Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 44
£ 44 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR JÓHANN KRIS TINSSON Jóhann Kristins- son fæddist f Austurhlíð í Bisk- upstungum 24. maí 1958. Hann lést 30. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. „Þegar hallar hausti að hefjast fjallaleitir" (S.J.) •- Fátt gleður fjár- bóndann meira en þegar sá tími rennur upp ár hvert að menn halda inn á víðernin til fjárleita. Sú gleði nær hámarki er til byggða kemur og menn sjá iagprúðar ærnar aftur lesa sig niður hlíðamar áleiðis til rétta. Svo var um Jóhann vin minn í Austurhlíð. í fjölda ára höfum við ásamt hópi vaskra manna riðið ár hvert um Út- hlíðarhraun, smalað vesturleit, farið um foræði Hagavatns- aura og að loknum degi gist í Hagavatns- skála, tekið til matar og síðan til söngs; en löng hefð er fyrir því að syngja fjórraddað meðan röddin endist. I þessari gleði hefur Jói verið eins og sjálf- sagður hlutur enda um mörg ár stærsti fjárbóndinn á fjalli, vel ríð- andi og eindæma athugull smali. Fyrstur á fætur og sagði þá oft er við hinir rumskuðum: „Ég er bú- inn að gefa hestunum." Skarð er BIRNA SIG URBJÖRNSDÓTTIR + Birna Sigur- björnsdóttir fæddist 25. septem- ber 1913. Hún lést á Landakotsspitala 19. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig með •V nokkrum orðum. Þeg- ar ég sest niður og byrja að skrifa til þín þá hellist yf- ir mig söknuður og fallegar minn- ingar taka að streyma fram. Fyrstu minningar mínar úr æsku eru tengdar þér og afa. Við mamma fluttum til ykkar á Reyni- mel þegar ég var tveggja ára og við bjuggum þar hjá ykkur í sex ár. Eftir það bjó ég hjá þér öðru hverju, allt þar til ég eignaðist mitt fyrsta barn, þegar ég var um tvítugt. Þú reyndist mér svo sann- arlega besta amma í heimi. Þegar ég hugsa til baka man ég alltaf hvað það var gott að vera hjá þér, það mátti gera næstum allt sem ~’ manni datt í hug. Þú skammaðist aldrei í manni, jafnvel þótt maður tæki öll handklæðin út úr skápn- um og byggi til hús úr þeim. Eða ef maður hellti niður, þá þurrkaðir þú það bara upp þegjandi og hljóðalaust. Kannski kom okkur bara svona vel saman að þess þurfti ekki? Þú kenndir mér bæn- irnar og last þær alltaf með mér á kvöldin og á sunnudögum fórst þú alltaf með mig í sunnudagaskól- ann. Eitt sinn þegar við vorum þar var presturinn að tala um fjöl- skylduna og að pabbinn ynni fyrir heimilinu og mamman myndi sjá um bömin. Þá reis ég upp og _;.gaspraði yfir allan salinn: „Afi minn vinnur fyrir heimilinu hjá okkur!“ Þessu gátum við nú hlegið að saman! Ég brosi nú líka dálítið að því þegar mér verður hugsað til þess þegar fjölskyldan kom saman við einhver hátíðleg tækifæri og allir áttu að syngja saman. Þá söngst þú ekki neitt! Þú hlóst nefnilega svo mikið að því þegar afi söng að þú komst ekki upp neinu öðru hljóði! Það var alltaf jafngott að sjá þig hlæja, því ef þér leið vel, þá leið mér líka vel. Þegar ég var tíu ára gömul dó pabbi minn en nóttina áður dreymdi þig að pabbi væri að biðja þig að passa mig vel, sem þú gerðir líka alltaf. Ef einhver hallmælti mér tókst þú líka alltaf upp hanskann fyrir mig og hrósaðir mér í bak og fyrir. Mikið var ég heppin að eiga þig að, því þú reyndist mér svo vel. Þú varst næm á allt sem í kringum þig var og vissir því ótrúlegustu hluti, enda þýddi íitið að ætla að leyna þig einhverju, elsku amma mín. Eftir að þú veiktist var mamma hjá þér öllum stundum sem hún átti aflögu, ég hefði viljað vera mikið meira hjá þér, en þegar maður á orðið stóra fjölskyldu, þrjú ung börn og mann, kemst maður ekki eins mikið frá. Laug- ardaginn sem þú kvaddir þennan heim sat ég hjá þér, elsku amma mín. Mamma ætlaði að koma eftir hádegi og ég gat ekki hugsað mér að skilja þig eftir eina á sjúkra- húsinu og ákvað því að bíða eftir að mamma og afi kæmu til þín. Þetta var svo skrítið því í því sem þú ert að kveðja kemur hin nafn- an þín, hún Bibba frænka, til þín. Við vorum því þarna allar þrjár saman nöfnurnar á þessari kveðjustund og ég þakka Guði fyrir það að hafa fengið að vera hjá þér þennan dag. Elsku hjartans amma mín, ég veit að þér líður vel núna og ert laus við allar þjáningamar. Þú ert hjá mér í hjarta mínu og veitir mér styrk þar til við hittumst aftur. Þín Birna Jóhannsdóttir. Skilafrestur minningargreina J EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur faríð fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist y innan hins tiltekna skilafrests. fyi-ir skildi er slíkir menn hverfa og víst er að það skarð verður ekki fyllt í bráð. Jói var góður bóndi og hafði komið sér upp frábærum fjárstofn að útliti og kostum og skiluðu ær hans hvað mestum afurðum bænda hér í sveit. Einnig var hann góður hestamaður, átti góð hross til undaneldis en fór þó ekki troðnar slóðir í ræktunarmálum frekai- en ýmsu öðru í sínu lífi. Hann var góð- ur og hjálpsamur nágranni, var með gleði á brá þegar hann leit inn til okkar hjóna. Hann yrkti þann garð betur en flestir aðrir að líta til nágranna og spjalla yfir kaffibolla um búskap og þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni. Um nokkurn tíma hafði hann átt við veikindi að stríða sem hann bar ekki á torg, en miklar vonir voru bundnar við bata af nýjum lyfjum, en sú von brást. Jaðarbyggð vestur sýslu Arness hefur misst enn einn hlekk sem hvað síst mátti þó slitna. Við sem búum við hlíðina höfum öll misst mikið í þeirri baráttu að halda byggðinni við, en mestur er missir stórfjölskyldunnar í Austur- hlíð. Ég bið þeim öllum blessunar Guðs. Ég kveð Jóa með söknuði og sé hann í anda á brúnum hesti og segi að lokum: Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú verst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumur þíns hjarta rætist. (Einar Ben.) Björn Sigurðsson. Mig langar að minnast Jóa frænda okkar með nokkrum fátæk- legum orðum. Þakka honum sam- fylgdina frá fyrstu tíð. Margs er að minnast. Frændsystkinin á bæjun- um einn samheldinn hópur, hlaup- andi á milli í leikjum sínum. Kær- leikurinn innan þessa hóps var ein- stakur, og hefur haldist allt fram á þennan dag. Nú hefur í annað sinn verið höggvið skarð í þennan hóp og er mikill harmur kveðinn að öll- um. Eins og öllum er minnisstætt lést bróðir Jóa úr ólæknandi sjúk- dómi eftir 5 ára stríð, aðeins 10 ára að aldri. Má nærri geta hvers lags álag það hefur verið á foreldra og alla á heimilinu. Vlð hér í Hlíðartúni viljum þakka honum alla hjálpina í gegn- um árin. Alltaf var hann tilbúinn og þurfti ekki alltaf að biðja. ,Á ég ekki að hjálpa ykkur að sprauta ærnar?“ Slíkur var viljinn til að að- stoða gamla frændfólkið. Svo var ekki að sökum að spyrja, allt var búið áður en við var litið, þegar handtökin hans Jóa voru annars vegar. Fyrir nokkrum árum fór hann að kenna þess sjúkdóms, sem stundum er nefndur sjúkdómurinn sem enginn sér og enginn skilur nema sá sem reynir. Fór þá að skiptast á „svartnætti", eins og hann nefndi það sjálfur, en svo bjart á milli. Og vissulega átti hann oft góðar stundir áður en yfir lauk. Kom hann alltaf með kankvísa brosið sitt í heimsókn til að spjalla, þegar hann hafði upplifað eitthvað skemmtilegt. Mikla ánægju hafði hann af því að fara á fjallið með Tungnamönnum síðastliðið haust. Hrósaði hann öllu fólkinu, sem hann fór með, hvað það hafi tekið sér vel, þar sem hann var auka- maður og kom inn í hópinn alveg óvænt. Skulu því góða fólki færðar bestu þakldr. Einnig var hann glaður þegar hann heimsótti systur sína í Reykjavík og hafði þá komist á tónleika hjá Karlakór Reykjavík- ur. Svo var alltaf létt yfir honum þegar hann sagði frá „Grámosa- reiðinni", sem hann fór í með hópi frændfólks og vina á hverju ári. Góða hesta átti hann, enda eins gott í víðlendu og erfiðu smalalandi hér ofan byggðar. Fjármaður var hann af Guðs náð og voru þeir bræður, ásamt fóður sínum, mjög samhentir í ræktunarstarfinu, enda ber fé þeirra þess glöggt vitni. Nú þegar hann er horfinn yfir móðuna miklu er hans sárt saknað af ættingjum og vinum. En mestur er harmur foreldra hans, systkina og þeirra allra í Austurhlíð. Þó er það huggun harmi gegn að hann er laus við sínar óbærulegu þjáning- ar, sem voru eins og falinn eldur, þótt bjart væri á milli. Við munum alltaf minnast þess að hann var fyrst og fremst góður drengur. Megi góður Guð styrkja foreldra hans, systkini og þau öll í Austur- hlíð. Blessuð sé minning Jóa frænda. Guðrún og Hárlaugur. JÓN BJARNASON + Jón Bjarnason fæddist í Reykjavík 20. júnf 1924. Hann lést á heimili sínu 2. janú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 12. jan- úar. Hlýja og notalegheit koma fyrst upp í huga manns þegar hugsað er til Nonna frænda. Nonni var þessi manngerð sem öllum þótti vænt um. Hann var mikið snyrtimenni og áttu allir hlutir sinn stað á hans heimili. Greiðvikni var honum eðl- islæg og var hann alltaf fyrstur til að rétta hjálparhönd og ætlaðist hann aldrei til neins af öðrum. Nonni var mikið náttúmbarn og útivistarmaður. Hann ferðaðist mikið um Island á sumrin með Veigu sinni, og iðkuðu þau skíðaí- þrótt á vetui'na. Þegar sólin hækk- aði á lofti á vorin opnuðust svala- dyrnar hjá Nonna og Veigu. Nutu þau í sameiningu sólai'innar allt sumarið þegar tími gafst til á svöl- unum, því þau voru miklir sóldýrk- endur, bæði tvö. Nonni og Veiga áttu heil ósköp af myndum og stóð Veiga mikið á bak við myndatökurnar en mynd- irnar voru allar gæddar lífi sem einkennir hennar næma lista- mannsauga. Það var stundum sem þau kölluðu á okkur fjölskylduna til myndakvölds þar sem skoðaðar voru litskyggnur og heilu mynda- albúmin og þá var ekki að spyrja að gestrisni þessara hjóna. Kræs- ingar voru lagðar á borð og alltaf var moli í skál fyrir þau minnstu. I myndasafni Nonna og Veigu gát- um við séð myndir frá öllum tím- um frá því Kópavogur var að byggjast upp og má segja að þau hafi haft mikið heimildasafn í myndum. Nonni var mjög frændrækinn. Hann var næst yngstur sex systk- ina sem öll eiga orðið marga af- komendur. Þó að hópurinn væri orðinn stór þá ræktaði hann vel sambandið við alla sína fjölskyldu. Alltaf var einhverjum úr fjölskyld- unni boðið að njóta kjötsúpunnar góðu sem hann útbjó af mikilli natni og var það ekki svo sjaldan. Eitt vitum við fyrir víst þegar við fæðumst í þennan heim að við munum einhvern tíma deyja. Það var einkennandi fyrir Nonna hvemig hann kvaddi þennan heim, enginn vissi að tími hans væri kom- inn. Hann kvaddi hljóður þegar síst skyldi á sínu heimili sem hon- um var svo kært. Við þökkum þér samfylgdina kæri frændi. Við vottum Veigu og fjölskyldu samúðarkveðju okkar og biðjum Guð að styrkja ykkur. Steingerður og Sif. Styrkir vegna upp- lýsinga- tækni í al- mennings- bókasöfnum MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur úthlutað styi'kjum af fé því sem veitt er í fjárlögum 1999 vegna upplýsingatækni í almenn- ingsbókasöfnum í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 36/1997, um almenningsbókasöfn. Auglýst var eftir umsóknum 25. september sl. og rann umsóknar- frestur út 1. nóvember. Alls bárust 17 umsóknir um tæpar 13 milljónir króna. Að fengnum tillögum ráð- gjafamefndar um almennings- bókasöfn voru veittir styrkir sem hér segir: Bókasafn Breiðdalshrepps 200.000 kr. til kaupa á tölvubún- aði, nauðsynlegum búnaði til að tengjast Neti. Bókasafn Eyrar- sveitar 150.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði og tengingu við Netið. Bókasafn Héraðsbúa 500.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði og til nám- skeiðs fyrir starfsfólk. Bókasafn Seyðisfjarðar 200.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði. Bókasafn Súðavík- urhrepps 200.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði. Bókasafn Austur- Húnavatnssýslu 200.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði og nauðsyn- legum búnaði til að tengjast Neti. Héraðsbókasafn Vestur-Barða- strandarsýslu 300.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði og nauðsyn- legum búnaði til að tengjast Neti og til endurmenntunar bókavarða. Héraðsbókasafn Vestur-Húna- vatnssýslu 500.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði og til námskeiðs fyrir bókaverði. Samtök bókasafna um endurmenntun bókavarða 300.000 kr. vegna námsefnis og námskeiða í notkun upplýsingatækni fyrir bókaverði í almenningsbókasöfn- um. Félag um vefbókasafn 1.500.000 kr. til uppbyggingar gagnagrunns á Netinu. Styrkveiting er bundin skilyrði um að bókasafn sé opið almenningi a.m.k. 10 klukkustundir á viku. ------------------ LEIÐRÉTT Rosmhvalaneshreppur Nokkurrar ónákvæmni gætti í frétt úr Garðinum í blaðinu í gær þar sem sagt var frá fundi um sameiningarmál. Tölur þær sem VSÓ-ráðgjöf notaði um stöðu byggðarlaganna voru frá árinu 1997 en ekki 1987 eins og misritað- ist og gamli hreppurinn hét Rosmhvalaneshreppur. Hlutaðeig- andi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. v^mb l.i is ALLTAf= e/TTH\SA£> tS/ÝTl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.