- is við Laugaveg. Okkm- þykja þessi ummæli óskiljanleg því það er aug- ljóst að verslun getur gengið vel án þess að húsnæðið sé af þessari stærð. Að okkar mati má á hinn bóg- inn líta á þetta sem prófmál um það hvort „litÚ maðurinn" hefur mögu- leika á að verja heimili og nánasta umhverfi sitt gegn framkvæmdum sem munu skerða gæði þess. Erfið- ast er að kyngja því að það er ekki hægt að kenna kerfinu um hvernig farið hefur. Nokkrir einstaklingar í valdastöðum borgarinnar höfðu mörg tækifæri til að koma málinu í þann farveg að réttlætis hefði verið gætt,“ segja Eh'n Ebba og Jon Kjell. Þau segja einnig að baráttan hafi dregið úr þeim mikla orku sem hefði betur verið varið í heimilislífið og með bömunum. „Okkur finnst hins vegar ekki skemmtilegt að hugsa til þess að bömin okkar fái brenglaðar hugmyndir um siðferði með því að alast upp í samfélagi þar sem vinnu- brögð af þessu tagi em tekin góð og gild. Kannski fáum við engu fram- gengt í þessu máli. Ef svo verður er það samt ofurlítil huggun að húsið okkar mun standa eftir sem minnis- varði um að jafnvel undir lok 20. ald- arinnar var slík valdníðsla viðhöfð á íslandi.“ hefst á mánudag kl. 9.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.