Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EIN ljósmyndanna á almanaki Lavazza. Unaðsheimur kaffis í GALLERÍI Sævars Karls hefur verðið opnuð sýning á ljósmynd- um sem unnar hafa verið fyrir almanak ítalska kaffiframleið- andans Lavazza. Magnum Photos í New York annaðist ljósmyndun fyrir alman- ak Lavazza að þessu sinni. Ljós- myndastofan Magnum Photos var stofnuð árið 1947, en í rúm 50 ár hafa ljósmyndarar hennar sérhæft sig í frétta- og heimilda- ljósmyndun. Ljósmyndurum Magnum Photos hefur tekist að festa á filmu nútimalegt. samhcngi unaðs og kaffls í heimsálfunum fimm, segir í tilkynningu. Kaffí og kon- ur eru miðpunktur athyglinnar, eins og svo oft áður. Saman mynda verkin röð sem ber með sér sterkan keim fréttaljósmynd- unar, þær lýsa ólíkum kringum- stæðum, í leik og samveru, þar sem kaffi kemur við sögu, í anda hefða og siða hvers lands fyrir sig. Sýningin stendur til 1. febrúar. Spunaleikritið Hafrún frumsýnt í Möguleikhúsinu í dag Sofa urtubörn á útskerjum í Möguleikhúsinu við Hlemm angar allt af þangi þessa dagana, enda eru þar sagðar þjóðsögur úr fjöruborð- inu, í spunaleikritinu Hafrúnu sem verður frumsýnt í dag kl. 17. Margrét Sveinbjörns- dóttir rann á þang- lyktina, fann leikhóp- inn í fjöru og fylgdist með æfíngu. í HAFRÚNU segir frá ýmsum furðuskepnum sem ýmist rísa úr sjónum eða birtast í fjöruborðinu, mönnum til undrunar, hugarang- urs, nokkurs ótta og jafnvel lífs- hættu. Leiksýningin er spunnin af leikhópnum í sameiningu upp úr Morgunblaðið/Þorkell VALA Þórsdóttir og Kristján Eldjárn í fjöruborðinu. þremur íslenskum þjóðsögum sem allar tengjast fjörunni og hafinu. Sögumar eru Sjö börn í sjó og sjö á landi, Hafskessan og Sigurður í Skoruvík. Sýningin er flutt af einum leik- ara, Völu Þórsdóttur, og einum Nýir ríkisvíxlarí raarkflokkum í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verða eftirfarandi ríkisvíxlar Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað liámark tekinna tilboða* RV99-0416 16. apríl 1999 3 mánuðir 1.145 1.000 RV99-0618 18. júní1999 5 mánuðir 0 500 RV99-1217 17. desember 1999 11 minuðir 0 1.000 * Milljónir króna. Þús. kr. Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 13. janúar 15.204 milljónir. Áæduð hámarksstærð og sala 18. janúar, 1. og 9. febrúar 1999. 3 mán 5 mán 11 mán Gjalddagar Áætluð sala 9. febrúar 1999 BBff: . • H Áætluð sala 1. febrúar 1999 Áæduð sala 18. janúar 1999 m Staða 13. janúar 1999 jftp Áæduð áfylling síðar LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is tónlistarmanni, Kristjáni Eldjárn, sem leikur á rafgítar. Mismunandi persónur, óvættir og umhveríí eru sköpuð í samspili leikara og tónlist- armanns án annarra utanaðkom- andi hjálparmeðala. Tónlistin er ekki aðeins bakgrunnur eða upp- fylling, heldur órjúfanlegur hluti heildarmyndarinnar. Þannig er höfðað sterkt til ímyndunarafls áhorfenda, þar sem ævintýrin taka á sig mynd í hugum þeirra fremur en að þeir séu mataðir af fullút- færðum sviðs- og búningaskiptum. „Þetta er allt öðru vísi en að gera tónlist við venjulegt leikrit, vegna þess að þetta er unnið á allt annan hátt og í svo nánum tengsl- um, maður er inni í öllu vinnsluferl- inu. Það sem gerir þetta svo sér- stakt er hvað maður hefur frjálsar hendur og getur í rauninni gert ná- kvæmlega það sem manni sýnist,“ segir Kristján um þátt tónlistar- mannsins í verkinu. Vala tekur undir þetta og segir sýninguna í raun hafa verið í mótun alveg fram á síðasta dag - og sjálfsagt verði hún það áfram eftir frumsýning- una. Lyktin íjórða víddin í leikhúsinu Lýsinguna hönnuðu þeir Ólafur Pétur Georgsson og Bjarni Ingv- arsson í sameiningu. Leikmyndin er að stórum hluta unnin úr þangi og öðru úr sjónum. Heiðurinn að henni og búningunum á Katrín Þorvaldsdóttir. Kristján lýsir yfir sérstakri velþóknun á sínum bún- ingi, sem er brúnn að lit með þangi utan á og rennur svo að segja inn í leikmyndina. „Eg er mjög ánægð- ur með þennan búning og stefni að því að fá að nota hann hversdags í framtíðinni,“ segir hann. Lyktin af þaranum setur sinn salta svip á sýninguna. „Þetta er náttúrulega fjórða víddin sem hef- ur vantað í leikhúsið,“ segir Krist- ján. Leikstjórinn, Pétur Eggerz, er hjartanlega sammála: „Mér finnst alveg ómissandi á hverri sýningu að hafa svona lyktarhönnuð!" „Það er ekki eins og í víkingasafninu í Jórvík, þar sem maður fær spjöld til þess að skafa og lykta af á hin- um mismunandi stöðum safnsins - oj, fjósalykt!" segir Vala. En þetta með lyktarspjöldin í víkingasafninu var nú bara útúr- dúr. Aftur að sýningunni, en leik- hópurinn segist vera að taka við þeim þjóðararfi sem þjóðsögurnar eru. Þjóðsögurnar, sem hafi varð- veist í munnlegri geymd kynslóð fram af kynslóð, tekið breytingu og lagað sig að stað og tíma. Nú hafi þau búið til nýja útgáfu sem hæfi stað og stund. Hafrún verður sem áður sagði frumsýnd í dag kl. 17 og verður fyrst um sinn sýnd í Möguleikhús- inu. Síðan er ætlunin að fara með hana út í skólana á höfuðborgar- svæðinu og jafnvel víðar. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri og upp úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.