Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 64
www.varda.is .tandsbanki. W ivinÆi Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fárviðri olli vandræðum og* skemmdum víða um land í fyrrinótt og gærmorgun Mest tjón í Eyjum og undir Eyjafjöllum BJÖRGUNARSVEITIR höfðu við- búnað víða um land vegna óveðurs- ins sem gekk yfir landið í fyrrinótt og gærmorgun. Einna verst var veð- ur á Suðurlandi og í Vestmannaeyj- um. Eignatjón varð á bænum Beija- nesi undir Eyjafjöllum og talsvert var um foktjón í Vestmannaeyjum. I Vík í Mýrdal brotnuðu rúður í tveim- ur íbúðarhúsum og fimm bílum. Ferðafólk lenti víða í töfum og vand- ræðum; heiðar og fjallvegir voru lok- ™uð um land allt og hvergi var ferða- veður. Bílai- fuku í Kópavogi. Þak fauk af húsi í Laxnesi í Mosfellsdal í gærmorgun en viðgerðir þurftu að bíða þess að veður lægði. Mestur vindhraði í byggð mældist í Fagurhólsmýri um hádegi í gær, 75 hnúta meðalvindhraði, að sögn Ein- ars Sveinbjömssonar, veðurfræð- ings. Víða um land mældist um 100 hnúta vindhraði í hviðum. 64 hnúta meðalvindur jafngildir 12 vindstig- um eða fárviðri Að sögn Adolfs Þórssonar, for- manns Björgunarfélags Vest- mannaeyja, var fímmtán manna lið á ferð um bæinn að fergja það sem fokið hafði, byrgja brotna glugga og binda báta sem slitnuðu frá. Adolf sagði að mikið hefði blásið í Eyjum og í verstu hviðum hefðu menn orð- ið að halda sér í ljósastaura til að takast ekki á loft. 20 feta gámur fauk í sjóinn við Básaskersbryggju og dró björgun- arlið hann á land og batt fastan. A hafnarbakkanum fuku gámar og fiskiker til og frá. Landfestar fjögurra báta slitnuðu en björgunarmönnum tókst að binda þá áður en þá ræki frá. Þá - i&iku tveir tengivagnar á hliðina við Básaskersbryggju og rakst annar þeirra utan í trillu og skemmdi hana nokkuð. Ótryggt vegna foktjóns Talsvert eignatjón varð í Berja- nesi undir Austur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu í veðurhamnum. Fjóshlaða eyðilagðist í vindhviðu og efri hæð íbúðarhússins skemmdist einnig. Að sögn Vigfúsar Andrésson- ar bónda, fóru sterkustu vindhvið- urnar upp í 16-20 vindstig og sagði hann að veður hefði ekki verið eins slæmt síðan 1982. Vigfús segir Ijóst að tjónið hlaupi á milljónum og eru eignimar ekki tryggðar hjá trygg- ingafélögum þar sem þau neita að tryggja eignir undir Austur-Eyja- fjöllum vegna hættu á veðurham sem þeim er geisaði í gær, að sögn Vigfúsar. Á bænum Steinum, skammt frá Berjanesi, eyðilagðist fjóshlaða í rokinu. Rafmagnslaust vai- að hluta undir Austur-Eyjafjöllum í gær, að sögn vaktmanns hjá RARIK á Hvolsvelli. Ekki vai- unnt að sinna bilunum vegna veðurs og var ekki búist við að það yrði hægt þar sem ekki var gert ráð fyrir að veður gengi niður fyrr en í nótt. Rigndi grjóthnullungum Grímur Magnússon og félagi hans lentu í hrakningum við Sandfell í Öræfum á leið frá Neskaupstað til Reykjavíkur. „Við vorum við Sand- fell þegar bíllinn fór út af í algerum blindbyl. Síðan rigndi grjóthnullung- unum yfir okkur og við reyndum að verja höfuðið á okkur eins og við gát- um,“ sagði Grímur í samtali við blaðamann. ,jUlar rúðumar í bílnum brotnuðu og hann fylltist af grjóti og glerbrot- um. Við m-ðum að hírast fyrir utan hann því inni í honum var ekkert skjól að fá. Maður gat ekki einu sinni kropið, það var svo mikill vindur. Það var ekki stætt svo við urðum að liggja," segir Grímur. Þeh- félagar biðu í tvær og hálfa klukkustund eft- ir hjálp en sluppu ómeiddir en kaldir og frostbólgnh- úr hrakningunum. I gær var enn vonskuveður í Öræfum og hafði bundið slitlag víða flest af hringveginum, mest á 30 metra kafla við Svínafell. Mikið sandfok var á Skeiðarársandi og dæmi um að bílar hafi orðið fyrir tjóni vegna þess. : Morgunblaðið/Kristján FÓLK lenti víða í basli við að komast leiðar sinnar vegna veðurhams- ins, m.a. á Akureyri þar sem fannfergi teppti færð í gærmorgun. V , . gi Morgunblaðið/SGG TVEIR tengivagnar fuku á hliðina við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum og olli annar þeirra tjóni á trillu. Meðal dýpstu lægða á öldinni Mikil endurnýjun á nótaveiðiflotanum LÆGÐIN sem hefur valdið ill- viðrinu um helgina er meðal dýpstu lægða á N-Atlantshafi á öldinni. Hún varð dýpst 920 milli- bör í lægðarmiðju í fyrrinótt og var þá miðja vegu milli íslands teíg Færeyja. Lægðin þokaðist hægt norður á bóginn í gær um 300 kílómetra austur af landinu og grynntist smám saman og var þannig orðin um 930 millibör í gærmorgun. Lægsti loftþrýsting- ur sem mælst hefur á Islandi var í Vestmannaeyjum í desember 1919, en þá mældist loftþrýsting- ur þar 919,7 millibör. Þó að lægð þessi sé mjög djúp þá er hún ekki einsdæmi ef litið er til siðustu ára. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur á Ajjeðurstofunni, segir að í janúar árið 1993 hafi mjög djúp lægð gengið yfir Norður-Atlantshafið, sem Danir og Englendingar kalli gjarnan „lægð aldarinnar“. Hún hafi verið á bilinu 910-915 millibara djúp. Leið lægðarinnar þá hafi legið fjær okkur en nú og því hafi hennar ^fkki orðið vart hér á landi í þeim mæli sem vænta hefði mátt mið- að við það hve loftþrýstingur varð lágur. Lægðin hefði eigin- lega farið beint yfir Færeyjar og ekki gert neinn sérstakan usla hér á landi. Það munaði öllu nú að lægðin væri nær, skammt undan Suðaustur- og Austur- landi. Einar sagði að veðrið aðfara- nótt laugardags hefði verið afar slæmt á landinu og meðalvindur hefði nokkuð víða í byggð farið í 12 vindstig sem væri fátítt hér á landi. Meðalvindur hefði einnig mælst 12 vindstig í Reykjavík í gærmorgun á mæli á Reykjavík- urfiugvelli og það væri sjaldgæft í norðanátt. Auðvitað væri vind- ur enn meiri á fjöllum eins og á Gagnheiði eða Skálafelli. Það sem meira væri að meðalvindur við Mývatn, sem væri langt inni í landi hefði farið í 11 vindstig og það þættu einnig tíðindi. Einar sagði að lægðir yrðu sjaldan dýpri en 930 millibör og þær væru ekkert mjög margar. Þannig væri talað um að þær gætu kannski verið 10-12 talsins á öldinni sem orðið hefðu þetta djúpar. MIKIL endurnýjun á sér stað á nótaveiðiskipaflota landsmanna um þessar mundir og eru útvegsmenn með því meðal annars að gera skipin betur í stakk búin til veiða á kolmunna, sem er flökkustofn sem gengur inn í íslenska lögsögu hluta ársins. Þannig hafa ný skip komið til Akraness og Fáskrúðsfjarðar, samið hefur verið um smíði tveggja skipa í Chile og eins í Kína, skip er að koma til Vopnafjarðar, auk þess sem skipt verður um vélar í þremur skipum, Hólmaborg, Jóni Kjai-tans- syni og Berki, svo nokkuð sé nefnt. Einungis er talið tímaspursmál hvenær kvóti verður settur á teg- undina, en hún heyrir undir Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- ina. Fiskifræðingar ráðlögðu 650 þúsund tonna afla úr stofninum á síðasta ári, en hann fór yfir eina milljón tonna. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að með þessari fjár- festingu sé verið að reyna að auka hlut okkar í veiðum á kolmunna, en líklegt sé að stofninum verði fyrr en seinna skipt upp milli þjóðanna sem veiði hann, þar sem veidd sé ein milljón tonna úr stofninum, þó ráð- lögð veiði sé 650 þúsund tonn. Þar hafi Norðmenn tekið stærstan hlut og veiði nánast allan kvótann. „Þeir hafa ekki hamið sínar veiðar með neinum hætti, þótt þeir sæju alveg að hverju stefndi, höfðu fiskað 450 þúsund tonn áður og juku það upp í yfir 600 þúsund tonn á síðasta ári,“ sagði Kristján. Veiddum 65 þúsund tonn Islendingar veiddu 65 þúsund tonn af kolmunna á síðasta ári og jókst aflinn verulega frá árinu áður. Stór skip með mjög öflugar aflvélar og spil henta best til veiðanna. Kristján sagði að það skipti miklu máli fyrir okkur að það drægist að settur yrði kvóti á stofninn, þar til við hefðum aukið hlut okkai- í veiðum úr honum. „En þessi útvegur hefur nú ekki ver- ið það burðugur að hann hafi getað fjárfest í nýjum skipum, þannig að það er fyrst núna að við verðum lið- tækir í samkeppninni um þennan stofn,“ sagði Kristján ennfremur. Hann sagði að það hefði háð út- veginum að hann hefði ekki haft af- komu til þess að geta fjárfest í svona öflugum skipum fyrr en und- anfarið. Umtalsvert magn af kolmunna hefði gengið inn í íslenska lögsögu og hefði mælst að minnsta kosti ein og hálf milljón tonna innan hennar á síðasta ári. Það væri því eftir miklu að slægjast fyrir okkur og einnig upp á það að við fengjum úthlutað varanlegri hlutdeild úr stofninum. Kvótasetning stofnsins hefði verið til umfjöllunar á fundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, NEAFC, í nóvember síðastliðnum, en því verið frestað fram til nóvember á næsta ári. Ljóst væri því að ekki yrði settur kvóti á stofninn í ár og hann teldi ekki lík- legt að það yrði heldur gert á næsta ári miðað við það samkomulag sem ríkt hefði á þessum vettvangi. „Menn eru að leggja þarna í mikla áhættu, stofna til mikilla fjárfest- inga og náttúrlega vænta þess að fá hlutdeild úr skiptingu stofnsins þeg- ar þar að kemur,“ sagði Kristján ennfremur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.